Dagur - 19.08.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 19.08.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Hvað er á örbylgjunni? í ávarpi sem Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, flutti í tilefni fastrar starfsemi útvarpsins á Norðurlandi með föstu starfsliði, sem nú er hafin, vék hann að þeirri „samgöngubót" sem bættur útvarpsrekstur hefði í för með sér. Út- varpsstóri sagði meðal annars: „ Samgöngur eru annað og meira en farvegir lofts, láðs og lagar, með flugvélum, bílum eða skipum. Þær eiga ekki síður við um sendingar á tali, tónum og myndum. Þessar nýju flutn- ingaleiðir þjappa saman fólki, minnka veröld- ina ef svo mætti segja. Margt er rætt um vegakerfi landsins, um fullkomnun þess og endurbætur. Vafalaust verður áður en langt um líður unnt að aka bif- reiðum um landið á langtum skemmri tíma en nú gerist og með hagkvæmari og ódýrari hætti. En enginn skyldi gleyma í þessum miklu umræðum að tafarlausar og auðveldar samgöngur af hverju tagi sem er eru ekki al- gjört og einhliða takmark í sjálfu sér. Þær bera með sér möguleika til margs konar breytinga á lífi manna og lífsviðhorfum en meginatriði málsins er lítið rætt. Hver er flutningurinn? Hvað er á örbylgjunni?" Þetta sjónarmið um gæði flutningsins sem meginatriði samgangna þ.á.m. um gæði send- inga á tali, tónum og myndum hefur gleymst að verulegu leyti í allri umræðunni um svokall- aða „frjálsa fjölmiðlun“ og „frjálsar útvarps- stöðvar". Það vill líka gleymast í þeirri um- ræðu að útvarpsstöðvar um allan heim verða að starfa eftir ströngum reglum um meðferð efnis og efnisval, burtséð frá því hvort þær eru í eigu viðkomandi ríkja eða annarra aðila. Raunar vill það líka gleymast æði oft að Ríkis- útvarpið íslenska er mjög frjáls fjölmiðill að því leyti að allir eiga að geta viðrað þar skoðanir sínar. Einhverjar kröfur verður að gera um gæði flutnings efnisins en meira að segja það atriði hefur ekki staðið mönnum fyrir þrifum að koma fram í Ríkisútvarpinu. Tilkoma deildar Ríkisútvarpsins á Norður- landi mun vafalaust auka aðild almennings að útvarpsrekstri. Norðurland mun einnig verða skýrar markað á landabréfi ljósvakafjölmiðl- unar og sjónarmið Norðlendinga munu eiga greiðari aðgang að hlustum þjóðarinnar. Þeg- ar tímar líða er ekki minnsti vafi á því að sama mun verða um fólk í öðrum landshlutum. Til- koma Norðurlandsdeildar hlýtur að leiða til aukins rekstrar útvarpsins í öðrum landshlut- um. Þess mun heldur ekki langt að bíða að Ríkis- útvarpið hefji starfrækslu staðbundinna út- varpsstöðva sem verða óbundnar dagskrá út- varpsins að öðru leyti, en fylgja að sjálfsögðu þeim efnislegu gæðakröfum sem gera verður til útvarpsrekstrar. Þetta er vænlegra frelsi en það sem boðberar frjálshyggjunnar boða í út- varpsrekstri. Þrjár nýjung fiskiðnað frá vé Odda hf. á A Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið af kappi að endurbótum á kassaklónni sem Yélsmiðjan Oddi hf. hefur framleitt um tveggja ára skeið. Það var helst fund- ið gömlu klónni til foráttu að notkun hennar var bundin við flutning á 70 og 90 lítra fiskikössum eingöngu og sáu minni fiskverkunarstöðarnar sér ekki fært að binda lyftara eingöngu við flutning á þess- um kössum þar sem jafn- framt þarf að flytja til bretti og fískikör. „Tæknideild Odda hf. hefur nú leyst þetta vandamál með því að endurhanna klóna þannig að nú má breyta henni með einu hand- fangi í stjórnborði lyftarans þann- ig að hún notist við flutning á brettum og körum eins og um væri að ræða venjulegan gaffallyft- ara,“ sagði Torfi í>. Guðmunds- son forstjóri Odda er hann sýndi okkur þessa nýju framleiðslu og kynnti auk þess aðrar nýjungar í framleiðslu fyrirtækisins. Þessi breyting úr kassakló í lyft- aragaffal eða öfugt tekur aðeins eina sekúndu og er nýja kassakló- in jafnframt mun sterkbyggðari en sú eldri. Nýja klóin hefur verið í notkun hjá Utgerðarfélagi Ak- ureyringa um nokkurt skeið og reynst vel. Áætlað er að hún verði til afgreiðslu hjá Odda hf. í októ- ber á þessu ári. Sigurður Þ. Guðmundsson við íshúðunarvél sem er í framleiðslu í fyrírtækinu. Kassalosari Torfi sýndi okkur einnig annað nýtt tæki sem er í framleiðslu hjá fyrirtækinu. Það er kassalosari en það tæki var hannað hjá Odda hf. á sl. vetri. „Kassalosarinn var sýndur á sýningunni „Fiskiðn ’82“ í vor, en þá var hann nýr. Nú er komin nokkurra mánaðar reynsla á losarann og er skemmst frá því að segja að hann hefur reynst mjög vel. Notkun kassalosarans byggist á notkun kassaklóarinnar og er með tilkomu þessara tækja úr sögunni að snerta þurfi kassana með höndum frá því þeir eru hífð- ir upp úr lest skipsins og þar til eftir þvott,“ sagði Torfi. Kassalosarinn er ótrúlega ein- falt tæki í notkun. Eftir að lyftar- inn með kassaklónni hefur lyft fiskikassanum upp á kassalosar- ann rennur kassin sjálfkrafa í gegn um losarann, hann hvolfist á leið sinni í losaranum og tekur þetta örskamma stund. Afköst í fiskmóttöku aukast til muna og meðferð kassanna batnar veru- lega við notkun þessara tækja. „Við höfum þegar hafið út- flutning á þessum tækjum. Ein kló hefur þegar verið afgreidd til Nýfundnalands og tvær til viðbót- ar ásamt kassalosara hafa verið pöntuð af sama fyrirtæki. Þá hef- ur pöntun einnig borist frá Græn- landi. Við erum mjög bjartsýnir á 4 - DAGUR -19. ágúst 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.