Dagur - 13.07.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 13.07.1982, Blaðsíða 7
Glæsilegustu kynbóta- hross landsins sýnd Níunda landsmót Landssam- bands hestamannafélaga og Búnaðarfélags íslands var haldið á Vindheimamelum í Skagafirði 7.-11. júlí. Talið er að aldrei hafi annað eins gæð- ingaúrval verið samankomið á einum stað og á þessu móti og kom í Ijós að árangur af þrot- lausu ræktunarstarfi hefur skil- að sér í betri og fallegri hrossum. Stóðhestar 6 vetra og eldri f flokki stóðhesta 6 vetra og eldri voru sýndir 14 hestar og hlutu þeir allir 1. verðlaun. Efstur varð Leistur 960 frá Álftagerði í Skagafirði eign Hrossaræktarsambands Skagfirð- inga. Leistur hlaut einkunnina 8.31 og er undan Eldingu 3820 frá Kýr- holti og Fák 807 frá Akureyri. f öðru sæti varð Hervar 963 frá Sauðárkróki um með einkunnina 8.05 og í þriðja sæti varð Eiðfaxi 958 frá Stykkis- hólmi með einkunnina 8.04. Stóðhestar 4ra vetra í þeim flokki voru aðeins þrír hestar. Efstur varð Höður 954 frá Hvoli í Ölfusi. Höður hlaut einkunnina 8.06 og er undan Púmu 4255 frá Arabæ og Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði í Eyjafirði og fannst mörgum sem þeir Hryssur 4ra vetra í þessum flokki kom fram hæst verð- launaða hryssa mótsins en það var Þrá 5478 frá Hólum í Hjaltadal. Þrá er jörp, undan Þætti 722 frá Kirkju- bæ og Þernu 4394 frá Kolkuósi. Eig- andi Þráar er Kynbótabúið að Hólum. Þrá hlaut einkunnina 8.48. í öðru sæti varð einnig hryssa undan Þætti 722, Djörfung 5483 frá Keldu- Tveir hestar kepptu að því marki að vinna til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi og náðu báðir þeim áfanga. Þetta voru þeir Hrafn 802 frá Holts- múla og Þáttur 722 frá Kirkjubæ. f dómsorði um Hrafn segir m.a.: „Reiðhestskostir eru ótvíræðir, vilj- inn ákveðinn og mikill en lundin heldur þung, en traust og hrekklaus. Heillandi og glæsileg framganga með reisn og lyftingu í öllu fasi einkenna afkvæmi Hrafns 802 fram yfir flest annað sem hér þekkist. Hrafn er gæðingafaðir og hlýtur 1. heiðurs- verðlaun, meðaleinkunn 8.19 stig.“ Penni 702 fékk 1. verðlaun fyrir afkvæmi og er hér með þau. Magni Kjartansson situr Penna, lengst til hægri. Um Þátt 722 segir: „Lundin er líf- leg og auðsveip, alveg hrekklaus, viljinn sækinn, þjáll en misjafnlega snarpur. Gangurinn er fremur fjöl- hæfur, hreinn, rúmur og fallegur. Þáttur 722 gefur falleg og góð reið- hross og hlýtur 1. heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, 8.17 stig.“ Dómur til heiðursverðlauna byggist á 12 af- kvæmum. Aðeins einn hestur, Sörli 653, hafði áður hlotið heiðursverð- laun. Stóðhestar með afkvæmum Tíu hestar voru dæmdir með af- kvæmum og hlutu þeir allir 1. verð- laun. Efstur var Ófeigur 818 frá Hvanneyri með einkunnina 8.12. í öðru sæti varð Penni 702 frá Árgerði með einkunnina 8.09. Eigandi Penna er Magni Kjartansson bóndi í Árgerði í Eyjafirði en þar hefur Penni verið notaður nær eingöngu og því ekki fengið eins mörg tækifæri og aðrir stóðhestar sem hafa verið not- aðir vítt og breitt um landið. Árang- ur Penna er því mun glæsilegri en ella. í þriðja sæti varð Kolbakur 730 frá Gufunesi með