Dagur - 05.02.1982, Side 12

Dagur - 05.02.1982, Side 12
Væri ekki tilvalið að líta í Smiðjuna og skoða nýju setustofuna, sem ætluð er matargestum okkar. Barnahúfur og vettlingar Loðfóðraðir nylon skíðahanskar Peysur og sokkabuxur fyrir börn og fullorðna Gæðavara á góðu verði Foreldrar fermingarbarna: Getum gefið upp verð á mat vegna ferminga. Vissara að panta tímanlega. Talið við Haiigrím eða Stefán í síma 21818 Páll Heiðar Jónsson: Slæmt þegar eCnið ftýs í snjóskiifíi Vilhjálmur Þór ráðinn Það kemur fram í Degi þann 24. janúar að Vilhjálmur Þór hefur verið ráðinn „fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga“ eins og komist er að orði í blaðinu. Síðan segir: „Sjaldgæft mun vera að svo ungir menn séu vaxnir jafn umfangsmikilli stöðu sem stjórn þessa stóra félags er. En Vilhjálmur er gott mannsefni og hefir fengið gott uppeldi í starfi sínu.“ Lenin dó I sama tölublaði kemur fram að Lcnin lialí orðið bráð- kvaddur af heilablóðfalli. Yfirlýst hefur verið að sama stjórnunarstefna haldist framvegis, segir í blaðinu. Þegar horft er til baka hefur þetta eki verið orðum aukið. Goðafoss mætir Gull- fossi Auglýsingar frþa þessum tíma vekja alltaf nokkra at- hygli. Sem dæmi má nefna auglýsingu frá Eimskipafé- lagi íslands, en hún hljóðar svo: „Athygli inanna skal vakin á að e.s. Goðafoss og e.s. Gullfoss mætast á ísa- firði 31. þ.m. Goðafoss snýr þar við norður og Gullfoss suður. Akureyri 17. janúar 1924. Afgreiðsla Eimskipa- félagsins.“ Smásöluverð á tóbaki í annarri auglýsingu frá Landsversluninni segir að smásöluverð á tóbaki megi ekki vera hærra en hér segir: Abdulla vindlingar nr 11 (10 stk. í pakka) kr 1.65, West- minster Turk AA Cork (10 stk. í pakka) kr. 1.00. Neð- anmáls segir að utan Reykjá- víkur megi verðið vera því hærra, sem nemur flutnings- kostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. Páll J. Árdal gaf út bók Snemma um sumarið gaf Páll J. Árdal út bókina Gömul Ijóðmæli og ný. í henni orti Páll m.a. um þegnskilduvinnuna. Eitt er- indið hljóðar svo: /'aí) er fegurst fremd og sieln, fyrír ekkert knup uð þrsela, best u d svelta sig í hel, svo hinum lidi vel. Um blaðalestur Menn hafa svo sannarlega haft gaman af að yrkja árið 1924 ef marka má Dag. Um mitt sumar má lesa eftirfar- andi um blaðalestur: Par er engin þjóðrækni, þaðan af siður guðrækni, heldur islensk heiftrækni og lieh ítis bölvuð langrækni. Göng undir Ermasund Á þcssum árum var mikið rætt um göng undir Erma- sund og flutti Dagur fréttir af því, ásamt ýmsum öðrum er- lendum fréttum. Áður en fréttin verður rakin, er rétt að minnast þess að ekki er enn búið að gera göng undir sundið. Fréttin er svohljóð- andi: „Frakkar og Englend- ingar hafa í undirbúningi byggingu á jarðgöngum milli landanna undir Ermasund. Áætlaö er að göngin verði 36 enskar mílur á lengd, þar af 24 undir sjó, og muni kosta 29 milljónir sterlingspunda. Talið er að vcrkið muni taka 6 ár og að 20 til 30 þúsund manns muni hljóta þar atvinnu.“ Sækjast sér um líkir Sækjast sér um líkir hcitir grein sem birtist 18. desem- ber. Upphafið er svohljóð- andi: „Valdimar Steffcnsen læknir hefir gerst sjálfboða- liði á sorphaug Verkamanns- ins. Hann hefir skriðið inn í dálka blaðsins með þýðingu af hinu nafntogaða viðtali við yfirhjúkrunarkonuna, ungfrú Þorbjörgu Ásmunds- dóttur, sem danska upptín- ingsblaðið B.T. birti. . . . Hann glepsar í viðkomandi konu út úr myrkrinu, og þor- ir ekki að láta nafns síns getið, en kastar frá eigin brjósti hrakyrðum í garð hennar . . .