Dagur


Dagur - 05.02.1982, Qupperneq 7

Dagur - 05.02.1982, Qupperneq 7
,,/Vfemi v///a heldur boröa tertuna en baka hana ‘ ‘ — Rætt við Jón Arnþórsson, formann KA „Mín fyrstu afskipti af íþrótt- um voru strax viö 10 ára aldur eða svo, er ég byrjaöi í KA sem áhugasamur piltur um þær íþróttir sem þá voru í gangi, en þaö voru sund, skíöi og knattspyrna. Ég var svo síðar með þegar Eðvald Mix- on kom hingaö frá Vest- manna- eyjum og byrjaði að þjálfa okkur strákana í frjálsum íþróttum. Þarna voru margir kappar og man ég í svipinn eftir nöfnum eins og Hreiðar Jónsson og Hermann Sig- tryggsson. Það var um 1950 sem þetta gerðist. Jón Arnþórsson formaður K A er viðmælandi okkar, uppal- inn hér á Akureyri, en hélt í „víking'" að afloknu námi í MA og dvaldist erlendis og í Reykja- vík í 25 ár. En 1975, þegar Iðn- aðardeild Samhandsins flutti aðalskriftofu sína til Akureyrar, fluttist Jón með og 1980 varö hann formaður KA. Jón var formaður íþróttafé- lags Menntaskólans á Akureyri 1950-1951 og ritstýrði jafnframt íþróttasíðu skólahlaösins Munins. „Sverrir Hermannsson núvcr- andi alþingismaður var mér sjaldnast sammála. Hann skrif- aði jafnan á móti íþróttum og vorum við þannig andstæðingar sem og í pólitíkinni, ég fyrir Framsókn og hann fyrir Sjálf- stæöisflokkinn. Við áttum lítið eða ekkert sameiginlegt á þess- um árum. Þegarég var formaður íþróttafélagsins tókum viö það upp sem stefnuskrármál að (oma því í gegn að íþróttir væru teknar með í aðaleinkunn sem ekki hafði verið gert og voru í rauninni hrotin landslög með því. Við auglýstum fund í skólaum þar sem þetta skyldi rætt. „Gildi íþrótta og lögbrot varöandi þær innan skólans". Ég hafði framsögu um það mál, og var í tilkynningunni sérstaklega farið fram á það að Þórarinn Björnsson skólameistari mætti á fundinn. Hann var hinsvegar ekkert hrifinn af því að skorað væri á sig af nemendum að mæta, og nemendur voru kallað- ir á Sal þar sem við vorum skammaðir fyrir þctta. „Rann blóðið til skyldunnaru „Ég tók viö formennsku í KA af Haraldi Sigurössyni 1980, en áður hafði ég vcriö svolítið við- riöinn frjálsíþróttadeildina, hjálpað til á vellinum og þess háttar. Haraldur Sigurðsson kom að máli við mig og spurði mig hvort ég vildi ekki verða rit- ari frjálsíþróttadeildar næsta starfsár. Ég tók vel í það, hefur alltaf runnið blóðið til skyldunn- ar varðandi frjálsar íþróttir. Svo liðu ekki nema fácinar vikur, en þá kom Haraldurtil mín afturog spurði mig hvort ég vildi ekki verða formaður KA, og hætta viö ritarastarfið í frjálsíþrótta- deildinni. Ég sagði honum að ég skyldi reyna það, ef menn hefðu trú á að það'gæti gengið. Þannig var það nú eiginlega að ég varð formaöur félagsins". - Hver voru brýnustu verk- efni aðalstjórnarinnar eftir að þú tókst þar við stjórn, fyrir utan liinn daglega rekstur og yfirum- sjón með starfí deildanna? „Á þessum árum var verið að byggja upp íþróttavellina á KA- svæðinu, noröan Lundarskóla. Það var búið að byggja þar upp malarvöll þegar ég kom að félag- inu, en átakið sem framundan var. var þaö að þoka grasvallar- geröinni áfram. - Er félagiö þá vel sett í dag hvað félagslega aðstöðu varðar? .Nei, það vantar mikiö upp á vegna þess aö við teljum Unnið í sjálfboöavinnu við grasvöll okkur vera mjög vanbúna hvað varðar aðstöðu við völlinn. Nú er grasvöllurinn er kominn, má byrja að spila á honum æfinga- leiki næsta sumar. En það er enn eftir að ganga frá svæði í suð- austur horninu þar sem ætlunin er að byggja minni grasvelli. Jón Arnþórsson. Áhuginn aðallega í handknattleik og knattspyrnu - Hvað getur þú sagt mér um hinar ýmsu deildir félagsins og starfíð í þeinr? ',,Ég get sagt að knattspyrnu- deildin og handknattleiksdeildin