Dagur - 30.03.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 30.03.1982, Blaðsíða 4
 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRJ:,^)HANN KARL SIGURÐSSON "PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins var haldinn um síðustu helgi. í stjórnmála- álytkuninni segir m.a. að Framsóknarflokkur- inn hafi lagt höfuðáherslu á hjöðnun verð- bólgu án atvinnuleysis. „Þessi stefna hlaut náfnið niðurtalning verðbólgu og þjóðin veitti henni brautargengi. Hún er andstæða þeirrar leifursóknar Sjálfstæðisflokksins, sem er í samræmi við þá stefnu er fylgt hefur verið í sumum nágrannalöndum með geigvænlegum afleiðingum. Fundurinn telur að þessi stefna Framsóknarflokksins í efnahagsmálum hafi sannað gildi sitt á fyrri hluta ársins 1981 og leggur áherslu á að flokkurinn hviki ekki frá þeirri stefnu í stjórnarsamstarfinu.“ í ályktun um efnahagsmál segir m.a. að aðalfundur miðstjórnar leggi áherslu á að leit- að verði eftir víðtæku samkomulagi um vísi- tölu- og verðákvörðunarkerfi, sem veiti eðli- lega tryggingu kaupmáttar og skapi svigrúm til nýsköpunar í atvinnulífinu og þjónustu við almenning, án þess að auka um leið verðbólg- una. Launakjör öll verði að miða við afkomu þjóðarbúsins hverju sinni. Fundurinn fjallaði ítarlega um atvinnumál, enda stendur íslenska þjóðin nú „á tímamót- um í atvinnumálum", eins og segir í ályktun um þau. Fundurinn taldi höfuðnauðsyn á að gerð verði áætlun um þróun atvinnulífs á kom- andi árum og benti m.a. á í því sambandi að í sjávarútvegi verði í vaxandi mæli lögð áhersla á aukna hagkvæmni, vöruvöndun og betri nýt- ingu. „Unnið verði að endurnýjun fiskiskipa- flotans, án aukins sóknarþunga og að sam- *. ræmingu veiða, vinnslu og markaðar. Þeim miklu erfiðleikum, sem fylgja munu gífurleg- um samdrætti á loðnuveiðum, bæði fyrir loðnuflotann, sjómenn og atvinnulíf í landi, verði mætt með skipulegri leit að nýjum atvinnutækifærum. “ Fundurinn taldi eðlilegt að næsta stórvirkj- un verði við Blöndu, en síðan komi Fljótsdals- og Sultartangavirkjanir eins og ráðgert hefur verið. Miðstjórnin ítrekaði fyrri yfirlýsingar flokksins um meirihlutaeign og virk yfirráð landsmanna sjálfra í orkaufrekum iðnaði, en jafnframt að fundnar verði leiðir til þátttöku sem flestra landsmanna í uppbyggingu hans. Það kom fram í stjórnmálaályktuninni að er- lendur markaður fyrir dilkakjöt hefur minnkað og að það benti til þess að draga verði úr þeirri framleiðslu til að koma í veg fyrir stóráföll sauðfjárbænda. „Fundurinn leggur ríka áherslu á, að í stað þess samdráttar komi nýjar atvinnugreinar í sveitum. Þingmenn og ráð- herrar Framsóknarflokksins hafi forgöngu um að af festu verði unnið að eflingu nýrra bú- greina, sérstalega loðdýraræktar og þeim sköpuð hliðstæð skilyrði og eru í nágranna- löndum okkar. Staðið verði að fullu við lagaá- kvæði frá 1979 um fjármagn til nýrra búgreina og hagræðingar í landbúnaði," segir í ályktun- inni. _____________________________ 4 - DAGUR - 30. mars 1982 Heimsókn í Niðursuðuverksmiöju Unnið við niðurlagningu á rækju. Myndir: áþ. Sigurður Mikaelsson: Vilja auka söluna á innanlandsmarkaðnum „Við höfum í hyggju að auka hlutdeild fyrirtækisins á innanlandsmarkaðnum,“ sagði Sigurður Mikaelsson sölustjóri K. Jónssonar og Co. þegar hann og blaða- maður Dags gengu um sali fyrirtækisins á dögunum. „Við teljum að með kynning- arstarfí megi auka neyslu fólks á vörum K. Jónssonar, og auk þess er ætlunin að koma með ýmsar nýjungar á næstu mánuðum.“ Vörukynningar á Akureyri og Reykjavík í dag framleiðir K. Jónsson gaff- albita, rækiu og kavíar til út- flutnings. A innanlandsmarkað fara sex mismunandi grænmet- istegundir og svo að sjálfsögðu gaffalbitar, rækja og kavíar, sardínur, reykt síldarflök í olíu, síldarflök í tómat og loðna með hrognum. Sigurður sagði að á síðasta ári hefði verið hafin framleiðsla á maískornum og amerískri grænmetisblöndu og í ár er stefnt að a.m.k. öðrum tveimur. Innan skamms má gera ráð fyrir að fiskbollur líti dagsins Ijós. Eigendur fyrirtækisins ákváðu á síðasta ári að gera söluátak hér innanlands og því var Sigurður ráðinn til að annast það verk og hóf hann störf um áramótin. Einnig var ákveðið að auka fjölbreytnina og hefja auglýsingaherferð. Sigurður sagði að um páskana yrði hægt að fá allar vörur K. Jónssonar í matvöruverslunum KEA á sérstöku kynningar- verði. „Við verðum einnig með vörukynningu í JL-húsinu í Reykjavík. Ég held að þar þurfi einkum og sér í lagi að kynna vöruna.“ Sigurður Mikaelsson. Setjum markið hátt „Vð setjum markið hátt og við viljum komast í nánara samband við þá, sem nú þegar selja vörur fyrirtækisins. í þessu skyni hef ég t.d. farið tvisvar til Reykja- víkur, til ísafjarðar og Sauðár- króks og innan skamms fer ég til Dalvíkur, Húsavíkur og Vest- mannaeyja. í sumar mun ég aka hringinn. Fram til þessa hefur e.t.v. ekki gefist nægur tími til að sinna þeim aðilum sem selja niðursuðuvörur frá K. Jónsson, en núásem sagt að bæta úrþví.“ Þess má geta að Sigurður er mjólkurfræðingur að mennt og hann var að lokum spurður hvernig það nám nýttist honum á nýja vinnustaðnum. Sigurður sagði að fljótt á litið mætti ætla að skyldleikinn væri lítill, en svo væri þó ekki. í námi mjólkur- fræðinga mætti finna ýmislegt sem að gagni mætti koma í niðursuðuiðnaðinum. „Mér finnst ég vera á heimavelli," sagði Sigurður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.