Dagur - 15.04.1982, Page 1

Dagur - 15.04.1982, Page 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fimmtudagur 15. aprfl 1982 40. tölublað Gekk með hluta af loftnetsstöna í höfðinu í 3 mánuði Mynd: K.G.A. Stöngin var um 10 cm á lengd og úr trefjagleri. Þeir eru líklega ekki margir sem geta sagt þá sögu, að hafa gengið með hluta af loftnetsstöng í höfðinu í þrjá mánuði - án þess að hafa hugmynd um það. Furðu- legt slys sem Eyjólfur Ágústsson, ungur Akureyr- ingur, lenti í er sennilega al- gjört einsdæmi og jafnframt má telja undur og stór- merki, að ekki skyldi verr hafa hlotist af. Eyjólfur varð fyrir því óhappi að velta snjósleða ofarlega í Glerárgili á nýárs- dag. Nákvæmlega þremur mánuðum síðar var fjarlægð- ur um 10 sentimetra bútur af loftnetsstöng, sem var á sleð- anum, út úr höfði hans. Hafði stöngin lent upp í nef hans og gengið nær beint inn í höfuð- ið, án þess þó að skadda mikil- væg líffæri, sem heita má furðulegt. Á blaðsíðu 5 er viðtal við Eyjólf um þessa lífsreynslu hans. Þar er einnig viðtal við Eirík Sveinsson lækni, sem fjarlægði stangarhlutann úr höfði Eyjólfs. Sjábls-5. Mynd: K.G.A. Híbýli h.f. skilaði fyrsta hluta verkmenntaskólans fokheldum fyrir páska. VERKMENNTASKÓLINN: Fyrsti áfanginn orðinn fokheldur Fyrsti áfangi verkmennta- skólans nýja er nú nánast fok- heldur. Fljótlega verður smíði innréttinga boðin út og er gert ráð fyrir að smíði þeirra Ijúki um miðjan ágúst. í haust er svo ráðgert að Iðnskólinn starfræki í þessu húsnæði tvær grunn- deildir málmiðna og eina fram- haldsdeild. Híbýli h.f. átti lægsta tilboð í 1. áfangann og var tilboði fyrirtækis- ins tekið. Verkið hófst 28. sept- ember í fyrra, en strax í byrjun október lögðust framkvæmdir niður í um mánaðartíma vegna mikillar snjókomu. Slæmur kafli kom aftur í desember, en eftir áramótin hefur verið hægt að vinna flesta daga við uppbyggingu hússins og er það nú nánast fokhelt, eins og áður sagði. Bygginganefnd skólans hefur gert áætlanir um að uppbyggingu skólans verði skipt í 6-8 bygging- aráfanga. Hins vegar er nú ljóst, að fjárveitingar til skólans á þessu ári nægja ekki til að ljúka við 1. áfanga með búnaði. Bæjarráð hefur gefið heimild til að útvegað verði lánsfé til að ijúka við áfang- ann. Að öllu óbreyttu verður því ekki hægt að byrja á neinum fram- kvæmdum við 2. áfanga í ár. Að sögn Magnúsar Garðars- sonar starfsmanns bygginga- nefndar verkmenntaskólans á Akureyri, mun taka 15-20 ár að ljúka uppbyggingu skólans, ef fjárveitingar til hans verða af sömu stærðargráðu á næstu árum og þær voru í ár. Hann sagði að þörfin væri hins vegar mikil fyrir þennan skóla, á sama tíma og kröfur um verkkunnáttu og hag- kvæmni aukast stöðugt. Góð verkmenntun væri undirstaða blómlegt atvinnulífs og tryggði búsetu og það öryggi sem allir vildu að stefnt væri að. Hann sagði að skólinn þyrfti að vera til- búinn innan 6-8 ára ef vel ætti að vera. Verður kanínu- rækl leyfð á Akureyri? Verður kanínurækt á Akur- eyri? Svo getur farið en tveir Akureyringar hafa sent bæjar- yfirvöldum fyrirspurn hvort þeir megi koma upp kanínu- rækt að Óseyri 18. Bæjarráð hefur vísað erindinu til bygg- inganefndar. Það voru þeir Bjarni Ólafsson og Þráinn Stefánsson, sem sendu bæjaryfirvöldum fyrirspurnina. Aðspurður sagði Bjarni að þeir félagar vildu gjarnan fá svar frá bæjaryfirvölduom um hvort þeir mættu hefja svona starfsemi í um- ræddu húsi. Ef svarið yrði jákvætt, sagði Bjarni að þeir myndu líklega kaupa húsið. Tvær tegundir af kanínum hafa komið til álita. í fyrsta lagi eru það angórukanínur, en þær eru rúnar rétt eins og ær. Hin tegund- in nýtist öllu betur. Af henni er hirt skinn og kjöt, sem notað er til manneldis. hver veit nema kan- ínukjöt verði á hvers manns borði eftir nokkra mánuði. Trillusjómenn við Eyjafjörð: Vilja netaveiðibann í Eyjafirði — hafa sent sjávarútvegsráðuneytinu undirskriftarskjal þess efnis Góð aflabrögð voru hjá trillu- bátum í gær, sem gera út á línu frá Akureyri. Afli þeirra var sáralítill fyrstu þrjá mánuði ársins, en rétt fyrir páska glæddist hann skyndilega og greinilegt að þorskganga hafði komið inn á fjörð. Veiðar máttu hefjast á hádegi í fyrra- dag, eftir þorskveiðibann um páska, og aflinn virðist ætla að verða góður. Dagur greindi frá því rétt fyrir páska, að afli línubátanna væri farinn að glæðast. Þessi frétt mun ekki hafa fallið í góðan jarðveg hjá þeim sem línuveiðarnar stunda, því reynsla þeirra er sú, að um leið og fréttist af góðum afla inni á firði komi floti netabáta og leggi net sín á hefðbundnar línuslóðir og hindri þannig veiðar hjá trillukörlunum. Munu það vera upp í 30-40 tonna bátar, sem koma þannig alveg inn að bryggj- um til að leggja net sín. Safnað hefur verið undirskrift- um meðal trillusjómanna við Eyjafjörð sem stunda línuveiðar, þar sem farið er fram á það við sjávarútvegsráðuneytið, að það banni netaveiðar innst í Eyjafirði. Undirskriftarskjalið hefur verið sent ráðuneytinu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.