Dagur - 30.03.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 30.03.1982, Blaðsíða 8
Norðurljós opnar nýja verslun Norðurljós sf. á Akureyri opn- aði á dögunum verslun að Furuvöllum 13, en þar hefur fyrirtækið verið með verkstæði fram til þessa og verður svo einnig áfram. Norðurljós sf. var stofnað 1973 og eru eigendur þrír, þeir Halldór Pétursson, Tómas Sæmundsson og Birgir Antonsson. Afgreiðslu- maður í hinni nýju verslun verður Ari Jón Baldursson. Aðalstarfssvið fyrirtækisins eru almennar raflagnir í hús og skip, og viðgerðir á ýmiskomar raftækj- um og rafkerfum bifreiða. í versl- uninni kennir ýmissa grasa, og má nefna raf- og loftknúin handverk- færi, loftpressur og varahluti í raf- kerfi bifreiða og vinnuvéla. AIls starfa 17 manns hjá fyrirtækinu. Birgir Antonsson, Halldór Pétursson og Ari Jón Baldursson í nýju versluninni. Pípulagnir Annast nýlagnir, viögeröir og breytingavinnu. Bjami Jónasson, pípulagningameistarí, Ránargötu 7, sími 96-23709. Þjónusta fyrir fatlaða 1. apríl hefst þjónusta fyrir fatlaða sem ekki getað notaö almenn farartæki á Akureyri. Ekið verður mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga frá kl. 7.30-19 og þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 7.30-22, laugardaga 13-19. Beiðni um akstur þarf að berast daginn áður en aka á viðkomandi. Uppl. og tímapantanir frá kl. 13-15 í síma 24929 alla virka daga. Strætisvagnar Akureyrar. Auglýsing Fyrir páskana Höfum allt í# baksturinn um aðalskoðun bifreiða á Akureyri, Dalvík og Eyjafjarðarsýslu. Samkvæmt umferðarlögum hefir verið ákveðið að aðalskoðun bifreiða 1982 hefjist 1 . apríl nk„ og verði sem hér segir: 1. apríl A- 1 til A- 200 6. maí A-4201 til A-4400 2. apríl A- 201 tilA- 400 7. maí A-4401 til A-4600 5. apríl A- 401 tilA- 600 14. maí A-4601 til A-4800 6. apríl A- 601 tilA- 800 17. maí A-4801 tilA-5000 7. apríl A- 801 tilA-1000 18. maí A-5001 tilA-5200 13. aprfl A-1001 tilA-1200 19. maí A-5201 tÍIA-5400 14. apríl A-1201 tilA-1400 21.maí A-5401 tilA-5600 15. apríl A-1401 tilA-1600 24. mai A-5601 tilA-5800 16. apríl A-1601 tilA-1800 25. maí A-5801 tilA-6000 19. apríl A-1801 tilA-2000 26. maí A-6001 tilA-6200 20. apríl A-2001 tilA-2200 27. maí A-6201 tilA-6400 21. apríl A-2201 tilA-2400 28. maí A-6401 tilA-6600 23. apríl A-2401 til A-2600 1. júní A-6601 tilA-6800 26. apríl A-2601 tilA-2800 2. júní A-6801 tilA-7000 27. apríl A-2801 tilA-3000 3. júnf A-7001 tilA-7200 28. apríl A-3001 tilA-3200 4. júní A-7201 tilA-7400 29. apríl A-3201 til A-3400 7. júní A-7401 tilA-7600 30. apríl A-3401 til A-3600 8. júní A-7601 til A-7800 3. maí A-3601 tilA-3800 9. júní A-7801 tilA-8000 4. maí A-3801 tilA-4000 10-júní A-8001 tilA-8200 5. maí A-4001 til A-4200 11.júní A-8201 tilA-8400 Skoðun léttra bifhjóla fer fram 3. til 7. maí nk. Eigendum eða umráðamönnum bifreiða ber að koma með bifreiðar sínar að skrifstofu bifreiðaeft- irlitsins í lögreglustöðinni við Þórunnarstræti, og verður skoðun framkvæmd þar mánudaga til föstudaga kl. 08.00 til 16.00. Festivagnarog tengi- vagnar skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Skoðun bifreiða á Dalvík og nágrenni fer fram við Víkurröst, Dalvík, dagana 10.11.12. og 13. maí nk. kl. 08.00 til 16.00. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini, sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld fyrir árið 1982 séu greidd, og lög- boðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin verða greidd. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg, og í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar- innar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1981. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoð- unar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 24. mars 1982. '-&--;DAOU R - M 'mdþí-'l 9Ö2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.