Dagur - 16.07.1982, Side 7

Dagur - 16.07.1982, Side 7
„Við étum óheyrilega mikið miðað við „venjulega44 menn“ langt árabil stundað íþróttir og náð langt. Enn stundar hann golf af kappi og er í hópi þeirra bestu á Akureyri. Nú, ekki má gleyma bræðrum þeirra. Hjörtur, sem er þeirra elstur, er margreyndur landsliðsmaður í lyftingum og frjálsum íþróttum, Alfreð fastamaður í íslenska handknattleikslandsliðinu og Gunnar státar af því að vera kominn í landslið okkar bæði í handknattleik og knattspyrnu. Tvíburarnir eru yngstir af bræðrunum í fjölskyldunni, en eiga eina yngri systur. Og þeir voru 12 ára, þegar þeir fóru fyrst á æfingu, þar sem menn voru að takast á við lóð. Hjörtur bróðir þeirra veitti þeim fyrstu tilsögnina. „Við vorum mest í því til að byrja með að horfa á og fylgjast með, en auðvitað vildum við líka fá að lyfta. Þess vegna feng- um við lóð, sem við máttum spreyta okkur á, en Hjörtur gætti þess vel, að það væru ekki nema svona 25 kg, sem við lyft- um í einu. Ég man eftir því, að hann þurfti einu sinni að bregða sér frá, og þá setti ég 5 kg í við- bót á lóðin. Ég fékk heldur betur reiðilesturinn, þegar hann kom rtil baka,“ segir Garðar. „Kastað út“ - Og fyrsta mótið var sögulegt, var það ekki? „Jú, ogekki síst áðurenmótið sjálft hófst. Þetta var unghnga- meistaramót íslands í kraftlyft- ingum í Reykjavík og eins og venja er, voru keppendur vigt- aðir fyrir keppnina. Það var búið að vigta Gylfa, og síðan var kall- að á Garðar Gíslason til vigtun- ar. Ég kom þarna sakleysið upp- málað og ætlaði að stíga á vigt- ina, en þá var mér sagt, að það væri búið að vigta mig og mér var hreinlega hent út. Ég gafst ekki upp og fór inn aftur, og áður en þeir gátu hent mér út, tókst mér að stynja upp, að ég væri tvíburi, og þeir væru bara búnir að vigta hinn tvíburann, sem væri alveg eins.“ Borða ekki hvað sem er - Hafið þið góða matarlyst? „Við brennum geysilega miklu á æfingum og léttumstiá venjulegri æfingu um 2-3- kg. Það er því alveg augljóst, að við þurfum að borða mikið, en við Ég býð þeim sæti, og að því loknu verð ég að spyrja þá, hvor sé hvor. Þeir eru nefni- lega tvíburar, Garðar og Gylfi Gíslasynir, og það er ekki fyrir hvern sem er að þekkja þá í sundur. Þeir segja til sín og brosa varla, eru greinilega vanir því, að fólk þekki þá ekki í sundur. Tvíburarnir Garðar og Gylfi eru 19 ára að aldri, og eru þegar komnir í fremstu röð lyftinga- manna á ísiandi og í allra fremstu röð unglinga á Norður- Iöndum. Báðir eru þeir um 1,75 m á hæð og vega um 90 kg. Þeir hafa þó ekki alltaf verið mjög miklir um sig, þegar þeir komu í heiminn tveimur mánuðum fyrir tímann, voru þeir ekki nema 8,5 merkur samtals. En ég spyr þá fyrst, hvort það hafi ekki margt skemmtilegt gerst sökum þess, hversu líkir þeir eru, og það er Garðar, sem svarar. „Plötuðum ömmu“ „Þeir sem umgangast okkur mikið þekkja okkur allir í sundur, en við höfum platað ýmsa samt sem áður. Þegar við vorum smápollar, átti amma okkar heima í næsta húsi, og henni gekk erfiðlega að þekkja hvor var hvor. Ég fór einu sinni til hennar, og hún gaf mér epli og appelsínu, og bað mig að taka annan skammt fyrir Gylfa. Ég át þetta auðvitað allt sjálfur, og fór síðan aftur til ömmu og sagði henni, að Gylfi hefði fengið einni appelsínu meira en ég. Hún gaf mér eina í viðbót, sem ég át, en ég held, að henni hafi ekkert litist á