Dagur - 30.09.1982, Side 1
GULLKEÐJUR
8 K. OG 14 K.
ALLAR LENGDIR
VERÐ FRÁ
KR. 234.00
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
65. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 30. september 1982
107. tölublað
Utvarpsnefnd einhuga
um afnám einkaréttar
Næstkomandi föstudag mun
útvarpslaganefnd, sem Ingvar
Gíslason menntamálaráð-
herra skipaði tíl að endur-
skoða útvarpslögin, skila áliti.
Samkvæmt upplýsingum sem
Dagur telur áreiðanlegar, er
nefndin sammála um að það
beri að leyfa frjálsan útvarps-
rekstur á Islandi með ákveðn-
um skilyrðum. Nefndarmenn-
irnir, sem eru sjö að tölu,
munu þó ekki vera einhuga
um þau skilyrði sem ber að
setja.
Markús Einarsson, veður-
fræðingur, sem sæti á í nefndinni
varðist allra frétta er Dagur
spurði hann um hvað iiði störf-
um nefndarinnar, en sagði þó að
nefndin myndi halda fund nk.
föstudag og ganga endanlega frá
áliti sínu, sem er í frumvarps-
formi.
„Mér finnst óviðkunnanlegt
að kynna niðurstöðurnar áður
en menntamálaráðherra fær þær
í hendur,“ sagði Markús. „Ég vil
ekkert segja annað en það sem
öllum er 1 j óst, að í þessum tillög-
um okkar felast verulegar breyt-
ingar.“
- Er nefndin einhuga um
þessar breytingar?
„Nefndin hefur verið nær ein-
huga um meginlínur, en sjö
manna nefnd verður aldrei ein-
huga um einstök framkvæmdar-
atriði. f>að er alveg ljóst. Menn
eru með sérálit," sagði Markús
Einarsson að lokum.
Er bjartara
framundan
hjá iðnaðar-
mönnum?
„Það var faríð af stað með
þessa atvmnumálakönnun
alveg nýlega, en hún er fram-
kvæmd á vegum Landssam-
bands iðnaðarmanna og Meist-
arasambands byggingar-
manna,“ sagði Marinó Jónsson
á skrifstofu Meistarafélags
byggingarmanna á Akureyri í
samtali við Dag.
„Þessi könnun er bundin við
Norðurland og nær yfir svæðið frá
Sauðárkróki og austur að Húsa-
vík. Hún fer þannig fram að öllum
félögum innan meistarafélaganna
er sent eyðublað sem þeir fylla út
og á að koma fram hvernig staða
þeirra er, hvað sé framundan,
hvað þeir eru með marga iðnað-
armenn í vinnu, hvort þeir hafi
þurft að segja upp mönnum eða
þurfi að segja upp mönnum, hvað
þeir sjái verkefni langt fram í
tímann og fleira í þeim dúr. Þá
hefur öllum byggingarfulltrúum á
svæðinu verið sent eyðublað og
þess farið á leit við þá að þeir gefi
upp fjölda íbúða í byggingu og
fjölda íbúða sem lokið hefur verið
við á árinu og fleira.“
Eftir að gögn hafa borist Lands-
sambandi iðnaðarmanna verður
unnið úr þessum upplýsingum og
fæst þá skýr mynd af ástandinu
eins og það er í dag og eins hvað
framundan er.
Marinó sagði okkur að Meist-
arasamband byggingarmanna á
Akureyri hafi gert skyndikönnun
í sumar á atvinnumálum. „Það
var ekki annað að sjá samkvæmt
þeirri könnun en að öll verkefni
væru að klárast. Nú virðist hins-
vegar hafa komið inn einhver
verkefni, og ég fæ ekki betur séð
en staðan sé að breytast dálítið
mikið. Ég get ekki séð hvað það
endist lengi, en það hefur verið
beðið töluvert meira um verkefni
há fyrirtækjunum í september en
útlit var fyrir.“
Ær þykja vágestir í trjágróðrí, enda þykir þeim hann góður. Þessar kindur
voru að spássera í trjáreit í Glerárhverfi í gærmorgun og var ekki annað hægt
að sjá en þeim líkaði fæðan vel. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar verða
þær sendar inn í eilífðina á mánudag. Mynd: áþ.
Gamla
kjötið
búið
— lítil sala á
nyju kjoti
„Málið er ofur einfalt. Það er
ekki til neitt af gamla kjötinu,
það er hreinlega uppselt. Eitt-
hvað smávegis er til af öðrum
flokki hjá afurðasölu Sam-
bandsins í Reykjavík en úti á
landi er allt gamla kjötið búið.
