Dagur - 27.07.1982, Side 12

Dagur - 27.07.1982, Side 12
HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Veiði glæðist íLaxá í gær var svokallaður „skipti- dagur“ í Laxá í Aðaldal, en þá voru að fara þaðan 24 veiði- menn og aðrir að koma í þeirra stað. „Hollið" sem yfirgaf Laxá í gær fór ekki með öngulinn í rassinum heim. Veiðimennirnir höfðu með sér frá ánni 72 laxa. Alls voru þá komnir 535 laxar á land, en veiðin hefur glæðst þó nokkuð að undanförnu eftir mjög slaka byrjun. „Óþarfa viðkvæmni" Dagur birti í síðustu viku frétt um óvenjumikinn fjölda um- boðsauglýsinga frá Bæjarstjór- anum á Akureyri og Dalvík og sýslumanninum í Eyjafjarðar- sýslu, sem birtust í Lögbirtinga- blaðinu 14. júlí. Eftir að þessi frétt birtist hafa nokkrir haft sambandi við blaðið, allt menn sem nauðungaruppboð var auglýst hjá í umræddu blaði, en allir höfðu þeir gert upp þær skuldir sem að baki nauðungar- uppboðsauglýsingunni lá, löngu áður en hún birtist. Dagur hafði samband við Eygló Halldórsdóttir ritstjóra og ábyrgðamann Lögbirtingablaðs- ins og spurði hana hvort algengt væri að slík mál kæmu upp. „Það er talsvert um þetta, og ég hef haft þann háttinn á að leyfa að auglýsingum sé kippt út alveg fram að því að búið er að setja auglýsingar í prentsmiðjunni“ sagði Eygló. Ég get hinsvegar ekki svarað fyrir það hvaða reglur hin ýmsu embætti um allt land sem senda auglýsingar til mín setja sér í þessum málum. En ég get ekki tekið auglýsingar út nema til komi beiðni frá viðkom- andi embætti. Það er svo annað mál að það er ekki nema örlítið brot af þeim eignum sem auglýstar eru í blað- inu sem lenda á uppboði, um 5% reikna ég með. Mér finnst þetta því alveg óþarfa viðkvæmni hjá fólki og þeirsem lesa Lögbirtinga- blaðið með því hugarfari að geta síðan „smjattað" á óförum ann- arra hafa ekki erindi sem erfiði. Nýja viðbygging símstöðvar- innar á Akureyri á samkvæmt áætlun að verða fullbúin um miðjan september næstkom- andi, og verður þá unnt að leysa úr þeim geysilega núm- eraskorti sem hrjáir símstöð- ina. „Það komu þarna verkföll, og þau og annað valda eflaust ein- hverri seinkun,“ sagði Gísli Ey- land stöðvarstjóri. „En við treyst- um því að nýja stöðin komi fyrir áramótin." Gísli sagði að biðlistinn væri orðinn langur, alls væru á honum um 250 aðilar, og bættist á hann á hverjum degi. „Þetta er orðið geysilegt vandamál," sagði Gísli. „Meiningin er að stækka úm 1000 númer, og það átti reyndar að ger- ast á síðasta ári, en því var frestað og við byrjuðum ekki á þessu fyrr en í vor. Þannig að í raun erum við einu ári á eftir.“ Ekki er hægt að lofa númerum fyrr en í apríl á næsta ári, að sögn Gísla. „Það er ekki nema einhver flytji úr bænum, að losnar númer. En það er eins og enginn sé að flytja burtu - frekar að fleiri komi hingað. Og þeir sem hafa númer annarsstaðar á landinu, og flytja hingað, eiga í rauninni að sitja fyrir með að fá númer, en við höf- um alls engin númer laus. Við erum algjörlega vængbrotnir eins og er.“ Viðbyggingin við símstöðina er að koma í Ijós, þegar slegið er frá. Ljósmynd:-KGA. Númerum fjölgar um 1000 Húsavík: Næg atvinna „Hér er næg atvinna. Togar- arnir hafa aflað þokkalega og eins togbáturinn sem hér hefur verið á togveiðum. Einn grá- lúðubátur seldi í Bretlandi fyrir skömmu og 4 bátar eru á djúp- rækju. Afli smábáta hefur ver- ið mjög lélegur og muna menn vart annað eins.“ Þetta sagði Bjarni Aðalgeirs- son bæjarstjóri á Húsavík í sam- tali við Dag fyrir skemmstu. Enn- fremur sagði hann: „Nú er verið að leggja síðustu hönd á smíði dráttarbrautarinnar og kemst hún væntanlega í gagnið í byrjun ágúst. Verið er að byrja á allmikl- um malbikunarframkvæmdum í íbúðahverfum og eins er unnið að tengingu malbiks aðalgötunnar í gegn um bæinn við slitlag þjóð- vegarins. Verið er að ljúka tvö- földun stofnæðar hitaveitunnar frá Hveravöllum og verður að þeim framkvæmdum loknum heita vatnið á Hveravöllum fullnýtt.