blikuna, þegar Gylfi kom til hennar og sagðist vilja fá eitthvað, því að Garðar væri búinn að fá 5 appelsínur og epli. “ - Platið þið stelpurnar með þessu? „Það hefur komið fyrir, en eigum við nokkuð að vera að ræða það? En það kemur oft fyrir, að ef Gylfi hefur farið á ball og hitt fólk, að það fer að ræða við mig um hluti, sem ég kannast ekkert við, og ég kann- ast þá jafnvel ekkert við fólkið. Þá er um að gera að segja bara já og já við öllu og passa sig að láta ekki sjá, að maður er að plata. Það getur verið nokkuð gaman að þessu." „Alltaf einhver ónot“ - En hvernig er það með svona stæðilega menn eins og þið eruð, verðið þið ekki fyrir ónæði, þeg- ar þið farið að skemmta ykkur t.d.? Nú er það Gylfi, sem svarar: „Það er nú svo, að ef vel ætti að vera, þyrfti maður að lemja frá sér á hverju balli, sem maður fer á. Það eru alltaf einhverjir að hreyta einhverjum ónotum í mann og jafnvel að reyna að fá mann til að slást. En það er ekki nema eitt, sem þýðir að gera við þessu, það er að láta sem maður heyri ekki og sjái ekki.“ Og Garðar tekur við: „Þetta eru ekki bara unglingar. Stund- um koma gamlir karlar og fara að grobba sig af því, hvað þeir hafi verið sterkir hér áður fyrr, þeir hafi getað lyft þetta og þetta þungum síldartunnum og fleira í þeim dúr. Og sumir segja okkur í trúnaði, að heima fyrir eigi þeir son, sem sé alveg svakalega sterkur, alveg örugglega mikið sterkari en við. Við því erekkert að segja annað en að óska við- komandi til hamingju. Og svo eru það þessir, sem vilja ólmir komast í sjómann við okkur, þeir skipta tugum á hverju balli, en fá fæstir að spreyta sig. Við förum nefnilega hvorki á ball til þess að slást eða fara í sjómann, og ég segi það alveg hreint út, að ég myndi aldrei slá mann að fyrra bragði.“ í þróttafj ölsky Ida Þeir Garðar og Gylfi koma úr mikilli íþróttafjölskyldu. For- eldrar þeirra eru Aðalheiður Al- freðsdóttir og Gísli Bragi Hjart- arson, en Gísli Bragi hefur um MYND: K.G.A. Freyr Aðalsteinsson er vanari því að lyfta sjálfur en að láta lyfta sér. Hér hafa tvíburarnir hinsvegar náð taki á honum og lyft honum upp. Það hefur, ef að líkum lætur, ekki verið erfitt fyrir þá. pössum okkur á því að borða ekki hvað sem er. En miðað við „venjulegan“ mann borðum við óheyrilega mikið. Hjörtur bróðir okkar hefur ráðlagt okk- ur mikið varðandi ýmislegt sér- fæði, sem við borðum mikið af. Það er mötuneyti í Vélsmiðj- unni Odda, þar sem við vinnum, og við fáum okkur yfirleitt tvo skammta af því, sem þar er á borðum. Gulrætur eru í miklu uppáhaldi hjá okkur og í vetur vöktum við athygli fyrir það í skólanum, þegar við komum með stóran poka af þeim í skól- ann og átum allt úr honum, og bættum svo öðru eins á okkur, þegar við komum heim. Við reynum að láta pylsur og hamborgara og svoleiðis mat vera, höllum okkur frekar að rúgbrauðinu og öðru í þeim dúr. Það skiptir okkur heilmiklu máli, hvað það er sem við étum.“ Útrás - Hvað fáið þið út úr þessu öllu saman, æfingunum og öllu, sem er í kringum þetta? „Við höfum bara gaman af þessu, fáum útrás. Við höfum það ekki eins og margir j af naldr- ar okkar, sem ekki eru í íþrótt- um að fá útrás með slagsmálum niðri í bæ. Þeir sem þar slást eru nær undantekningarlaust þeir, sem ekki stunda íþróttir og fá út- rás í þeim. Við fáum okkar útrás í lyftingunum og í því, sem þeim tilheyrir og það er okkur nóg.