Dagur - 23.02.1982, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
i SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREVRI
65. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 23. febrúar 1982
21. tölublað
Spörkuðu
í bflana
Tveir ungir piltar sem voru
staddir á Akureyri á dögun-
um, léku þann ieik að ráðast
á kyrrstæðar bifreiðar í bæn-
um og valda á þeim miklu
tjóni.
Piltarnir höfðu þann háttinn
á að þeir spörkuðu í hurðir
bifreiðanna, og alls voru það 7
bifreiðar sem urðu fyrir spörk-
um þeirra. Þennan leik léku
þeir á Byggðavegi, í Vana-
byggð, niður Kaupvangsstræti
og í Hafnarstræti.
Ekki munu allar bótakröfur
vegna tjónsins sem piltfarnir
ollu vera komnar fram, en ljóst
er að tjónið sem spörk þeirra
ollu er umtalsvert og nemur
tugum þúsunda. Þeir munu
hafa verið eitthvað undir áhrif-
um er þeir frömdu þennan
verknað.
íslands-
met í diskó-
dansi
íslandsmet í maraþondansi var
sett í Dynheimum á Akueyri
um helgina, en fjórir unglingar
Iuku þar dansi eftir hádegið,
eftir að hafa verið á dansgólfinu
í 27 og hálfa klukkustund.
Alls voru það 74 unglingar sem
hófu dansinn kl. 10 á laugardags-
morguninn, en á sunnudagsmorg-
un voru fjórir eftir. Þau ákváðu þá
að hætta eftir hádegið, og dóm-
nefnd sem hafði fylgst með dans-
inum samþykkti.
Dómnefndin ákvað að fyrstu
verðlaun í keppninni skyldu fara
til Jóhönnu Frímann, Þórdís Sig-
urðardóttir hlaut önnur verðlaun,
og þau Hallgerður Gunnarsdóttir
og Sigurður Óli Kolbeinsson
skiptu með sér 3. verðlaununum.
Eldra íslandsmetið í diskódansi
var 27 klukkustundir, en var sleg-
ið um helgina um hálfa klukku-
stund. Þess má geta til gamans, að
systir Jóhönnu Frímann sem sig-
raði í keppninni núna, sigraði í
þessari keppni fyrir ári.
Skrefatalningin er
öllum til hagsbóta
Því hefur lengi verið haldið
fram, að fólk á landsbyggðinni
hafi miklu meiri útgjöld en fólk
á höfuðborgarsvæðinu vegna
langlínusamtala, einkum vegna
þess að langmest af þeirri þjón-
ustustarfsemi sem landsmenn
allir hafa tekið þátt í að byggja
upp og þurfa allir að nota er í
Reykjavík. Könnun sem Fjórð-
ungssamband Norðlendinga
hefur nýlega gert bendir ótvi-
rætt til þess að þetta er rétt.
Fjórðungssambandið hefur
gert könnun á símanotkun og not-
endafjölda annars vegar Norð-
lendinga og hins vegar höfuð-
borgarbúa. Árið 1980 voru not-
endur sjálfvirks síma á Norður-
landi 12.5% af heildarnotenda-
fjöldanum. Notkun þeirra á síma
nam hins vegar töluvert meiru en
fjöldinn gefur til kynna, eða um
18% af heildarnotkuninni, sé
miðað við teljaraskref.
Sama ár voru notendur í
Reykjavík 49% af notendum
sjálffvirks síma á landinu öllu.
Símanotkun þeirra miðað við
skrefafjölda nam hins vegar ekki
nema 34% af heildarnotkuninni.
Þetta dæmi gefur glögga vísbend-
ingu um það, hversu Norðlend-
ingar, og vafalaust aðrir á lands-
byggðinni, þurftu miklum mun
meira að hringja milli landshluta
heldur en Reykvíkingar.
Þegar skrefatalningin og sú
breyting sem gerð var á gjöldum
fyrir símaþjónustu l.nóvember
s.l. kom til framkvæmda, breyttist
þetta til batnaðar, ekki aðeins
fyrir fólk á landsbyggðinni, held-
ur einnig fyrir þá sem búa í
Reykjavík og þurfa að ná til sömu
stofnana og að ofan var getið um.
Fjórðungssmabandið hefur tekið
saman dæmi um fyrirtæki á Akur-
eyri og í Reykjavík, sem bæði
hringja fimm þriggja mínútna
símtöll hvern dag ársins í sömu
þjónustustofnanirnar í Reykja-
vík. Eftir að skrefatalningin var
tekin upp er kostnaður Akur-
eyrska fyrirtækisins ekki nema
52% af því sem hann hefði verið
miðað við óbreytt ástand. Athygl-
isverðara er þó það, að þrátt fyrir
skrefatalninguna, sem margir
voru andvígir, er kostnaður
Reykvíska fyrirtækisins ekki
nema 79% af því sem hann hefði
verið, ef skrefatalningin hefði
ekki verið tekin upp.
Samvinnumcnn héldu upp á 100 ára afmæli hreyfíngar sinnar á föstudag og laugardag í síðustu viku með margvís-
legum hætti. Á Akureyri bauð KE A félagsmönnum og viðskiptavinum sínum upp á kaffi og „með’ðí“ í verslunar-
útibúum sínuin. Mynd: H.Sv
bls.4
((
44 ný sjúkrarúm á FSA
þýða 80 nýjar stöður
— rekstrarkostnaður nemur þriðjungi byggingakostnaðar
Þótt ýmsum finnist erfiðlega og
seint ganga að fá fjárveitingar
til byggingar sjúkrahúsa og
heilsugæslustöðva, þá er fjár-
mögnun byggingarfram-
kvæmdanna í rauninni létt
byrði á ríkissjóði í samanburði
við rekstrarkostnað.
í grein sinni um fjárlög þessa
árs í DEGI í dag, gerir Guð-
mundur Bjarnason, alþingis-
maður, grein fyrir fjárveiting-
um til Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri á þessu ári og bend-
ir þar á, að rekstrarkostnaður á
hverju ári nemi að jafnaði um
þriðjungi byggingarkostnaðar
- en það jafngildi í útgjöldum
því að slík bygging væri byggð á
þriggja ára fresti um alla
framtíð.
Við þann áfanga, að tekinn
*
verði í notkun nokkur hluti ný-
byggingar FSA, er ráðgert að
sjúkrarúmum fjölgi um 44, en
samkvæmt áætlun heilbrigðis-
ráðuneytisins þýðir sú aukning
80 nýjar stöður við sjúkrahúsið
og aukningu rekstrarkostnðar
um 18,5 milljónir króna á ári,
en það er meira en tvöföld sú
upphæð, sem ríkið veitir til
byggingarinnar á þessu ári.
Samkvæmt upplýsingum Ás-
geirs Höskuldssonar, fram-
kvæmdastjóra FSA, mun legu-
rúmum fjölga í eldri hluta bygg-
ingarinnar þegar skurðstofur
fly tj a í nýbygginguna og er hluti
aukins legurýmis fólginn í þeim
tilfærslum.
Þá er ráðgert að Systrasel
verði tekið í notkun sem hjúkr-
unardeild aldraðra á þessu ári.
áAkur-
eyri 1930
bls.3
bls.9