Ég var búinn að fá vilyrði fyrir
kjöti frá Kópaskeri en við nán-
ari athugun kom í ljós að þeir
vildu ekki láta það Iitla sem þeir
áttu eftir,“ sagði Brjánn Guð-
jónsson, deildarstjóri matvöru-
deildar KEA í viðtali við Dag.
Brjánn sagði að KEA hefði
fengið kjöt austan úr Þingeyjar-
sýslu, um 14 tonn, þannig að unnt
hefði verið að hafa gamla kjötið á
boðstólum alveg fram undir slát-
urtíð. Ljóst væri að gífurlega
mikið hefði selst af kjöti. Segði
það nokkra sögu, að samkvæmt
upplýsingum frá sláturhúsunum
er sáralítil sala í nýja kjötinu. Svo
virðist því sem fólk hefði birgt sig
vel upp af gamla kjötinu. Ef ein-
hverjar birgðir væru af gömlu
kjöti þá lægju þær hjá neytendum
sjálfum, sagði Brjánn Guðjóns-
son.
Næsta fyrirtæki í orkufrekum
iðnaði rísi á Eyjafjarðarsvæðinu
segir í samþykkt bæjarráðs Akureyrar
Að undanförnu hefur bæjarráð
Akureyrar fjallað um atvinnu-
mál og á síðasta fundi ráðsins
var endanlega gengið frá svör-
um við spurningum sem fram
komu á sameiginlegum fundi
samstarfsnefndar um iðnþróun
á Eyjafjarðarsvæðinu og
bæjarráðs. Svör bæjarráðs
verða lögð fyrir fund bæjar-
stjórnar sem haldinn verður
nk. þriðjudag.
Ein spurninganna fjallaði um
afstöðu bæjarstjórnar Akureyrar
til orkufreks iðnaðar á Eyjafjarð-
arsvæðinu. í svari bæjarstjórnar
kemur fram að bæjarstjórn telur
að nýta beri þau tækifæri til
atvinnusköpunar sem landið og
hafið umhverfis bjóði upp á, þ.e.
þær auðlindir sem þjóðin hefur
yfir að ráða. Síðan segir: „Vegna
þeirrar umræðu sem nú fer fram
um hvernig nýta beri raforku þá
sem áformað er að framleiða með
fallvötnum landsins vill bæjar-
stjórn árétta að hún telur rök
hníga að því að næsta fyrirtæki í
orkufrekum iðnaði sem reist
verður á landinu rísi á Eyjafjarð-
arsvæðinu. Því beinir bæjarstjórn
því til stjórnvalda að nauðsynleg-
um rannsóknum á svæðinu verði
hraðað og á grundvelli þeirra
niðurstaða verði tekin ákvörðun
um stofnun slíks iðnaðar í sam-
ráði við íbúa svæðisins."
Fulltrúi kvennaframboðsins,
Valgerður Bjarnadóttir, vildi
taka fram vegna framangreinds
að við atvinnuuppbyggingu á
Eyjafjarðarsvæðinu megi ekki
einblína á álver eða sambærilega
stóriðju. „Það fjármagn sem í
stofnun og rekstur slíks fyrirtækis
færi er æskilegra að nýta til upp-
byggingar iðnaðar sem byggir á
innlendum hráefnum og veldur
hvorki félagslegri né náttúrufars-
legri röskum," segir í athugasemd
fulltrúa Kvennaframboðsins.
í svari bæjarráðs kemur einnig
fram að bæjarfulltrúar hafa mis-
munandi afstöðu til þess hvert
skuli stefna um rekstrarform og
stærð fyrirtækja. Hins vegar sé
tæplega ágreiningur nú um, að
rekstrarform skuli vera sem fjöl-
breytilegast og að atvinnufyrir-
tæki í bænum stækki og eflist.
Bæjarráð lagði éinnig til við
bæjarstjórn að eftirfarandi tillaga
verði samþykkt: Bæjarstjóm Ak-
ureyrar samþykkir að fela bæjar-
ráði að leita eftir viðræðum við
iðnaðarráðuneytið (iðnaðarráð-
herra) til þess: a) að afla upplýs-
ingE um uppbyggingu orkufreks
iðnaðar og hvaða tegundir iðnað-
ar komi helst til greina á næstu
árum. b) að skýra afstöðu bæjar-
stjórnar til orkufreks iðnaðar á
Eyjafjarðarsvæðinu og koma á
skoðanaskiptum milli ríkisvalds
og bæjarstjórnar um það efni.
Bæjarstjórn hveturönnursveit-
arfélög á Eyjafjarðarsvæðinu til
að efna til sams konar viðræðna
við ríkisvaldið og lýsir áhuga sín-
um á samvinnu við þau um þess
konar viðræður."