Dagur - 16.07.1982, Blaðsíða 12
wmm,
"BAUTINN - SMIÐJAN AUGLÝSA:
Ur
gömlum
Degi
árid 1964
í síðasta Helgar-Degi var byrjað að rifja upp fréttir frá því
herrans ári 1964 og skal nú haldið áfram þar sem frá var
horfið.
Byrjað að bora
27. júní. „ í fyrradag kom til bæjarins jarðbor sá, sem á að
bora á tveim stöðum í bæjarlandinu í rannsóknarskyni.
Tilraunaboranir þessar, ca 100 metra niður, verða gerðar
á klöppunum nálægt styttu Helga magra og hin við Tjarn-
arhól nálægt býlinu Jaðri. “
Hertogi í heimsókn
4. júlí. Þá er löng og ýtarleg frásögn af heimsókn hans
konunglegu tignar, prins Philips, hertoga af Edinborg,
eiginmanns Elísabetar Englandsdrottningar - til Akur-
eyrar. Þar stendur m.a.: „Jón G. Sólnes forseti bæjar-
stjórnar ávarpaði hinn erlenda gest og bauð hann velkom-
inn í stuttri ræðu, en hertoginn svaraði með nokkrum hlýj-
um orðum. Lúðrasveit lék þjóðsöngva landanna undir
stjórn Jakobs Tryggvasonar. Að þessari stuttu athöfn lok-
inni gekk hertoginn til mannfjöldans og ávarpaði marga,
unga og gamla, karla og konur og átti við þetta fólk stutt
og glaðleg samtöl. “
2 á móti 2 þúsund
11. júlí. Seyðisfjörður: „ Síldarskipin leituðu til hafnar í
fyrri viku vegna óhagstæðs veðurs. Á Seyðisfirði var gíf-
urlegur fjöldi skipa og talið að í Seyðisfjarðarkaupstað hafi
þá verið um 2 þúsund aðkomumenn. Heimamenn eru um
750. Áfengisútsölunni var lokað, en ölvun var þó mikil.
Dansleikir voru þó haldnir og á eftir upphófust slagsmál,
sem stóðu til næsta dags. Aðeins tveir lögreglumenn eru
þarna og fengu þeir lítt ráðið við ólætin. Einkum voru það
íslendingar, sem fyrir ólátunum stóðu.“
Hringormanefndin eða hvað?
11. júlí. „Vestanaf Króksfjarðarnesiberast þærfréttir að
óvættur nokkur eða sjávardýr grandi sel við selalátur.
Hafa menn séð dýr, hálft úr sjó, stærra en sel og Sveinn
Guðmundsson úr Miðhúsum sá það lyfta sér alveg úr sjó,
nálægt þeim stað sem kópar frá í vor lágu uppi. Ráku þeir,
og fullorðnir selir, þá upp hræðsluöskur. Kópar hafa fund-
ist bitnir, næstum hlutaðir í sundur og veit enginn hvað
veldur, en giska á margt. - Þetta þarf að sjálfsögðu að
rannsaka. Kópaskinn eru í mjög háu verði eða allt að 2
þúsund krónur stykkið, svo að mikið er í húfi.
Snjór 1 byggðum
26. ágúst. „Óvenjulegur kuldi gekk yfir landið í síðustu
viku. Þá urðu heiðavegir þungfærir sökum snjóa, allt frá
Norð-Austurlandi suður á Holtavörðuheiði og Siglufjarð-
arskarð lokaðist. Við Eyjafjörð gránaði niður í sjó. Á Vaðla-
heiði var skafrenningur og talið haglaust. Stór áætlunar-
bíll frá Húsavík komst ekki keðjulaus um Dalsmynnisveg.
Öxnadalsheiði var þó auð en í Blönduhlíð og í Langadal
var snjóföl. Á Möðrudal varð ófært nema stærstu bílum.
Sunnanlands féll kartöflugras, einkum austanfjalls. Úr-
hellisrigning olli vegaskemmdum.
Akureyringar aftur í 1. deild
18. september. „Knattspyrnulið ÍBA leikur aftur í 1.
deild eftir eins árs veru í annarri deild. Liðið sigraði með
yfirburðum í Norðurlandsriðlinum og lék svo til úrslita við
Vestmannaeyinga, sem voru efstir í Suðurlandsriðlinum.
