Dagur - 05.02.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Samstarf
misstórra sveitarfélaga
í Fram-Eyjafirði eru þrjú sveitarfélög með um
eitt þúsund íbúa samanlagt. Þetta eru Hrafna-
gilshreppur, Öngulsstaðahreppur og Saur-
bæjarhreppur. Eyjafjarðará hefur um aldir ver-
ið mikil hindrun öllum samskiptum íbúa þess-
ara hreppa, en þó hafa þeir sameinast um
ýmis verkefni, s.s. skólahald að Hrafnagili.
Nýlega átti tímaritið Sveitastjórnarmál viðtal
við oddvita þessara þriggja hreppa, þar sem
meðal annars kom fram sú skoðun, að með til-
komu brúar yfir Eyjafjarðará verði Fram-
Eyjafjörður eitt byggðarlag, en bygging slíkr-
ar brúar hefur verið á óskalista hjá hreppunum
um langt árabil. „Með byggingu brúarinnar og
vegar að henni, fellur niður sá þröskuldur, sem
Eyjafjarðará hefur verið milli íbúanna . . . Til-
koma hennar veldur því straumhvörfum í
félagsmálum þessara byggða," segir Eiríkur
Björnsson oddviti Saurbæjarhrepps, í við-
talinu.
Brúin sem um er rætt, er nú í smíðum og er
hún staðsett hjá Hrafnagili, miðsvæðis í
byggðarlaginu. Ofangreind ummæli lýsa því
vel, hversu gífurlegt hagsmunamál samgöng-
urnar eru hinum dreifðu byggðum. Þá eru
einnig athyglisverðar skoðanir oddvitanna í
Fram-Eyjafirði á sameiningu hreppanna og
samstarfinu við Akureyri. Hörður Garðarsson
oddviti Öngulsstaðahrepps, segir meðal ann-
ars á þessa leið:
„Öngulsstaðahreppur er fjölmennastur
þessara þriggja hreppa og þar er rekinn þrótt-
mikill og blómlegur búskapur, einn sá blóm-
legasti á landinu. Þar að auki nýtur hreppur-
inn nálægðar Akureyrar, og við finnum það vel
í vaxandi mæli nú, að menn vilja gjarnan eiga
heima hjá okkur, en sækja vinnu til Akureyr-
ar.“ Aðspurður um sambúðina við Akureyri
segir Hörður: „Sambúðin er góð og þar nýtur
hver annars. Sveitirnar styrkja kaupstaðinn
og gagnkvæmt. Þangað sækjum við alla okkar
þjónustu og þar er unnið úr afurðum bænd-
anna. Heilbrigðisþjónusta er einnig sameigin-
leg og sótt til Akureyrar og við greiðum til hér-
aðssjúkrasamlags, sem stendur undir kostn-
aði við heilbrigðisþjónustuna."
Sveitirnar styrkja kaupstaðinn og
gagnkvæmt, segir oddvitinn í viðtalinu. Þetta
er mergurinn málsins og betur væri ef allir
sveitarstjórnarmenn hefðu þennan skilning á
samstarfi misstórra sveitarfélaga. Það er t.d.
ekkert vafamál, að nágrannasveitarfélög
Reykjavíkur njóta góðs af stærð og þjónustu-
möguleikum höfuðborgarinnar, enda hefur
langmest fjölgun orðið í nágrannabyggðum
borgarinnar á síðustu árum. Reykjavík og sú
starfsemi sem þar fer fram, nýtur einnig góðs
af nágrönnum sínum og skipta nokkrir tugir
kílómetra ekki máli ef samgöngur eru góðar.
Stóraukið þjónustuhlutverk Akureyrar
myndi þannig styrkja nágrannabyggðirnar og
jafnvel landshlutann allan, og landbúnaðar-
svæðin myndu við það fá stærri heimamarkað
og styrkjast að sama skapi.
Magnús Olafsson:
mmmmmmnmmmmmmmmmmmmmmmmmmam
HUNVETNSK
BLANDA
Margbreytilegur
mannfagnaður
Margbreytilegur mannfagn-
aður er framundan hjá okkur
húnvetningum. Fyrst skal þar
telja þorrablótin, og ef að líkum
lætur má búast við að þorrablót
verði einhvers staðar í héraðinu
um hverja helgi út þorra og stund-
um mörg um hverja helgi.
. . Hallbjörn söng Kántrýlög með viðeigandi hreyfingum.
Húnvetnsk blanda er ekki
verra en hvað annað nafn á
sundurlausa þætti héðan úr
Húnaþingi, svo mikið hefur
verið rætt, ritað og rifist um
hina einu sönnu Blöndu undan-
farnar vikur, mánuði og jafnvel
ár.
Og þar með er ég kominn af
stað með efndir á margsviknum
loforðum við ritstjórn Dags um
að senda pistil til birtingar í
þessu ágæta norðlenska blaði. I
byrjun óska ég ráðamönnum
Dags til hamingju með vaxandi
útgáfustarf og læt í Ijós þá von
að Dagur megi vel dafna um
ókomin ár og ætíð vera traustur
málsvari hinna dreifðu byggða.
