Dagur - 30.09.1982, Page 8

Dagur - 30.09.1982, Page 8
RAFGEYMAR í BÍLINN, bátinn, vinnuvéuna VEUIÐ RÉTT MERKI Mikil aukning á norð- lensku útvarpsefni Vetrardagskrá Ríkisútvarpsins byrjar í október. Aldrei þessu vant eiga Norðiendingar stóran hlut i dagskránni, en í vetur verða fjölmargir fastir dagskrárliðir í umsjón Norðlendinga. Þar að auki munu þeir annast ýmsa staka þætti eins og á gamlárskvöld. „Tími minn, síðan ég kom norður hefur mikið farið í að leita að dag- skrárgerðarfólki. Það er ekki tínt upp úr lynginu frekar en bláber- in,“ sagði Jónas Jónasson er Dag- ur ræddi við hann. Fyrsti þátturinn í umsjón Norð- lendinga er spurningaþáttur, sem er á dagskránni á sunnudagskvöldið. Umsjónarmaður er Guðmundur Heiðar Frímannsson, en hann ann- aðist slíkan þátt fyrir tveimur árum á móti Jónasi. í vetur verða dómarar þáttarins víðsvegar að af Norður- landi, en sá fyrsti er Jón Hjartarson, skólameistari á Sauðárkróki. Að- stoðarmaður Guðmundar verður Þórey Aðalsteinsdóttir. Síðar um kvöldið, nánar tiltekið kl. 23.00 verður tónlistarþáttur á dagskrá í umsjá Helgu Alice Jóhanns. Viku seinna kemur svo Hilda Torfadóttir á Laugum í Reykjadal, og skiptast þær svo á að leika þægilega tónlist undir nóttina og kynna hana. Á mánudag kl. 11.30 hefur nýr þáttur göngu sfna. Umsjónarmaður hans er Hermann Arason og nefnir hann þáttinn Lystauka og fjallar Hermann um menn og málefni og mun leita fanga víða á Norðurlandi. Þriðju- daginn 12. október verður Ólafur Torfason með þátt kl. 17.20, sem heitir Sjóndeildarhringurinn. Við- fangsefni þáttarins er það sem er á sjóndeildarhringnum hverju sinni. Fimmtudaginn 7. október byrjar tónlistarþáttur, sem hefst kl. 11.00. Þeir Gestur E. Jónasson og Ingimar Eydal skiptast á um að annast þáttinn, sem er vikulega eins og ann- að sem áður er getið. Hálfsmánaðar- lega verður þáttur, sem hefur göngu sína 9. október. Þetta er tónlistar- þáttur sem er kl. 17 á dagskrá út- varpsins og nefnist hann Hljómspeg- ill. Umsjónarmaður er Stefán Jónsson, bóndi á Grænumýri í Skagafirði. Stefán kemur með eigin plötur og leikur sígilda tónlist í klukkustund. Haraldur Sigurðsson, bankastarfsm. á Akureyri verður einnig með þátt hálfsmánaðarlega á móti Þorsteini Hannessyni. Harald- ur kallar þáttinn Gamlar plötur og góða tóna og kemur hann fyrst á öldur ljósvakans 16. október kl. 21.30. Þá er þess að geta að þriðju- daginn 5. október verður umræðu- þáttur um stöðu myndlistar á Akur- eyri í nútíð og fortíð. Umsjónar- menn eru myndlistarmennimir Guð- mundur Ármann og Örn Ingi. Þátt- urinn hefst kl. 17.20, en það er sá tími sem þætti Ólafs Torfasonar er ætlaður í dagskránni í vetur. Óska- lagaþáttur sjómanna verður einnig fluttur frá Ákureyri hálfsmánaðar- lega. Það verk annast Sigrún Sigurð- ardóttir, sem hefur haft umsjón með þættinum í Reykjavík, en hún flytur nú norður. Sigrún hefur starfað hjá dagskrárdeild Ríksiútvarpsins í Reykjavík og mun taka að sér ýmsa skrifstofu- og skipulagsvinnu hér á Akureyri. Aðspurður sagði Jónas Jónasson að hann ætlaði að endurvekja þátt- inn Kvöldgestir, sem var á dag- skránni sl. vetur. Fyrstu kvöldgest- irnir koma í heimsókn til