Dagur - 16.07.1982, Qupperneq 5
Þeir eru fjórir. Heldur orðnir
stærri en svo að þeir geti talist
krúttlegir, en samt skemmti-
lega snubbóttir. Æðarungar.
Mamma dólar hjá með heim-
spekilega rólegu yfirbragði,
vökul augu hennar hafa nánar
gætur á öllu. Ungarnir eru
áhyggjulausir - ennþá - og eru
í baði. Auðvitað löngu búnir
að læra að synda. Og þá er að
snúa sér að öðrum hagnýtum
viðfangsefnum, eins og því að
læra að ná í eitthvað að éta.
Svona þetta venjuiega, sem
við þurfum víst öll að læra.
Reyndar má draga í efa að
einhver sanngirni sé í því að
okkur sé dúndrað í heiminn af
einhverjum fyrirbærum, sem
við höfum ekki glóru um hver
eru og svo er þess krafist að
við björgum okkur sjálf. Ein-
hver myndi kalla þetta tilætl-
unarsemi.
En það er víst lítið við þessu
að gera. Affarasælast að sætta
sig við orðinn hlut og byrja að
púla, hvort sem er við að hafa
með naumindum ofan í sig, eða
að byggja sem allra stærst hús og
fitna í kapp við kransæðina.
Meðan við höfum áhyggjur af
offitu, hafa sumir áhyggjur af
undarlegu fyrirbæri, sem glittir í
uppi á fjörukambinum. Fyrir-
bæri, sem hreyfist, hægt og svo
furðulega ógnvekjandi, að jafn-
vel óharðnaður æðarungi verður
hræddur. Og það furðulega er,
að sumir hlutar þessa fyrirbæris
hreyfast hraðar en aðrir hlutar
þess. Eitthvað sem sveiflast læ-
víslega eins og refsivöndur . . .
Æðarkollur verða smeykar og
jafnvel hetjan hún mamma þorir
ekki nær landi en nemur einum
metra. Sér enga glóru í tilgangs-
lausu stríði. Hann kemur nær,
svo hægt að það er eins og að
horfa á litla vísinn á klukkunni.
Stekkur skyndilega, en snar-
stansar á steini, sem stendur upp
úr sjónum og honum finnst alltaf
jafn grátlega fáránlegt að vatnið
skuli vera blautt. Svo snýr hann
við, upp í fjöruna aftur, hvar
hann leggst á vömbina og lygnir
augum. Þykist vera klókur og
ætlast til að lítt þenkjandi æðar-
ungar skondri í áhyggjuleysi upp
í fjöruna. Þolinmæðin - þolin-
mæðin . . .
— —
&$%***' , rr •.. "
.. " .... .......• < Jto-«*'
—vfc-
>■•
- - ■ '
.
. samt skemmtilega snubbóttir ,
Fjórar myndir
úr fjönuini
Þolinmæði já, sumir þurfa sko
meira en meðalskammt af henni
til að þreyja af lífið. Þeir sem eru
svo jarðbundnir að þeir geta
ekki hreyft sig um millimetra. í
fúlustu alvöru - þeir eru grónir
fastir við jörðina. Svo fetta þeir
sig og bretta til að geta verið í
sólbaði allan daginn. Það var þá
sá rétti til að vera sólarfrík!
Úr sumum verða aldrei nýtir
einstaklingar. Þeir sitja allan
daginn og góna út í loftið eins og
þeir lifi á því. Þeim dettur ekki í
hug að hreyfa svo mikið sem
fjöður til að ná í eitthvað að éta.
Það er svo sem þeirra mál, svo
fremi sem þeir fara ekki að láta
aðra vinna fyrir sér. Þá væri nú
ástandið orðið bágborið. Engu
líkara en þessi fjandi þykist vera
listafugl eða eitthvað álíka gáfu-
legtLFurðulegt, hann sést aldrei
éta á daginn, en samt er hann í
hinum ágætustu holdum. Það
skyldi þó aldrei vera, að hann
væri á ferli á nóttunni? Ja, það
væri eftir öðru, stórfurðuleg
fyrirbæri, sumir þessir andskot-
ar. Þeir halda sjálfsagt að stór-
kostlegt viskuljós þeirra lýsi upp
myrkur næturinnar.
Betur að satt væri. Betur að
einhver gæti lýst í þessu kolniða-
myrkri tilverunnar. Svartsýnn
ég? Nei, hafðu það heldur raun-
sýnn. Jæja, það er kannski ekki
alveg svona bölvað, ég viður-
kenni það svo sem . . . En ég vil
meina að það sé ekki síst að
þakka furðufuglunum, sem við
fárumst sem mest yfir. Það hvað
þeir eru sérstakir, það sérstakir
að við lítum tvisvar á þá ef við
mætum þeim, litar tilveruna.
Því segi ég og takið undir:
Lengi lifi bullukollar!
K.G.A.
Myndir
. . . stórkostlegt viskuljós . . .
Og
textí
K.G.A.
. til að vera sóiarfrík.
. . . eins og refsivöndur . . .
16. júlí 1982 - DAGUR - 5
*■" l t I ; • * - • i »w '.V « t t k - • * I