Dagur - 19.08.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 19.08.1982, Blaðsíða 5
 ar fyrir Ismiðjunni kureyri að þessi framleiðsla eigi eftir að líka vel og að við munum selja verulegt magn af þessum tækjum þegar við komumst á fulla ferð með framleiðsluna," sagði Torfi. reynst ærið kostnaðarsöm, en með þessu móti teljum við að við höfum tryggt okkur verkefni að minnsta kosti út næsta vetur þó svo brestur verði á öðrum verk- efnum,“ sagði Torfi. • * Ishúðunarvél Sl. haust keypti Oddi hf. fram- leiðsluréttinn af íshúðunarvél sem Verkfræðideild Háskólans hafði þróað fyrir og í samvinnu við Bæjarútgerð Reykjavíkur. Á sl. vetri var síðan unnið að endur- bótum á vélinni með tilliti til reynslu sem fengist hafði hjá Bæj- arútgerð Reykjavíkur. Fyrsta vél- in var síðan smíðuð eftir áramót og sýnd á sýningunni „Fiskiðn ’82“. Eftir sýninguna var hún reynd hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur en síðan afhent Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar sem keypti vélina og þar er hún í notkun. „íshúðunarvélin er sérbyggð til- að íshúða 7 lb. karfablokkir og skilar hún þeim í kassa jafnframt. Kostirnir við notkun vélarinnar eru jafnari og betri íshúðun, stór- aukin afköst og betri vinnuað- staða. Næsta vél verður afhent á næstunni til Útgerðarfélags Akur- eyringa og pantanir hafa borist í fleiri vélar sem verða til afgreiðslu í haust. Þróun þessara tækja hefur Bobbingar Eins og sagt var frá í Degi á sínum tíma hefur Oddi hf. verið með út- flutning á stálbobbingum. Við spurðum Torfa hvernig sú fram- leiðsla hafi gengið. „Hún hefur gengið mjög vel. Á síðasta ári fluttum við út bobb- inga fyrir um 1,8 milljónir króna og ég fæ ekki betur séð en að við munum halda okkar striki á þessu ári. Að vísu hefur Noregsmark- aðurinn dottið út að mestu vegna óhagstæðrar gengisþróunar en markaður okkar fyrir bobbingana í Kanada virðist vera mjög tryggur. Þá höfum við verið að líta í kring um okkur um aukna markaðshlutdeild í Kanada og einnig bæði í Bandaríkjunum og á Grænlandi. Notkun stálbobbinga hefur dregist verulega saman hér innanlands en þessi útflutningur hefpr orðið til þess að heildar- salan á bobbingum hjá okkur hef- ur ekki minnkað,“ sagði Torfi Þ. Guðmundsson. Tekst KA að sigra ÍBV? Fyrsta deildin heldur áfram um helgina og verða þá leiknir fimm leikir. KA á útileik gegn Vest- mannaeyingum, en þeir töpuðu fyrri leiknum við Eyjamenn mjög klaufalega. Þeir verða að fá bæði stigin í þessum leik ef þeir ætla að laga stöðu sína í deildinni og er það alls ekki ómögulegt. Að vísu munu þeir leika þennan leik Elmarslausir og er mjög óvíst hvort Aðal- steinn geti leikið með. Eyja- menn hafa ekki átt mjög góða heimaleiki frekar en KA og fylgja því góðar óskir KA til handa til Eyja. Aðrir leikir í þessari umferð eru: ísfirðingar fá Akurnesinga í heimsókn, Víkingar leika gegn Val, Kefl- víkingar gegn fram og KA gegn Breiðablik. Þórá heima- leik Bikarkeppni FRÍ á Akureyri Bikarkeppni FRÍ, 2. deild, fer fram á íþróttavellinum á Ak- ureyri laugardaginn 21. ágúst og sunnudaginn 22. ágúst og hefst fyrri daginn kl. 17.00 og seinni daginn kl. 13.00. í deildinni keppa að þessu sinni: KA, UMSE, UMSS, HSH, UMSKogÚÍA. Tvöefstu liðin í keppninni flytjast upp í fyrstu deild, en tvö neðstu falla í 3. deild. Búast má við skemmti- legri keppni, því meðal kepp- enda er margt af besta frjáls- íþróttafólki landsins. Mikið kappsmál er að komast upp í fyrstu deild og eins að forðast fall í 3. deild, svo ekki er að efa að hart verður barist um hvert stig. Keppnin fer fram sam- kvæmt ströngum tímaseðli og er því tryggt að