Dagur - 30.03.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 30.03.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 30. mars 1982 RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Ferðir á Globe- trotters „Við höfum heyrt um talsverð- an áhuga fólks á því að fara suður og sjá þessa sniliinga, og við gerum auðvitað okkar til þess að auðvelda fólki að komast,“ sagði Gísli Jónsson hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar í samtali við Dag. Hinn heimsfrægi körfubolta- sirkus, Harlem Globetrotters, mun heimsækja ísland 19. og 20. apríl og halda tvær sýningar í Laugardalshöl. Þrátt fyrir að auö- velt muni að selja alla miða upp á svipstundu, hafa Flugleiðir og Ferðaskrifstofa Akureyrar ákveðið að hafa miða til sölu á Akureyri, og mun Ferðaskrifstofa Akureyrar annast sölu þeirra og skipuleggja ferðir þeirra sem áhuga hafa að horfa á þessa heimsfrægu snillinga. Aðsögn Gíslaeru margir mögu- leikar fyrir hendi hjá þeim sem hafa áhuga á þessu. Þeir geta farið í venjulega helgarferð til Reykja- víkur og framlengt hana síðan um einn eða tvo daga. Þá er einnig hægt að panta ferð, sjá Globe- trotters um kvöldið og koma síð- an norður aftur morguninn eftir. Harlem Globetrotters ætti að vera óþarfi að kynna. Hér eru á ferðinni óviðjafnanlegir snillingar og þaö þarf ekki áhuga á körfu- knattlcik til þess að hrífast af sýn- ingu þeirra. Framkvæmdir eru hafnar við húsgrunna í Jörvabyggð. Það var Hilmar Gíslason bæjarverkstjóri, sem reið á vaðið og fékk tæki til að grafa fyrir sig grunninn. Ekki var annað hægt að sjá en framkvæmdirnar gengu vel, enda eru vélar Norðurverks kraftmikil tæki. Mynd: áþ. Undrandi á þessum seinagangi Björn Sigurðsson, sérleyfishafi á Húsavík, hefur nú fengið staðfestingu Samgöngumála- ráðuneytisins á sérleyfinu Húsavík-Akureyri-Húsavík. Björn sagði í samtali við Dag, að enn hefðu engin svör borist um það hvort hann fengi að aka um Reykjahverfi, Mývatns- sveit, Reykjadal og Aðaldal til Húsavíkur. „Ég er ákaflega undrandi á þessum seinagangi, en þetta er leið sem enginn hef- ur sinnt fram til þessa. Fyrir nokkrum árum var sérleyfi á hluta af þessari leið. Ég vil endurvekja þetta sérleyfi og auka við það, enda er full þörf á því.“ sagði Björn. „Hamborgaraaldan“: Tommi opnar á Akureyri „Það er ákveðið að Tomma- borgarar opni á Akureyri og ég stefni að því að geta opnað við Ráðhústorgið fyrir 1. júní,“ sagði Tommi í Tommaborgur- um er Dagur ræddi við hann um helgina. Tommi sagði að samningar við Magnús Þóris- son sem hefur keypt húsnæðið sem Sport og hljóðfæra- verslun Akureyrar er til húsa, hefðu tekist, og ætti einungis eftir að hljóta samþykki við- komandi yfirvalda á Akureyri til þess að hægt yrði að opna. „Ég reikna með að þarna verði aðstaða yfir 45-50 manns, en efri hæðin verður nýtt fyrir starfs- mannaaðstöðu og snyrtingu. Það verður því engin kaffistofa á efri hæðinni eins og sumir hafa full- yrt,“ sagði Tommi. - Hvaðan færð þú það hráefni sem þú kemur til með að nota hér á Akureyri? „Tommaborgarar hafa um langt skeið verið unnir úr Norð- lensku nautakjöti sem er besta fáanlega hráefni hérlendis, og ég mun að sjálfsögðu nota það í hamborgarana á Akureyri. Brauðin, sósur og fleira í þeim dúr mun ég hinsvegar flytja frá Reykjavík. Ég hlakka mjög mikið til þess að opna á Akureyri. Hafnarfjörð- ur og Akureyri eru vinalegustu bæirnir á íslandi og ég „fíla“ það mjög vel að opna fyrir norðan,“ sagði „hamborgarakóngurinn" Tommi í Tommaborgurum að lokum. Sauðárkrókur: Samkeppni um hönn- un boknámshúss Um miöjan janúar var hleypt af stokkunum samkeppni um hönnun bóknámshúss við Fjöl- brautarskólann, en þetta hús á að verða um 3 þúsund fermetr- ar að flatarmáli,“sagði Jón Hjartarson skólameistari Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki í samtali við Dag. „Það er gert ráð fyrir því að til- lögur í þessari samkeppni hafi borist fyrir 15. apríl, ogalls veröa veitt verðlaun að upphæð 150 þús- und krónur fyrir bestu tillögurn- ar. Þar af er gert ráð fyrir því að