einkunnina 8.04 og jafn honum varð Fákur 807 frá Akureyri, eign Hrossaræktarfélags Skagfirðinga. með einkunnina 8.27 en hann er eign Sveins Guðmundssonar á Sauðár- króki. Hervar er undan Blossa 800 frá Sauðárkróki og Hervör 4647 frá Sauðárkróki. f þriðjasæti varðFreyr 931 frá Akureyri með einkunnina 8.23, eigandi Þorsteinn Jónsson Ak- ureyri. Freyr er undan Svip 385 og Báru 4418 frá Ákureyri. Stóðhestar 5 vetra í þessum flokki komu fimm hestar til dóms. Efsturvarð rauðblesótturfoli, Mergur 961 frá Syðra Skörðugili í Skagafirði, eigandi Einar E. Gísla- son bóndi þar. Mergur hlaut eink- unnina 8.10, en vegna smæðar fær hann ekki fyrstu verðlaun viður- kennd. Mergur er ekki nema 1.39 m á hæð á herðakamb en þarf að vera minnst 1.40 m. í 2. sæti varð Feykir 962 gráblesóttur frá Hafsteinsstöð- sæju nýjan Náttfara áferðinni. Hinir hestarnir voru Vinur 953 frá Kot- laugum og Hólmi 959 frá Stykkis- hólmi. Hryssur með afkvæmum Níu hryssur mættu til dóms með af- kvæmi og hlutu þær allar 1. verð- laun. Efst þeirra varð Hrafnhetta 3791 frá Sauðárkróki, brúnskjótt. Eigandi er Guðmundur Sveinsson. Hrafnhetta hlaut einkunnina 8.06. Hún er undan Eyfirðingi 654 og Síðu 2794. í öðru sæti varð Árna-Skjóna 4436 frá Jódísarstöðum í Eyjafirði, eigandi er Árni Sigurðsson Hösk- uldsstöðum. f þriðja sæti varð Fluga 3103 frá Sauðárkróki, brún, eigandi Sveinn Guðmundsson. Hryssur 6 vetra og eldri Alls mættu 37 hryssur til dóms í þess- um flokki, sem var hinn stærsti í kyn- bótasýningunni og hlutu þær allar 1. verðlaun. Efst í þessum flokki varð Perla 4889 frá Kaðalstöðum í Borg- arfirði og hlaut hún einkunnina 8.30. Eigandi Perlu er Bragi Andrésson en faðir hennar er Ófeigur 818 frá Hvanneyri og móðir Skjóna 4077 frá Kaðalstöðum. Þess má geta að Perla hlaut 10 fyrir vilja og hefur aðeins ein hryssa áður hlotið þá einkunn. f öðru sæti varð Sera 5017 frá Eyjólfsstöð- um á Völlum. Sera hlaut einkunnina 8.28. í þriðja sæti varð Svala 4633 frá Glæsibæ í Skagafirði 8.26. í fjórða sæti varð Elding 5225 frá Hólum í Hjaltadal með einkunnina 8.25 og í fimmta sæti varð Elding 4595 frá Höskuldsstöðum í Eyjafirði með einkunnina 8.19. dal í Skagafirði, jarpblesótt. Eigandi er Leifur Þórarinsson bóndi Keldu- dal. Djörfunghlaut einkunnina 8.08. f þriðja sæti varð Litla-Kolla 5413 frá Jaðri 2 S.-Múlasýslu. Hún hlaut einkunnina 8.07. Auk hinnar venjulegu sýningar á stóðhestum og hryssum sem öllum bar saman um að hefði verið óvenju glæsileg, komu fram sýningarhross sem kynning frá 6 hrossaræktarbú- um á landinu. Þessi bú voru: Fjalla- blesafélagið, Kynbótabúið Hólum, frá Laugvetningum, Skeifufélagið, Skuggafélagið og frá Sveini Guð- mundssyni og fjölskyldu á Sauðár- króki. Þarna var aðeins um sýningu að ræða en engir dómar voru felldir nema að áhorfendur dæmdu sjálfir og mynduðu sér sínar skoðanir. A-flokkur gæðinga 77 gæðingar frá hinum ýmsu hesta- mannafélögum á landinu voru mætt- ir til leiks í A-flokki og í forkeppni sem fram fór á fimmtudag voru 10 efstu hestarnir valdir úr og kepptu þeir til úrslita á sunnudaginn, þar sem dómnefnd raðaði þeim í sæti frá 1-10. Á fimmtudeginum fór einnig fram