“ - Nú eru þeir margir, sem vilja meina, að lyftingarnar séu alls ekki nein íþrótt, þetta sé bara „bolagangur“ svokallaðra „kraftidíóta“. „Fólk hefur enga hugmynd um það, hvað lyftingarnar eru og hvað liggur að baki, ef árang- ur á að nást. Æfingarnar hjá okkur fara í leikfimi, teygjuæf- ingar, nudd og lyftingar, og þeg- ar við lyftum, þá gerum við það eftir sérstöku kerfi. Þetta er allt saman þrautskipulagt og verður að vera það, ef árangur á að nást. Það hefur jafnvel komið fyrir, að fólk, sem hefur komið inn á æfingar til okkar, hefur sagt að þetta væri bara rugl og vitleysa. Okkur er svo sem sama, en ég leyfði einum, sem var að trufla okkur á æfingu með svona athugasemd, að prófa. Lét hann hafa örfá kg á stöng- ina, sagði honum að lyfta því yfir höfuðið og beygja sig síðan með það, eins og við gerum, þegar við erum að æfa og keppa. Þetta voru ekki það mörg kg, að hann gat lyft því yfir höfuðið á sér, en þegar hann þurfti að beygja sig niður með lóðin, gerðist það, sem ég vissi, að myndi gerast, hann kútveltist í gólfinu og var heppinn að slasa sig ekki á lóð- unum. Þarna skildi nefnilega á milli hans og okkar, að því leyti að við kunnum þá tækni, sem til þarf til að geta lyft,“ segir Garðar. „Fólk sem heldur því fram, að við séum einhverjir bolar, sem getum ekkert nema lyft af kröftum, veit ekkert hvað það er að segja. Það er t.d. sagt, að snörun, sem er önnur keppnis- greinin í olympiskum lyftingum, sé mesta tæknigrein allra íþrótta og við leggjum geysilega mikið á okkur við alhliða þjálfun auk þess sem við liggjum yfir erlend- um ritum og reynum á þann hátt að'auka þekkingu okkar á tækn- inni, sem verður að vera fyrir hendi, ef árangur á að nást,“ segir Gylfi. Lyfta samtals 40-80 tonnum á æfíngu - Hvernig æfið þið? „Við æfum fjórum sinnum í viku, um 3 klukkutíma í senn. Talsverður hluti æfinganna er leikfimi, teygjur, nudd og alls kyns uppbyggjandi æfingar og við förum aldrei að lyfta, fyrr en við erum búnir að undirbúa líkamann fyrir þau átök, sem í vændum eru. Það er dálítið misjafnt, hvernig lyftingaæfing- arnar eru, fer eftir því, hvort langt er í mót eða stutt. Það má segja, að við lyftum aldrei mestu þyngdum, sem við getum, fyrr en rétt áður en við förum í mót. Við erum því oftast með mun minna á stöngunum, en við gæt- um ráðið við, en við lyftum eftir ákveðnum reglum. Byrjum hugsanlega með 50 kg og lyftum því á ákveðinn hátt þrívegis, för- um síðan í 60 kg og gerum eins, og alltaf erum við að reyna á ákveðna vöðva. Það er ekki gott að lýsa þessu í blaðaviðtali, en á hverri æfingu lyftir hvor okkar á bilinu 100-140 lyftum og þyngdin, sem hvor okkar lyftir, er á bilinu 20-40 tonn.“ Þá höfum við það, og senni- lega yrði ekki mikið úr svoköll- uðum hraustum karlmanni eftir slík átök. En þetta þarf að leggja á sig, ef árangur á að nást, og þeir bræður hafa þegar 19 ára skipað sér á bekk með bestu lyft- ingamönnum Norðurlanda. Gylfi á samtals 320 kg í olympiskri tvíþraut (snörun og jafnhöttun) og Garðar 319. ís- landsmeistaratitlar þeirra eru orðnir margir og Garðar státar einnig af titli Norðurlandameist- ara unglinga. En hver eru tak- mörk þeirra, hvað ætla þeir að lyfta þungu? Gylfi: „Ég á mér eitt takmark eins og er, og það er að jafnhatta 200 kg, áður en ég verð 21 árs, en þá verð ég ekki lengur gjald- gengur í unglingaflokki.