eru þær deildir seni eru lang fjölmennastar í félaginu, og það virðist sem mestur áhugi al- mennings beinist að þeim grein- urn hjá okkur eins og í öðrum fé- lögum. Það sýnist óneitanlega vera á kostnað annarra deilda. Ef við tökum körfuknattleikinn sérstaklega sem dæmi, þá var körfuknattleiksdeildin í KA á sínum tíma blómstrandi hér í KA sem vígður var s.l. sumar. bænum, með jaxla eins og Hörð Tulinius, Jón Stefánsson og Skjöld Jónsson í fararbroddi. En þessu hefur hnignað mjög og er í dag mjög lítið sinnt. Ég veit ekki hvort það er nokkur einhlít skýring á því hvers vegna þessar minni deildir eins og lyftingadeild, júdódeild og þær sem ég nefndi áður, eiga erfiðara uppdráttar en hinar. Vafalaust er einn þáttur þar mikilvægur, en hann er sá að almenningur hefur aldrei sýnt þessum íþróttagreinum eins mikinn áhuga og knattspyrnunni og handknattleiknum. Hinsveg- ar má koma því að hér að skíða- íþróttin hefur blómstrað fyrir mjög gott starf hjá Skíðaráði sem hefur haldið mjög vel á málum. Skíðaráðið hefur séð um þjálfunina en iðkendur keppa samt undir merkjum KA og Þórs í Akureyrarmótum en fyrir ÍBA út á við. Mín persónu- lega skoðun er þó sú að þar sem hægt er að koma því við, sé heppilegra að liafa þessa starf- semi í deildum innan félaganna, og ég tel að það myndi skapa skemmtilegri keppni.“ - Hvernig gengur rekstur deildanna? „Hann gengur þannig að knattspyrnudeildin og hand- knattleiksdeildin sinna sínum málum sjálfstætt, og er stöðugt verið að berjast við núllpunkt- inn, en aðrar deildir eru meira og minna á vegum aðalstjórnar. Það má segja að það sem við getum lagt af mörkum til þessara deilda alveg sérstaklega, sé að skapa þeim aðstöðu í íþróttahús- unum til þjálfunar að vetrinum og greiða þá húsaleigu sem þarf. Það má líka segja það að megnið af þeim tekjum sem til félagsins koma frá bænum, fari til þess að greiða bænum leigu í íþróttahús- unum, það er bara staðreynd, enda helst það gjarnan hönd í hönd að styrkurinn hækkar eins og leigan í íþróttahúsunum.“ - Hvað vilt þú segja um þenn- an mikla ríg sem talað er um að sé á milli Þórs og KA? „Ég verð að segja alveg eins og er að ég þekki hann ekki nú til dags neitt í þá veru sem maður var vitni að sem krakki þegar það var alveg á hreinu að KA- menn stóðu öðru megin við knattspyrnuvöllinn og Þórsarar hinum megin. Þeir stóðu ekki hlið við hlið á kappleikjum. Það er liðin tíð, enda erfitt að koma því við í stúkunni á knatt- spyrnuvellinum. Þó er ég ekki frá því að það sé ívið meira af Þórsurum í suðurendanum, svei mér þá. -Stendur KA vel í dag sem íþróttafélag? Ég hef ekki nógu góða við- miðun, en óneitanlega vildi ég sjá meiri áhuga þegar kallað er saman til funda um ýmis mál sein varða íþróttirnar. Menn koma gjarnan á kappleikina, en síður á fundi sem eru undanfari þess að kappleikurinn, sem er jú endapunkturinn á starfinu, geti farið fram. Menn vilja fremur vera við að borða tertuna en að baka hana. En varðandi spurn- inguna um stöðu KA sem íþróttafélags, vil ég segja þetta: Mjög blómlegt starf yngri flokk- anna í félaginu er fjöregg félags- ins. Við það bindum við miklar vonir og erum því bjartsýnir um stöðu KA í bráð og lengd.“ „Þór er mesta íþróttafélagið á íslandi“ — segir Siguröur Oddsson formaður félagsins Sigurður Oddsson formaður „Vann allar helgar“ íþróttafélagsins Þórs er fædd- ur og uppalinn á ísafirði. Þeg- ar hann kom frá námi í tækni- fræði í Noregi 1971 fluttist hann til Akureyrar þar sem hann hafði þá ráðið sig til vinnu. Sigurður vann mikið í íþróttum á unglingsárum sín- um á ísafirði. „Ég spilaði meira að segja með ÍBI í 1. deild í knattspyrnu 1962, en þá kolféllum við í 2. deild eftir aðeins ársveru í 1. deild. Við hlutum ekki nema eitt stig á mótinu og vorum lang- neðstir.