Dagur


Dagur - 13.08.1982, Qupperneq 8

Dagur - 13.08.1982, Qupperneq 8
BARNA VA GNINN 2? Heiðdís Norðfjörð „Má ég fara í sveit?“ Villi var í þungu skapi. Hann sat á dyrapallinum heima hjá sér og horfði löngunaraugum yfir að næsta húsi. Þar átti besti vinur hans, hann Siggi heima. Á dyrapallinum þar sat Siggi klofvega á stórri ferðatösku og Ijómaði í framan. Hann var að fara í sveit. „Ég skal skrifa þér ef ég hef tíma,“ kallaði hann borg- inmannlega til Villa. „Annars er alltaf svo mikið að gera í sveitinni, að það verður lík- lega ekki tími fyrir svoleiðis dútl,“ bætti hann við og sveifl- aði fótunum. Villi sá, að hann var í spánýjum strigaskóm. En nú kom pabbi hans Sigga út. „Pabbi, á ég ekki að fara með veiðistöngina mína?“ spurði Siggi og stóð upp af ferðatöskunni, sem hann hafði setið á. „Hún er komin I bílinn,“ svaraði pabbi hans, „en komdu nú drengur minn, nú er best að leggja af stað ef við eigum að komast fyrir kvöldið.“ Svo fóru þeir út í bílinn og óku af stað og Siggi snéri sér við í aftursætinu og veifaði til Villa. Villi veifaði á móti. Hann andvarpaði þungan og stóð upp. Hann fór rakleitt inn í eldhús til mömmu. „Mamma, það fá allir krakkar að fara í sveit nema ég,“ sagði hann stúrínn á svipinn. „Get ég ekki líka far- ið í sveit?“ Mamma var kaupstaðar- barn, en pabbi hafði fæðst og alist upp í sveit. Hann sagði Villa stundum sögur frá æsku- árunum í sveitinni. „Já, það var nú gaman í gamla daga,“ sagði pabbi. „Þá gat maður gert allt sem maður vildi. Við vorum svo frjáls og höfðum allt sem við þurftum.“ „Gastu farið í bíó?“ spurði Villi. „Nei, það var nú ekki verið að hugsa um bíó í þá daga. Það var sko nóg annað við að vera,“ sagði pabbi. „Við krakkarnir lékum okkur við hundana og kettina, reistum okkur bú á bak við hlöðuna og þar lékum við okkur að leggj- um og hornum. Við þóttumst vera stórbændur. Ég man allt- af eftir fallegum legg, sem ég átti,“ sagði pabbi dreyminn á svipinn. „Ég litaði hann rauð- an með hvíta stjörnu á enni. Hann var sannkallaður gæð- ingur. Þessi stjörnufákur gat borið mig um allar álfur, já hvert á land sem vildi.“ „Fóruð þið stundum út í sjoppu til að kaupa ís?“ spurði VUli. Pabbi skellihló. „Út í sjoppu, ekki nema það þó. Nei Villi minn það voru engar sjoppur til í þá daga. En við fórum í langar gönguferðir upp um fjöll og fírnindi.“ „Þurftuð þið ekki að vinna?“ spurði Villi. „Jú, drengur minn, við unnum. Við höfðum ýmsum skyldum að gegna. T.d. sótt- um við Bjössi bróðir alltaf kýrnar og mokuðum flórinn. Við sóttum líka hestana ef á þurfti að halda og svo hjálp- uðum við vitanlega til við heyskapinn. Þá voru nú ekki til allar þessar vélar sem not- aðar eru í dag.“ Villa þótti gaman að hlusta á pabba segja frá gömlu dög- unum. Hann hrökk upp frá hugsunum sínum við það, að mamma setti mjólkurglas fyrir framan hann á borðið. „Mamma get ég ekki fengið að fara í sveit til Sigrúnar í Hvammi?