Framreiðum í neðri sal Bautans, bæði i hádeginu og á kvöldin salatbar. íhonum eru 13 teg.
afgrænmeti, 3 teg. af „dressing", ásamt 3-4 teg. afsérbökuðum brauðum, sem ekki
eru seld annars staðar, en þau eru bökuð af Brauðgerð Kr. Jónssonar.
Er salatbarinn bæði seldur sem sérréttur og fylgirþá súpa og kaffi og kostar kr. 55,00.
Einnig getur hann fylgt öðrum réttum og kostar hann þá kr. 20,00.
„Hafði alltaf hugsað
mér að læra
eitthvað í þessum dúr6
„Ég held að fólk sé að gera sér
grein fyrir því að innanhúss-
arkitektúr er nauðsynlegur
hlutur. Það á ekki einungis við
um einkahúsnæði, heldur ætti
innanhússarkitekt ekki síður að
vera hafður með í ráðum þegar
hið opinbera ræðst í bygginga-
framkvæmdir,“ sagði Hall-
grímur Ingólfsson innanhúss-
arkitekt þegar Dagur ræddi við
hann.
Hallgrímur, sem er Akureyr-
ingur, lauk námi í innanhússarki-
tektúr í Kaupmannahöfn í fyrra-
vor. Við spurðum hann fyrst
hvaða kröfur væru gerðar varð-
andi menntun þeirra sem hyggð-
ust stunda nám í innanhússarki-
tektúr.
„Það er mjög nauðsynlegt að
viðkomandi búi yfir kunnáttu í
rúmteikningu og fríhendisteikn-
ingu en annars er það þannig að
þreyta þarf sérstakt inntökupróf
að loknu undirbúningsnámskeiði.
Námið sjálft tekur þrjú ár, og enn
sem komið er hefur ekki verið
hægt að stunda það hérna heima.
Það má segja að ég hafi alltaf
hugsað mér að læra eitthvað í
Hallgrímur Ingólfsson
VÖRURNAR FÁST
HJÁ OKKUR
þessum dúr, þótt ákvörðunin um
að velja innanhússarkitektúr hafi
komið sem hugdetta ef svo má
segja. Ég var eitt ár við nám í
tækniskóla í Álasundi, kenndi
síðan einn vetur á Raufarhöfn
áður en ég hélt til Kaup-
mannahafnar."
- Sambýliskona Hallgríms er
María Jónsdóttir frá Þórshöfn, og
kom það í hennar hlut að mestu
að sjá um að afla peninga til heim-
ilishaldsins á meðan Hallgrímur
stundaði námið. Þegar hann
lauk prófi höfðu þau síðan verk-
efnaskipti, María stundar nú
nám í uppeldisfræðum í Kaup-
mannahöfn en Hallgrímur aflar
peninganna sem þarf til að lifa af.
„Það er ekki gott atvinnuástand
í Danmörku núna og alveg óvíst
hvort ég fæ vinnu í mínu fagi. Við
reyndum nokkur saman að stofna
teiknistofu eftir að við lukum
námi en það gekk engan veginn
að reka hana. Ég mun því bara
taka þá vinnu sem til fellur. Hér
heima virðast möguleikarnir hins-
vegar vera þokkalegir eins og er,
en er ekki kreppa í aðsigi hér
heima eins og í Danmörku?“
- Getur þú lýst í fáum orðum í
hverju starf innanhússarkitekts-
ins er fólgið?
„Þetta starf er nokkuð fjölþætt.
Það miðar að því að gera bygging-
ar bæði til einkaafnota og reksturs
sem hagkvæmastar í byggingu og
að byggingin verði þannig að hún
skili því sem til erætlast í upphafi.
Með því að hafa innanhússarki-
tektinn með í ráðum sparast bæði
fjármunir og tími og hann á að sjá
svo um að í tíma sé hugsað fyrir
öllum hlutum sem að gagni mættu
koma í viðkomandi húsi er fram
líða stundir. Þá fellur húsgagna-
hönnun einnig undir okkar
starfssvið, og stór hluti af náminu
fer einmitt í húsgagna- og innrétt-
ingateiknun.“
Ný sending
KERRUR, VAGNAR
STÓLAR á vagna
BAÐBORÐ
FLUGNANET
PLASTÁBREIÐUR
DÝNUR í vöggur og rúm
BARNARÚM
KERRUPÚÐAR
BARNASTÓLAR
BURÐARRÚM
GÖNGUSTÓLAR
BURÐARGRIND m/poka