Dagur - 24.09.1982, Blaðsíða 6
Spjallaö við Stefán Asbjamarson frá Guðmundarstöðum:
aura
ems
aldrei
Viö brúkum mikið orf og ljá. Ekki
eigum við traktor, en bóndinn á
næsta bæ slær fyrir okkur allar
sléttur með einum slíkum. Ef ég á
að bera saman búskaparhætti í
dag og hér áður fyrr þá finnst mér
þeir sem nú tíðkast miklu léttari
en hitt er aftur annað mál að þeir
bjóða upp á miklu meiri skulda-
söfnun.
- Ég geri þá ráð fyrir að þið
bræður hafið varað ykkur á því í
gegnum tíðina að skulda bönkum
og kaupmönnum.
- Við höfum aldrei skuldað
nokkrum manni nokkra krónu.
Auðvitað líður okkúr betur í sál-
inni af þeim sökum en við verðum
fyrir áföllum engu að st'ður. Ég
get sagt þér að við settum á í haust
125 kindur, af þeim drápust 5 full-
orðnar og átta unglömb. Tíu ær
urðu lamblausar í vor. Annars tal-
aði ég við bróðir minn í fyrradag
og hann hafði séð nokkrar af
ánum koma af fjalli. Það vantaði
lömbin undir nokkrar þeirra og
það sem verra var - ærnar voru
kílaveikar. Það er plága sem hef-
ur leikið marga grátt.
- Hvernigersú veiki tilkomin?
- Það var þannig að maður hét
Björn Pálsson, gullsmiður frá
Refstað, fluttist búferlum að
Vfðikeri í Bárðardal. Hann fór
fór með tvo vinnumenn að leita að
fénu. Þeir voru marga daga að
tína það saman og koma því
heim. Annar vinnumaður gekk
svo nærri sér í þessu að hann lagð-
ist niður og dó, en Björn fór í
fótum, hann var alltaf fótaveikur
eftir þetta.
Eftir harða vorið 1906 átti
Björn aðeins eftir 26 kindur, það
komu fram svo mikil fóðursvik í
ánum, þær urðu máttlausar og
dóu. Hann náði sér aldrei eftir
það.
Og ég man eftir Einari Jónssyni
frá Hofi, hann var alveg einstakur
maður, lést skömmu eftir 1930 í
Reykjavík. Austur á Héraði var
steindrangur í á. Þessi drangur
hafði orðið mörgum að fjörtjóni.
Einu sinni var Einar að fara yfir
ána. Hann steig af hestinum í
miðri ánni og velti drangnum af
stalli, eftir það varð hann engum
að fjörtjóni.
Svona karlar eru horfnir. Það
gera þjóðlífsbreytingar. Skólar og
ný tækni gera það að verkum að
nú koma færri einstaklingar sem
skara fram úr.
maður var séní. Kristján var far-
inn að þýða úr stórmálunum stór-
brotin kvæði aðeins tvítugur að
aldri. í regindal á fimbulköldum
fjöllum/fjarri vökva og lífshjara
öllum. Kristján fór í Lærða skól-
ann en hann var alltaf undir
áhrifum víns að meira eða minna
leyti. Þegar hann fór úr skólanum
gerðist hann kennari á Vopnafirði
hjá dönskum selstöðukaupmanni
og þar andaðist Kristján í mars
1869. Kristján Jónsson var talandi
skáld. Einu sinni komu Fjalla-
menn í kaupstað og þá var Vil-
hjálmur Oddsson, stórbóndi á
Hrafnsstöðum, í kaupstað. Vil-
hjálmur varpaði eftirfarandi vísu
til Fjallamanna:
Fúlir standa Fjallamenn
ífjörugrýti,
ataðir í aur og skíti,
allir fara þeir í víti.
Þá svarar Kristján:
Vilhjálmur oss vinarkveðjur
vandað hefur,
viðmótsblíður var sem refur,
Vopnafjarðargáttaþefur.
