Dagur - 24.09.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 24.09.1982, Blaðsíða 11
NÝJA BÍÓ Nú standa yfir sýningar á bandarísku myndinni „The seven-ups“ hjá Nýja bíó á Akureyri. Þetta er æsi- spennandi mynd sem byggir á sögu eftir Sonny Grosso, fyrrverandi lögreglumanni, þeim sama er vann að lausn heróínsmálsins mikla, og myndin „The french conn- ection“ var byggð á. Myndin fjallar í stuttu máli um hóp lögreglumanna sem kallast „the seven-ups“ en þeir eru sérstök deild innan lögregl- unnar sem fæst eingöngu við stórglæpamenn sem eiga yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm eða meira. Næsta mynd í Nýja bíó er „Lestarferðin til Hollywood“ og fjallar um popphópinn Bloodstones og ævintýri þeirra er hann skipa við að komast til Hollywood í frægðina þar. Á barnasýningu kl. 15 á sunnudag er svo boðið upp á Walt Disney myndina „Robin- son fjölskyldan“. Prestaskop Lítill drengur kom inn í kirkjuna til að skrifta fyrir presti. Syndin var sú að hann hafði kastað katli í ána. Prestin- um fannst þetta nú heldur lítil synd til þess að vera að játa hana, en sagði ekkert. Næsta dag kom annar dreng- ur og játaði sömu synd og þriðja dag- inn kom enn einn drengur og játaði sömu synd, sem sagt að hafa kastað katli í ána. Loks kom mjög lítill dreng- ur inn og þá sagði presturinn: - Jæja, drengur minn, kastaðir þú líka katli í ána? - Nei, herra, ég er Ketill... ☆ ☆☆ Presturinn var vanur að skrifa niður predikanir sínar og leggja þær á púlt- ið á ræðustólnum strax á laugardag- inn. Hringjarinn hafði horn í síðu klerks og einn góðan laugardag ákvað hann, að nú skyldi prestur fá það sem hann ætti skilið. Svo hann fjarlægði síðasta blaðið af sunnu- dagsræðunni. Svo leið að því að presturinn kæmi að lokum ræðu sinnar: - Þá sagði Adam við Evu ... eh ... hérna... hm ... ég sé ekki betur en að þarna vanti blað. ☆ ☆☆ Prestur nokkur auglýsti eftir þjóni. Næsta dag eftir að auglýsingin birtist kom ungur maður til hans. - Getið þér kveikt upp í arni og búið til morgunverð? spurði presturinn. - Ég geri ráð fyrir því, svaraði sá ungi. - En getið þér pússað allan silfur- borðbúnaðinn, þvegið upp og haldið húsinu vel hreinu? - Nei, heyrið þér nú séra minn. Ég kom hingað til þess að biðja yður um að taka að yður hjónavígslu, en ef þetta verður eins mikið erfiði og þér voruð að telja upp, þá held ég ... Spakur frá Staðarbakka var dæmdur bestur hrúta á sauðfjársýningunni fyrir fjórum árum. Mynd: G.S. Sauðfjár- sýnlngar í Evjafirði Almennar sauðfjársýningar á vegum Búnaðarfélags íslands hefjast í Eyjafirði um helgina. Verður sú fyrsta á laugardag í Glæsibæ í Glæsibæjarhreppi. Á sunnudag klukkan 10 verður sýning á Akureyrí, í fjárhúsum Áma Magnússonar varðstjóra, og klukkan 16 sama dag hefst sýning að Bakka í Ólafsfirði. Síðan verða sýningar á Eyja- fjarðarsvæðinu allt fram tU 6. október. Tilgangurinn með þessum sýn- ingum er m.a. að reyna að finna bestu hrútana til undaneldis með tilliti til kjötgæða, en jafnframt eru bæði hrútar og ær sýndar með afkvæmum og þá með hliðsjón af frjósemi og afurðasemi. Þessar almennu sauðfjársýn- ingar eru haldnar fjórða hver ár, en þess á milli hefur Búnaðarsam- band Eyjafjarðar haldið hrúta- sýningar. Aðaldómari að þessu sinni verður Jón Viðar Jónmunds- son, ráðunautur. Ian Charles að störfum. Enskur töfra- maður í Sjallanum Hver stórviðburðurinn rekur nú annan í skemmtanalífi Akureyr- inga. í vikunni sem senn er liðin skemmti dávaldurinn Frisenette bæjarbúum við geysilega hrifn- ingu, og um helgina býður Sjall- inn gestum sínum að fylgjast með töframanninum Ian Charles. Það sem vitað er um Charles þennan bendir til þess að hér fari geysilega fær maður í sínu starfi. Charles, sem er frá Englandi hefur ferðast víða um heim, og hvarvetna hlotið afbragðsvið- tökur. Hann töfrar fram hina órtúlegustu hluti, og væntanlega töfrar hann gesti Sjallans upp úr skónum um helgina. Rally-cross á Glerárdal á morgun Tólf keppendur, þar af tveir frá Húsavík, verða mættir með bflana sína í malarnám Akureyrarbæjar á Glerárdal kl. 14 á morgun (laugardag), en þar hefst þá Norðurlands- keppni í Rally-cross akstri. I keppni þessa verða notaðir bílar sem eru komnir eitthvað á annan tuginn flestir hvað aldur snertir. Keppnin er í því fólgin að fjórir bílar aka í einu ákveðna braut, og takmarkið er auðvitað að komast fyrstur í mark. Eknar verða nokkrar umferðir og eru stig veitt fyrir hverja umferð þannig að fyrsti bíll fær 4 stig, næsti 3 og svo áfram. Brautin sem keppt verður í er malarbraut, og hefur fram að þessu verið ekin réttsælis. Hins- vegar fundu einhverjir ökumenn út að með því að aka brautina rangsælis fæst meiri hraði, og í lok beins kafla í brautinni er mikill stökkpallur sem bílunum verður ekið fram af í loftköst- um. Það má því búast við að áhorf- endur fái sitthvað til að horfa á, en áhugi á þessari grein bíla- íþrótta hefur vaxið mjög upp á síðkastið. Úrslit í Flrmakeppni í knattspymu Firmakeppni Knattspyrnu- ráðs Akureyrar utanhúss hófst 7. september. Alls til- kynntu 15 lið þátttöku og var þeim skipt i tvo riðla. Var leikið á báðum malarvöllum félaganna. Riðlakeppni lauk sl. þriðju- dag og höfðu þá verið leiknir alls 28 leikir. Sigurvegarar í riðla- keppninni urðu Akureyrarbær gatnagerð og Iðnaðardeild Sam- bandsins. Mætast þau því í úr- slitaleik um sæmdarheitið Firmameistari Knattspyrnuráðs Akureyrar 1982 utanhúss og verður leikurinn á KA-velli nk. laugardag 25. september kl. 14.00. Er því ekki tilvalið að mæta á völlinn og sjá fjörugan knatt- spyrnuleik í lok vertíðar? Beint flug í sólina Sumarauki á strönd Benidorm í þrjár vikur. Beint flug báðar leiðír, möguieiki á að hafa viðkomu í London eða Amsterdam á heim- „3 leið. §§ Sérstaklega heppileg ferð fyrir aldraða. Þeim til aðstoðar verður Gréta Halldórs, hjúkrunarfræðingur frá Akureyri, sími 96- a? 24155. FERDA& 28133 .MjDsjqpjNi ?4l?sep|pB\be|r,19^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.