“ Garðar: „Draumurinn hjá mér er að lyfta 160 kg í snörun og 200 kg í jafnhöttun.“ „Auðvitað kvenfólk“ Þeir Gylfi og Garðar stunda báðir nám í járnsmíði hjá Vél- smiðjunni Odda og ljúka námi næsta ár. Nær állur þeirra frítími fer í æfingar og annað, er tengist þessu áhugamáli þeirra. En um hvað talið þið í vinnunni, lyft- ingar? „Stundum tölum við um lyft- ingar og það eru fleiri lyftinga- menn, sem vinna hjá Odda, en við t.d. Jóhannes Hjálmarsson og Freyr Aðalsteinsson. En blessaður vertu, við tölum um allt mögulegt, það kemst fleira að en lyftingar hjá okkur." - Hvaða önnur áhugamál hafið þið? Báðir í kór: „Það er auðvitað kvenfólk, og íþróttir yfirleitt. Við komum úr íþróttafjöl- skyldu, þar sem alltaf var talað um íþróttir, og við erum miklir íþróttaáhugamenn, þótt lyfting- arnar beri að sjálfsögðu hæst.“ Búa enn heima - Þið nefnduð kvenfólk, gengur ykkur betur að eiga við stelpurn- ar af því að þið eruð svona vöðvabúnt og eruð þekktir? „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta, en annars erum við engir sérstakir kvennamenn. Við hitt- um líka oft stelpur, sem eru á móti okkur af því að við erum í lyftingum, þótt þær þekki okkur ekki neitt. Og alltaf heyrum við einhverjar sögur um okkur. Ein, sem við höfðum mjög gaman af, var t.d. þannig, að við ætum svo mikið, að pabbi og mamma hefðu sagt, að nú væri komið nóg og sagt okkur að fara að heiman. Og auðvitað var botn- inn á sögunni þannig, að við vær- um farnir að búa saman úti í bæ. En við búum hjá foreldrum okk- ar í góðu yfirlæti eins og hingað til og það fer vel um okkur.“ Nú ventum við okkar kvæði í kross og fórum að tala um lyft- ingar. Sá sem þetta skrifar var að sjálfsögðu í hlutverki hlustanda. Það var rætt um „tog“ - „púss“ og margt, margt fleira og greini- legt að þarna voru þeir tvíbura- bræður í essinu sínu. Ég slökkti hins vegar á segulbandinu og hlustaði af athygli. gk-. 4 rúsínur í sö imu pylsunni Stórkostlegt r/ ferðatilboð KAUPMANN AHAFN ARFERÐIR: Glæsiferð 2-7. september: 5 daga ferð til borgarinnar við sundin. Gefur möguleika til skoðunarferða, skemmtana og verslunar þegar útsölurnar standa sem hæst hjá dönskum. Verð kr. 6.800. Innifalið: Beint flug Akureyri - Keflavík - Kaupmannahöfn - Akureyri. Hótelgisting með morgunverði. Amsterdamferðir: Hér kemur laukurinn: Vikulegar ferðir. Einstakt tækifæri til að heimsækja þessa sérstæðu, hollensku borg. Brottför alla föstudaga. Verðkr. 6.173. Innifalið: Flug Akureyri - Reykjavík - Amsterdam - Reykjavík - Akureyri. ’ Tvær skoðunarferðir um borgina og nágrenni og hótelgisting með morgunverði. Tívolí-ferðir um allar helgar frá föstudegi til mánudags: 3ja daga fjölskylduferð. Gefur möguleika á að fara í Tívolí, á Bakkann, í Dýragarðinn o.fl. Verð kr. 4.770 fyrir fullorðna og kr. 1.250 fyrir börn. Innifalið: Flugferðir Akureyri - Reykjavík - Kaupmannahöfn - Reykjavík - Akureyri. Hótelgisting með morgu^verði. Og svo kemur loks rúsínan í pylsuendanum: Mallorca 13. september til 29. september: Farið verður um Kaupmannahöfn. Verðkr. 8.900. Innifalið: Flug Akureyri - Keflavik - Kaupmannahöfn - Palma - Kaupmannahöfn - Akureyri. Hótelgisting með morgunverði á Hótel Playa Cala Mayor í tvær vikur. Komið, hríngið og Ferðaskrifstofa Akureyrar leitiðupplýsinga. sWLV simi2500°- 6 - DAGUR - 16. júlí 1982 16. júlí 1982- DAGUR — 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.