Þessi Vilhjálmur bjó á Hrafns-
stöðum og hann var svo mikill
stórbóndi að hann hafði níu
vinnumenn. Þeir heyjuðu engja-
ræpur inn um alla Smjörvatns-
heiði.
Ég held að það hafi verið Matt-
hías Jochumson sem skrifaði að
Kristján Jónsson hafi verið gáfað-
astur allra þeirra sem voru honum
samtíða í skóla.
- Minnugur endaloka Krist-
jáns sem andaðist ungur af völd-
um áfengisneyslu, hefur þú ekki
forðast áfengi?
- Ja, ég smakkaði það dálítið á
tímabili en ég var aldrei spenntur
fyrir áfengum drykkjum, þótti
þeir aldrei góðir. Ég var með
minnimáttarkennd og því drakk
ég ögn til að vera með.
Aldrei aurar á götum
Akureyrar
- Hvað um konur í lífi ykkar
bræðra, hafið þið aldrei kvænst?
- Nei, aldrei kvænst. En við
eigum minningar sem við getum
ornað okkur við. Kvenfólk virð-
ist alltaf hafa verið hænt að mér.
Ekki veit ég hvernig stendur á
því. Það hefur komið í ljós þessa
síðustu daga mína á Akureyri. Ég
var í Sjálfstæðishúsinu á laugar-
daginn og þá sveif kona á mig,
faðmaði mig og kyssti. Ég þekkti
hana ekki neitt, en hún sagðist
vera úr Reykjavík.
'■-5|
ungdómurinn
þér um unga fólkið sem þú sást á h
þeim slóðum?
- Mér finnst
vera gjörvilegur, fríður. Það er
auðséö að hann hefur fengið góð- ■ ■
an aðbúnað því það sést ekki j
nokkurt mótlæti í andlitsdráttun- >|í:
um. Unga fólkið þekkir ekki ann- . .(jr*
að en það sem er gott og þar af t; '.
leiðandi er það gott í sér við aðra. töí,
Ég álít að framtíð unga fólksins á . -
íslandi sé björt.
Seinnipartinn man ég
- Eigum við að fara aftur í hag- bí!
yrðingana? Það lék nefnilega orð á því að
- Við getum gert það.i Á/. Tryggvi ætti barn sem hann vildi
Fljótsdalshéraði bjó góður hag- ;;!«kki kannast við. Eitt sinn hélt
yrðingur, Sigfinnur Mikaelssbn. i.kvenfélagið á Vestdalseyri tom-
Einu sinni kom Tryggvi stórbóhdi ibólu og fékk ýmsa hluti gefins. Ég
á Víðivöllum í kaupstað á Seyðis-eiíman ekki fyrripartinn í vísu
firði og þegar hann kom inn í búð~6iSigfinns, sem hann orti um
ina var Sigfinnur þar fyrir ogvar, tombóluna, en seinnipartinn man
að versla. Tryggvi fór að hafa orð ég og hann er góður:
á því við Sigfinn af hverju hamr: Falsi sýkt varfrúarvolið,
taki svona mikið, fátækur maður- : • - fyrst var sníkt en síðan stolið.
inn. Þá svaraði Sigfinnur: Frúrnar gátu ekkert við vísunni
Ég vil ekki láta líða, sagt, hún var of góð.
litla hópinn minn. - Hvað getir þú sagt mér af álf-
Ekki munt þú annast betur um og draugum í þinni sveit?
ómerkinginn þinn. - Þegar ég var strákur hlýt ég
að hafa verið skyggn. Eitt sinn var
ég sendur sólbjartan sumardag til
að vitja um hesta, sem átti að nota
til að hirða töðu síðar um daginn.
Þegar ég var kominn alllangt í átt-
ina til hestanna varð mér litið til
annarrar handar, sá ég þá kven-
mann sem fór ekki neinn alfarar-
veg. Ég man eftir því að ég var
mest hissa á því hvað konan var í
skærlitum fötum. Þau voru eins
blá og himininn. Hún gekk rösk-
lega og sveiflaði handleggjunum.
