Dagur - 24.09.1982, Blaðsíða 3
Lengsta,, golfhola6 4
á Islandi ____Óvenjuleg golfkeppní_
Vegfarendur víð Eyjafjarðará
sl. sunnudag ráku upp stór
augu er þeir óku þar fram á
Þorbergur býr sig undir að slá yfir
Eyjafjarðará.
hóp manna sem voru að spila
golf. Lái þeim hver sem vill,
því hingað til hafa kylfingar
Einar Pálmi líka.
Hver höndin upp á móti annarri í skóginum. Einn sagði að kúlan vœri við
þetta tré, annar að hún væri við annað tré og svo framvegis.
haldið sig inn á golfvöllum
sínum, en ekki þeyst um með
kúlurnar sínar á almannafæri.
En það er til skýring á þessu.
Sex kylfingar ákváðu að spila
lengstu golfholu sem spiluð hef-
ur verið á íslandi og eftir miklar
vangaveltur var ákveðið að spila
frá Eyjafjarðará og upp á efstu
holuna á golfvellinum að Jaðri.
Þeir sem tóku þátt í þessu voru
Gunnar Gunnarsson, Einar
Pálmi Árnason og Einar Gunn-
arsson sem skipuðu annað liðið
(hér eftir nefndir EGE-flokkur-
inn), og Þorbergur Ólafsson,
Jöggvan Garðarsson og undirrit-
aður sem skipuðu hitt liðið (hér
eftir nefndir Jöggvanar).
Þrír og þrír léku saman sem
fyrr sagði, og spilaði hvort lið
einum bolta sem sleginn var til
skiptis af þátttakendum. Var
hafður með fullur kassi af golf-
boltum ef mikið myndi týnast af
þeim á leiðinni, og annar nauð-
synlegur útbúnaður.
Fyrstu höggin voru slegin yfir
Eyjafjarðará og svifu boltar þar
fallega yfir í léttum bogum.
EGE-flokkurinn náði strax for-
skoti nokkru því Jöggvanar
lentu í miklum vandræðum utan
vegar. Kom fyrir ekki þótt Jögg-
van sjálfur fengi lánuð klofstíg-
vél hjá vegfaranda einum og
væði í þeim eftir kúlunni í mýri
eina mikla. Þegar upp á hæðina
ofan Drottningarbrautar var
komið hafði EGE-flokkurinn
náð 20 höggum í forskót.
En það var vitað mál að Jögg-
vanar hefðu betra liði á að skipa
þótt þeir væru heldur seinir í
gagn. Enda fór svo að norðan
Kjarnaskógar fóru Jöggvanar að
sækja á. Voru þeir sérstaklega
beittir eftir að hafa farið í út-
reiðartúr Þorbergur og Jöggvan
og léku á als oddi.
Ofan vegarins norðan Kjarna
skiptust Ieiðir nokkuð og hélt
EGE-flokkurinn til fjalls á með-
an Jöggvanar fóru beint af aug-
um í norður í átt að golfvellin-
um. Fór líka svo að þegar fund-
um liðanna bar aftur saman
hafði forskot EGE-flokksins
minnkað í 6 högg og voru þeir
greinilega að brotna.
En þá tóku sig upp meiðsl sem
Þorbergur hafði hlotið í útreið-
unum fyrr um daginn og má
segja að hann hafi slegið með
Málin rædd í upphafi ferðar við Eyjafjarðará. Frá vinstri eru Guðmundur „Gulli“ sem er aðdáandi EGE-
flokksins, Einar Pálmi, Gunnar, Jöggvan og Þorbergur. Einar Gunnarsson sést bak við Gulla lengst til vinstri.
annarri hendi það sem eftir var.
Kvartaði hann mikið undan því
að geta ekki beitt átökum við
kylfuna eins og hann er vanur.
Haldið var sem leið lá út að
golfvelli og komið þar inn á 17.
braut. Hún var spiluð en farið af
henni og yfir á 7. braut. Sú braut
var spiluð „öfugt“ og púttað út á
6. flöt. Þegar upp var staðið
hafði EGE-flokkurinn spilað á
72 höggum en Jöggvanar tóku
ósigrinum vel með sín 80 högg.
Vissu þeir að hefði Þorbergur
sleppt útreiðunum og geta tekið
á kylfunni hefðu þeir unnið og
tími hefndarinnar á eftir að
renna upp.
Þetta er lengsta „golfhola"
sem spiluð hefur verið á íslandi
og er um 5 km á lengd. Voru
menn orðnir nokkuð lúnir í lok-
in enda hafa þeir sennilega geng-
ið 7-8 km. En samt sem áður er
ákveðið að slá þetta met ein-
hvern tíma en ekki hefur verið
ákveðið hvaða leið verður þá
farið. gk.-
Jöggvan slær í klofháu stigvélunum í mýrinni.
Einar Gunnarsson hætti við að fara fram á Hrafnagil.
24. september 1982 - DAGUR - 3