Dagur - 04.03.1982, Qupperneq 5
nnlaugsson
- Hverjir eru atvinnumögu-
leikar nemenda aö loknu námi?
- Töluvert er um að atvinnu-
rekendur leiti til okkar eftir starfs-
kröftum. Og kröfurnar hafa auk-
ist og alltaf vantar fólk með sér-
menntun.
- Er nauðsynlegt aö hafa sér-
stakan verslunarskóla á Akur-
eyri?
- Það gefur auga leið að í versl-
unarbæ eins og Akureyri hlýtur
að vera mikil þörf fyrir fólk með
sérmenntun sem þessa og svo
virðist að ungt fólk hafi áttað sig á
þeim möguleikum sem opnast
með þessu námi.
- Aðlokum?
- Það skortir meiri samvinnu
við atvinnurekendur sem taka við
nemendum héðan, og jafnvel
meiri verkkennslu. Til dæmis
mætti hugsa sér að nemendur
væru sendir út á vinnumarkaðinn
í meira en eina viku og væru látnir
kynna sér verslanir og rekstur
fyrirtækja.
Við þökkum Guðmundi og
Ólafi kærlega fyrir spjallið.
Hog H.
knir tali
Guðmundur.
Eygló Arnardóttir
Grenivík.
- Hvernig líkar þér í skólan-
um?
- Ágætlega, nema félagslífið
mætti vera fjölbreyttara.
- Finnst þér að þú hafir haft
gagn af þessu námi?
- Já, mjög mikið, sérstaklega í
vetur.
- Hvað hefur þú hugsað þér í
framtíðinni?
- Óákveðin, sjá til þegar þessi
vetur er búinn.
- Mundir þú ráðleggja öðrum
að fara í þetta nám?
- Já, ef það hefur áhuga á
verslunar- og skrifstofustörfum.
Guðmundur Jökulsson
Akureyri.
- Hvernig líkar þér í skólan-
um?
- Ágætlega.
- Finnst þér að þú hafir haft
gagn af þessu námi?
- Nei, en ég vonast til þess að
hafa það þegar ég fer að vinna.
- Hvað hefur þú hugsað þér í
framtíðinni?
- Halda áfram námi.
- Mundir þú ráðleggja öðrum
að fara í þetta nám?
- Ég veit það ekki, hef ekki
prófað annað.
IVið viljum fá að koma nokkrum orðum á framfæri um Dag. Okkur
finnst Dagur gott blað og lesum það yfírleitt, en samt er það nú svo að
eitt og annað mætti fara öðruvísi. Til dæmis gætu lesendur sent meira
af efni til blaðsins og það væri örugglega vel þegið að fá til dæmis i
handavinnuuppskriftir eða annað sem lesendur gætu hugsað sér. Við
viljum svo koma því á framfæri við Dag að það mætti vera meira af:
fréttum af öðrum stöðum en Akureyri því það lesa fleiri Dag en Ak-
ureyringar! Einnig vær æskilegt að íþróttafréttir helgarinnar væru j
birtar í þriðjudagsblöðunum. Við viljum svo þakka starfsfólki Dags
fyrir frábæra viku sem við höfum átt með því í starfskynningunni.
Svo að lokum hvetjum við fólk til að skrifa blaðinu og láta Ijós sitt
skína.
II og II.
Bikarmót í alpagreinum á ísafirði:
Glæsilegur árangur
Akureyrarliðsins
Akureyrarstúlkurnar í
sérflokki bæði í svigi og
stórsvigi og Nanna Leifs
dóttir sigraði tvöfallt
Bikarmót fullorðinna í alpa-
greinum skíðaíþrótta, var
haldið á ísafírði um helgina.
Af 26 skráðum þátttakendum
voru 12 frá Akureyri, fímm í
kvennaflokki og 7 í karla-
flokki.
Óhætt mun að segja að
frammistaða liðsins í keppninni
hafi verið frábær. í stórsvigi átti
Akureyri 4 fyrstu í kvennaflokki
með Nönnu Leifsdóttur í farar-
broddi, og ekki var árangurinn
síðri í sviginu, þar sem Akureyri
átti fimm fyrstu og aftur var
Nanna afgerandi best. Er greini-
legt að kvennalið Akureyrar er
orðið mjög sterkt og harðskeytt.
í karlaflokki vantar herslumun-
inn að Akureyringar skipuðu
tvö efstu sætin, og gæti það vel
orðið með ineiri hörku, en þeir
Elías, Óli og Björn virðast til alls
lfklegir og fast á hæla þeirra
komu Bjarni og Valþór og einn-
ig fleiri af yngri mönnunum. Má
af þessu sjá að alpagreinalið
SRÁ heldur sínu fyrra striki, að
halda uppi merki Ákureyringa í
skíðaíþróttinni.
