Dagur - 30.03.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 30.03.1982, Blaðsíða 7
„Ég er bjartsýnn á mögu- leika fyrirtækja á Akureyri“ kunna að koma hverju sinni um stóriðju. Þar þarf margt að at- huga. í fyrsta lagi mengunarmál- in. Sé ástæða til að ætla að fyrir- tæki sé hættulegt umhverfi sínu þá á það ekki rétt á sér. Bæði sérstæð veðurfarsskilyrði og að Eyjafjarðarsvæðið er gott land- búnaðarhérað gera það að verk- um að hér má ekki hætta á neitt varðandi mengunarmál. Athuga þarf hvaða félagsleg röskun get- ur hlotist af slíkum stórfram- kvæmdum. og stóriðju. Séu menn sannfærðir um neikvæð félagsleg áhrif, skal ekki ráðist í framkvæmdir. Þetta ræðst veru- lega af stærð hugsanlegs fyrir- tækis. Athuga þarf arðsemi fyrirtækisins. Það er enginn akk- ur í því að reisa verksmiðjur, sem fyrirsjáanlegt er að reknar verða með tapi og geta þar af leiðandi ekki greitt opinber gjöld svo nokkru nemi, eða það verð sem við þurfum að fá fyrir raforku. Þannig mætti lengi telja þau atriði sem athuga þarf áður en endanleg afstaða er tekin. - En ef við takmörkum spurninguna við álver við Eyja- fjörð? - Ég hef ekki látið sannfærast um að álver fullnægi sumum þeim skilyrðum sem ég tali upp áðan. Meðan svo er, hlýt ég að vera andvígur áformum um byggingu þess. Þeir, sem hér vilja reisa stóriðju, verða að sanna að fyrirtækið fullnægi þeim kröfum sem íbúar svæðis- ins gera. Mikilvægt að ná endum saman í gatnagerðinni - Að atvinnumálunum slepptum, hvað finnst þér helst að betur megi fara í bæjarlífinu? - Það er margt sem betur má fara, en margt hefur líka verið vel gert. Ég legg mikla áherslu á lifandi umhverfi, útivistarsvæði, græna bletti. Staðir eins og Lystigarðurinn og Kjarnaskógur eru ákaflega mikils virði. Svipuð svæði mættu vera fleiri. Við þurfum líka að gera það sem hægt er til að lífga upp á bæjar- lífið, styðja eins og hægt er við bakið á þeim samtökum, sem helga sig menningarmálum. Það er líka ákaflega mikilvægt að við náum endum saman í gatna- gerðinni, þannig að íbúar í ný- jum hverfum þurfi ekki að bíða árum sman eftir því að gengið sé frá götum. Svona má lengi telja en aðalatriðið er að við getum aflað fjármagns til þess að geta framkvæmt þessa hluti. Þegar einkaframtakið tekur „Kveldúlfssprett“ - Oft heyrist sú gagnrýni að Samvinnuhreyfingin sé of stór - veitt u.þ.b. eitt þúsund manns vinnu. A Akureyri eru nú sútað- ar um 60% af þeim gærum sem til falla árlega. Ef við fengjum áfram hlutdeild í fullvinnslu á flíkum þá gæti SÍS veitt um 600 manns atvinnu við hana, en nú starfa um 160 til 170 manns við fullvinnsluna. Ég gæti haldið áfram á þessari braut og nefnt fleiri fyrirtæki sem ég veit að hafa mikla vaxtarmöguleika, og ég hef þá trú að þessi fyrirtæki komi til með að vaxa þegar þau fá að njóta réttlætis, eins og ég sagði hér á undan. Mönnum er gjarnt að gleyma því sem er til staðar Mönnum er alltaf gjarnt á að stara á ný fyrirtæki, og gleyma þá gjarnan að hlúa að því sem þegar er til staðar. Allar svona hugmyndir þarf að skoða vand- lega. Það verður að fara í gegn- um þetta lið fyrir lið, reyna að reikna sig út úr dæminu, reyna að finna arðbært fyrirtæki sem getur hagnast og skapað mann- eskjulegt umhverfi og þar með aukið á hagsæld þeirra sem á svæðinu búa. Margt sem þarf að athuga þegar stóriðju ber á góma - Hver er afstaða þín til stór- iðju? - Ég get ekki leyft mér þann „munað“ að segja að ég sé með eða á móti stóriðju. Orðið stór- iðja innifelur marga möguleika. Það verður að taka afstöðu til þeirra hugmynda sem fram Nauðsynlegt að skapa fleiri störf á nætu árum að hún sé ríki í ríkinu og þá sér- staklega hérna á Akureyri. Er Samvinnuhreyfingin orðin of öflug hér á Akureyri að þínu mati? - Þetta er auðveld spurning og til við henni einfalt svar. Svarið er nei. Samvinnuhreyf- ingin hefur staðið