Fé sem var á leið hennar
styggðist, svo hvarf hún fyrir
hraun sem er á milli Guðmundar-
staða og Hrafnsstaða. Þó ég væri
hissa á því að nokkur manneskja
skildi vera á ferð í svona þurrki,
og það að vaða yfir tvær ár sem
eru á leiðinni frá Hofi, en þaðan
hélt ég að hún hefði komið því
stefnan var þannig. En þegar ég
spurði Hrafnsstaðafólkið um kon-
una kom í ljós að það hafði verið í
svokallaðri Rennu við hey allan
daginn og enginn hafði komið.
Það er engin önnur skýring á
þessu en þarna hafi huldukona
verið á ferð og að hún hafi búið í
hraununum.
Haustið 1918, þegar ég var á
áttunda árinu, áttum við kind sem
hét Breiðhyrna. Hún var afskap-
lega túnsækin og hún hafði það til
að vera á kampi, sem var hlaðinn
að bænum. Breiðhyrnu þótti gott
að bíta á kampinum enda var
hann grasi vaxinn. Breiðhyrnu
var lógað þetta haust. Viku síðar
vorum við öll saman komin í eld-
húsinu sem kampurinn var hlað-
inn að, þá heyri ég að kind er að
krafsa á kampinum. Það var glaða
tunglsljós og ég fór út til að vita
hvað væri á seyði. Kindin er að
kroppa þangað til ég er kominn að
kampinum, þarna var dauða ærin
og það var rauður taumur niður
hálsinn. Ég var stjarfur af
hræðslu, stóð grafkyrr og horfði á
þetta. Þegar ég komst inn sagði ég
að ærin hefði verið þarna og fólk-
ið fór út, en þá var þar ekki nokk-
ur skepna, ekkert.
Stefán er hljóður en segir svo: -
Æ, ég á víst að vera kominn í
endurhæfingu upp á sjúkrahús.
Það verður að ráði að spyrillinn
býður honum far og þakkar þess-
um aldnar heiðursmanni fyrir
spjallið. Og nú er Stefán kominn
austur og farinn að sýsla við ærnar
ásamt Sighvati bróður sínum.
Stefán heitir maður og er Ás-
bjarnarson, „gamail einsetu-
karl“ eins og hann orðar það
sjáifur. Stefán er bóndi og býr
ásamt bróður sínum Sighvati á
Guðmundarstöðum í Vopna-
firði. Þeir bræður hafa alið ali-
an sinn aldur á Guðmundar-
stöðum, skulda engum neitt og
munu tæpiega eiga það eftir.
Stefáni liggur hátt rómur, tekur
í nefið og segir sjálfur að þeir
bræður séu 19. aldar menn.
„Ég tók við búinu 1947, þá dó
faðir minn. Móðir mín, Ástríð-
ur Kristjana Sveinsdóttir, lifði
til 1956,“ sagði Stefán og saup
úr kaffibollanum.
Við erum gamaldags
- Er það rétt að þið bræður hafið
ekki tekið upp nútíma búskap,
haldið ykkur við það gamla?
- Já, við erum gamaldags. Mér
finnst við vera 19. aldar menn því
hugsunarháttur okkar er þannig.
með ær sínar norður. Tvær af
þessum ám syntu yfir stórfljótin
og voru komnar í Vopnafjörðinn
haustið eftir. Þeim varekki lógað,
heldur settar á vetur og þar með
var kílaveikin komin til Vopna-
fjarðar.
Fúlir standa
Fjallamenn
Hábölvaður
hundsrassinn
Svona karlar eru
horfnir
- Ef horft er til baka má þá segja
sem svo að áður fyrr hafi verið
uppi meiri persónuleikar hér á
landi?