alltaf verður mikið um að vera á vellinum. Er því kjörið tækifæri fyrir frjáls- íþróttaunnendur að mæta á völl- inn og fylgj ast með spennandi og tvísýnni keppni. - KA og UMSE sjá um framkvæmd keppninnar. Danirnir eru mættir Annarrar deildar lið KA í hand- bolta er nú byrjað að æfa á full- um krafti undir stjórn síns danska þjálfara. Þá eru einnig tveir danskir leikmenn með lið- inu en flestir sem í fyrra voru með verða það áfram. Fyrsta æf- ingin innanhúss fór fram á mánudagskvöldið og var þar mikið líf og fjör þegar íþrótta- fréttaritari Dags leit þar inn. Sá danski talaði mikið við sína menn og talaði til skiptis ensku og dönsku. Að sögn Friðjóns Jónssonar, leikmanns KA- liðsins, eru þeir mjög ánægðir með æfingarnar hjá honum og við setjum stefnuna á fyrstu deild, sagði Friðjón í lokin. Þórsarar fá heimaleik á laugar- daginn en þá leika þeir gegn Ein- herja. Einherji er mikið sput- nikk lið sem hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum undanfar- ið og eru aðeins þremur stigum á eftir Þór. Þrátt fyrir það eru Þórsarar mun sigurstranglegri og ef þeir vinna þennan þýðing- armikla leik getur svo farið, ef önnur úrslit deildarinnar verða þeim hagstæð, að þeir tryggi sér fyrstudeildar sæti á laugardag- inn. Reynir og FH eru tveimur stigum á eftir Þór og ef þeir tapa sínum leikjum í þessari umferð þurfa Þórsarar aðeins eitt stig úr þremur síðustu leikjum til að verða öruggir upp. Knatt- spyrnuáhugamenn á Akureyri ættu því að fjölmenna á völlinn á laugardaginn og hvetja heima- liðið til sigurs í þessum þýðing- armikla leik. Aðrir leikir í fimmtándu um- ferð eru þessir: Þróttur N gegn Fylki, Skallagrímur gegn FH, Njarðvík gegn Völsungi og Þróttur Reykjavík gegn Reyni Sandgerði. Þórsarar réðu Guðjón Þórsarar hafa nú ráðið til sín handknattleiksþjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Það er kunnur handboltakappi, Guð- jón Magnússon, sem um árabil lék með Víkingum. Þá lék hann um nokkurra ára skeið erlendis. Hann mun þjálfa þriðju deildar lið Þórs næsta keppnistímabil og eflaust hyggjast nú Þórsarar endurheimta sæti sitt í annarri deild. Þá skal þess getið að Þór lék einnig eitt keppnistímabil í fyrstu deild. Ingimundar- mót í golfi Ingimundarmótið í golfi fer fram á velli Golfklúbbs Akur- eyrar um helgina. Hér er um opið mót að ræða þar sem keppt verður með og án for- gjafar og verða leiknar 36 holur. Ingimundarmótið er árlegt mót hjá GA og er haldið til minningar um Ingimund Árna- son, sem var einn af félögum klúbbsins, en hann lést fyrir nokkrum árum. Ingimundur starfaði hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga og það er Kaupfélagið sem gefur verðlaun til mótsins, auk þess sem aukaverðlaun verða veitt. Mótið hefst á laugardags- morgun kl. 10 og verður síðan framhaldið á sunnudag. Góður árangur hjá 5. flokki Þórs Um helgina fór fram í Keflavík, úrslitakeppni í fimmta aldurs- flokki í knattspyrnu. Það voru strákarnir ur Þór sem sigruðu í Norðurlandsriðlinum og tóku því þátt í þessari úrslitakeppni. Leikið var í tveimur riðlum og fóru leikir Þórs í sínum riðli þannig. Þeir byrjuðu á því að gera jafntefli við ÍCR, 1-1. Síðan töpuðu þeir fyrir Val með 1-0, Valsmenn urðu síðan ís- en landsmeistarar. Síðan sigruðu þeir Keflavík með 5-4. Þeir léku síðan til úrslita um fimmta sætið við Súluna og í þeim leik sigruðu Þórsarar ör- ugglega með fjórum mörkum gegn engu. Þetta er mjög góður árangur hjá þessum ungu knatt- spyrnumönnum, en þeir eiga ef- laust eftir að gera stóra hluti fyrir félag sitt þegar fram líða stundir. 19. ágúst 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.