viljaprófun þar sem einn og sami maður kom á bak öllum hestun- um og er vægt til orða tekið að störf hans hafi verið umdeilanleg. Hlutskarpastur í flokki alhliða gæðinga varð Eldjárn, rauður frá Hvassafelli í Eyjafirði, faðir Náttfari 776, móðir Rós frá Hvassafelli en faðir hennar var Penni 702 frá Ár- gerði. Eigandi Eldjárns er Ásbjörn Valgeirsson Akureyri en knapi Al- bert Jónsson Garðshomi. Sigurður Snæbjörnsson heldur í hryssuna Árna-Skjónu, en hún fékk 1. verð- laun fyrír afkvæmi. Hryssur 5 vetra í þessum flokki mættu 11 hryssur til dóms. Efst varð Hátíð 5218 frá Vatnsleysu í Skagafirði, eigandi Vatnsleysubúið og hlaut hún eink- unnina 8.25. Hátíð er undan Sleipni 785 frá Ásgeirsbrekku og Veru 4235 frá sama stað. f öðru sæti varð Ösp 5454 frá Sauðárkróki með einkunn- ina 8.19. í þriðja sæti varð Hylling 5089 frá Kirkjubæ með einkunnina 8.16. f öðru sæti varð Fjölnir, brúnn frá Kvíabekk í Ólafsfirði. Eigandi og knapi Tómas Ragnarsson Reykja- vík. f þriðja sæti varð Sókron, brúnn frá Sunnuhvoli í Skagafirði, knapi og eigandi Ingimar Ingimarsson, Hól- um Hjaltadal. Þess má einnig geta að Ingimar hlaut knapaverðlaun mótsins. B-flokkur gæðinga f flokki klárhesta með tölti varð sig- urvegari Hrímnir frá Hrafnagili í Eyjafirði. Hrímnir er grár, faðir Mósi frá Hrafnagili og móðir Steinka 3848. Eigandi og knapi Björn Sveinsson Varmalæk í Skagafirði. í örðu sæti varð Vængur, rauðskjóttur frá Kirkjubæ, eigandi og knapi Jó- hann Friðriksson Reykjavík. í þriðja sæti varð Goði, jarpur frá Ey V.- Landeyjum. Eigandi og knapi Jó- hannes Elíasson. Kappreiðar Kappreiðarnar em alltaf sá hluti hestamannamótanna sem draga að sér flesta áhorfendur og á Vind- heimamelum voru margir af fræg- ustu kappreiðahestum landsins mættir til leiks. í 150 metra skeiði sigraði Torfi frá Hjarðarhaga í Skagafirði á 14.7 sek. Eigandi Torfa er Hörður G. Alberts- son en knapi Sigurbjörn Bárðarson. f öðru sæti varð Fjölnir frá Kvíabekk Ólafsfirði, knapi og eigandi Tómas Ragnarsson. í 250 metra skeiði sigraði Villingur á 22.5 sek. Eigandi Hörður G. Al- bertsson, knapi Aðalsteinn Aðal- steinsson. Annar varð Börkur frá Kvíabekk í Ólafsfirði á23.2. Eigandi Ragnar Tómasson, knapi Tómas Ragnarsson. f þriðja sæti varð Sproti frá Torfastöðum á 23.7 sek. Eigandi Hallgrímur Hallgrímsson Akranesi, knapi Reynir Aðalsteinsson. í 300 metra brokki, sem er ný keppnisgrein hér á Norðurlandi, sigraði Fengur frá Ysta-Hvammi í Aðaldal á 31.0 sek. Eigandi Hörður G. Albertsson en knapi Sigurbjörn Bárðarson. Númer tvö varð Svarri frá Vífilsdal, eigandi María Eyþórs- dóttir, knapi Marteinn Valdimars- son. Svarri fékk tímann 34.0 sek. í þriðja sæti varð Burst frá Bursta- brekku í Ólafsfirði, eigandi Andrés Kristinsson Kvíabekk en knapi Rögnvaldur Sigurðsson Kvíabekk, tíminn var 34.7 sek. í 250 m unghrossahlaupi sigraði Hylling frá Nýjabæ í Borgarfirði á 17.7 sek, sem er aðeins einu sek- úndubroti frá gildandi íslandsmeti. Eigandi er Jóhannes Þ. Jónsson og knapi Jón Ó. Jóhannesson. í öðru sæti varð Örn frá Uxahrygg á 17.9 sek, eigandi er Hörður G. Alberts- son og knapi María D. Þórarinsdótt- ir. í þriðja sæti á sama