Umdeilda brúin
Ekki verður hér mikið ritað um
hina einu sönnu Blöndu. Aðeins
er látin í ljós sú von að farsæl lausn
fáist á því máli og framkvæmdir
við virkjun hefjist á þessu ári.
Hins vegar vil ég víkja að gam-
alli sögu eftir eitt góðskáldið,
enda minnti góðkunningi minn
mig á hana nýlega. Þar segir frá
því að mikill hugur var í mörgum
að byggja brú yfir ána í dalnum.
Andstaða var þó gegn því, enda er
það svo að fáum framfaramálum
er hreyft án þess að einhver and-
staða komi fram og hún oftast
meiri eftir því sem málið er merk-
ara. í þessu tilfelli var andstaðan
hörðust hjá stórbónda einum,
sem sagði að menn hefðu hingað
til komist yfir ána óbrúaða flesta
daga, en væri hún ófær ættu
menn bara að sitja heima en vera
ekki á neinu bæjarflandri. Varð
því ekki af brúarsmíði að sinni.
Tímar liðu og svo kom að því að
dóttir bónda veiktist alvarlega og
þurfti nauðsynlega að komast til
læknis. En þá var áin kolófær og
enguni fær. Eftir þetta breyttist
viðhorfið og aðalhvatamaður
brúarsmíðarinnar var fyrrnefndur
bóndi.
Þetta er glöggt dæmi um hve
snöggt viðhorfin geta breyst, en er
ekki betra að vera búinn að
byggja brúna áður en þarf yfir
ána. Með öðrum orðum, væri
ekki betra að vera búin að reisa
virkjun í Blöndu, ef svo illa færi
að byggðalínan bilaði alvarlega,
eða þeir hörmulegu atburðir
gerðust að landskjálftar eða aðrar
náttúruhamfarir trufluðu rekstur
raforkuveranna syðra um lengri
eða skemmri tíma.
Oft sameinast íbúar tveggja
sveita um hvert blót og eru þetta
fjölmennar samkomur. Víða hag-
ar svo til að samkomuhús eru ekki
innan sveitar, til þess að rýma
slíkt margmenni. Þá er brugðið á
það ráð að fara til Blönduóss og
blóta þorra í rúmgóðum salar-
kynnum félagsheimilisins.
Síðan taka við árshátíðir hinna
ýmsu félaga og klúbba, en hátindi
nær samkvæmislífið að jafnaði
síðari hluta aprílmánaðar, þá
blásið er til hinnar árlegu Húna-
vöku. Húnavaka hefur verið fast-
ur liður í félags- og menningarlíf-
inu rúmlega þrjátíu ár og verður
vonandi um ókomna framtíð. Það
er Ungmennasamband Austur-
Húnvetninga sem hefur forgöngu
um að Húnavaka er haldin, en ár-
lega koma ýmis félög og félags-
samtök til liðs við sambandið til
þess að gera vökuna sem fjöl-
breyttasta.
Stórveislur
með tilheyrandi
Þó að þannig sé til margs að
hlakka í framtíðinni, er langt frá
því að hér hafi verið einhver logn-
molla í samkvæmislífinu að
undanförnu. Jól og áramót liðu að
venju með margháttuðu sam-
komuhaldi og nokkru fyrr stóð
Sölufélag Autur-Húnvetninga,
sem nú hefur tekið að sér rekstur
Hótels Blönduóss, fyrir Kántrý-
kvöldi á Hótelinu. Þar var boðið
upp á veglegar veitingar og Hall-
björn Hjartarson þúsundþjala-
smiður af Skagaströnd söng kán-
trýlög með viðeigandi hreyfing-
um. Þá spiluðu harmonikkusnill-
ingar og dansinn dunaði fram á
nótt.
Fjölmenni mikið var á þessari
samkomu og komust færri að en
vildu. Þó var þar fátt um fólk úr
Þingi og Vatnsdal. Sú var ástæðan
að einmitt þetta sama kvöld var
veisla í Flóðvangi, veiðimanna-
húsinu við Vatnsdalsá. Leigutak-
ar Vatnsdalsár, þeir Lýður
Björnsson og Sverrir Sigfússon
buðu öllum eigendum árinnar og
þeirra heimafólki til mikillar
veislu og skemmti fólk sér þar
fram á nótt. Áður hafa þeir boðið
til slíkrar gleði og hið sama gera
þeir jafnan við Víðidalsá, en þar
eru þeir einnig leigutakar. Þessi
samkvæmi skapa mikla kynningu
milli landeigenda og leigutaka, en
hvort leigutakar við aðrar ár sýna
viðlíka rausn er mér ókunnugt
um.
Margt fleira mætti telja þá sagt
er frá gleðisamkomum samfélags-
ins hér um slóðir en nú er mál að
fara að setja punkt. Síðust en ekki
síst verður þó nefnd mikil veisla
sem haldin var rétt upp úr nýári.
Þar bauð Erlendur bóndi á Stóru-
Giljá til veislu, enda fimmtugur.
Slík tímamót eru ekki látin um
garð ganga án stórveislu með til-
heyrandi í þeim hrepp Torfalækj-
arhrepp.
Sveinsstöðum, 21. jan. 1982,
Magnús Ólafsson.
4 - DAGUR - SL,febrýai\1S82