Dagur - 24.09.1982, Blaðsíða 5
Guðmundur Heiðar Frímannsson
Löðrandi skemmtilegt
Sjónvarp skiptir miklu máli í lífi
margra. Það er ekki alltaf nauð-
synlegt fyrir sjónvarpið að bjóða
upp á óskaplega merkilegt efni
til að hafa ofan af fyrir þjóðinni.
En stundum tekst vel til. Ég er
ekki mikill áhorfandi sjónvarps.
í>ó hef ég vissar langanir, sem ég
reyni að uppfylla með sjónvarpi.
Til að mynda horfi ég ævinlega á
vestra, þegar boðið er upp á þá.
Yfirleitt hef ég reynt að sneiða
hjá framhaldsþáttum, því að
þeir taka gjarnan mikinn tíma
og eru stundum ekkert sérlega
skemmtilegir, þegar til lengdar
lætur. En nú er svo komið fyrir
mér, eins og þorra þjóðarinnar
að því er mér skilst, að ég horfi
reglulega á einn þátt, og má
mikið ganga á til að út af því
bregði. Það er Löður.
t>að er einungis ein ástæða
fyrir þessu. Löður er alveg
óborganlega skemmtilegt. Það
kann að virðast við fyrstu sýn, að
atburðarásin sé ruglingsleg,
persónurnar yfirborðslegar,
þátturinn allur innantómur, rétt
eins og hvert annað sápustykki
(soap-opera). En það er einmitt
listin í Löðri, að verið er að leika
sér að þessu útjaskaða ameríska
skemmtiþáttaformi. Og það
tekst. Þegar maður er farinn að
kynnast persónunum sæmilega,
þá verða þær lifandi, hver með
sínu svipmóti, hver með sinn
löst og hver með sínar dyggðir.
Mitt í öllu gamninu kemur
maður ævinlega auga á alvör-
una, sem er reyndar lykillinn að
því, hve þættirnir eru góðir. Það
er verið að hæðast að hlutum,
sem öllum eru miklvægir: hjóna-
bandinu, kynlífinu, lífshamingj-
unni, dauðanum, kynvillu, ör-
lögum barna. Það er þakkar-
vert, þegar einhverjum tekst að
fá mann til að hlæja áhyggju-
laust að hlutum sem þessum.
En það eru víst ekki allir á
þessari skoðun. Sumum finnst
ekkert fyndið, að ýjað skuli að
minnihlutahópum, kynþáttafor-
dómum, kynvillu í skemmtiþátt-
um, sem eru mjög vinsælir. Nú
hefur hópur ofstopamanna í
Bandaríkjunum komið því til
leiðar, að þessir þættir eru ekki
framleiddir lengur. Þessi hópur
er nefndur á ensku The Moral
Majority eða siðferðilegi meiri-
hlutinn, sem er skýrasta dæmið
um það, sem stundum er nefnt
hægri róttæklingar vestur þar.
Þeir hafa aukið áhrif sín mjög
verulega á síðustu árum og eru
meðal annars taldir hafa komið
því til leiðar, að margir af þing-
mönnum demókrata í öldunga-
deild hlutu ekki kosningu, þegar
gengið var að kjörborðinu
síðast. Raunar sýndi sjónvarpið
stórskemmtilegan þátt um þenn-
an hóp manna nú ekki alls fyrir
löngu. Þar kom fram sú trú
þeirra, að frjálst markaðskerfi
sé reist á kristilegum forsendum,
en samt sem áður sé frelsið með
þeim hætti, að menn verði að
kunna að fara með það. Þeir
játtu því, að helsti andstæðingur
þeirra væri veraldleg mannúðar-
stefna. Venjulega skil ég það
svo, að þessi orð merki umburð-
arlyndi og skilning á því, að ann-
að fólk geti haft öðruvísi lífs-
venjur, en maður sjálfur, og
ekkert sé rangt við það. En því
er nú aldeilis ekki að heilsa hjá
meirihlutanum siðferðilega. Ör-
lög Löðurs eru dæmi um það.
Þátturinn var mjög vinsæll. Þeir
reyndu að hafa áhrif á almenn-
ing, vegna þess að þeir töldu
þáttinn ósiðlegan. Ég veit ekki,
hvaða ástæður þeir höfðu til
þess, og nenni ekki að gera mér
þær í hugarlund. En þegar ekk-
ert dró úr vinsældum þáttanna,
gripu þeir til þess ráðs, að hóta
auglýsendum því, að setja af
stað herferð gegn vörum þeirra,
ef þeir hættu ekki að auglýsa í
Löðri. Og viti menn. Auglýs-
endur gáfu eftir. Það er í sjálfu
sér auðvelt að skilja, hvaða
hvatir lágu til ákvörðunar
þeirra. Þeir vilja einfaldlega
selja sem mest og vilja því enga
áhættu taka, sem gæti komið í
veg fyrir það. En sjónvarpsstöð-
in gaf eftir líka. Kannski mátti
hún ekki við því að missa auglýs-
ingatekjur. Það hefði verið ólíkt
stórmannlegra að halda ótrauð-
ur áfram. Þó er undarlegast hlut-
skipti meirihlutans siðferðilega.