fyrir viðamik- illi uppbyggingu á Eyjafjarðar- svæðinu, hefur stuðlað að jöfn- uði lífskjara. Eitt af einkennum | Samvinnuhreyfingarinnar er það að fjármagnið helst þar sem það skapast og hvar halda menn að Akureyrarbær væri staddur | ef Samvinnuhreyfingin væri ekki eins öflug og raun ber vitni á þessu svæði? Það má benda á mörg dæmi þess hér á Norður- | landi að einkaframtakið hefur | tekið „Kveldúlfssprett“ suður yfir heiðar þegar illa hefur gengið. Hefðu Verksmiðjur SÍS verið í einkaeign er ég hræddur um að þær hefðu verið lagðar niður, eða fluttar, þegar illa hef- ur gengið. Það má auðvitað gagnrýna Samvinnuhreyfinguna fyrir margt og ég skal vera síð- astur manna til að segja að þar sé ekki margt sem betur má fara. En hún er í eðli sínu lýðræðis- lega uppbyggð, og vilji menn hafa áhrif á rekstur hennar geta þeir það. Vilja ekki lofa meiru en hægt er að standa við - Hvaö er það sem skilur þá flokka að, sem starfa í bæjar- stjórn Akureyrar, eru ekki allir að starfa að hinu sama: Betri bæ - og nota til þess sömu aðferðir? - Ég efast ekki um það að þeir sem bjóða sig fram til bæjar- stjórnar vilja allir „betri bæ“. Aftur á móti er nokkur munur á því hvernig menn hugsa sér þennan „betri bæ“, þ.e. á hvað menn leggja áherslu. Einn flokkurinn vill t.d. stórminnka félagslega þjónustu á meðan annar vill auka hana. En e.t.v. er aðalmunurinn fólginn í að- ferðinni sem flokkarnir hafa reynt að lofa ekki meiru en þeir geta staðið við. Aðrir flokkar hafa birt óskalista í stað stefnu- skrár, en slík vinnubrögð eru forkastanleg. Það verður að gera kjósendum það ljóst að all- ar framkvæmdir kosta nokkuð og við munum í þessari kosn- ingabaráttu, eins og alltaf áður, vera raunhæfir og segja ekki meira en við getum staðið við. - Hvernig leggjast svo kosn- ingarnar í þig? Gerir þú ráð fyrir að verða kjörinn í bæjarstjórn? - Kosningarnar leggjast vel í mig. Framsóknarmenn hljóta að bæta miklu við sig, en hvort það verða eitt eða tvö sæti sem þeir vinna er of snemmt að segja nokkuð um. Ég er ekki í nokkr- um vafa um að það væri Akur- eyrarbæ fyrir bestu að það sætu fimm Framsóknarmenn í bæjar- stjórn á næsta kjörtímabili. FIMM NATTA VORFERÐ TIL Beint þotuflug frá Akureyri (með viðkomu í fríhöfninni) Brottför: 27. apríl kl. 09.00 - Heimkoma: 2. maí kl. 24.00 Gisting: Clifton Ford Hotel, afbragðsstaðsetning, öll herbergi með baði og litasjónvarpi - Fararstjóri: Pétur Jósefsson. Möguleikar á skoðunarferðum, knattspyrnuleikjum, söngleikjum, leikhúsmiðum o.s.frv. FA-kjör: - Eftirstöðvar á 3 mánuðum FA-Sími 25000 30. mars 1982 - DAGUR - 7 6 - DAGUR - 30. mars 1982 — Rætt við Jón Sigurðarson sem skipar 5. sætið á lista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor Jón Sigurðarson frá Ysta-Felli í Köldukinn í S-Þingeyjarsýslu, er fæddur 12. mars 1952. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri 1968 til 1972, lauk námi í fyrrihluta efnaverkfræði frá Háskóla íslands 1974 og efnaverkfræðiprófi frá Danmarks Ingenör Aka- demi, með rekstrarhagfræði sem valsvið íjanúar 1977. Jón hóf störf hjá Plasteinangrun hf. í mars 1977, þá við undirbúning á framleiðslu á netahringjum og trollkúlum, var fram- kvæmdastjóri Plasteinangrunar í júní 1977 og gegndi því starfi þar til í mars 1980, er hann varð aðstoðarverksmiðjustjóri á Skinnaverksmiðjunni Iðunni og starfar nú sem einn af að- stoðarframkvæmdastjórum Iðnaðardeildar SÍS og ber ábyrgð á skinnaiðnaði. Jón er kvæntur Sigríði Svönu Pétursdóttur frá Reykjavík og eiga þau þrjú börn. Ég hef áhuga á stjórnmálum - Hvers vegna býður þú þig fram fyrir Framsóknarflokkinn? - Svona spurningum eru menn vanir aö svara: „Vegna fjölda áskorana." - Vissulega varð all-stór hópur manna til þess að hvetja mig til að gefa kost á mér. Það hefði ég þó aldrei gert nema vegna þess að ég hef mikinn áhuga á stjórn- málum, eða m.