Dagur - 27.07.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 27.07.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIOIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 27. júlí 1982 80. tölublað Hroða- legt ástand - segir Bjami Jóhannes- son um erfiðleika togaraútgerðarinnar íHrísey „Ástandið er vægast sagt hroðalegt og ég veit satt að segja ekki hvernig þetta drusl- ast svona lengi,“ sagði Bjarni Jóhannesson, útgerðarstjóri hjá KEA í viðtali við Dag um rekstur Hríseyjartogarans Snæfells, sem eins og önnur togaraútgerð í landinu á nú við mjög mikla örðugleika að etja. Snæfell er í eigu Hríseyjar- hrepps og Kaupfélags Eyfirð- inga. „Utgerðin væri löngu stopp ef við hefðum ekki þann bakhjarl sem KEA er. Við höfum ekki fengið neina fyrirgreiðslu frá t.d. byggðasjóði, þó margoft hafi ver- ið farið fram á slíkt. Við vitum hins vegar að aðrir utgerðaraðilar hafa fengið þar mikla fyrir- greiðslu. Það virðist vera erfiðara fyrir fyrirtæki að leita til opin- berra aðila ef samvinnuhreyfingin á einhvern hlut að máli, heldur en ef þau eru í annarra eigu,“ sagði Bjarni Jóhannesson. Rmm nýbið- skýli Strætisvagnar Akureyrar áforma nú byggingu 5 nýrra biðskýla. Að sögn Jóhannesar Sigvaldasonar formanns stjórnar SVA verða 3 þeirra staðsett í Glerárhverfi, 1 á Eyrinni og 1 við Kaupangsstræti. Einnig er væntanleg á næstunni ný leiðabók strætisvagnanna í tengsl- um við nýja leiðakerfið sem tekur gildi í byrjun september. Fyrir- hugað er að fjölga strætisvögnum um 1 á næstunni. Sólbaki lagt um mánaðamótin „Við höfum heimild til að nota Sólbak út þennan mánuð, eftir það verður honum lagt og lík- lega er skipið til einskis nýtt nema niðurrifs,“ sagði Gísli Konráðsson, framkvæmda- stjóri hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa í samtali við Dag. Nú er verið að kanna möguleikana á endurnýjun Sólbaks, þ.e. kaupum á öðru skipi, en ekki búið að taka neina ákvörðun ennþá. Sólbakur var smíðaður í Pól- landi og ef að líkum lætur verður hann fyrsti skuttogari - lands- manna sem fer í brotajárn. Endurnýjunarþörfin í togskipa- flotanum er nú orðin brýn, því margir fyrstu togaranna eru frá svipuðum tíma og Sólbakur 1969. Sléttbakur er t.d. smíðaður 1968 í Noregi og Svalbakur 1969. Bæði þessi skip eiga þó möguleika á lengri lífdögum en Sólbakur. í>á má geta þess að Snæfell frá Hrísey er byggt 1969 og þörf talin á að endurnýja það skip innan fárra ára. Einnig hefur heyrst að Hús- víkingar vilji fá nýtt skip í stað Júlíusar Havstenn. „Við höfum ekki verið að leita að heppilegu skipi í stað Sólbaks, en ekki gengið,“ sagði Gísli Kon- ráðsson. „Smíði nýs skips tekur 1-2 ár og ljóst virðist að við verð- um að fá skip í millitíðinni ef af smíðum verður. Hins vegarsjáum við ekki í dag grundvöll fyrir að láta smíða nýtt skip, sem kostar 70-80 milljónir. Kostnaður við út- gerð slíks skips er Ííklega um tvö- föld tekjuhliðin. Eins og málin standa í dag virðist því vænlegra að reyna að kaupa notað skip á skikkanlegu verði.“ „Væri ekki æskilegt ef ÚA gæti keypt skip af Slippstöðinni og þannig skapað atvinnu í bænum?“ „Ef við förum út í nýsmíði vild- um við ekkert frekar en láta smíða skipið hér á Akureyri. Það myndi kannski leysa einhvern vanda á Slippstöðini en með því væri aðeins verið að færa vandann frá einum til annars. Fjárhags- grundvöllur en ekki fyrir nýsmíði ídag.“ Gísli sagði ennfremur, að það horfði ekki beinlínis illa þó togur- um UA fækkaði úr fimm í fjóra um næstu mánaðamót og gæti það gengið í 1-2 mánuði. Ha’nn sagði að þeir vildu hins vegar ekki vera til lengdar með færri skip en verið hefðu. Því virtist nauðsynlegt að leysa þetta mál fljótlega til bráða- birgða a.m.k. Húnn Snædalá TF-KEA, fíugvélsem hann smíðaði sjálfur heima í stofu, sýndi lipurð á fíugdegi ásamt mörgum fíeirum. Sjá miðopnu. Ljósmynd:-KGA. Er þjófnaðurinn í Hljómver að upplýsast? Hörmulegt banaslys Sá hörmulegi atburður átti sér stað s.l. sunnudag að 8 ára stúlka hrapaði í gljúfrinu fyrir ofan gömlu brúna yfir Glerá og mun hún hafa drukknað í ánni. Stúlkan hét Hrefna Björg Júl- íusdóttir frá Kópavogi, og var vistmaður á Sólborg. Frá því að hún sást síðast við Sólborg og þar til lík hennar fannst rétt ofan við gömlu brúna yfir Glerá mun hafa liðið innan við ein klukkustund. „Það situr maður í gæsluvarð- haldi vegna þessa máls, en mál- ið er ekki að fullu upplýst. Meira er ekki hægt að hafa eftir okkur á þessu stigi,“ sögðu rannsóknarlögreglumenn á Akureyri er Dagur hafði sam- band við þá í gær. Ungur piltur hefur nú verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna þjófnað- arins í verslunina Hljómver á dögunum, en þaðan var þá stol- ið hljómflutningstækjum. Einnig var bifreið verslunar- innar tekin traustataki og henni ekið í sjóinn. Samkvæmt þeim fregnum sem Dagur hefur aflað sér og telja má öruggar kom ungur piltur í versl- unina Hljómver í síðustu viku. Tjáði hann forráðamönnum verslunarinnar að sér hafi verið boðin hljómflutningstæki til kaups, og voru það tæki sömu teg- undar og stolið hafði verið úr versiuninni. í beinu framhaldi af því hand- tók lögreglan pilt þann er situr í gæsluvarðhaldinu. Hann mun hinsvegar eftir því sem best er vit- að neita aðild að þjófnaðinum, en segist hafa fundið hljómtæki þau er hér um ræðir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.