Hann trúir því, að frjáls mark-
aður sé reistur á kristiíegum for-
sendum, en vílar ekki fyrir sér
að trufla lögmál hans. Ég get
ekki betur séð, en að þetta hljóti
að stangast á og sé fordæmanlegt
í krafti þess.
En það er fleira, sem þessi
hópur hefur tekið sér fýrir
hendur. Ýmsir einstaklingar
víðs vegar um Bandaríkin hafa
verið að berjast fyrir því, að
sumar bækur verði bannaðar á
bókasöfnum, bæði almennum
og í skólum, og gegn því að
bækur, sem fjalla um fátækt,
kynþáttavandamál eða kvenna-
baráttu, séu notaðar við
kennslu. Þær bækur, sem oftast
hafa orðið fyrir barðinu á þess-
um ofstopa, eru Bjargvætturinn
í grasinu eftir J.D. Salinger og
Soul on Ice eftir Eldridge Cleav-
er. Það hefur jafnvei hent skóla-
stjórnir að banna megnið að
Shakespeare á skólabókasafn-
inu. Aðrir öndvegishöfundar
fara stundum sömu leið.
En hvernig stendur á þessu?
Hvað hefur þetta fólk til síns
máls? Hvernig réttlætir það
gerðir sínar? Vinsamlegasta
leiðin til að skýra þessar aðgerð-
ir er að líta á þær sem viðbrögð
við lausung tímans. En um leið
verður að geta þess, að viðbrögð
af þessu tæi eru samt sem áður
óskynsamleg, ráðvillt. En höf-
uðrökin, sem þetta fólk beitir
sjálft eru þau, að verið sé að
vernda verðmæti og gildismat,
sem þjóðskipulagið byggir á. í
skólum eigi að kenna börnum
sama verðmætamat og foreldr-
arnir hafa, og í sjónvarpi eigi
ekki að brjóta niður trúna á
hjónabandið, fjölskylduna eða
aðra helga hluti. Mér sýnist
skortur á gamansemi vera helsta
ástæðan til ofsans gegn Löðri.
Það er eðlilegt, að menn
spyrji, hvort stjórnarskráin í
þessu landi frelsisins verndi ekki
þegnana gegn hópum af þessu
tæi. Hún verndar þegnana ein-
ungis gegn ritskoðun yfirvalda.
Ef foreldrar vilja meina börnum
sínum að lesa einhverjar tiltekn-
ar bækur í skólanum, mega þeir
reyna að koma því til leiðar.
Það, sem þeir þurfa að gera, er
að sannfæra skólastjórnirnar
um, að þeir hafi rétt fyrir sér. Og
hafi hópar nægilegt afl, geta þeir
komið í veg fyrir, að svo ágætir
sjónvarpsþættir séu gerðir sem
Löður. Það verður víst seint
hægt að setja mönnum lög, sem
banna þeim þröngsýni.
Til að mönnum verði ljóst,
hvað er rangt við skoðanir á
borð við þessar, er rétt að þeir
leiði hugann að einni kenningu í
félagssálfræði, raunar setta fram
af vinstri róttæklingum, sem
kveður á um, að rangt sé að
leiðrétta málfar barna í skólum,
vegna þess að það valdi minni-
máttarkennd hjá þeim og geti
komið inn hjá þeim hugmyndum
um, að foreldrar þeirra tali
skakkt. Málvöndunaráráttan sé
nánast eitt baráttutæki valda-
stéttarinnar. Þetta hefur þótt
heldur fínt og róttækt á síðustu
árum. Og hvað er svo rangt við
þessar kenningar og skoðanir
róttæklinganna til hægri og
vinstri á Islandi og í Ameríku?
Það er einfalt. Það er verið að
meina börnum að verða betr-
ungar foreldra sinna. Þau geta
aldrei tekið þeim fram, ef þau fá
aldrei tækifæri til að kynnast
öðrum skoðunum og sjónarmið-
um en foreldranna.
Haustnætur I Berjadal
— Ný skáldsaga eftir Oddnýju Guðmundsdóttur
Oddný Guðmundsdóttir hefur
sent frá sér unglingabókina
Haustnætur í Berjadal. Bókin er
88 blaðsíður, fjölrituð í Letri,
kápusett og gefin út á kostnað
höfundar.
Ekki er Oddný neinn viðvan-
ingur á ritvellinum því þetta er
sjöunda bók hennar. Hinar eru:
Svo skal böl bæta, Tveir júní-
dagar, Á því herrans ári, Skuld,
Síðasta baðstofan og Kvæði og
kviðlingar. En auk þess hefur
hún fengist við þýðingar og ritað
fjölda greina í blöð og tímarit.