Þessa viku eftir Bikarmótið er
samæfing hjá úrvalsliði Skíða-
sambandsins og taka 6 Akureyr-
ingar þátt í henni. Skíðaráðið
fyrirhugar að halda A-námskeið
fyrir leiðbeinendur vikuna 8.-
12. mars. Allar nánari upplýs-
ingar fást hjá ráðinu. Og loks
eru það nöfn efstu manna á mót-
inu á ísafirði um síðustu helgi:
SVIG KVENNA:
1. Nanna Leifsdóttir A 86.73
2. Tinna Traustadóttir A 88.69
3. Ásta Ásmundsdóttir A 89.23
4. Hrefna Magnúsdóttir A 91.08
5. Guðrún H. Kristjánsd. A 95.82
SVIG KARLA:
1. Sigurður H. Jónsson 1 91.23
2. Guðmundur Jóhannss. í 93.46
Nanna Leifsdóttir.
3. Ólafur Harðarson A 94.70
4. Daníel Hilmarsson D 95.31
5. Elías Bjarnason A 95.44
6. Bjarni Bjarnason A 96.84
7. Valþór Þorgeirsson A 97.19
STÓRSVIG KVENNA:
1. Nanna Leifsdóttir A 110.01
2. Guðrún H. Kristjánsd. A 112.61
3. TinnaTraustadóttir A 113.08
4. Hrefna Magnúsdóttir A 113.36
5. Ingigerður Júlíusdóttir D 113.53
STÓRSVIG KARLA:
1. Sigurður H. Jónsson 1 110.99
2. Guðmundur Jóhannsson í 111.46
3. Björn Víkingsson A 114.14
4. Einar Valur Kristjánsson í 114.76
5. Elías Bjarnason A 115.13
2. deild í körfubolta:
Hvað gerir Þór
í úrslitunum?
Fjögur lið mæta í úrslita-
keppni 2. dcildar íslands-
mótsins í körfuknattleik sem
fram fer á Akureyri um helg-
ina, en það eru lið Þórs á Ak-
ureyri, Menntaskólinn á
Egilsstöðum, Breiðablik og
Vestmannaeyjar. Leika öll
Jón Héðinsson Þórsarí verður í
eldlínunni um helgina.
liðin innbyrðis og eru leiktím-
ar þessir:
Föstudagskvöld kl. 20
í Skemmunni: y
Þór - Vestmannaeyjar
ÍME - Breiðablik
Laugardagur kl. 10 f.h.
í Glerárskóla:
Þór- ÍME
Vestmannaeyjar - Breiðablik
Laugardagur kl. 16
í Skemmunni:
Vestmannaeyjar - ÍME
Þór - Breiðablik
Fyrirfram er álitið að um j afna
keppni geti orðið að ræða, en
tvö af þessum liðum mæta með
bandarískan leikmann, lið Þórs
og Vestmannaeyja. Um styrk-
leik þessara liða er ekki margt
hægt að segja, Þór og Vest-
mannaeyjaliðið léku í Bikar-
keppni fyrir áramót og tapaði þá
Þór í Eyjum með einu stigi eftir
framlengdan leik. En síðan þá
hefur Þór bæst góður liðsauki
sem er Roger Behrends og
styrkir hann liðið verulega.
Lítið hefur verið að marka
leiki Þórs í riðlakeppninni gegn
ísafirði og Tindastól. Þór vann
þá leiki með um 30 stigum að
meðaltali án þess að um nokkra
keppni væri að ræða, og liðið
hefur því alls ekki fengið að
spreyta sig í erfiðum leikjum í
vetur. Það má því segja að Þórs-
liðið í dag sé eitt stórt spurn-
ingamerki þegar út í harða
keppni er komið.
Full ástæða er til þess að
hvetja áhorfendur til þess að
styðja við bakið á Þórsurum í
þessum leikjum, það getur ráðið
úrslitum og aðeins eitt lið kemst
áfram upp í 1. deild.
Jóhann valinn
í landsliðshópinn
Þrír piltar úr 3. flokksliöi Þórs
í körfuknattleik voru á dögun-
um við æfíngar með drengja-
landsliðinu en þá kom stór
hópur pilta víðsvegar af land-
inu saman til æfínga í Reykja-
vík.
Piltarnir heita Guðmundur
Björnsson, Konráð Óskarsson
og Jóhann Sigurðsson, en þeir
leika allir með meistaraflokki
Þórs þótt ungir séu að árum.
Eftir æfingarnar fyrir sunnan
var valinn 16 manna hópur til
áframhaldandi æfinga. Þeir pilt-
ar voru flestir frá félögunum í
Reykjavík, en einn Þórs-piltur-
inn, Jóhann Sigurðsson, var
valinn í þann hóp.
4. mars 1982 - DAGUR - 5