sú tillaga sem hlýtur 1. verðlaun hljóti minnst 70 þúsund krónur. Húsið á að rísa norðan við sjúkrahúsið og verður byggt í þremur áföngum. Fyrsti áfangi verður um 1300 fermetrar, annar áfangi rúmir 800 fermetrar og þriðji áfangin tæpir 700 fermetr- ar. Þetta er mikil bygging, enda reiknað með því að þegar skólinn verði fullbyggður verði í honum rúmlega 400 nemendur." Jón sagði að verklegar fram- kvæmdir við byggingu bóknáms- hússins myndu hefjast á næsta ári, en á þessu ári yrði unnið við hönn- un hússins. „Framkvæmdahraði mun að sjálfsögðu ráðast af þeim fjárveitingum sem skólinn fær á hverju ári, en við munum reyna að koma 1. áfanga hússins í gagn- ið sem allra fyrst. Það má telja frftnæmt að Fjöl- brautaskólinn á Sauðárkróki út- skrifar nú í vor í fyrsta skipti meistara og stúdenta. Það verða 6-7 stúdentar og 13 meistarar I húsasmíði. Þá eru 180 ár liðin frá því að stúdentar voru síðast út- skrifaðir í Skagafirði, sem var að Hólum 1802,“ sagði Jón. Framboðslisti Framsóknar- flokksins á Húsavík Framboðslisti framsóknar- manna á Húsavík við bæjar- stjórnarkosningar í vor hefur verið ákveðinn, að undan- gengnu forvali meöal stuðn- ingsmanna Framsóknarflokks- ins. Listann skipa: I. Tryggvi Finnsson, forstjóri, 2. Aðalsteinn Jónasson, húsasmiður, 3. Sigurður Kr. Sigurðarson deildarstjóri, 4. Jónína Á. Hallgrímsdóttir, hús- stjórnarkennari, 5. Sigurgeir Aðal- geirsson, framkvæmdarstjóri, 6. Egill Olgeirsson, rafmagnstækni- fræðingur, 7. Jón Helgason, yfir- fiskmatsmaður, 8. Arndís Þorsteins- dóttir, bókari. 9. Sigtryggur Alberts- son, deildarstjóri, 10. Sigrún Hauks- dóttir, verkstjóri, II. Pétur Skarp- Tryggvi Finnsson AAalstcinn Jónasson héðinsson, bifreiðastjóri, 12. Hafliði Jósteinsson, verslunarmaður, 13. Árni Björn Þorvaldsson, bifvéla- virki, 14. Kristján Benidiktsson, bifreiðastjóri, 15. Hannes Karlsson, deildarstjóri, 16. Ingibjörg Magnús- dóttir, húsmóðir, 17. Aðalsteinn P. Karlsson, skipsstjóri, 18. Haraldur Gíslason, mjólkurbússtjóri. Sigurður Kr. Sigurðsson Jónína Á. Hallgrímsdóttir Sigurgeir Aðalgeirsson # Sjómenn unnu kennara Um síðustu helgi var 40 manna skákmót á Raufarhöfn og teflt var á 10 borðum. Sjómenn, sem leggja upp hjá Fiskvík, sigruðu kennara naumlega. Skákáhugi er mikili á Raufarhöfn, sem m.a. má sjá af því að skákmenn i þorpinu fengu Margeir Pét- ursson til að koma og tefla. Margeir sigraði allar sínar skákir nema tvær og hann gerði eitt jafntefli. Guðmund- ur Jónasson 11 ára og Jó- hann Þorgeirsson 15 ára sigr- uðu Margeir, en átta ára patti, Kjartan Ólafsson, gerði við hann jafntefli. S&S hefur sannfrétt að þessir ungu menn séu mjög athygiisverðir skákmenn og ekki síst Kjart- an Ólafsson. Til hamingju strákar. • Góðir tónleikar Samkór Raufarhafnar hélt tónleika á Þórshöfn fyrir skömmu og um síðustu helgi á Raufarhöfn. Tónleikarnir á Raufarhöfn voru vel heppnaðir, en þá komu rúm- lega 100 áheyrendur, og þeir munu hafa verið lítið færri á Raufarhöfn. Stjórnandi kórs- ins er Stephan Yates og Svala Stefánsdóttir syngur ein- söng. Kórinn hefur í hyggju að syngja í nágrannasveitum Raufarhafnar á næstunni. # Helgarskák- mótá Raufarhöfn Samkvæmt heimildum Dags verður helgarskákmót á Rauf- arhöfn þann 23., 24. og 25. apríl. Margir af bestu skák- mönnum þjóðarinnar munu þá tefla á Raufarhöfn. Heima- menn eru búnir að æfa sig vel í allan vetur og munu eflaust standa í meisturunum. # Engin verðlaun! Um daginn var gengist fyrir listaviku í Menntaskólanum hér i bæ. Meðal annars var samkeppni í gerð Ijóða og smásagna og var heitið ágæt- um verðlaunum fyrir bestu verkin. Þegar dómnefnd birti úrslitin kom í Ijós aö þessi „ágætu“ skrif nemenda höfðu öll verið dæmd of léleg til verðlauna. • Máltíðin á14krónur Það er svo sannarlega ódýrt að eta í einu af hinum opin- beru mötuneytum á Akureyri. S&S hefur það eftir áreiðan- legum heimildum að kjötmál- tíð í einu af þessum mötu- neytum kosti 14 krónur-segi og skrifa 14 krónur. Góð launauppbót það!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.