“ Fjallabeit Það kom vetur og undir fyrirsögninni Fjallabeit segir að Mývetningar hafi rekið síðasta haust um 500 fjár austur í mellandiö við Jök- ulsá. Síðan segir: „Undan- farna daga hafa 8 manns ver- ið að smala fénu og reka það til byggöa. Féð hefir farið mjög vel með sig og verið spakt. Óvíða hafa lömb enn verið tekin á gjöf í Mývatns- sveit.“ „Þetta er í fyrsta skipti á þessu úthaldi að við komum norður og jafnvel það seinasta. Ástæð- an er einfaldlega sú, að við höf- um hér svo frábæran mann, Bjarna Sigtryggsson, sem hefur séð okkur fyrir góðu efni frá Akureyri,“ sagði Páll Heiðar Jónsson Morgunvökumaður, þegar Dagur hitti hann í Hljóð- húsinu við Norðurgötu sl. þriðjudagsmorgun. „Annars var aðalástæðan fyrir heim- sókninni sú að safna efni frá stöðum á Norðurlandi og höf- um við ferðast víða um Norður- land í því skyni.“ „Ég held að það sé alveg ljós að I efni frá Norðurlandi hefur stór- | aukist í útvarpinu hin seinni ár, að | vísu hef ég engar tölur um það, en j aukningin er staðreynd engu að | síður. Og ef ég man rétt þá eru lið- in ein fjögur ár síðan við byrjuð- um að basla við að útvarpa héðan. Mér líst mjög vel á þá þróun | sem átt hefur sér stað í stúdíómál- | um á Akureyri enn sem komið er a.m.k., en ég verðaðsegjasemer ; að hér er aðbúnaður, þ.e. tækja- kostur, mjög svipaður því sem ! hann var fyrir tveim, þrem árum. það vantar ný tæki og þar er fyrst og fremst við forráðamenn út- varps að sakast, ef á að skella J skuldinni á einhvern. Það eru mjög ánægjuleg tíðindi ij að nú eigi aö fara að fastráða hér 4 starfsmann og það eina sem ég hef , við þaö að athuga, er að dag- i skrárgerðarmönnum útvarpsins í heild á ekki að fjölga. Hér á ein- | ungis að flytja starfsmann til, en j að mínu mati eru fastráðnir dag- skrárgerðarmenn útvarpsins allt | of fáir. Aðalerindið til Akureyrar núna j var ekki að safna efni hér, enda vel fyrir því séð, heldur var hug- myndin sú að fara út fyrir Akur- eyri og höfum við Bjarni verið í 1 löngum og ströngum ferðalögum í nágrenninu. Enn og aftur hef ég rekið mig á sama vandamálið, sem er hið sama og aðrir eiga við, sem halda úti þætti fimm daga vik- unnar, og það er að einungis helg- arnar eru lausar til að fara af bæ í efnisöflun. í fyrsta lagi eru menn misjafnlega duglegir við slík ferðalög og í öðru lagi er viss áhætta í því fólgin að ferðast um landið á veturna. Menn geta hæg- lega orðið veðurtepptir - efnið sem átti að ná í getur legið frosið í snjóskafli - þannig að þetta er stundum nokkuð erfitt við að eiga, en við þyrtum að fara miklu víðar ef vel ætti að vera.“ Þegar hér var komið sögu stakk tæknimaður útvarpsins, Björgvin, inn höfðinu og bauð kaffi. Páil Heiðar notfærði sér truflunina og hóf að leggja gátur fyrir útsendara Dags. Ekki verður gerð nein grein fyrir svörum hans á þessum vettvangi. Páll Heiðar í Hljóðhúsinu á Akureyri. Mynd: á.þ. 1MB Akureyri, föstudagur 5. febrúar 1982 tJr gÖMidum Árið 1924

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.