“ - Hvernig vildi það svo til að þú fórst að hafa afskipti af íþróttum hér á Akureyri? „Ég hafði alltaf áhyga á íþróttum, en eins og þú veist þá er alltaf mjög erfitt að fá menn til þess að starfa í sjálfboðavinnu fyrir félögin og það var búið að nudda dálítið í mér að taka þetta starf að mér. Ég færðist lengi undan, en svo fór ég að hugsa málið og fann það út að ég yrði að taka þetta að mér fyrir Þór, því félagið var búið að gera svo mikið fyrir son minn sem hafði verið í Þór alveg frá því við flutt- umst til Akureyrar. Félagið var búið að leggja mikið á sig fyrir hann, og mér fannst að tími væri til kominn að ég færi að leggja eitthvað af mörkum sjálfur til baka. Það vantar fleiri til þess að hugsa svona, til þess að ég fái fleiri til að hjálpa mér núna. Annars var ég búinn að hjálpa dálítið til hér á Akureyri varð- andi íþróttir áður en ég varð formaður Þórs, og ég veit ekki betur en að ég hafi gert fyrsta skautasvellið á KA-vellinum.“ - Hvaða verkefni voru brýn- ust að starfa að hjá Þór þegar þú tókst við formennsku 1980 í febrúar? „Það má sennilega ekki nefna peningamálin, en því miður snýst þetta allt saman um pen- inga til þess að geta haidið þessu gangandi. Annars má segja að aðalatriðið þegar ég tók við, hafi verið að koma upp grasvellinum sem við vígðum í september 1980. Ég get getið þess til gam- ans að sumarið 1980 var byrjað við völlinn 1. maí, og ég vann við völlinn hverja einustu helgi, laugardaga og sunnudaga og flest kvöld allt fram að vígslunni, að einni helgi undanskildri. Við héldum dagbók þar sem við skrifuðum niður hvað var verið að gera þessa og þessa helgi og þegar ég fór að taka þetta samán seinna kom í ljós að ég hafði sleppt einni helgi allt sumarið.“ - Hvernig gekk að fá fólk til að starfa við völlinn? „Það gekk ekki allt of vel framan af þegar unnið var við undirbúningsvinnuna, en þegar komið var að því að leggja torfið á gekk þetta mjög vel. Aðal- átakið var gert í júlí, en þá var fjöldi manns á vellinum hvert kvöld og allar helgar. Ég segi að það hafi verið vegna þess að Sjónvarpið var í sumarfríi." - Hvernig er hin félagslega aðstaða sem þið hafíð í dag? „Hún er mjög slæm. Við höf- um smá herbergiskytru sem við þurfum að deila með starfsfólki íþróttahúss Glerárskóla. Ég er ekki að kvarta undan sambúð- inni við það fólk, hún er mjög góð og það er afskaplega hjálplegt, en aðslaðan er samt sem áður slæm. Nú erum við búnir að undir- byggja tvo tennisvelli sem eiga að vera fyrir austan malarvöll- inn, og þar á að vera hægt að sparka eitthvað og stunda „skalltennis“. Þetta verður gott fyrir Marra Gísla og þessa gömlu, eldri kynslóðin á að vera þarna í tennis og skalltennis. Hinsvegar segja ljótar raddir að Félagar í Þór í skrúðgöngu á leið til vígslu grasvallar vélugsins. tennisvöllurinn sé gerður fyrir mig ogSæbjörn Jónsson og Co.“ Öflugt starf „Ef við byrjum á starfinu í knattspyrnudeildinni þá erum við í 2. deildinni. Starfið er hins- Sigurður Oddsson. vegar mjög öflugt og við höfum verið með 3-5 lið í úrslitum yngri flokka í íslandsmótinu á hverju ári undanfarin ár. Handknatt- leiksdeildin er í mikilli sókn, meistaraflokkurinn er að vísu í 3. deild eins og er, en á leiðinni upp í 2. deild. Yngri flokkarnir eru sterkir og við fengum ís- landsmeistara í 5. flokki 1979 og Í4. flokki 1980,ogísumarætlum við að fá meistara í 3. flokki. Körfuknattleikurinn er í sókn, liöið að vísu í 2. deild í vetur. Við erum nýbúnir að fá bandarískan leikmann, Roger Berhends og mikill hugur í mönnum. Þetta eru þær deildir sem mest ber á en deildirnar eru fleiri s.s. lyfting- adeild scm á