Unglingasagan, Haustnætur í
Berjadal, er skráð sem sendibréf
þrettán ára telpunnar Rósu til
mömmusystur. Rósa segir
frænku sinni fréttir úr Utan-
veltusveit og jafnframt skráir
hún hugrenningar sínar og lífs-
reynslu, sem hún öðlast í dag-
legu starfi og samskiptum við
fólk og fénað og umhverfi sitt.
Þó er það engan veginn nóg að
láta móðan mása, því móðir
hennar hefur sagt, að hún eigi að
vera orðin sendibréfsfær með
átján mánaða skólagöngu að
baki. Það, að vera sendibréfs-
fær, felur nokkuð mikið í sér.
Faðir Rósu liggur í sjúkrahúsi
og Todda systir hennar hefur
misst sjónina. Fjölskyldan á því
við marga ytri örðugleika að
etja. Þó er lífið auðugt af fegurð
og fyrirheitum og næmleikinn er
æskunni í blóð borin.
Þau eru mörg umhugsunar-
efnin, sem vakna í önn dagsins
og dagdraumarnir eiga sér lítil
takmörk í huga þrettán ára ung-
meyjar. Þær eru margar spurn-
ingarnar, sem brenna á vörum.
Spaklegar setningar, hending-
ar eða heilar vísur, sem fæddust
með vængi fyrir langa löngu og
eldra fólkið ber sér í munn, festa
rætur í meyrum barnshugum, en
glymjandi útvarp og sterkir
straumar nýs tíma ná einnig at-
hygli hinna ungu og sumt af hinu
„gamla og góða“ á í vök að
verjast.
Það er fróðlegt ungum og
öldnum að skyggnast inn í hug-
arheim Rósu með því að lesa
bréfin hennar. Þar kemur glöggt
í ljós, hve margt kallar á hana og
biður um athygli. Margir eru
strengirnir, sem slegið er á og vel
hljóma flestir þeirra, en jafnvel
hin klunnalegustu strengjatök
ná einnig eyrum hinna ungu,
ekki síður en annað. Það hefur
ætíð verið vandasamt að gera sér
glögga grein fyrir hlutunum og
oftast er einnig erfitt að velja og
hafna.
En ekki verður Rósu orða
vant. Hún er sendibréfsfær og
vel það, enda engin önnur en hin
landskunna málvöndunarkona
Oddný Guðmundsdóttir sem
stýrir penna hennar. Telpan þarf
ekki að grípa til skrípiláta í með-
ferð máls og stíls til að vekja á
sér athygli. Þess þurfa ekki þeir,
sem rita fagurt mál.
Oddný Guðmundsdóttir er
Oddný Guðmundsdóttir
frá Hóli á Langanesi, systir
Gísla heitins Guðmundssonar
alþingismanns. Hún er komin í
sveit hinna öldnu og á að baki
merkilegt ævistarf.
Eftir nám á Norðurlöndunum
og í Sviss kom hún heim til ís-
lands árið 1939 og gerðist far-
skólakennari. Hún sóttist eftir
að vera sem víðast til að kynnast
fólki og staðháttum, stefnum og
straumum. Áratuga kennslu-
starf við farskólana allt til þess
að þeir voru niður lagðir, færði
henni óvenjulega reynslu og víð-
tæka þekkingu á landi og þjóð.
Ekki lét hún sér þó nægja að
kenna börnum, heldur var hún
kaupakona í sextán sumur og
valdi sér vinnustaðina í sem
flestum sýslum.
Enn betur kynntist þó Oddný
landi sínu en hér var greint frá,
því hún ferðaðist á reiðhjóli sínu
um þvert og endilangt landið og
kom í flestar sveitir á landinu.
Tæplega fer það milli mála, að
hún hefur vakið athygli fyrir
hálfri öld, er hún hóf þessi ferða-
lög sín, klædd peysu og síðbux-
um og þeysti á hjóli sínu lands-
hlutanna á milli. Én í því efni var
kennarinn og rithöfundurinn frá
Hóli langt á undan samtíð sinni.
Á síðari árum hefur Oddný
Guðmundsdóttir öðru hverju
minnt á sig, auk bóka sinna, með
óvenjulega skeleggum málvönd-
unargreinum í Tímanum. Þar
tekur hún marga þá áhrifamenn,
sem á penna halda, á kné sér og
hirtir þá fyrir vankunnáttu og
sóðaskap í meðferð móðurmáls-
ins, svo undan svíður.
Unglingabókin, Haustnætur í
Berjadal, er eflaust ný aðferð
höfundar í þeirri viðleitni að
kenna mönnum að bera virðingu
fyrir íslensku máli og vitrænni,
heiðarlegri hugsun. En auk þess
er bókin skemmtileg unglinga-
bók og menn ættu að kaupa
hana sem allra fyrst. E.D.
DAGÍÚAi 5 *