Jónasar föstudagskvöldið 5. nóvember. í undirbúningi er hljóðritun á 4 leikritum héðan, Húsvíkingar eru að semja klukkustundar þátt, sem verð- ur væntanlega fluttur á gamlárskvöld og á Siglufirði em menn að bræða það með sér hvort þeir taki að sér skemmtiþátt, sem fluttur yrði á næsta ári. Einnig sagði Jónas að hann hefði rætt við fólk í Önguls- staðahreppi um að annast þátt eftir áramót. Auk þessa verða barnatím- ar héðan svo sem verið hafa og Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli verður með sinn þátt í vetur. Frétta- sendingar hafa aukist að undan- förnu, en nýr fréttaritari á Akureyri er séra Pálmi Matthíasson. Það er mikið um að vera í hljóð- húsinu við Norðurgötu, en nú standa vonir til að eftir eitt ár verði flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í Glerár- hverfi. Frá upptöku á spumingaþættinum. F.v. Jón Hjartarson, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Þórey Aðalsteinsdóttir og Jónas Jónasson. Mynd: KGA. Grímsey: Vegabætur 09 sex ástralskar stulkur Þegar slátrað hafði verið um 9 þúsund dilkum í sláturhúsi Kaupfélags Eyfírðinga á Akur- eyri í sl. viku var meðalfall- þungi 14,75 kg að sögn Þórar- ins Halldórssonar sláturhús- stjóra. Þórarinn tjáði Degi að þetta væri mjög svipaður fallþungi og í fyrra, og væri í góðu meðallagi. Áætlað er að slátra á Akureyri 41.100 dilkum í haust. Slátursala til almennings hefur farið mjög vel af stað að sögn Þór- arins, en hann tjáði okkur einnig að kjötsalan hefði verið fremur lítil til þessa. Vildi hann hvetja fólk til að vera fremur fyrr á ferð- inni í sláturtíðinni því venjan væri sú að mikil örtröð væri síðustu dagana. Nýr gæslu- völlur A föstudag klukkan 13 verður opnaður nýr gæsluvöllur við Bugðusíðu. Eftirtaldir gæsluvellir verða opnir frá 1. október frá klukkan 13—16 á mánudögum og föstudög- um: Borgarvöllur, Bugðuvöllur, Byggðavöllur, Gerðavöllur, Hlíðavöllur og Lundavöllur. Framkvæmdir eru nú hafnar við vegagerð í Grímsey. Eru það nokkur tíðindi í eyjunni því lítið hefur verið unnið að vega- bótum þar á undanförnum árum, enda óhægt um vik þar sem góður jarðvegur til vega- gerðar er ófáanlegur og verður að flytja hann sjóleiðis frá landi. í sumar kom danskt dæluskip með möl til vegagerðar í Gríms- ey. Var efnið tekið í Bakkafjöru skammt sunnan við Hjalteyri. Tvö þúsund rúmmetrar voru flutt- ir út í Grímsey og skiptist það til helminga milli Grímseyjarhrepps Innritun í Myndlistaskólann á Akureyri lýkur á morgun, föstudag. Boðið er upp á nám- skeið í teiknun og málun fyrir börn og unglinga, teiknun og málun fyrir fullorðna, nám- skeið í byggingalist, grafík, letrun, listasögu, modelteikn- un og textil, þ.e. myndvefnaði og quilting. Að sögn Helga Vilberg skóla- stjóra Myndlistaskólans eru þessi námskeið öll ætluð byrjendum og ekki er ætlast til þess að fólk búi yfir kunnáttu og t.d. kunni að teikna eða hafi stundað eitthvað af þeim greinum sem kenndar eru áður en það kemur í skólann. Að- sókn er mjög góð og á þriðjudag höfðu innritast um 160 nemend- og Flugmálastjórnar. Lagt verður stæði fyrir flugvélar við flugvöll- inn og megnið af götum Gríms- eyjar verða lagfærðar. í