Dagur


Dagur - 25.02.1982, Qupperneq 7

Dagur - 25.02.1982, Qupperneq 7
IIIWWIBHíTWffiTW og nýting ullar Á þessu ári mun verða gert sérstakt átak til að bæta með- ferð og nýtingu ullar hér á landi. Sauðfjárræktarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands, Sveinn Hallgrímsson, mun hafa forystu á því sviði og fá til sam- starfs ráðunauta, sérfræðinga og bændur. í forystugrein sem Sveinn ritaði í Frey nýlega hvetur hann bændur til að hirða betur um ullina en verið hefur. Par kemur fram, að á síðustu árum hafi komið um 1.8- 1.9 kg af ull af kind til skila. Fyrir 10 árum var það aðeins um 1.6 kg að meðaltali. Frá einstöku fjár- búum koma allt að 2.5 kg af ull eftir kindina. Sveinn bendir á það í grein sinni að bóndi, sem er með 440 kinda bú þar sem ekki fæst meira en 1.5 kg af ull eftir kind- ina, geti aukið tekjur sínar um 9000 kr með betri nýtingu á ull- inni, þá með því að auka ull af hverri kind úr 1.5 kg í 2.2 kg. Það er ekki óraunhæft fyrir bændur að fá 2.2. kg af ull af hverri kind að meðaltali. Sveinn skrifar: „Fyrir þjóðar- búið er það einnig ótvíræður hagnaður að nýta sem best alla þá ull sem á fénu vex. Annað er sóun á verðmætum.“ Eigendaskipti á Búvélaverkstæðinu Svo sem mörgum er kunnugt, hefur Kaupfélag Eyfiröinga um árabil verið eigandi meirihluta hlutafjár í Búvélaverkstæðinu hf. á Akureyri, en aðrir helstu eignaraðilar eru Búnaðarsam- TEJOJR AHÆTT UNA? Þú þarft þess ekki lengur þvi nú getur þú fengið eldtraust- an og þjófheldan penínga- og skjalaskáp á ótrúlega hagstædu verði. 'foK/NGCROWN Lykill og talnalás= tvötalt öryggi. Innbyggt þjótaviövörunarke(ii. 10 stæröir, einstaklings og lyrirtaekjastærðir. Japönsk gæðavara (JIS Standard). Viðráðanlegt verð. Eldtraustir og þjótheldir. Japönsk vandvirkni i frágangi og stil. band Eyjafjarðar og ræktunar- sambönd í héraðinu. Búvéla- verkstæðið hf. hefur átt við um- talsverða rekstursörðugleika að stríða á undanförnum árum og var reyndar svo komið á sl. hausti, að rekstursfjárstaða þess var að mestu komin í þrot. Hluthafafundur í Búvélaverk- stæðinu hf. beindi því til Kaupfé- lags Eyfirðinga, að það tæki við rekstri verkstæðisins og þá á þann hátt, að félagið keypti hlutafé annarra eigenda í Búvélaverk- stæðinu hf. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga samþykkti þetta fyrir sitt leyti og hefur kaupfélagið nú keypt meginþorra hlutafjárins í Búvélaverkstæðinu hf. Frá síð- ustu áramótum tók kaupfélagið svo við rekstri Búvélaverkstæðis- ins hf. og verður það framvegis tengt Véladeild félagsins, sem með vorinu flytur alla starfsemi sína í nýbyggingu, sem kaupfélag- ið hefur verið að byggja undan- farin 2 ár og áföst er við hús Bú- vélaverkstæðisins hf. Verkstæðið verður því framvegis þjónustu- miðstöð í tengslum við Véladeild- ina og þá aðallega fyrir búvélar og standsetningu nýrra bifreiða, sem Véladeildin selur, en auk þess verður starfsemi Gúmmíviðgerð- ar félagsins flutt í húsnæði Bú- vélaverkstæðisins. Deildarstjóri Véladeildar KEA er Gylfi Guðmarsson, en verk- stæðisformaður á Búvélaverk- stæðinu er Ólafur Eggertsson. Auglýsing Hitaveita Akureyrar vill lausráöa nú þegar tvo lag- henta ófaglærða menn til almennra starfa viö dreifikerfi og aðveitu. Upplýsingar um störfin veita tæknifulltrúi og verk- stjóri dreifikerfisdeildar. Hitaveita Akureyrar. FRAMSOKNARFELAG HiiHHilHillM Opiðhús er að Hafnarstræti 90 öll fimmtudagskvöld frá kl. 20-23.30 Spil — Tafl — Umræður Lesið nýjustu blöðin Kaffiveitingar Allir velkomnir Pelsar og leðurfatnaður Franskir dömuskór svartir og hvítir <anadískir kuldaskór TSTKTS) SQVX ■'V />N'v/ '>/ Hafnarstræti 94 © 25313 AKUREYRINGAR - NORÐLENDINGAR! þér.T^^ ... að á mánudaginn hefst ^<g&.e<\“s hin árlega vorrýmingarsala sem allir hafa beðið eftir. 20-50% afsláttur Sláið til og gerið kjarakaup á fyrsta flokks gólf- teppum, bútum, mottum og renningum. Vinsamlegast takið með ykkur málin á gólffletinum, það tryggir skjóta og góða þjónustu. Erum aðeins að rýma fyrir nýjum birgðum. jimt 1EPPRLRND Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055 Sími okkar er nú 2 42 22 Dagur, Strandgötu 31 •••V'. V.iVri rjiirlAu -•»! 25. febrúar 1982 - DAGUR - 7 luglýsinj

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.