Dagur - 13.07.1982, Qupperneq 3
Enn ein sýning á
„Jóa“ á Akureyri
— og síðan verður leikritið sýnt á Ólafsfirði, Siglufirði,
Hofsósi, Sauðárkróki og víðar á Norðurlandi
Enn dræm
veiði í
Laxá
„Þetta er afskaplega lítið að
batna, og það eru ekki komnir
nema um 260 laxar á land
ennþá,“ sagði Helga ráðskona í
veiðihúsinu á Laxamýri í Aðal-
dal er við ræddum við hana í
gær.
Helga sagði að veiðimenn
segðu að nægur fiskur væri í ánni,
það gengur bara ekki að fá hann
til að taka almennilega. „Ég held
að „hollið" sem mest hefur fengið
£ sumar, hafi farið með 57 laxa en í
fyrra veiddi eitt „hollið“ hér um
200 laxa um þetta leyti. En þetta
er vænn fiskur sem kemur upp,
einn 21 punda hefur komið,
tveir 20 punda og einn 19 punda
svo dæmi séu nefnd,“ sagði
Helga.
Auður
oddviti í
Saurbæjar-
hreppi
Auður Eiríksdóttir, bóndi að
Hleiðargarði í Saurbæjarhreppi í
Eyjafirði, var kosin oddviti
hreppsnefndar í framhaldi af
hreppsnefndar kosningunum 27.
júní s.l. Hún er fyrsta konan til að
gegna þessu embætti í Saurbæjar-
hreppi. Auk bústarfa hefur Auð-
ur unnið sem kennari við barna-
skólann í hreppnum.
„Við höfum sýnt „Jóa“ sjö
sinnum á Akureyri og undir-
tektir hafa verið geysilega
góðar. Áttunda sýningin verð-
ur í kvöld (þriðjudag) og verð-
ur það síðasta sýningin á Akur-
eyri,“ sagði Þorsteinn Gunn-
arsson hjá Leikfélagi Reykja-
víkur í stuttu spalli við Dag.
„Jói“ var frumsýndur hjá Leik-
félaginu í Iðnó í haust og sýningar
í Reykjavík urðu 70 talsins, og
ávallt var leikið fyrir fullu húsi.
Leikritið, sem er eftir Kjartan
Ragnarsson, fjallar um vangefinn
pilt í fjölskyldu, sem verður fyrir
því áfalli, að móðir hansfellurfrá,
en hún hafði ávallt reynst honum
best allra. Við fráfall hennar
vakna ýmsar spurningar, eins og
hverjum standi það næst að s'inna
honum öðrum fremur og gæta
hans.
Leikritið er blanda af alvöru og
gríni, eins og gjarnan er í verkum
Kjartans. Leikritið er því bæði
skemmtilegt og vekur um leið til
umhugsunar.
Titilhlutverkið er í höndum
ungs leikara, Jóhanns Sigurðs-
sonar, systur Jóa og mág leika
Hanna María Karlsdóttir og Sig-
urður Karlsson, en með önnur
hlutverk fara Guðmundur
Pálsson, Porsteinn Gunnarsson,
Elva Gísladóttir og Jón Hjartar-
son. Kjartan Ragnarsson er leik-
stjóri og leikmynd gerði Steinþór
Sigurðsson.
Leikritið verður sýnt á Ólafs-
firði annað kvöld og vildi Þor-
steinn Gunnarsson hvetja Dalvík-
inga og Hríseyinga til að sjá þá
sýningu. Á fimmtudag verður
sýnt á Siglufirði, á Hofsósi á föstu-
dag, Sauðárkróki á laugardag, í
Miðgarði á sunnudag og á
Blönduósi á mánudagskvöld.
Alltaf tilbúnir me%tiýjungar
Nú gildir það...
einn, tveir og þrír
Fyrir útileguna
Nýkomnar tjalddýnur.
Kælibox af ýmsum gerðum og
stærðum. Og auðvitað tjöld,
svefnpokar og bakpokar.
Allt til að grilla
Eigum margar tegundir af grillum
einnig grillkol og -olíu.
Teppi
frá kr. 90 pr m .
Það er ekki nauðsynlegt að sökkva
í teppin upp að hné. Við eigum mjög
góð teppi á aðeins kr. 90 fermetrann.
Barberteppi
á kr. 190
og auðvitað ef þú vilt hafa það
sérstaklega vandað þá eigum við
glæsilegt úrval af hinum
heimsþekktu World Carpets
gólfteppum.
Teppahreinsarar, teppasjampó,
forstofudreglar. Teppadeild.
fyrír dömurnar
kjólar, sumarlitir, blússur, pils, buxur.
Sumarkápurnar fást hjá okkur.
I svefnherbergið
tvíbreið lök með teygju.
Sængurverasett á 391.50.
Rúmteppi á einbreið rúm.
&
Stoltaf
garðinum?
Við eigum garðverkfærin,
sláttuvélar, garðslöngur,
slöngustativ og slöngutengi.
Járn- og glervörudeild.
Tekur þú myndir?
Tökum á móti öllum filmum til
framköllunar. Myndavélar í úrvali,
Kodak og Agfa filmur.
Sportvörudeild.
Filmumóttaka
í Hrísalundi 5,
Tökum á móti öllum filmum til
framköllunar. Sparið sporin og látið
filmurnar í framköllun hjá okkur.
Vöruhús KEA, Hrísalundi 5,
neðri hæð.
Gluggatjaldaefni
Eigum gott úrval gluggatjaldaefna
60-300 sm breið.
Fyrir hagsýnar
í ódýra standinum okkar finnur þú
gallabuxur á kr. 95, einnig peysur og
barnafatnað á einstaklega góðu verði
Vefnaðárvörudeild.
tS.'jÚti 1982 - DAGUR - 3