“ Hvammur, bærinn hennar Sigrúnar var austur á landi og stóð við stóra veiðiá. Pabbi og mamma fóru þangað á hverju sumri til að veiða. Þá sváfu þau í tjaldi í 2-3 nætur og Villi og Binni höfðu fengið að fara með þeim. Það þótti bræðr- unum aldeilis spennandi. „Elsku mamma, viltu hringja fyrir mig til Sigrúnar í Hvammi og spyrja hvort ég megi koma,“ bað Villi. En mamma aftók það með öllu. „Það er alveg vonlaust að biðja fólk um svoleiðis lagað. Það hefur svo mikið að „Svona strákar mínir elskið þið nú friðinn,“ sagði mamma sefandi. „Gerðu það mamma mín, hringdu í Sigrúnu í Hvammi,“ rellaði Villi. „Hún hefur oft sagt að ég mætti koma, það er alveg satt,“ bætti hann við. „Það er sama ég kann ekki við það,“ sagði mamma. „En þú getur skrifað henni sjáifur og spurt hana.“ Villa leist nú ekki meira en svo á það. Skrift var versta fagið hans í skólanum og hann kunni ekki einu sinni að skrifa skrifstafi. En hann vildi allt til vinna og þess vegna settist hann niður um kvöldið og skrifaði bréf til Sigrúnar í Hvammi. Fyrst spurði hann mömmu sína hvað hann ætti að skrifa. „Það verður þú að segja þér sjálfur,“ sagði mamma. „Það er langbest fyrír þig að skrifa eins og þú myndir tala. Það er eðlilegast. En þú verður að vanda þig drengur minn.“ Villi sat lengi við að skrifa bréflð. Hann vandaði sig eins og hann gat. Hann skrifaði með blýanti, því að þá gat hann strokað út Ijóta stafi og einnig leiðrétt villur eftir vild. Loksins var bréfið tilbúið og hann las það fyrir mömmu. Bréfíð var svona: „Hæ Sigrún. það. Frímerki fékk hann hjá pabba og svo fór hann með bréfið í pósthúsið. Næstu dagar liðu, án þess að nokkuð markvert gerðist. Á hverjum degi spurði Villi mömmu: „Heldurðu að ég fái bréf í dag?“ Á hverjum degi hjólaði pósturinn um götuna og Villi hljóp alltaf á móti honum og kallaði: „Er bréf til mín í tösk- unni þinni?“ En pósturinn brosti bara og hristi höfuðið. Ekkert bréf kom. Villi var alveg að missa alla von. Einn daginn þegar ViIIi sat á tröppunum, daufur í dálkinn, kom Binni bróðir hans og settist hjá honum. „Vertu ekki svona leiður Villi minn. Aldrei hef ég fengið að fara í sveit og samt líður mér ágætlega,“ sagði Binni og Iagði handlegg um herðar Villa. Svona gat Binni nú ver- ið góður við litla bróður sinn. „Ef til vill hefur Sigrún ekki fengið bréflð. Þú verður bara að skrifa henni aftur,“ sagði Binni. En í sama bUi kom mamma út á dyrapallinn og sagði: „Villi, það er síminn tU þín.“ VUU stökk á fætur. Hver gat verið að hringja í hann? Þegar ViUi kom út aftur, i u/jtiX__y\['( . vl'/^‘Hr7íVu \ \7i,y, v y 1111 V\W \ 11 I lUl/'íl UV^/I// gera, að það má ekki vera að því að taka að sér annarra manna börn, nema þá ung- linga sem geta unnið og hjálp- að til við heyskapinn,“ sagði mamma og strauk kollinn á Villa. „Þú ert of ungur VUIi minn.“ „Heldurðu að fólkið í sveit- inni hafl ekkert annað að gera en leika sér við hvolpana og kettina?“ spurði Binni bróðir Villa, sem kom inn rétt í þessu. „Þegiðu og skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við,“ sagði Villi argur við bróður sinn. „AUtaf þarft þú að vera með einhver leið- indi.