tíma varð Loftur frá Álftagerði, eigandi Jón Ingimarsson Flugumýri og knapi Jósafat Jónsson. í 350 metra stökki sigraði Spóla úr Dalasýslu á 24.2 sek, eigandi Hörður Þ. Harðarson, knapi María D. Þór- arinsdóttir. í öðru sæti varð Örvar frá Hjaltastöðum í Skagafirði á 24.5 sek. Eigendur eru Róbert Jónsson og Halldór Guðmundsson Reykja- vík en knapi Anna D. Markúsdóttir Borgarnesi. í þriðja sæti varð Sindri frá Ármóti Landeyjum á 24.8 sek, eigandi Jóhannes Þ. Jónsson, knapi Jón Ó. Jóhannesson. Að lokum eru það úrslitin í 800 metra stökki. Þar varð hlutskarpast- ur Cesar frá Björgum í Eyjafirði á 58.1 sek. Eigandi er Herbert Ólason Króksstöðum en knapi var Baldvin Guðlaugsson. í öðru sæti varð Leó frá Nýjabæ á 58.4. Eigandi er Baldur Baldursson en knapi Jón Ó. Jóhann- esson. í þriðja sæti varð svo Þróttur frá Miklabæ í Skagafirði á 59.5 sek. Eigandi Þróttar er Sigurbjörn Bárð- arson, knapi María D. Þórarinsdótt- ir. Ennfremur var á þessu Landsmóti unglingakeppni og tilrauna Evrópu- keppni en 9 þjóðir áttu þar keppend- ur og kepptu tveir frá hverri þjóð. Báðar þessar keppnir virtust vera hornreka á þessu móti enda dagskrá mótsins umfangsmikil fyrir. 6 - DAGUR -13. júlí 1982 Fylgst með dagskránni á laugardaginn. Fimmti stærsti kaup- staður landsins reis upp úr engu Yfir 10.000 manns voru staddir á Vindheimamelum um helgina og má því með réttu segja áð þar hafi risið fimmti stærsti kaupstaður landsins upp úr engu og horfið jafnskjótt aftur. Það má nærri geta að mannlífið var með fjölbreyttasta móti, enda ægði þar öllu saman, harðsvíruðum hestamönnum og óhörðnuðum unglingum, túrhestum og reiðhestum, dreifbýlingum og þéttbýling- um, konum og börnum en allir áttu það þó sameiginlegt að vera þar komin til þess að skoða fallega hesta og fjöl- breytt mannlíf og skemmta sér. Og enginn var svikinn um það. Til leiks voru mættir allir glæsi- legustu gæðingar og slyngustu hestamenn landsins og segja fróðir menn að aldrei hafi annað eins gæðingaval verið saman komið á einum stað á íslandi. Ekki er ólíklegt að margir hafi fyllst þjóðlegu stolti við að sjá goðumlíka ævintýrahesta þjóta á fljúgandi tölti eftir Vindheima- velli. Og ekki voru þeir sviknir um fjölskrúðugt og fjörugt mannlíf sem eftir því sóttust. Endalaus röð tjalda af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum stóð á slétt- um bökkum Svartár og bílar af öllum landshornum snigluðust um mótsvæðið í löngum lestum. í hestagirðingunum biðu nokkur þúsund hestar eigenda sinna á meðan aðrir höfðu eigendaskipti í þar til gerðri rétt. Á daginn undi fólk sér við að fylgjast með því sem fram fór á vellinum, liggjandi í notalegri brekkunni en þegar kvöldaði var tekið til við að skemmta sér á hinn margvísleg- asta hátt og linntu sumir ekki lát- um fyrr en undir morgun/ Sumir undu sér á kvöldvökum á föstu- dags- og laugardagskvöld en aðrir skelltu sér á böll sem nóg var af í nágrenninu og var þar oftast þröng á þingi. Aðrir sátu heima í tjaldbúðum og glöddust þar með vinum yfir glasi. Og stemmningin var ósvikin. Alls staðar glumdi söngurinn. Heilir kórar kyrjuðu sums staðar ættjarðarlögin gömlu svo undurblítt