Dagur - 19.08.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 19.08.1982, Blaðsíða 1
GULLKEÐJUR' 8 K. OG 14 K. ALLAR LENGDIR VERÐ FRÁ KR. 234.00 ^ GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyrí, fímmtudagur 19. ágúst 1982 89. tölublað íbúar / blokk við Melasíðu ráku upp stór augu ígærmorgun þegar þeim varð litið út um stofugluggann. Útifyrir var heill herskari af rjúpum á vappi. Þótt Ijósmyndari Dags kæmi stormandi á staðinn, voru rjúpurnar hreint ekki uppveðraðar og spók- uðu sig með ekki síðri glæsibrag en ljósmyndafyrirsætur af mannakyni. Ljósmynd: KGA „Mál alls héraosins og enn á rannsóknarstigi“ segir Ingimar Brynjólfsson oddviti Arnarneshrepps um álvershugmyndir „Það hefur ekki verið leitað eftir áliti hreppsbúa á þessu ál- versmáli enda er það enn á rannsóknarstigi. Við hér í hreppnum greiddum götu þeirra manna sem unnu að rannsóknum en við höfum hins vegar aldrei verið spurðir álits og það er vart tímabært að leita álits með eða á móti meðan málið er enn á könnunarstigi. Hins vegar hef ég það álit að þetta sé ekki mál eins sveitar- félags og þaðan af síður mál eins bónda. Þetta er mái sem varðar allt héraðið,“ sagði Ingi- mar Brynjólfsson, oddviti í Arnarneshreppi, er Dagur spurði hann álits á bráða- birgðaniðurstöðum staðarvals- nefndar um staðsetningu álvers. við Eyjafjörð í frétt í Degi á þriðjudaginn kom fram að Dysnes, þar sem staðarvalsnefnd telur koma til greina að setja niður álver, sé í landi Arnarness í Arnarnes- hreppi. Haft var samband við bóndann í Arnarnesi, Jósavin Arason, sem kvaðst alfarið á móti álveri og „þeir fara ekki hér inn fyrir“, eins og hann orðaði það. Samkvæmt upplýsingum Ingi- mars Brynjólfssonar er Dysnes ekki í landi Arnarness heldur að mestu í landi Syðri-Bakka, sem er ríkisjörð. Þar er landið lægst milli Hjalteyrar og Sjávarbakka, rétt norðan við Gilsbakka. Ingimar sagði ennfremur að það væri heldur ekki rétt að hreppsnefndarmenn hafi ekki vit- að af heimsóknum staðarvals- nefndar. Allir hreppsnefndarm- enn hefðu m.a. setið tvo fundi staðarvalsnefndar. „Ég veit að til eru menn sem eru alfarið á móti þessu og aðrir sem ekki myndu setja sig upp á móti álveri ef þeir teldu hags- muni héraðsins krefjast. Ég veit líka um menn sem vilja frekar eitthvað annað en álver, þó það reyndist jafnvel ekkert betra, ein- faldlega vegna þess að í margra eyrum hljómar álver eins og eitt- hvert skammaryrði. Ég tel að við- brögð heimamanna verði mikils metin í þessu máli, en held að ekki sé tímabært að taka afstöðu með eða á móti meðan málið er á rannsóknarstigi og ekki vitað hvað úr því verður. Málið verður að liggja ljósara fyrir áður en það verður rætt,“ sagði Ingimar Brynjólfsson. Aurskriður féllu á Siglufjarðarbæ Fólk flúði úr húsum íbúar húsanna númer 80, 82 og 86 við Suðurgötu á Siglufirði flúðu hús sín í fyrrinótt er aurskriður féliu úr Strengjagili í Hafnarfjalli fyrir ofan bæinn. Þarna féll eins og skýrt hefur verið frá í Degi aurskriða s.l. mánudagsmorgun, og hafði verið unnið við að hreinsa aur af lóðum og götum syðst í bæn- um þar sem hún féll er við bætt- ist í fyrrinótt. „Ég var staddur útivið um kiukkan hálf tvö er fyrsta skriðan kom,“ sagði Magnús Benedikts- son sem býr að Suðurgötu 91 er við ræddum við hann í gær. „Þetta leit ekki mjög illa út, en um klukkan þrjú fór ég út til þess að veita læk frá húsinu og þá kom síðasta gusan sem fyllti Suðurgöt- una alveg og flæddi aurinn niður Laugaveg og niður í Hafnargöt- una. Þetta flæddi yfir lóðir margra húsa en lóðin hjá okkur slapp vegna þess að í kring um hana er steinkantur sem varnaði því að aurinn kæmist þar inn. Nei, þetta var ekki eins mikið og á mánudagsmorguninn, en í þetta skipti var aurinn miklu þynnri og flæddi þar af leiðandi út um allt. Við faðir minn heyrðum drunurnar þegar síðasta skriðan kom og þá hringdi hann strax á bæjarstarfsmenn sem brugðu skjótt við. Þeir komu á staðinn með tæki og hófu þegar að reyna að veita vatni og drullu frá húsun- um.