“ Bjarni sagði líka að fram- kvæmdir væru hafnar við fyrsta áfanga íþróttahússins, sökkul og grunn, og væri meiningin að byrja á öðrum áfanga í haust. Úr ná- grannasveitunum sagði hann það helst frétta að sláttur væri nú haf- inn víðast og hefði sprettan ekki verið með besta móti. „Hér í bæn- um rekum við vinnuskóla fyrir ungliftga allt að 15 ára aldri og höfum tekið upp þá nýbreytni í sumar að bjóða fólki aðstoð við garðvinnu fyrir hæfilega þóknun. Hefur þetta gefist vel fyrir hjá fólki.“ Margir Ijúka heyskap í vikunni „Heyskapurínn gæti tæplega gengið betur. Einstaka maður er búinn að heyja. Aðrir eru langt komnir og klára í þessari viku ef tíðin helst óbreytt“ sagði Birgir Þórðarson bóndi á Öngulstöðum í samtali við Dag í gær. „Þetta er náttúrulega misjafnt eftir því hvernig menn eru iiðaðir og vel búnir til hey- skapar en yfírieitt held ég að menn séu búnir að slá og langt komnir að þurrka.“ Að sögn Birgis gætu heyin varla verið betri enda ekki mikið ýkt þó 'sagt væri að grasið þornaði á ljánum. Yfirleitt væru túnin hirt daginn eftir slátt. Hinsvegar væri sprettan misjöfn og hey yfirleitt minni en t.d. í fyrra. Kal væri einnig töluvert víða og drægi það úr heyfeng manna. „Þá hefur hvassviðrið verið heldur til trafala við heyskapinn“ sagði Birgir að lokum. # Sunnanátt- illu heilli Þrátt fyrir nokkra rigningu til að byrja með, varð flugdagur- inn vel heppnaður í alla staði, og áhorfendur blotnuðu ekki svo að skaði hlytist af. En svo var mál petta vaxið, að 4 mán- uðir eru síðan ákveðið var að halda flugdag, og um 2 mán- uðir síðan ákveðinn var laug- ardagurinn 24. júlí. Hinsvegar var flugdagsnefndarmönnum alveg hætt að lítast á blikuna, þegar sunnanáttin virtist hafa sest að hjá okkur til frambúð- ar, sökum þess að í sunnanátt hefðu sýningaratriðin flest farið fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum því þau hefðu farið fram á nyrðri brautarendanum. Sem hefði verið lítið gaman. # Norðanátt samkvæmt pöntun Það gerðist hinsvegar fimm- tán mínútum áðuren dagskrá flugdagsins hófst, að vindur snérist snögglega í norðan - að vísu með þeim afleiðing- um að flugvélar skemmdust - en þar með gat dagskráín gengið samkvæmt áætlun og öll atriðin fóru fram og allir voru hamingjusamir. En á sunnudag snérist vinduraftur og nú blæs sunnanáttin eins og vitlaus sé. Þannig hefur Fram til dala hafa verið skúra- leiðingar öðru hvoru sem eitthvað hafa tafið heyskap en þó er óhætt að fullyrða að heyskapur hafi gengið vel víðast hvar við Eyja- fjörðinn burtséð frá lélegri sprettu. í Hörgárdal og Svarfað- ardal eru flestir vel á veg komnir en á Árskógsströnd hefur spretta verið með alminnsta móti og þar eru menn skemmra komnir. Að sögn Marons Péturssonar hjá Búnaðarsambandi Skagfirð- inga. Hefur heyskapartíð þar ver- ið leiðinleg að undanförnu en sprettan væri víðast hvar í Skaga- firði með sæmilegasta móti. Slátt- ur væri nær alls staðar hafinn og sumir vel á veg komnir. Útlitið væri því víðast bjart í heyskap- armálum. Austur í Þingeyjasýsu er sprett- an víðast hvar mun minni en venja er til en þar er heyskapur nær alls staðar kominn á fulla ferð. hún látið undanfarið, nema hvað flugdagsnefndin fékk sfna pöntuðu norðanátt. # Nýjabíö- draumur Því miður. Við höfum fregnað að þrátt fyrir allar okkar stóru hugmyndir um endurreisn Nýja bíós, munu eigendur þess hreint ekki hafa í huga að endurnýja þar eitt eða neitt. Þeir komu hreinlega af fjöllum þegar þeir voru inntir eftir framkvæmdum. Þetta voru einungis draumórar blaðamanns. Því miður. # Stopp-eða ekki? Vegfarandi kom að máli við tíðindamann S&S, og sagðist ekki hafa ákveðið mái á hreinu. Þannig hefði verið, að sett hefði verið upp stöðvun- arskilti við Krókeyrarstöð og við Ferðanesti, þar sem götur frá þessum stöðum liggja út á Drottningarbrautina. Síðan hafi þessi stöðvunarmerki verið tekin niður, og sagði vegfarandinn að sannarlega hefði verið þörf fyrir þessi merki. Að vísu voru þeir til sem ekki virtu þau, en ekki skánaði umferðin við að merkin hyrfu. Væri fróðlegt að fá að vita ástæðuna fyrir því að merkin voru fjarlægð.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.