Dagur - 13.07.1982, Side 1

Dagur - 13.07.1982, Side 1
GULLKEÐJURv 8 K. OG 14 K. ALLAR LENGDIR VERÐ FRÁ KR. 234.00 GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI min 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 13. júlí 1982 74. tölublað Glæsilegt landsmót á Vindheimamelum „Við erum alveg í sjöunda himni með hvernig til tókst og við urðum ekki varir við annað en að fólk væri yfirleitt mjög ánægt,“ sagði Guðmundur Ó. Guðmundsson en hann átti sæti í mótsstjórn Landsmóts hest- manna sem haldið var á Vind- heimamelum í Skagafirði um helgina. „Okkur telst svo til um að um 10 þús. manns hafi verið hér þegar flest var en það var á sunnudag- inn„ sagði Guðmundur. „Þrátt ðtolið úr tjaldi Tveir danskir ferðamenn urðu fyrir óheppilegri heimsókn í tjald sitt á tjaldstæðinu á Akur- eyri í fyrrinótt. Þeir höfðu yfirgefið tjaldið ein- hverja stund, og þegar þeir komu í það aftur kom í Ijós að bakpokar þeirra beggja voru horfnir. I öðrum pokanum var 8mm kvik- myndatökuvél og eitthvað af filmum, og auðvitað voru í pok- unum ýmsir persónulegir munir eigendanna sem þeim þykir sárt að missa. Tjaldstæðisvörðurinn á Akur- eyri bað Dag um að koma því á framfæri, og vildi sérstaklega biðja fólk um að veita upplýsingar ef það rækist á unglinga sem hefðu einhverja hluti í fórum sín- um sem hugsanlega gætu verið tengdir þessu máli. Akureyrar- bær mal- biki flug- völlinn Flugmálastjórn hefur sent bæjarstjórn Akureyrar erindi þess efnis, að Akureyrarbær sjái um lagningu malbiks á lengingu Akureyrarflugvallar. Ekki hafa enn verið teknar upp viðræður milli aðila, en þær munu hefjast á næstunni. Bæjarritari sagði að að sjálfsögðu væri Akur- eyrarbær tilbúinn til að leggja malbik á flugvöllinn, en tryggingu þyrfti að fá fyrir endurgreiðslu frá flugmálastjórn. Mál þetta mun allt skýrast á næstunni, er teknar verða upp viðræður milli aðila. fyrir þennan fjölda komu engin stóróhöpp fyrir og það er al- mannarómur að öll framkvæmd mótsins hafi tekist mjög vel, það er ekki bara um að ræða ánægju hjá okkur sjálfum sem að mótinu stóðum.“ Guðmundur sagði að fram- koma mótsgesta hefði verið til mikillar fyrirmyndar og svæðið var snyrtilegt bæði á mótssvæðinu og tjaldstæðum er mótinu lauk. Þá var vel gengið um snyrtingar og mannvirki öll. Ölvun var nokk- ur eins og vænta mátti, aðallega á kvöldin og á nóttunni og einhverj- ar ryskingar, en ekki skapaðist vandræðaástand vegna þess. Þegar við ræddum við Guð- mund í gær var hann enn staddur á Vindheimamelum. Hann sagði að mikil vinna væri framundan við að taka niður mannvirki’. Fj'ar- lægja þarf byggingar sem sérstak- lega voru settar upp vegna móts- ins og um 7 km langar girðingar þurfa að fjarlægjast þegar allir hestar verða farnir af svæðinu. Guðmundur tjáði okkur í gær að nær allir aðkomuhestar væru enn á svæðinu, en fóru að langmestu leyti í gær og í dag. Það er full ástæða til þess að óska aðstandendum mótsins til hamingju með sérlega góða framkvæmd. Það er meira fyrir- tæki en margan grunar að halda svona mót, en fólk var yfirleitt sammála um að sérlega vel hefði tekist og allur undirbúningur og framkvæmd hefði verið þeim er að stóðu til mikiis sóma. Sjá bls: 6-7. Frá landsmóti hestamanna um helgina. Léttisfélagar á Akureyri í hópreið. Hin nýji togari Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga, Stakfell, eða Þórshafnartogarinn öðru nafni, er nú í Reykjavíkurhöfn, en ■ fyrstu veiðiferð skipsins kom í Ijós vanstilling á spilút- búnaði skipsins. Orðið mun hafa vart við van- stillingu í spilinu þegar það var reynt úti í Noregi, og talið að um óhreinindi væri að ræða sem myndi jafnast, sem reyndist svo ekki vera. Norsku seljendurnir sem ábyrgð bera á þessum van- köntum ákváðu síðan að skipinu skyldi siglt til Reykjavíkur, þar sem þeir munu freista þess að koma spilinu í lag. „Norðmennirnir eru ekki búnir að skila skipinu enn, þeir eru að gera það klárt frá sinni hendi,“ sagði Þórólfur Gíslason, kaup- félagsstjóri á Þórshöfn og stjórn- armaður í útgerðarfélaginu í við- tali við Dag. Hann kvaðst von- góður um að skipið kæmist til veiða einhvern næstu daga, en það er tilbúið á veiðar að öðru Íeyti en hvað varðar spilið. Víkurskarðsvegur: Framkvæmdir töfðust vegna ósamkomulags við landeiganda Framkvæmdir munu nú vera að hefjast af fullum krafti við Vík- urskarð, en samkvæmt áætlun hefðu framkvæmdir átt að hefj- ast í maí. Verkið hefur tafíst sökum þess að bóndi einn í Fnjóskadal var ekki alveg sátt- ur við vegarstæðið, sem var að stórum hluta á hans jörð. Samkvæmt áætlun á að undir- byggja veginn alla leið; ýta upp vegstæðinu. Þá er eftir að setja á burðarlag, en reiknað með að geta hleypt umferð á veginn í vet- ur í neyðartilvikum - loki snjóflóð t.d. veginum um Dalsmynni. „ Við sóttum um leyfi til hrepps- nefndar, en fengum ekki leyfi fyrir þeirri línu sem við töldum að best væri að fara, sökum þess að einn landeigandinn í Fnjóskadal var á móti þessari línu þar eð hún fer að hluta yfir hans land. Hreppsnefndin treysti sér ekki til að mæla með þessari línu þvert ofan í skoðanir þessa landeig- anda,“ sagði Guðmundur Svaf- arsson, verkfræðingur Vega- gerðarinnar. Þar eð ekki fékkst samþykki hreppsnefndarinnar var ekki önn- ur ieið fær, en áð senda Skipulagi ríkisins málið til afgreiðslu og nú er rúm vika síðan ráðherra stað- festi skipulagið. Þá er liðið um hálft ár frá því að málið var sent Skipulagi ríkisins til staðfesting- ar. „Ef vel hefði átt að vera hefð- um við hafið verkið í maí,“ sagði Guðmundur, „en við höfum verið að semja við landeigendur sam- kvæmt þessari nýju línu sem lögð hefur verið til grundvallar, og nú getum við farið að hefja verkið af fullum krafti." Landeigandinn sem ekki gat sæst við upphaflega áætlun, vildi sem minnst um málið segja. „Það er nú orðið samkomulag um þetta,“ sagði hann. Séð yfir Víkurskarð til austurs. Ljósmynd: óþ.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.