Dagur - 05.02.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 05.02.1982, Blaðsíða 11
Tónlistarskólinn á Akureyri: ,,Dýrin“ sýnd aftur Þar sem aðsókn að „Dýrun- um í Hálsaskógi“ hefur verið feyki mikil og sýnt er að færri fengu miða en vildu, verður leikritið tekið upp aftur seinni hluta vetrar. Sýningar urðu 21 og var sætanýting ágæt og hefði eflaust orðið ennþá betri ef ófærð og illvirði hefðu ekki komið til. Nokkuð bar á því að utan- bæjarfólk komst ekki á síðustu stundu. Dugnaður og áræði utanbæjarmanna hafa vakið mikla aðdáun okkar. Börn og fullorðnir hafa ekki látið sig muna um að koma langan veg á sýningu, tíðum í slæmum veðrum. Er okkur bæði ljúft og skylt að minnast þess. Astæðan fyrir því að við verð- um að hætta sýningum á „Dýr- unum“ í bili er einfaldlega sú að tæknilega getum við ekki haft tvær sýningar í gangi í einu - nema því aðeins að leiktjöld og lýsing séu sára einföld. í leikhús- inu er hvorki leiktjaldageymsla né heldur nógu margir ljóskast- arar til þess að lýsa tvær sýningar sem ganga samtímis. Frumsýning á leikritinu „f>rjár systur“ eftir A. Tsékhov verður 19. febr. og er það ekkert launungarmál að við setjum markið hátt hvað varðar listræn- ar og tæknilegar kröfur. Að lokum þökkum við öllum þeim sem komið hafa í leikhúsið í vetur hjartanlega fyrir komuna og vonumst til að sj á þá sem fyrst aftur. Tveir af eigendum Smiðjunnar, þeir Hallgnmur Arason og Stefan Gunnlaugsson i hinm nýju glæsilegu setustofu. Haukur Tryggvason framreiðslumaður í baksýn. Nú hefur verið opnuð glæsi- lega innréttuð setustofa fyrir ofan matsal Smiðjunnar sem ætluð er matargestum, bæði þeim sem þurfa að hinkra eftir að borð losni og svo þeim sem vilja breyta um umhverfi að lokinni máltíð. Þessi nýi salur tekur 25 manns í sæti. Að sögn eigenda Smiðjunnar og Bautans er tilgangur þessarar nýju þjónustu að gera Smiðjuna enn skemmtilegri, en jafnframt að auka nýtinguna, og gera þeir sér vonir um að geta tvísett borð Smiðjunnar og ráðstafað þeim frá 18.30-19.30 og aftur frá 20.30-21.30. Eins og áður sagði eru innrétt- ingar allar hinar glæsilegustu, hannaðar af Davíð Haraldssyni og sérsmíðaðar úr harðviði af starfsmönnum Trésmiðjunnar Þórs, sem Halldór Rafnsson rekur. Smíðar á staðnum önnuð- ust Ólafur Svanlaugsson og hans menn. Mjög gott útsýni er úr setu- stofunni, ólíkt því sem er úr Smiðjunni og hafa eigendur far- ið þess á leit að orðhagir menn finni viðeigandi nafn á salinn, með hliðsjón af útsýninu. Hug- mynd hefur skotið upp kollinum að kalla staðinn „Skífuna". Bautinn og Smiðjan geta nú, eftir þessa stækkun, þjónustað samanlagt allt að 150 manns í senn. Reynt verður að brydda upp á tilbreytingum í rekstrin- um, og helgina 12. og 13. febrú- ar munu listamennirnir Graham Smith fiðluleikari, og Jónas Þór- ir hljómborðsleikari, skemmta gestum Smiðjunnar. Glæsileg setustota opnuð í Smiðjunm HRYLLINGSÞÆIIIR Tónleikar tíl styrktar mlnnmgarsj óði Þorgerðar S. Kiríksdóttur Árlegir tónleikar til styrktar Minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur, verða haldnir í Borgarbíói á Akureyri, nk. laugardag 6. febrúar kl. 17. A tónleikunum leika og syngja 19 kennarar og nemend- ur við Tónlistarskólann á Akur- eyri fjölbreytta efnisskrá: ABlokkflautusveit flytur enska madrigala, leikin verða á píanó verk eftir Chopin og Schubert, flutt tónverk fyrir fiðlu og píanó eftir þá Elgar og Suk, þverflautukvartett eftir Tcherepnin og svíta fyrir þver- flautu og píanó eftir Godard, leikin verða 3 verk fyrir lágfiðlu og pínó eftir Bloch, Ravel og César Franck, sönglög eftir Dvorak og Seremetev. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur við Tónlistarskólann á Akureyri til framhaldsnáms. Sjóðurinn er stofnaður til minningar um Þorgerði S. Eiríksdóttur, er lést 2. febrúar 1972, aðeins 18 ára gömul. Þorgerður heitin hafði þá lokið burtfararprófi í píanó- leik og var rétt að hefja fram- haldsnám íLondon. Húnvartví- mælalaust einn efnilegasti pínó- leikari er stundað hefur nám á Akureyri. Þegar hafa 9 nemendur hlotið styrki úr Minningarsjóðnum, en tekna til hans er aflað með sölu minningarkorta og tónleika- haldi. Tekið verður við framlögum í Borgarbíói á laguardaginn, en tónleikarnir hefjast kl. 17. Kjarnaskógur: Upplýst og troðin braut alla daga. Leið- beiningar um smurningu skíða þriðjudags- og fímmtu- dagskvöld kl. 20-21.30. Bjarg: Upplýst og troðin braut alla daga. Skíðastaðir: Troðin braut um helgar. FÉmleikasýning Árleg fjölskyldusýning Fim- 15. Sýnt verður á öllumáhöid- leikaráðs Akureyrar verður í um og einnig verða gólfæfíng- íþróttahúsi Glerárskóla laug- ar. ardaginn 6. febrúar klukkan Borgarbíó sýnir kl. 9 banda- rísku myndina „Hryllings- þættir“ (The horror show). Framleiðendur myndarinnar viðuðu að sér efni úr hryllings- myndum - þeim bestu - sem gerðar hafa verið á undanförn- um 60 árum. Hér eru ekki tök á því að nefna hverja mynd, en meðal þeirra eru þrjár Dracúla- myndir, og Frankenstein kemur eitthvað við sögu. Þegar á það er litið hvað langt er síðan flestar myndirnar voru sýndar hér er ljóst að hér er ágætt tækifæri til þess að skreppa í bíó, hrista af sér slenið og rifja upp skemmtilegar bíó- ferðir fyrr á árum. THE SCARIEST MOMENTS FROM THE GREATEST SHOCK FILMS OF ALL TIME 60 MAGICAL YEARS OF MOVIE MONSTERS TW HQRROR SWW From Unlversal Pictures Internalional Sales 1979 Universal City Studios, Inc. All Rights Reaerved „Vlllta vestriðu Nýja bíó sýnir í kvöld og ann- að kvöld, og einnig á sunnu- dag kl. 5 og 9 handarísku kvik- myndina „Villta Vestrið“. Hér er um myndasyrpu að ræða, og leikararskarinn er ekki af verri endanum. Nefna má John Wayne, Clint Eastwood, Charles Bronson, Roy Rogers, Gregory Peck, Robert Mitchum, Ritu Hayworth og Henry Fonda. Ætti þessi hópur að tryggja það að hér er um áhugavert efni á ferðinni. Næsta mynd í Nýja bíó verður „Bannhelgi“, sem er hrollvekja, bönnuð innan 16 ára. Lausn: a 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.