“ í samtölum okkar við Siglfirð- inga í gær kom fram að margir eru mjög , uggandi vegna þessa ástands. fgær var unnið að því að grafa rás í fjallið fyrir ofan byggð- ina og er henni ætlað að taka við fleiri aurskriðum ef þær koma og veita þeim suðurfyrir bæinn. Önnur umferð um fjallið var stranglega bönnuð í gær. Skriðurnar í fyrrinótt eyði- lögðu heitavatnsleiðslusem liggur inn í bæinn. Ekki var þó talið að þær skemmdir væru alvarlegar og var unnið að viðgerð í gær. Uppi í fjallinu hafa myndast stórar sprungur og í þær hefur safnast vatn. Talin er mest hætta á að þessar sprungur fyllist alveg af vatni og vatnið og drullan ryðjist síðan niður brekkurnar í átt að bænum. Hriseyingar í eina sæng? „Það er ekki langt þangað til hér skapast neyðarástand,“ sagði Örn Kjartansson oddviti í Hrísey um ástand hitaveitu- mála þar á bæ. Örn sagði að botn borholunnar væri núna gráðu kaldari en við síðustu mælingu, en starfsmenn Orku- stofnunar telja það ekki alvar- legt. Liðið hafi skemmri tími nú frá því borað var þar til mælt var, heldur en Ieið við síðustu mælingu. Haldið verður áfram að bora þessa holu, en von er á starfsmönnum Orkustofnunar norður, til skrafs og ráðagerða. Holan er nú orðin 917 metra djúp, og Örn sagði að nokkur uggur væri í mönnum. „Það verð- ur þó ekki fyrr en í 950 metrum sem við virkilega förum að ör- vænta,“ sagði Örn. „Ef ekki fæst vatn skapast hér algjört neyðar- ástand. Þá eru hugsanlegir tveir kostir, annað hvort að reisa kyndistöð og skerpa á vatninu, eða hreinlega að leggja þetta fyrirtæki niður. Það er einn og hálfur mánuður þangað til fer að vetra og við lifum aldrei með 45 gráðu héitt vatn, það sér hver maður. Ef ekki fæst úrbót er helst útlit fyrir að Hríseyingar allir leggist í eina flatsæng í félags- heimilinu í vetur.“ Hafa veitt um 160 minka „Þetta hefur ekkert verið núna miðað við það sem var í fyrra og það hlýtur að sýna að starf okk- ar hefur borið árangur,“ sagði Arnkell Þórólfsson á Hraun- koti í Aðaldal, en hann hefur ásamt Vilhjálmi Jónassyni á Sflalæk stundað minkaveiðar af miklu kappi undanfarin ár. Þeir félagar vöktu mikla athygli í fyrra fyrir geysilega mikla veiði, og í sumar hafa þeir ekki slegið slöku við. „Við erum búnir að fá í sumar um 160 minka,“ sagði Arnkell. „Við höfum fengið um 80 þeirra á Sléttunni en annars erum við á stóru svæði í Aðaldal, Kinn, Tjörnesi, Reykjadal og víðar. í fyrra fengum við 116 minka bara á Sléttunni á móti um 80 núna. Við urðum miklu minna varir við ferð- ir minks þar núna, en náðum flest- um þeim minkum sem við urðum varir við. Við erum með fjóra hunda og myndum ekki fara neitt án þess að hafa þá með. Þeir eru komnir í góða þjálfun og orðnir mjög góðir. Þá erum við með hagla- byssur, skammbyssu og svo not- um við sprengiefni þar sem vont er að komast að minknum, þar sem mikið grjót er. Það er ckki hægt að ná honum öðruvísi." - Er þetta bara aukastarf hjá ykkur? „Við erum mikið í þessu yfir sumarmánuðina. Vilhjálmur er búinn að vera í þessu lengi en ég byrjaði 1975 og veiðin hefur farið minnkandi á þessu svæði undan- farin ár. Við fáum 140 krónur fyrir hvert dýr sem við drepum og erum á kaupi þar að auki hjá hreppunum en það eru Aðaldæla- hreppur, Ljósavatnshreppur, Reykdælahreppur, Reykjahrepp- ur, Húsavík, Tjörnes og Prest- hólahreppur.“ þetta, fær ekki veiðieðlið sem býr í mannskepnunni útrás? „Þetta er nú orðið að vana, og maður finnur ekki fyrir miklu gamni. Það er gott að vinna við þetta þegar veður er gott en oft eru þetta geysilega miklar tarnir. En ætli veiðieðlið spili ekki þarna inn í líka, ég held að við værum ekki í þessu ef við hefðum ekki áhuga á því.“ - Er ekki gaman að fást við

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.