Dagur - 23.02.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 23.02.1982, Blaðsíða 8
Myndir frá Hrísey Sjö kýr báru í holdanautastöðinni í Hrísey í janúar, og einn þeirra kálfa sem þá leit dagsins Ijós var fyrsti kálfurinn af þriðja ættlið sem þar fæðist. Þessi kálfur er orðinn 87% hreinræktaður Galloway. Þó nokkuð er síðan byrjað var að selja sæði úr stöðinni og bændur eru farnir að notfæra sér þá þjónustu í einhverj- um mæli. Þessi mynd er tekin í veitingastofunni Hrísalundur. Þar var haldið mjög velheppnað kútmagakvöld í janúar og var bar eins margt fólk 02 húsrvmi levfði. f Minning Björgvin Júníusson „Margar leiðir liggja um heim. Eirm er endir á öllum þeim“. (Hermann Hesse, þýð Magnús Ásgeirsson). Björgvin Júníusson hefur nú gengið á enda þá götu, þar sem jarðvist okkar allra lýkur fyrr eða síðar. Margir eru þeir vinir og sam- ferðamenn, sem eiga honum þakkarskuld að gjalda fyrir ann- álaða greiðvikni og hjartahlýju. Björgvin var mjög úrræða- góður maður og einkar fundvís á leiðir til að fyrirbyggja óþarfa árekstra. Á þennan góða eðlis- kost reyndi oft í störfum Björg- vins og var honum lagið að sam- ræma ólík sjónarmið og að veita sem flestum einhverja úrlausn. Borgarbíó hefur um nær þriggja áratuga skeið verið aðal- tónleikahús bæjarins og Hótel Varðborg hafa fjölmargir inn- lendir og erlendir tónlistarmenn gist. Forráðamenn fyrirtækja IOGT á Akureyri hafa borið gæfu til að hlúa að þessari list- grein, og búa tónleikum og tón- listarmönnum ágæta aðstöðu, sem annars væri vart fyrir hendi. í þann rúma áratug sem Björgvin hefur stjórnað Borgar- bíói hafa verið haldnir á annað hundrað tónleika með margfalt fleiri flytjendum. Raunar gat oft reynst erfitt að samræma um- fangsmikið og fjárvana tónleika- hald rekstri kvikmyndahússins. En með góðum ábendingum um tímasetningar tónleika, og oft undrasnörum handtökum við að breyta kvikmyndahúsi í „óperu“, eins og Björgvin nefndi stundum húsið í spaugi, þá tókst jafnan að finna viðun- andi lausn. Einn er sá þáttur, sem síst má gleyma, þegar rætt er um störf Björgvins, en það er hljóðritun hans á fjölmörgum tónleikum og æfingum, oftast að eigin frum- kvæði. Björgvin var framsýnni en við hin, hann vildi láta komandi kynslóðum í té lifandi vitnisburð um það sem gerst hefði á þessu sviði. Bæjaryfirvöld og bæjarbúar ættu að taka höndum saman og láta draum Björgvins um flokk- un og skráningu segulbanda- safnsins rætast. Björgvin átti marga vini í hópi tónlistarmanna, er minnast nú þessa hjálpfúsa og elskulega manns með djúpum söknuði. Björgvin sagði oft, að bestu flytjendur tónlistarinnar væru jafnframt elskulegasta og þægi- legasta fólkið í viðkynningu. Á þennan hátt tjáði Björgvin trú sína á mannbætandi gildi tónlist- arinnar. Um leið og Tónlistarfélagið á Akureyri flytur góðum vini hinstu kveðju, þá er eftirlifandi eiginkonu og aðstandendum færðar samúðarkveðjur á rauna- stund. Jón Hlöðver Áskelsson. tSigtryggur Ómar Jóhannesson F. 5. apríl 1977 — d. 10. janúar 1982 Þegar jörðin lúrir freðin undir þykkum snæ og bíður þögul vors, þegar huliðshjúpur þagnar og kyrrðar friðsællar sveitar um- lýkur allt, þegar menn njóta friðsældar hvíldardagsins, þá á sorgin það til að raska þessum óskráða sáttmála nátturnnar, Guðs og manna. Það er á slíkum stundum, sem menn finna enn meira til þess hve stutt er á milli sorgar og gleði, milli Ijóss og myrkurs. Þegar þau tíðindi bárust um byggðir Eyjafjarðar í janúar þessa árs að lítill drengur - Sig- tryggur Ómar Jóhannesson - hefði týnst, breyttist allt á samri stund, þar sem áður var snjór og ís, tákn kyrrðar og friðsemdar, voru nú hættur og gildrur, þar sem áður var friðsær sveit var nú uppnám og örvænting. Eins og hendi væri veifað höfðu örlög þessa litla drengs kippt stoðun- um undan hugarró manna; allir spurðu: Hvers vegna gerast slík- ir atburðir, hver er