Dagur - 13.07.1982, Blaðsíða 9
t
Slór-
sigur
Þórsí
Borgar-
nesi
Þórsarar náðu í tvö dýrmæt
stig í 2. deUd íslandsmótsins í
knattspyrnu um helgina, er
þeir léku gegn Skallagrími í
Borgarnesi.
Leikið var á lélegum malar-
velli, og í fyrri hálfleik var leik-
urinn jafn. Mikið þóf var lengst
af í þessum hálfleik, en staðan
að honum loknum var 2:0 Þór í
vil.
í síðari hálfleiknum kom vel í
ljós, hvort liðið var sterkara,
Þórsarar tóku þá öli völd í sínar
hendur og komust í 4:0. Loka-
tölurnar urðu 5:1 Þór í vil, en
mörk Þórs skoruðu Óskar
Gunnarsson 2, Örn Guðmunds-
son, Bjarni Sveinbjörnsson og
Hafþór Helgason eitt hver.
Tveir aðrir leikir fóru fram um
helgina, Reynir frá Sandgerði
sigraði Þrótt 1:0 á Neskaups-
stað, og í Njarðvík unnu heima-
menn sigur2:l gegn Einherjafrá
Vopnafirði.
Jón Þór Gunnarsson.
Saab — Toyota golfmótið:
Jón Þór
hafði
mikla
yfirburði
Akureyrarmeistarinn í golfi,
Jón Þór Gunnarsson, fékk
litla keppni í SAAB-TOY-
OTA golfkeppninni sem fram
fór á Jaðarsvellinum á Akur-
eyri um helgina. Þetta var
opið mót og leiknar 36 holur á
laugardag og sunnudag en
þátttaka kylfinga úr öðrum
golfklúbbum en Golfklúbbi
Akureyrar var fremur slæm.
Jón Þór lék 36 holurnar á 154
höggum. í öðru sæti varð Sverrir
Þorvaldsson GA á 167 högggum
og Þórhallur Pálsson GA varð í
þriðja sæti á 172 höggum.
Þá voru veitt verðlaun fyrir
þann sem var næstur holu í einu
höggi. Fyrri daginn var Sigurður
H. Ringsted næstur holu á 4.
braut, 2.09 m og síðari daginn
varð Jónas Kristjánsson GR
næstur holu á 6. braut, 5.47
metra.
Nú tekur hvert stórmótið við
af öðru hjá Golfklúbbi Akureyr-
ar. Á miðvikudaginn hefst Ak-
ureyrarmótið, en það er 72 holu
flokkakeppni, sem lýkur á laug-
ardag. Reyndar hefst á miðviku-
daginn meistarakeppni Golf-
klúbbanna hjá öllum golfklúbb-
um landsins og verður því mikið
um að vera.
Þá styttist í stærsta mótið hjá
Golfklúbbi Akureyrar, en það
er hin árlega Jaðarskeppni sem
nú fer fram um verslunarmanna-
helgina. Jaðarskeppnin er nú
eitt af fjórum stigamótum sem
gefa 10 efstu mönnum stig til
landsliðsins og er öruggt að allir
bestu kylfingar landsins munu
þá heimsækja Jaðarsvöllinn og
berjast um landsliðsstigin.
Framkvæmdir á svæði KA
„Það er ekki hægt að segja
annað en það sé mikill hugur í
okkur KA-mönnum og við
höfum mikinn áhuga á því að
vinna vel á svæði félagsins í
sumar,“ sagði Stefán Gunn-
laugsson er við ræddum við
hann á dögunum, en Stefán er
formaður Vallarnefndar fé-
lagsins.
Eins og flestir vita var í fyrra
lokið við að tyrfa völl félagsins í
Lundarhverfi. Við spurðum
Stefán hvernig til hefði tekist
með það.
„Ég held, að sé óhætt að
segja að það hafi tekist ágæt-
lega. Þó kom völlurinn nokkuð
skemmdur undan vetri en við
höfum sáð í hann í sumar og
hann verður orðinn ágætur áður
en langt um líður. Hinsvegareru
aðalframkvæmdir okkar á vall-
arsvæðinu um þessar mundir við
að girða svæðið af. Við urðum
fyrir talsverðum átroðningi fólks
inn á svæðið, sérstaklega að
vestanverðu og erum nú að loka
þar með girðingu. Þá er fyrir-
hugað að girða einnig að
norðanverðu og sunnanverðu í
sumar. Við treystum svo á það
að fólk taki tillit til þess að við
erum með svæði sem er á við-
kvæmu stigi, og sýni okkur þá
tillitssemi að fara ekki þar út á.“
- Hvað um aðrar fram-
kvæmdir á svæðinu í sumar?
„Við munum hefja undirbún-
ingsvinnu við annan grasvöll
sem kemur fýrir austan malar-
völlinn og eins grassvæði austan
við grasvöllinn. Þá erum við að
ganga frá upphækkuðum kanti á
milli grasvallarins og malarvall-
arins og tökum síðan kantinn
fyrir norðan grasvöllinn með-
fram Þingvallarsvæðinu á sama
hátt. M.a. ætlum við að setja þar
niður trjáplöntur.“
- Er þetta allt unnið í sjálf-
boðavinnu?
„Nei ekki er það nú. Við verð-
um í sumar með nokkra fasta
starfsmenn á svæðinu, tveir
verða á launum hjá KA, einn
fullorðinn mann leggur bærinn
til og síðan tvo pilta úr Vinnu-
skóla bæjarins. Fyrst við erum
farnir að minnast á framlag
bæjarins vil ég geta þess að sam-
starfið við bæinn hefur verið
mjög gott og bærinn hefur lagt
okkur til efni og verið hjálplegur
á ýmsan annan hátt. Þá hefur
aðalstjórn KA einnig stutt mjög
vel við bakið á okkur.“
- En hvernig gengur að fá
KA-félaga til að mæta í sjálf-
boðavinnu?
„Það gekk mjög vel í fyrra.
Við munum einnig í sumar leita
til okkar félaga og ég vonast til
að undirtektir verði jafn góðar
og þá og menn leggist á eitt um
að koma því í framkvæmd á
svæðinu sem fyrirhugað er.“
- Hvernig verða mannvirki á
svæðinu þegar það verður full-
búið?
“Þá verðum við með tvo gras-
velli, einn malarvöll og einnig
minna grassvæði þar sem hægt
verður að leika handknattleik
t.d. Þá er svæðið utanmeð gras-
vellinum sem kominn er, undir-
byggt með það í huga að byggja
þar upp hlaupabrautir. Búnings-
aðstöðu höfum við svo í Lundar-
skóla og þar höfum við einnig
ágætis félagsaðstöðu til funda
o.þ.h."
- Hvernig fjármagnið þið all-
ar þessar framkvæmdir?
„ Við fáum styrki frá ríki og bæ
sem er visst hlutfall af kostnaði.
Ef við reiknum með að vinna í
sumar fyrir 400 þúsund þá nema
þessir styrkir 230 þúsundum.
Afganginn fjármögnum við síð-
an með samskotum, sjálf-
boðavinnu og lánum.“
Svæði KA ■ Lundarhverfí.
t3ijúlí1982 ~ ÐAGUR-9