heimsmeistarann Jóhannes Hjálmarsson og Norðurlandameistarann í ung- lingaflokki Harald Ólafsson og Gylfa Gíslason. Þessar deildir svo og aðrar sem ekki hefur verið minnst á, eins og skíðadeild, júdódeild og frjálsíþróttadeild, eiga hinsveg- ar allar við fjárhagserfiðleika að stríða og eru allar við núllið eða þar fyrir neðan. Þetta gæti hins- vegar versnað enn ef skattayfir- völd ætla að fara að láta okkur borga mikið með erlendum þjálfurum sem eru farnir frá okkur fyrir löngu, eins og mér skilst að ætlunin sé að gera. Við skulum svo ekki gleyma kvennadeildinni, en það er sterkasta deildin innan félagsins og mesta félagslífið þar. Þær eru sterkastar peningalega og eru alltaf að styrkja okkur með myndarlegum peningaupphæð- um. Þar er unnið mikið og fórn- fúst starf.“ - Hvernig eru samskipti þín sem formanns Þórs við „kollega“ þína hjá KA? „Þau samskipti sem ég hef haft við KA hafa verið mjög góð. Ég held að þessi rígur sem allir eru að tala um sé aðallega hjá eldri kynslóðinni, mönnum 40 ára og þar yfir. Þeir eru hat- rammastir í þessari baráttu úti á götunni.“ „IHa búið að okkur“ - Hvernig er búið að ykkur af hendi bæjarfélagsins? „Mér finnst vera illa búið að okkur frá því. Ef litið er á málið frá þeim sjónarhóli að íþrótta- félögin eru með mesta unglinga og uppeldisstarfið í bænum og þetta er allt unnið í sjálfboða- vinnu, þá er ástandið slæmt. Ég vil skora á bæjarfulltrúana að koma því til leiðar að bæði Þór og KÁ fái minnst einn starfs- mann hvert félag á fullum laun- um allt árið, það gæti t.d. verið kcnnaralaun. Þetta er lágmark sem greiðsla fyrir það æskulýðs- starf sem við innum af hendi, því við erum að kafna í þessari sjálf- boðavinnu við að reka þetta. Vandamál bæjarins yrði hrika- legt ef félögin yrðu lögð niður og ég er viss um að hver einasti kjósandi er mér sammála í þessu. Efekkierhlustaðáþetta, þá ættu íþróttafélögin bara að taka sig til og bjóða fram við næstu kosningar, eða þarnæstu ef það er orðið og seint núna. Við myndum fá tvo til þrjá full- trúa í bæjarstjórn er ég viss um.“ - Hver er staða Þórs í dag? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að Þór er mesta íþrótta- félagið á íslandi. Þegar ég segi mesta, þá á ég við að það er eitt af þeim fjölmennustu, með um 2 þúsund félaga, við höfum marga einstaklinga til þess að vinna sjálfboðavinnu. Við eigum svo sterka og góða kjarna í yngri flokkunum að ég er ekki í vafa um að við eigum eftir að eiga ís- landsmeistara í öllum bolta- greinunum ef við höldum áfram á réttri braut, það er ekkert vafamál. Við höfum átt íslands- meistara í handbolta og við höf- um veriö með alla flokka í úrslit- um í handboltanum, marga í fót- boltanum og í körfuboltanum líka. Við verðum íslandsmeist- arar í flestum eða öllum greinum eftir 5 ár, besta íþróttafélagið á Islandi. Framtíðin er mjög björt." rir norðlendinga . ---------- Brottför frá A mefyimmM Brottför frá Akureyri fimmtud. 25. febr. kl. 16.00. Komið aftur til Akureyrar sunnud. 28. febr. kl. 15.30. Gist verður á Palace Hotel á Ráðhús- torgi, sem er fyrsta flokks hótel í hjarta Kaupmannahafnar. Öll herbergi eru baði, útvarpi og síma. Orstutt frá helstu skemmtistöðum og verslun- argötum borgarinnar. Flestar verlsanir em opnar til kl. 20 á föstudag og til kl. 14 á laugardag. Verð kr. 3.490,00 Innifalið: Flugfargjöld, flutningur til og frá hóteli í Kaupmannahöfn, gisting, morgunverður og farar- stjóm. Góðir greiðsluskilmálar Útborgun aðeins kr. 1.490,— og afgangurinn á 4 mánuðum. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR HF ■ RÁÐHÚSTORGI 3 ■ 602 AKUREYRI ■ SIMI96-25000 6 - DAGUR - 9. febrúar 1982 9. febrúar 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.