“ Manstu nokkuð eftir mér, litla Ijóshærða guttanum sem tjaldar stundum í túnfætinum hjá þér á sumrin? Nú er ég orðinn miklu stærri og get gert ýmislegt. Ég get alveg rekið kýr og mokað flórinn, alveg eins og pabbi minn gerði þeg- ar hann var strákur. Mig lang- ar mikið í sveit, en þekki ekk- ert fólk í sveitinni nema ykkur. Vantar þig nokkuð vinnumann í fáeina daga? Siggi vinur minn fékk að fara í sveit. Vertu svo blessuð og sæl og ég bið að heilsa kúnum. VUhjálmur Jónsson.“ Svo fékk ViUi umslag hjá mömmu og skrifaði utan á Ijómaði hann í framan og var kafrjóður út að eyrum. „Binni þetta var Sigrún í Hvammi. Hún sagði að ég væri velkominn. Ég fer með bU, ekki á morgun heldur hinn og ég á að vera kúasmaU í Hvammi.“ „Ég verð að fara líka, því að það verður einhver fullorðinn að líta eftir þér. Beljurnar verða svo stressaðar af því að hafa þig á eftir sér,“ sagði Binni og gat ekki stillt sig um að stríða VUla svolítið. En VUIa var alveg sama um alla stríðni. Nú var allt svo skemmtilegt því að hann átti að fá að fara í sveit. „Svo fæ ég að moka flórinn,“ sagði hann stoltur. „Eru margar beljur á bænum?“ spurði Binni. „Nei, bara tvær, ein full- orðin sem er víst ofsalega gáfuð. Hún er hugsanalesari og veit alltaf hvað hún á að gera. Svo er ferlega vitlaus kvíga, sem er dóttir stóru belj- unnar og eltir hana alltaf,“ sagði Villi og augun í honum urðu kringlótt af spenningi. „Það er fínt að hafa bara eina belju, þá er engin hætta á að hún taki sig út úr hópnum,“ sagði Binni og skeUihló. Honum fannst hann vera ofsa fyndinn. „Sá held ég að verði nú burðugur í sveit- inni,“ hélt hann áfram í stríðnistón. „Það verðurfeng- in stelpa af næsta bæ til að kenna þér á hænurnar, kreista úr þeim eggin.“ „Láttu ekki eins og asni, ég er ekkert hræddur við hænur eins og mamma. Hún þorir ekki að koma nálægt þeim,“ sagði VUU og hló. Binni hló líka og svo flugust þeir bræður á og kútveltust í grasinu. „Kannski fæ ég að fara á hestbak,“ sagði VilU og burst- aði gras af buxunum sínum. „Ég veit nú margt um hesta, þeir hafa aUskonar gang.“ „Já, já,“ sagði Binni stríðn- islega, „tölt, brokk skeið og trimm.“ „Ferlega ertu vitlaus. Það heitir ekkert trimm. Ég bara man ekki hvað það heitir en ég læri það í sveitinni,“ sagði ViUi. „Nú veit ég,“ sagði Binni, „í kúrekamyndunum hafa mennirnir kleinuhjól aftan á stígvélunum sínum. Á ég að biðja mömmu að kaupa tvö kleinuhjól handa þér til að fara með í sveitina?“ Binni var aldeilis í essinu sínu. „Svo ef þú verður myrkfælinn á næturnar, ætlarðu þá að skríða upp í tU hjónanna, ha?“ „Láttu ekki svona Binni minn,“ bað Villi. „Nei, nei, ég skal hætta að stríða þér Villi minn,“ sagði Binni. „En ég er nærri því viss um að þú kemur heim eftir tvo daga og þá skal ég fara í stað- inn fyrir þig.“ „Kannski færð þú að fara næsta sumar Binni minn,“ sagði VUli. „En nú þarf ég að fara inn og taka tU það sem ég þarf að hafa með mér. VUtu hjálpa mér?“ Svo gengu þeir bræður upp tröppurnar. „Ékki á morgun heldur hinn,“ sönglaði ViUi. Hann hlakkaði svo tU, að hann gat varla beðið. En eitt ætlaði hann sannarlega að muna, og það var að hafa veiðistöngina sína með í sveitina. HN 8 - DAGUR -13. ágúst 1982

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.