ö.o. á lífinu í kringum mig. Vonandi get ég látið citthvað gott af mér leiða með þessu brölti. Alltof margir einskorða sína pólitísku um- ræðu viö eldhúsið heima hjá sér. - Telur þú eðlilegt að einn af stjórnendum stórfyrirtækis í bænum sé í framboði? Hefur þú tíma til að sinna þessu hvoru tveggja svo að vel sé? - Báðum þessum spurning- um svara ég játandi. Fyrir það fyrsta þá breytir starf manns engu um hans lýðræðislegu rétt- indi. Þaö gerist æ algengara er- lendis a.m.k. að stjórnendur fyrirtæk ja taka þátt í stjórnmál- um. í Svíþjóð, til að mynda, er mikil umræða um ágæti þessa. Forsvarsmenn fyrirtækja hafa verið ákaflega duglegir að gagn- rýna stjórnmálamenn fyrir lítinn skilning á þörfum atvinnulífsins, en þessir sömu menn hafa lítið gert til þess að bæta úr því sem að þeirra mati er ábótavant í stjórnmálum. I lýðræðisþjóðfé- lagi ber þeim, sem að vilja breyt- ingar, að taka þátt í hinni póli- tísku umræðu. Engu verður breytt með því að hver nöldri í sínu horni. Það er mikið talað um „reynsluheim" á síðustu tímum. Ég er viss um að starfs- reynsla mín kemur mér að veru- legu gagni við að taka afstöðu til hinna ýmsu mála, þá sérstaklega atvinnumálanna. - Telur þú þar með að atvinnumálin séu mál málanna fyrir Akureyringa í dag? - Já. Þaðerdökktframundan í atvinnumálum þessa byggðar- lags ef ekki verða sköpuð fleiri störf hér á næstu árum. Alltof mörg fyrirtæki hér í bænum, hafa lapið dauðann úr skel að undanförnu. Þau hafa þess vegna ekki getað fjárfest og þar með ekki aukið framleiðslu sína. Ef skoðaðar eru mannafla- spár er Ijóst, að ef ekki verður vöxtur í atvinnu á Akureyri, þá kemur hér til atvinnuleysis eða brottflutnings á næstu árum. - Hefur þú einhverja „patent“ lausn á þessum málum? - Nei. Það hefur enginn maður, en ég legg aðaláherslu á að þeim fyrirtækjum, sem fyrir eru í bænum, verði gert kleift að byggja sig upp. Akureyri er mikill iðnaðarbær. Óréttlátur rekstrargrundvöllur iðnaðar hefur því bitnað illa á þessu bæjarfélagi. Ég er bjartsýnn á að það hljóti að verða breyting á þessu fljót- lega. Ég gæti talið upp allmörg fyrirtæki hér í bæ, sem gætu auk- ið starfsemi sína verulega ef þau fá að njóta réttláts rekstrar- grundvallar og ef lát verður á verðbólgunni. Hægt að margfalda útflutningsverðmætið - Getur þú nefnt mér dæmi? - Auðvitað get ég nefnt dæmi, máli mínu til stuðnings og af því að mér er málið skylt, þá nefni ég skinnaiðnað lands- manna. A hverju ári falla til um 900 þúsund gærur hér á landi, af þeim eru aðeins um 200 þúsund fullunnar sem fataskinn, en af- gangurinn er seldur hálfunninn á erlenda markaði. Við getum leikið okkur að töl- Kaupfélagsstjórar fjölmenntu í Sútunarverksmiðju SÍS sl. föstudag og skoðuðu verksmiðjuna. Hér má sjá þrjá þeirra með Jóni Sigurðarsyni og eru þeir að skoða gærur. F.v. Jörundur Ragnarsson kaupfélagsstjóri á Vopnafirði, Þorsteinn Sveinsson kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum, Olafur Friðriks- son kaupfélagsstjóri á Kópaskeri og Jón Sigurðarson. um í þessu sambandi. Útflutn- milljónir dollara, en ef við hefð- ingsverðmæti skinnavöru var á síðasta ári um 15 milljónir doll- ara. Ef allar íslenskar gærur hefðu verið fullsútaðar hefði út- flutningsverðmætið verið um 25 um stigið skrefi lengra og gert þessar gærur allar að tískuvör- um þá hefði útflutningsverð- mæti þessarar iðngreinar getað orðið á bilinu 55 til 60 milljónir dollara. Þetta útflutningsverðmæti sem nálgast það að vera helm- ingur þess sem álbræðsla gæti flutt út, en fjárfestingarkostn- aður á bak við hvert starf í Mynd: áþ. skinnaiðnaði er aðeins tíundi hluti þess sem hann er í ál- bræðslu. Skinnaiðnaður lands- manna veitir í dag um 230 manns atvinnu, en ef þessi draumur rætist gæti umræddur iðnaður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.