Dagur - 13.07.1982, Blaðsíða 8
Aðalfundur
Dagsprents hf.
verður haldinn í Strandgötu 31, Akureyri miðviku
daginn 28. júlí 1982 kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Óskað verður eftir heimild til aukningar á hlutafé.
Stjórnin.
Coop
Niðursoðið
grænmeti
margar tegundir
Grunnvöruverð
Atvinna
Fóstrur, kennara, þroskaþjálfa og fleira starfs-
fólk vantar til starfa við dagvistir Akureyrar frá
1. sept. ’82. Umsóknarfrestur til 15. ágúst '82.
Umsóknareyðublöð á Félagsmálastofnun Akur-
eyrar, Strandgötu 19b, sími 25880.
Ath. Fyrri umsóknir falla úr gildi, verði þær ekki
endurnýjaðar fyrir þann tíma.
Dagvistarfulltrúi.
H l#l IDKS"t/DJI Bei JETCI
AHlUKEiY
Félagsstarf aldraðra
Farið verður í dagsferð um Mývatnssveit þriðju-
daginn 20. júlí nk. Vanir leiðsögumenn verða með.
Veitingar verða í Reynihllið. Þátttökugjald kr. 80.-.
Þátttaka tilkynnist í síma 25880, Félagsmálastofn-
un, kl. 9-12fyrirmánudaginn 19. júlí.
Félagsmálastofnun Akureyrar.
AKUREYRARBÆR
Félagsmálastofnun
Akureyrar
Umsóknir um dvöl barna á skóladagheimilið
Brekkukot veturinn ’82-’83 þurfa að berast fyrir
15. ágúst 1982.
Dagvistarfulltrúi.
Starfsmenn endurhæfingastöðvarínnar, fv.: Vilhjálmur Ingi, María og Hösk-
uldur.
End u rhæf i ngarstöð i n
hefur tekið til starfa
Þann 2. júlí síðastliðinn tók
formlega til starfa á Akureyri
Endurhæfingarstöðin sf., sem
er til húsa að Glerárgötu 20, 2.
hæð.
Þar starfa þau María Hrólfs-
dóttir, Höskuldur Höskuldsson
sjúkraþjálfari og Vilhjálmur Ingi
Arnason sjúkranuddari. Trúnað-
arlæknir stöðvarinnar er Halldór
Halldórsson læknir. í Endurhæf-
ingarstöðinni fer fram almenn
sjúkraþjálfun og er tekið á móti
sjúklingum samkvæmt tilvísun
lækna. Sjúkrasamlög og Trygg-
ingastofnun ríkisins taka þátt í
meðhöndlunarkostnaði.
Það eru nokkur nýmæli að
rekstur af þessu tagi sé á vegum
einkaaðila; fremur hefur verið um
að ræða ýmis félagasamtök, t.d.
Sjálfsbjörg og fleiri og í tengslum
við opinbera heilbrigðisþjónustu.
Mjög mikið hefur verið að gera í
Endurhæfingarstöðinni sf. strax
frá byrjun.
Frá stofnfundi ferðafélagsins, á Jónsmessunótt ■ fyrra.
Ferðafélagið Hörgur:
Endurbyggja Baugasel
Það var á Jónsmessunótt í
fyrra, að stofnað var ferða-
félagið Hörgur. Stofnfundur-
inn fór fram á nokkuð óvenju-
legum stað, af slíkum fundi að
vera, nefnilega að Baugaseli í
Barkárdal.
Félagar í ferðafélaginu mættu
aftur í Baugasel á Jónsmessumótt
nú í ár, þar sem var góðra vina
fundur á góðri stund. Skemmtu
félagar sér við sögur, ljóð og söng,
frá fornri tíð í Baugaseli. Og þar
er yngri kynslóðin á marga full-
trúa í félaginu var farið í hina
ýmsu leiki. Að sjálfsögðu var
drukkið kaffi og snætt með því -
og á boðstólum var mysa handa
þeim er hana vildu.
Baugasel er gamalt eyðibýli
sem má muna sinn fífil fegri, og í
sumar hyggjast ferðafélagar gera
endurbætur á bænum, og er það
nokkuð mikið verk er bíður
þeirra. Mun það að mestu verða
unnið í sjálfboðavinnu, auk þess
sem félagið hefur leitað til
nokkurra aðila eftir fjárstyrk, og
hefur verið brugðist vel við.
í fyrri viku gekk Bjarni Guð-
leifsson, formaður félagsins, við
annan mann Hólamannaleið hina
fornu. „Þessi leið hefur ekki verið
gengin oft á undanförnum árum,“
sagði Bjarni ístuttu spjalli. „Leið-
in liggur upp úr Barkárdal, upp á
Barkárjökul, gegnum Hóla-
mannaskarð og upp á Tungna-
fellsjökul, þar sem við gistum í
skála sem settur var upp í vetur, á
vegum ferðafélags Svarfdæla.
Síðan héldum við áfram niður að
Hólum. En þar eð var dimm þoka
þennan dag hugðumst við bíða
uns létti, en af bví varð ekki þann-
ig að við urðum of seinir á hátíða-
höldin að Hólum. Þessi leið er í
allt tíu tíma gangur - við vorum
fimm tíma upp að skálanum á
Tungnafellsjökli, og fimm tíma
niður að Hólum.“
Gönguferðir voru margar
farnar á vegum félagsins í fyrra,
auk þess bílferðir. Pá hélt féíagið
kvöldvöku sem var vel sótt. Síð-
astliðinn vetur voru farnar nokkr-
ar skíðaferðir, en ekki voru þær
sérlega vel sóttar. í sumar mun
starfið verða með svipuðu sniði,
auk þess sem farið verður í reið-
túra.
Félagar í Ferðafélaginu Hörgur
eru alls um 80 talsins, og auk
Bjarna formanns eru í stjórn þeir
Guðmundur Skúlason á Staðar-
bakka, gjaldkeri, og ívar Ólafs-
son í Gerði, er ritari
8 - ÐAGUR - YQ:júlít982