síðustu viku var hafist handa við þetta verk og verður mikil bót af, því vegimir eru að mestu lagð- ir mold. Sjómenn vinna við vega- gerðina þegar ekki gefur á sjó og eru notaðar við verkið 3 dráttar- vélar, grafa og valtari. Skortur er nú á starfsfólki í fisk- vinnslu í Grxmsey eftir að skóla- fólk hætti þar störfum. Búið er að leggja drög að því að fá sex ástr- alskar stúlkur til fiskvinnu í eyj- unni. ur. Sagðist Helgi reikna með að a.m.k. 220 manns sæktu nám- skeið í skólanum í vetur. Kennsla hefst í námskeiðunum mánudaginn 4. október en kennsla hófst í fornámsdeild og málaradeild á þriðjudag. Sjö nemendur eru í fornámsdeildinni og sjö í málaradeild, en sem kunnugt er er hér um að ræða full- gilt listnám sem viðurkennt er af Myndlista- og handíðaskóla íslands. Nú geta nemendur í fyrsta sinn lokið listnámi sínu hér á Akureyri með tilkomu málara- deildarinnar. Fyrirhugað er að koma upp deildum á fleiri sviðum myndlist- ar, m.a. í hönnun, en slík deild er ekki til í Reykjavík. Mikil aðsókn í Myndlistaskólann • Pollará gangstétt íbúar syðst í Glerárgötu hafa í hyggju að fá sér stígvél. Þetta kom fram er einn þeirra leit við á ritstjórn Dags fyrir skömmu. Þeir voru jafnvel að velta þvf fyrir sér að kaupa mörg pör svo þeir fengju magnafslátt. Ástæðan? Hún er sú að gangstéttin vestan götunnar er með gamla lag- inu, þ.e. móðir jörð er þar alls- nakin, engar hellur eru á henni. Afleiðingin er sú að íbúarnir verða annaðhvort að vaða misdjúpa polla í vætutíð eða fara út á götuna. íbúinn beindi þeirri ósk til bæjaryf- irvalda að ganga þannig frá málum að hann og aðrir þeir sem búa syðst og vestast við götuna þurfi ekki að kaupa stígvélin. # Alþjóðlegur blær í Sjallanum Nú er heldur betur að færast alþjóðlegur blær á skemmt- analífið hér á Akureyri. Ekki ails fyrir löngu gátu Akureyr- ingar kynnt sér grískan mat og tónlist í Sjallanum og nú er von á hinum heimsfrægu bandarísku skemmtikröftum The Platters með Herb Reed í fararbroddi. Vafalaust ver þá mikið um dýrðir í þessum „glæsilegasta skemmtístað norðan heiða“, eins og að- standendur kalla hann gjarnan. Annars telja þeir og raunar fjölmargir aðrir Ifka að Sjallinn sé með glæsilegri skemmtistöðum á landinu. Þannig komst t.a.m. grákur tónlistarmaður sem hér var á ferð fyrir skömmu að orði um húsið, að það væri það glæsi- legasta sem hann hefði séð hér á landi og var hann þá bú- inn að skemmta í þeim stóru í höfuðborginni. # Viðtalstímar bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar Akureyrar eru nú til viðtals einu sinni í viku í fundarsal bæjarráðs. Að sögn heimildarmanns S&S nýtur þetta fyrirkomulag töluverðra vinsælda og koma menn til að ræða um hin margbreytileg- ustu málefni. Bæjarfulltrúarn- ir eru ætíð tveir hverju sinni. í fyrrakvöld t.a.m. var þar full- trúi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, en þessir viðtalstímar eru á mið- vikudagskvöldum. Bæjarbú- ar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma. Stundum hafa þeir kvartað undan þvf að erfitt sé að ná til þeirra sem stjórna bænum, en þarna gefst gott tækifæri til þess arna.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.