tilgangur hans, sem öllu ræður að láta annað eins koma fyrir. En eins og svo oft áður verður fátt um svör. Eftirstendursústaðreynd. að ungur drengur er horfinn til annarra heima. Hann, sem ávallt bar gleði og gáska hvar sem hann fór, í bland við furðu- mikinn þroska svo ungs barns, hann sem var Ijósið í hugum allra, sem til þekktu, er nú boð- beri þessara sömu eiginleika meðal þeirra sem gengnir eru. Sigtryggs Ómars er sárt sakn- að - og aldrei verður bættur skaðinn - en það er þó huggun harmi gegn, að slíkt ljós sem hann var í lifanda lífi, er hann verðugur fulltrúi þess besta sem í manninum býr á ferð sinni til hins mikla ljóss; þar á hann ör- uggan samastað. Blessuð sé minning lítils drengs, sem bar birtu hvar sem hann fór. Frændi Björgvin Júníusson F. 24. janúar 1919 — d. 8. febrúar 1982 Hinsta kveðja frá KA I annað skipti með stuttu millibili, er félagsfáni KA borinn í kirkjuna sveipaður sorgarborðum. Björgvin Júníusson er kvaddur hinstu kveðju, dáinn langt um aldur fram, og okkur setur hljóða. Minningar frá vori æskunnar streymna fram, þegar Björgvin var snillingurinn í snjónum. Þau skíði sem hann stýrði af mestri kúnst íslendinga á þeim tíma, skipa nú veglegan heiðurssess í KA-miðstöðinni í Lundaskóla. Það var líka þar, sem fundum okkar bar saman síðast, á sunnu- dagsmorgni, daginn áður en hann dó. Björgvin hafði fengið að nota herbregið til að hafa næði við upp- tökur fyrir útvarpið, vegna ráð- stefnu sem þá var haldin í skól- anum. Þar hafði hann að vanda unnið langan vinnudag og ekki komist heim fyrr en seint og um síðir, laugardagskvöldið áður, né haft tækifæri til að ná í það sem út- varpinu tilheyrði á staðnum. Björgvin vissi að KA var með heitt á könunni alla sunnudags- morgna, enda mætti hann með þeim fyrstu, glaður og reifur, skrifaði í gestabókina, gaf tutt- ugufalt það sem venjulegt er í kaffisjóðinn og hefir þar með áreiðanlega drukkið dýrasta kaffibollann á íslandi þann daginn. Góður vinur hans, Gísli Jónsson menntaskólakennari, hefur eftir honum í eftirmælum: „Það er aðeins þrennt sem ég hefi alltaf nóg af: tími, peningar og góðráð. Gjörðusvo vel, hvarsem er, hvenær sem er.“ Af öllu þrennu jós Björgvin ríkulega þennan síðasta sunnudag með okkur og hann fór á kostum. Frá- sagnargleðin var svo sönn og smit- andi skemmtileg, enda var hann ætíð gleðigj afi hvar sem hann fór. Skíðin hans, sem KA varðveitir nú, voru þau fyrstu hér um slóðir með stálköntum, þá keypt fyrir tæplega tveggja mánaða laun, slíkur var áhuginn! Björgvin stefndi líka á toppinn og náði þangað sem fyrsti íslands- meistari KA í svigi 1942. Margt er það líka í KA-miðstöðinni, bik- arar og margvíslegur heiðursvott- ur sem þar er vegna afreka Björg- vins og félaganna frá þessum brautryðjendaárum skíðaíþrótt- arinnar. En þó er ekki alls getið. í veglegu myndasafni, má auk fjölda skíðamynda hitta Björgvin fyrir í allt öðru gervi, gervi töfra- mannsins, sem kjólklæddur með bros á vör, fremur galdra svo undrun og aðdáun vekur þakk- látra áhorfenda. Allt gert kaup- laust, til að efla félagið sitt fjár- hagslega til stærri átaka, meiri dáða. Það má kannski líkja því við galdur einnig, hve miklu Björgvin áorkaði á svo fjölbreyttu áhuga- sviði, og að hann virtist alltaf hafa nógan tíma fyrir alla til alls. Gunnvör Braga kemst einstak- lega vel að orði um Björgvin, þar sem hún segir: „Til eru þeir menn, sem eru svo stórir í sjálfum sér, að þá getur aldrei hent neitt smátt í lífinu. Þeir sníða sér allan stakk- inn eftir vexti, gefa stórt, taka stórt.“ Þannig stendur Björgvin Jún- íusson mér fyrir hugskotssjónum þegar litið er til baka um farinn veg og fylgdin þökkuð. KA vottar virðingu og kveður vin og velunnara og KA-félagar senda vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Jón Arnþórsson. 8-ÐÁGÚR - 23; fébruár 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.