Dagur - 25.02.1982, Side 8
Akureyri, fímmtudagur 25. febrúar 1982
VIFTUREIMAR
í FLESTA BÍLA
Nauðsynlegt að byggja
upp 1 km á Mývatnsheiði
Lffsnauðsynlegt fyrir okkur, segir Ingólfur Jónasson
„Aldrei
í hættu“
„Eg var aldrei í teljandi hættu,
það var hægviðri en talsverð alda
reyndar og báturinn brotnaði
strax í spón í fjörunni,“ sagði Jón
Stefánsson frá Þórshöfn, en sl.
þriðjudag varð hann fyrir því
óláni að bátur hans, KAP, fórst í
fjörunni við Grænanes.
Jón var á innleið, en talsverð
undiralda var og skipti engum
togum að báturinn var skyndilega
kominn upp í fjöruna. Jón komst
í land svo til þurr og var aldrei í
neinni hættu, en tjón hans er
mikið.
„Þegar Kísilvegurinn var
byggður á sínum tíma var
okkur heitið því að tilkoma
hans myndi ekki tefja aðra
vegagerð í sveitinni. Sú hefur
ekki orðið á raunin. Eftir er að
byggja upp einn kílómetra af
veginum yfir Mývatnsheiði,
sem er alveg lífsnauðsynlegt
fyrir okkur, en þessi fram-
kvæmd er ekki inn á áætlun í
ár“, sagði Ingólfur Jónasson,
Helluvaði í Mývatnssveit.
„Þessi kafli verður alltaf útund-
an hjá Vegagerð ríkisins og verð-
ur þess valdandi að Mývatnssveit
einangrast mun meir en ella. En
ef þessi kafli yrði byggður upp
mætti heita að fært væri allan vet-
urinn. Og það er rétt að leiðrétta
þann misskilning að Kísilvegurinn
sé fær alia tíð. Tilfellið er að það
þarf bókstaflega ekkert til að
hann verði ófær, þó hann sé mok-
aður að morgni er algengt að hann
lokist um miðjan dag.
Það munar 70 kílómetrum fyrir
okkur að aka eftir Kísilveginum í
Laugar eða eftir Mývatnsheið-
inni. Það eru börn héðan í Lauga-
skóla og það sér hver maður hve
mikið þægilegra það væri að aka
með börnin eftir Mývatnsheiðinni
í stað þess að fara Kísilveginn.
Því má líka bæta við að það er
hálf hastarlegt að það skuli vera
lokaður vegurinn til Austurlands
nær allan veturinn“, sagði Ingólf-
ur að lokum.
Stjorn Kaupfelags Þingeyinga á afmælisfundinum að Þverá í Laxárdal sl. laugardagsmorgun. Frá vinstri eru: Egill
Gústafsson Rauðafelli, Skúli Jónsson Húsavík, Böðvar Jónsson Gautlöndum, Jóhann Hermannsson Húsavík,
Hreiðar Karlsson kaupfélagsstjóri, Teitur Björnsson stjórnarformaður, Baldvin Baldursson Rangá, Jónas Egils-
son Húsavík og Guðmundur Sigurðsson Fagranesi.
Samvinnuferðir — Landsýn:
Jafn ferðakostn-
aður um allt land
Samvinnuerðir - Landsýn hef-
ur nú tekið upp þá nýbreytni,
að bjóða öllum utanlandsfar-
þegum sínum sömu kjör, burt-
séð frá því hvar þeir búa á land-
inu. Þannig verður það t.d.
ekki dýrara fyrir fjölskyldu á
Akureyri að ferðast til helstu
ferðastaða ferðaskrifstofunn-
ar, því innifalið í heildarverð-
inu verður flugferð frá Akur-
eyri til Reykjavíkur.
Náðst hefur samkomulag við
Arnarflug um ferðir til og frá áætl-
unarstöðum þeirra úti á landi, en
ekki náðust samningar við F!ug-
leiðir og því gengst ferðaskrifstof-
an fyrir leiguflugi tii Akureyrar,
Egilsstaða, Hafnar í Hornafirði
og Vestmannaeyja. Þessi kjör
gilda í ferðir til Rimini á Ítalíu,
Portoroz í Júgóslavíu, Grikklands
og í sumarhúsadvöl í Danmörku.
„Það er áberandi hve fólk á
landsbyggðinni hefur ferðast
miklu minna en höfuðborgarbú-
ar. Þetta stafar vafalaust að hluta
til af því, hversu ferðakostnaður
frá heimabyggð til Reykjavtkur er
hár. Við höfum oft rætt um að
reyna að jafna þennan aðstöðu-
mun og nú hefur það ræst að
hluta,“ sagði Eysteinn Helgason,
framkvæmdastjóri SL í viðtali við
Dag, og kvaðst vona að áfram-
hald yrði á þessari þróun.