að hjörtu manna fylltust angurværum hátíðleik, enn annars staðar var gutlað á gítar, Guttavísur og bítlalögin. Einn dansaði um svæðið með gríðarstórt segulbandstæki um hálsinn og stjórnaði almennum dansi af röggsemi en annar gekk um í fráhnepptri skyrtunni og bauðst til að rota menn fyrir brennivín. Ástin blómstraði í skagfirsku sumarnóttinni og yljaði mörgum unglingnum í annars hráslagalegu veðri. Skagfirskar heimasætur sáust hverfa út í nótt- ina með hrossakaupmönnum úr Reykjavík eða bændasonum af Suðurlandsundirlendinu en á öðr- um stað voru spengilegar kyn- bótahryssur leiddar undir lands- fræga stóðhesta. Hvar sem litið var réð algleymið ríkjum og þó svo ungir og vaskir menn reyndu með sér endrum og sinnum og hlytu glóðarauga eða fingurbrot gat það ekki talist annað en sjálf- sagt og í samræmi við allt annað. Þegar morgnaði aftur tók að færast ró yfir hetjur næturinnar en Á sunnudagskvöldið, í þann mund sem flestir voru að taka saman hafurtaskið og hverfa hver til síns heima, hitti blaða- maður Dags Björn Sigurðsson lögregluþjón, sem starfaði sem yfirmaður lögreglunnar á mót- inu og spurði hann hvernig löggæslan hefði gengið. „Ég held mér sé óhætt að segja að þetta hafi allt gengið stórslysa- laust og reyndar mun betur en við höfðum nokkurn tíma búist við. Hér hefur risið einn af stærstu bæjum landsins á þessum tíma og ég get varla sagt að hér hafi skap- ast meiri vandræði sem lögreglan þarf að hafa afskipti af heldur en gerist í bæjum með svipaða íbúa- tölu um helgar. Þessi bær hefur náttúrlega þá sérstöðu að hingað kemur fólk að stórum hluta til að skemmta sér og það hafa komið upp vandamál sem ævinlega fylgja áfengisdrykkju, ryskingar o.þ.h., en mun minna en við gerð- um ráð fyrir.“ - Nú hafið þið verið með ridd- aralögreglu. Hvernig hefur það gefist? „Já, við ákváðum fyrir þetta mót að gera tilraun með að endur- hinir sem stilltu gleði sinni í hóf skriðu fram úr tjöldum sínum, fengu sér árbít og héldu á vit vall- arins til að fylgjast með dag- skránni. vekja þann sið að hafa lögreglu- mann á hestbaki. Lögreglan í Reykjavík var, eftir gömlum myndum að dæma, oft ríðandi. Niðurstaða okkar er sú að hestur- inn sé afskaplega heppilegt sam- göngutæki fyrir lögreglumenn á svona samkomum. Riddaralög- reglan hefur verið afar fljót í för- um og hefur það komið sér vel í þessari hægu bílaumferð. Þeir björguðu manni upp úr ánni hérna og hafa á ýmsan annan hátt sannað ágæti sitt, auk þess sem fólki hefur þótt þetta skemmtileg nýbreytni. - Var ölvun meiri en þið áttuð von á? „Nei, hún var það ekki og menn hafa verið afskaplega rólegir með áfenginu. Það hefur mikið verið sungið og yfirleitt hafa menn ein- beitt sér að því að skemmta sér. Þegar blaðamaður Dags yfirgaf svæðið voru margir lagðir af stað heim, kappreiðunum var að ljúka og áhorfendum fækkaði óðfluga. Á einstaka stað mátti enn heyra í söngmönnum og mátti þar greina að brestur var kominn í raddir margra eftir allan sönginn. Veðr- ið var eins og það gerist fegurst og Skagafjörður brosti. Riddaralög- reglan fljót í förum 13. júlí 1982- DAGUR -7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.