- Já, menn höfðu miklu meiri
séreinkenni. í því sambandi
minnist ég Björns Pálssonar og
Björns Sigurðssonar á Hrafns-
stöðum. Björn þessi Sigurðsson
var austan af Jökuldal og kom til
Vopnafjarðar haustið 1905 og rak
fé sitt austur yfir Smjörvatns-
heiði. Hann var með um 260 fjár
og allt saman blákolótt. Vorið
1906 kom ógurlegt veður og ærnar
hans voru þá allar konmar upp á
Smjörvatnsheiðar og snjórinn
alveg ofboðslegur. Hann Björn
- Éru ekki skáld á hverri þúfu
fyrir austan?
- Ja, það voru og eru til hag-
yrðingar eða klambrarar eins og
ég og mínir líkar. Já, já, ég á til
ljóta vísu. Frá því að ég var 18 ára
gamall hefur þunglyndið þjáð mig
og einu sinni setti ég saman vísu
um það. Ég hef farið með hana
fyrir geðlækna og þeir hafa sumir
skrifað hana niður, talið vísuna
vera mikið innlegg í baráttu
þeirra við þunglyndið. Vísan er
svona:
Hver einasti dagur er mér böl,
allt er lífið stríð og kvöl,
þrungin af mœðu og myrkri,
hugsanagleðin horfin er,
harmur og þreyta brjóstið sker,
sem herpist í helgreip styrkri.
- Þetta töldu sumir læknanna
líkjast því sem Kristján fjalla-
skáld orti á sínum tíma.
- Þaðerekkileiðumaðlíkjast.
- Neiii, séníinu sjálfu. Sá
- Kristján hefur verið alveg ein-
stakur maður. Á þessum tíma bjó
á Fjöllunum stórbóndinn Kristján
Jóhannsson, sonur Holtastaða-
Jóhanns í Húnaþingi. Einu sinni
komu Fjallamenn í kaupstað,
eftir að Kristján fjallaskáld var
orðinn barnakennari hjá þeim
danska. Skáldið var þá drukkið og
lá í vilpu er kom frá húsunum,
virtist hafa dáið víndauða og
hafnað í vilpunni. Kristján Jó-
hannsson spyrnir fæti í nafna sinn
og segir háðslega: Þarna liggur þá
skáldið okkar. Þá leit Kristján
fjallaskáld upp og sagði:
Farðu bölvaður frá mér brott,
forðist þig allt sem heitir gott,
yfir þig dynji hróplig hríð,
himinn og jörð þér risti níð.
Þetta er ægileg vísa. Um Vopna
fjarðarkauptún orti hann þetta:
Hábölvaður hundsrassinn,
húsið villtra sauða,
yfir þig helli andskotinn
ógnum hels og dauða.
- Kanntu betur við þig í svéit-
inni en í kaupstað eins og Akur-
eyri?
- Ég er ekki viss um það. Mér
finnst Akureyri ósköp fallegur
bær. Ef við berum saman Akur-
eyri og Reykjavík þá get ég sagt
þér að það sjást aldrei aurar á göt-
um Akureyrar, en í Reykjavík er
það þannig að ef maður kemur að
morgni dags að sjoppunum þá
getur maður tínt upp aura eins og
ber. Það hef ég gert í Breiðholt-
inu.
- Hefur virðing manna fyrir |
krónunum minnkað með árun-
um?
- Virðing? Virðingin hefur ef-
laust minnkað þar sem mikið er
um þá, en þar sem er lítið af þeim
eins og hjá okkur bræðrum er sú
virðing alltaf hin sama. Fróðir
menn hafa sagt að ef menn eyði
nógu miklu þá komi engin j
kreppa. Þeir sem spari mikið séu
kreppuvaldar. En þetta get ég
ekki skilið, ég hef haldið að verð-
bólgan stafaði af því að menn eyði
of miklu.
- Þú segir mér að þú hafir
heimsótt Sjallann. Hvað fannst
6 - DAGUR - 24. september 1982
24. september 1982 - DAGUR - 7