„Við reiknum með að þetta
fyrirkomulag, auk annarra vildar-
kjara sem við bjóðum, muni auka
farþegafjölda okkar og stuðla
þannig að hagkvæmni og lækkun
ferðal^ostnaðar. Auk hagræðisins
sem af þessu hlýst fyrir lands-
byggðafólkið, bjóða Samvinnu-
ferðir - Landsýn upp á aðildarfé-
lagaafslátt, sem gildir fyrir fjöl-
skyldur félaga í ASÍ, BSRB,
BHM, Landssambandi ísl. sam-
vinnumanna, Landssambandi ísl.
bankamanna og Stéttarsambandi
bænda, barnaafslátt, SL-kjör á
greiðslum og svo SL-ferðaveltu,
en með þvt kerfi leggur fólk fé til
fararinnar smátt og smátt og
greiðir svo með sama hætti að
ferðalokum. Þegar allt er talið
getur hagræðingin sparað fjöl-
skyldunni á annan tug þúsunda
króna,“ sagði Eysteinn ennfrem-
ur.
Leiguflugið til Akureyrar verð-
ur þrisvar í viku og þessi jöfnun
ferðakostnaðar byrjar 26. maí.
Hlutdeild Samvinnuferða - Land-
sýnar hefur aukist verulega í utan-
landsferðum á undanförnum
árum, eða u.þ.b. 50% milli ára.
Gert er ráð fyrir að farþegar í ár
verði 9 þúsund talsins.
Afmælisfundur stjórnar
Kaupfélags Þingeyinga:
Ákveðið að hefja
byggingu
nýs verslunarhúss
Stjórn Kaupfélags Þingeyinga
kom saman til afmælisfundar
sl. laugardagsmorgun, og var
fundurinn haldinn að.Þverá í
Laxárdal.
Á fundinum var ákveðið að
heiðra starfsmenn sem lengi hafa
starfað fyrir kaupfélagið, ákveðið
var að selja með 10% afslætti
næstu fjórar vikurnar flestar
vörur sem kaupfélagið hefur á
boðstólum, og loks var ákveðið
að hefja undirbúning að byggingu
verslunarhúss á Húsavík.
# Vandað
fréttabréf
Á dögunum gáfu Foreldra-
samtökin a Akureyri út fyrsta
tölublaö 1982 af fréttabréfi
samtakanna. Að mati S&S er
hér á ferðinni vandað bréf, þó
svo umbúðirnar, þ.e. pappír-
inn og frágangur mætti vera
örlítið betri. í fréttabréfinu er
ýtarlegt viðtal við Bryndísi
Schram, sem landsmenn
þekkja mætavel úr barnatíma
sjónvarps. í viðtalinu segir
Bryndís m.a. „Sem betur fer
er ég algerlega einráð um efn-
isval í „Stundina okkar“. Það
eina sem yfirmenn mínir
horfa í, er kostnaðurinn. Það
má t.d. helst ekki nota
atvinnufólk, sem gerir kröfur
til að fá greitt að fullu fyrir
störf sín. Það er líka óvinsælt
að kalla til utanbæjarfólk, því
að þá þarf að greiða stórfé
fyrir flutninga milli staða.
Þetta setur manni auðvitað
viss takmörk við gerð þáttar-
ins. Það er erfitt til lengdar að
skila góðri vinnu án einhvers
tilkostnaðar og þreytandi að
þurfa að knékrjúpa í hvert
sinn sem kostnaður er ekki al-
gerlega í lágmarki."
# Tilviljun
ræður
Bryndís ræðir einnig um val á
efni og þar kemur athygl-
isverður hlutur fram, en svar
hennar við lokaspurningunni
er svohljóðandi: „Sjónvarpið
er mjög áhrifamikill miðill,
ekki hvað síst gagnvart börn-
um og unglingum. Það er því
mikilvægt að vandað sé til
barnaefnis. Við sjónvarpið
þyrfti að vera sérstök defld,
sem annaðist val á efni og
dagskrárgerð fyrir þennan
aldurshóp. Eins og er, er þetta
á höndum margra aðilja, og
tiiviljunum háð, hvað borið er
á borð.“ Það leikur enginn vafi
á, að það skíptir mlklu máli
hvaða efni er borið á borð fyrir
börn og unglinga. Þettaer svo
mikilvægt að það má ekki
henda að tilviljun ráði hvað
sjónvarpið sýnir æsku
landsins.
# Nýirham-
borgarastaðir
Nú munu vera í uppsiglingu
tveir nýir hamborgarastaðir á
Akureyri og samkvæmt heim-
ildum S&S, verða þeir í mið-
bænum. Báðir munu þessir
staðir vera af reykvískum
uppruna.
# Merkilegt
framtak
Samvinnuferðir - Landsýn
hafa nú ákveðið að jafna
ferðakostnað í utanlands-
ferðir sínar, eins og fram kem-
ur annars staðar á síðunni.
Þetta er merkilegt mál og von-
andi að fyrirtækinu takist vel
upp, þannig aö fleiri ferða-
skrifstofur sjái sér hag i því
að taka upp byggðastefnu af
þessu tagi.