Dagur - 19.08.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 19.08.1982, Blaðsíða 3
Steinullarfélagið á Sauðárkróki: Sambandinu boðin 30% hlutdeild Aðalfundur Steinullarfélagsins hf. var haldinn 14. júní sl. Á fundinum var kynnt bréf iðnað- arráðuneytisins þar sem skýrt er frá því að stjórnvöld séu fyrir sitt leyti tilbúin til samstarfs við félagið um að reisa og reka steinullarverksmiðju á Sauðár- króki „í samræmi við þær meg- inhugmyndir sem félagið hefur lagt fram um stærð og mark- að.“ í fréttatilkynningu frá SteinuUarfélaginu segir m.a.: Ljóst er því nú að lagðar hafa verið til hliðar hugmyndir um að reisa verksmiðju sem framleiddi að miklu leyti fyrir erlendan markað. Ennfremur er ljóst að ríkissjóður mun leggja fram 40% af hlutafé félags er tæki að sér að reisa á Sauðárkróki verksmiðju sem framleiddi aðallega fyrir inn- lendan markað. Heimildir eru einnig fyrir hendi fyrir ríkissjóð til að ábyrgjast að nokkru leyti lán- tökur þessarar verksmiðju og fella niður aðflutningsgjöld af vélum, tækjum og byggingarefni til hennar. Þær heimiídir verða að sjálfsögðu eingöngu notaðar fyrir eina verksmiðju. Á þessum grundvelli samþykkti aðalfundurinn að heimila stjórn félagsins að auka hlutafé í allt að 30.000.000 kr. Trímmá knatt- spymu- velli Starfsmenn íþróttavaUarins á Akureyri hafa vakið athygli okkar á því að þar sé nú fyrir hendi öll aðstaða fyrir þá sem vUja mæta á svæðið til að trimma. Völlurinn er opinn frá kl. 8 á morgnana til kl. 20 á kvöldin. Þarna er búningsaðstaða og böð og hægt er að skokka um á hlaupabrautunum í kring um knattspyrnuvöllinn eða jafnvel hlaupa eitthvað annað ef áhugi er á því. í kjölfar aðalfundar hefur stjórnin síðan ákveðið að bjóða Sambandi íslenskra samvinnufé- laga allt að 30% þátttöku í félag- inu. Er þetta m.a. gert vegna hinnar sterku stöðu Sambandsins í einangrunarmarkaðnum og markaðsþekkingar sem gæti skap- að grundvöll að nánu samstarfi þessara fyrirtækja um sölu og dreifingu. Einnig hefur verið ákveðið að bjóða 30% af hlutabréfum eða 9.000.000 kr. til sölu á almennum markaði. Nú að loknum sumarleyfum er hafinn undirbúningur að söfnun hlutafjárloforða og stefnt að því að þeirri söfnun verði lokið fyrir 1. okt. nk. Þorsteinn Þorsteinsson, rekstr- arhagfræðingur, fyrrverandi bæjarstjóri á Sauðárkróki, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins frá 26. júlí. Steinullarfélagið hf. hefur opn- að skrifstofu að Suðurgötu 5 á Sauðárkróki með síma 95-5321. Aðsetur félagsins í Reykjavík verður hjá Hagvangi hf., Grens- ásvegi 13, sími 83666. Fjölmenni á Hólahátíð Hólahátíð var haldin 15. ágúst sl. sem er sunnudagur í 17. viku sumars, en frá árinu 1950 hefur llólahátíð verið haldin þann dag. Að sögn formanns Hóla- félagsins, séra Árna Sigurðs- sonar, var margt manna heima á Hólum í góðu veðri. í tilefni 100 ára afmælis Hólaskóla af- henti séra Árni skólanum að gjöf áritaða biblíu frá félaginu, sem Jón Bjarnason skólastjóri, veitti móttöku á hátíðarsam- komunni. Hólafélagið er áhugamannafé- lag um eflingu Hólastaðar í kirkjulegu tilliti. Félagar eru bæði kirkjunnar menn og aðrir sem áhuga hafa á þessu máli. Hóla- félagið hefur m.a. með höndum að standa fyrir árlegri Hólahátíð, sem haldin hafur verið árlega sunnudaginn í 17. viku sumars frá 1950, eins og áður hefur komið fram, en það ár var kirkjutuminn á Hólum vígður til minningar um Jón Arason biskup og syni hans. Kirkjan er hins vegar meira en tveggja alda gömul. Þess má geta að meðal gesta á Hólahátíð var 30 manna hópur aldraðs fólks sem dvelur á dvalar- heimili fyrir aldraða sem þjóð- kirkjan rekur að Löngumýri í Skagafirði á sumrin. Þar dvelja hópar aldraðra í 10 daga í senn hver hópur. Aðsókn hefur verið góð. Að sögn séra Árna Sigurðs- sonar var þátttaka í messunni á Hólahátíð mjög almenn og yfir- leitt tókst hátíðin með besta móti. Gæsavertíðin nálgast Við bjóðum ein- og tvíhleyptar haglabyssur frá Spáni, italíu og Brasilíu. Haglaskot frá Ítalíu, USA, Rússlandi, Þýskalandi og Tékkóslóvakíu. Riffilskot frá USA og Ítalíu, allar stærðir. 35 ára reynsla í sölu vopna og skotfæra. Póstsendum. Brynjólfur Sveinsson hf. Allt á bömin Allt fyrir bömin Glæsilegt úrval af peysum. Velúrpeysur, einlitar og röndóttar, frá kr. 125.- Útprjónaðar peysur, með og án rúllukraga, frá kr. 134.- Loðfóðraðar úlpur ^ á 2-6 ára, kr. 353.- ^ Loðfóðraðir stakkar J5* á 6-14 ára, kr. 675.- # HORNIÐ sf. Kaupangi, sérverslun með barnavörur. Sími 22866 Sporthúydhf HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 adidas ^ Æfingaskór á krakkana, st. 30-38. Leirmunir - ný sending TEKATLAR - TEB0LLAR KAFFIBOLLAR - KÖNNUR DISKAR-SKÁLAR KRÚSIR-ÖSKUBAKKAR KAKTUSKER - BLÓMAP0TTAR Verið velkomin aðlíta inn Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-6. Laugardaga kl. 10-12. KOMPAN SKIPAGÖTU 2 Fimmtudagur: Diskótek. Allar heitustu plöturnar i bænum spilaðar. * FAcfnHamir _T aiinarrlamir1 Veislumatur framreiddur úr veislueldhúsinu frákl. 20-22.15. Hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur ásamt besta diskótekinu í bænum. Sunnudagur: Stuðmenn með Jakob Magnússon í broddi fylkingar frá ki. 21-01. Akureyri. sími 22770-22970 19. ágúst 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.