Dagur - 07.10.1982, Síða 1
MIKIÐ
ÚRVAL AF
SKARTGRIPA-
SKRÍNUM
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
65. úrgangur
Akureyri, fímmtudagur 7. október 1982
110. tölublað
Raufarhðfn:
Fyrsta
síldar-
söltun
ímörg
ár
„Við erum búnir að salta um
700 tunnur á hálfum mánuði,
sem liðinn er síðan við byrjuð-
um. Við höfum hins vegar ekki
fengið neina sfld til söltunar
síðan um helgi. Bátarnir hafa
ekki orðið varir, en þeir hafa
verið með reknetin í Þistilfirði.
Nú eru þeir komnir suður fyrir
nes í Vopnafjarðardýpi,“ sagði
Hallsteinn Guðmundsson, einn
eiganda Fiskavíkur hf. á Rauf-
arhöfn. Það er í fyrsta skipti á
þessu hausti sem sfld er söltuð á
Raufarhöfn síðan árið 1968, en
þá voru saltaðar nokkrar
tunnur.
Bátarnir sem veitt hafa síldina
til löndunar hjá Fiskavík eru
Kópur, 82 tonna bátur í eigu fyrir-
tækisins, og Sænes, sem er af svip-
aðri stærð og er frá Dalvík. Hall-
steinn sagði að síldin sem borist
hefði væri mjög góð, 16-17 og allt
upp í 22-23% feit. Við síldarsölt-
unina starfa sex fastir karlmenn
og 15-20 konur annast söltunina.
Hann sagði að ekki hefði verið
neinum vandkvæðum bundið að
fá fólk til þessara starfa við söltun-
ina. Kvenfólkið hefði sýnt mikinn
áhuga á að prófa þetta, bæði þær
sem söltuðu síld á árum áður svo
og þær sem misstu af síldarævin-
týrinu á sínum tíma.
Hjúkrunarfræðingar
fást ekki til starfa
„Ástandið er þannig að við
erum ekki með nema um þriðj-
ung af því hjúkrunarfólki sem
við höfum heimild til að hafa.
Þetta er orðið gríðarlega mikið
vandamál,“ sagði Bjami Art-
hursson forstöðumaður á Krist-
neshæli í samtali við Dag.
Bjarni sagði að þeir á Kristnes-
hæli hefðu auglýst mjög mikið
eftir hjúkrunarfólki í blöðum
og útvarpi, en án árangurs.
„Það hefur ekkert haft að segja
þótt hjúkrunarfræðingar hafi
fengið geigvænlegar hækkanir í
síðustu sérkjarasamningum, fólk-
ið hefur ekkert skilað sér frekar
inn á vinnumarkaðinn þrátt fyrir
það. Hjúkrunarfræðingar töldu
sig þurfa mjög mikla hækkun til
að fást í þessi störf, töldu hag-
kvæmara að vinna við bensínsölu
og fleira, en þær miklu hækkanir
sem hjúkrunarfræðingarnir fengu
hafa ekki breytt ástandinu neitt.
Annars er þetta ekki einungis
bundið við okkur á Kristneshæli,
og það er fleira sem spilar inn í. ís-
land er með alltof fámennt hjúkr-
unarlið. Hér á landi er ekki nema
5,1 hjúkrunarfræðingur á hverja
þúsund íbúa, á meðan Danir t.d.
hafa 6,5 hjúkrunarfræðinga á
hverja 1000 íbúa. Ef við lítum svo
á sjúkrarúmin þá er Danmörk
með 8,5 sjúkrarúm á hverja 1000
íbúa en við með 11,5 rúm. Ef við
lítum svo á hvað hver hjúkrunar-
fræðingur er með mörg sjúkrarúm
þá er talan l,3hjáDönum en2,25
rúm hjá okkur.“
- Hvaða áhrif hefur þetta
ástand haft á reksturinn hjá
ykkur?
„Það er ekki gott að segja til um
það að svo stöddu, en við erum
farin að velta því verulega fyrir
okkur að reyna að losa hér hjúkr-
unarrúm. Það tekur hinsvegar
langan tíma og það er erfitt að
koma því fólki fyrir sem hér er.
Það er engin stofnun sem getur
tekið við þessu fóiki og engin
. heimili geta það, fyrir utan það að
sumt af þessu fólki getur varla tal-
ist eiga heimili."
9
Leikarar Leikfélags Akureyrar fóru í „herferð“ um miðbæ Akureyrar á dögunum og buðu vegfarendum óskriftarkort,
Fyrsta
fnim-
sýning
hjaLA
Fyrsta frumsýning leikársins
hjá Leikfélagi Akureyrar er í
kvöld kl. 20,30, en þá frum-
sýnir félagið „Atómstöðina“
eftir Halldór Laxness.
Leikstjóri er Bríet Héðinsdótt-
ir og hún hefur einnig gert
handrit. Leikmynd er eftir Sigurj-
ón Jóhannsson. Ingvar Björnsson
sér um lýsingu og Viðar Garðars-
son um leikhljóð. Guðbjörg
Thoroddsen Ieikur Uglu, Árland-
shjónin eru leikin af Theódór Júl-
íussyni og Sunnu Borg og forsæt-
isráðherrann leikur Þráinn
Karlsson.
S.l. mánudag fóru leikarar
Leikfélags Akureyrar f ferð um
miðbæ Akureyrar. Vakti ferð
þeirra talsverða athygli vegfar-
enda og talsvert mun hafa selst af
áskriftarkortum á sýningar
vetrarins. Önnur sýning á Atóm-
stöðinni verður á laugardag og sú
þriðja á sunnudag. Aðgöngu-
miðasala er daglega kl. 17-19 og
sýningardagana kl. 17-20,30.
Brekkan
99
ræðst á“ Leikhúsið!
„Brekkan hefur verið að skríða
fram undanfarin ár, og ég hef
nokkrum sinnum kvartað
undan þessu við tæknideild
bæjarins og beðið um úrbætur.
Þetta er að skemma húsið
og þarna rennur vatn inn.
Búningsklefar sem eru vestan á
húsinu eru að fara niður vegna
þess að undir þeim er stoðvegg-
ur sem brekkan er að spyma í
burtu.“
Þetta sagði Ágúst Berg formað-
ur leikhússnefndar á Akureyri og
húsameistari bæjarins í samtali
við Dag, en brekkan ofan við leik-
4--------------------------------
Stoðveggurinn undir viðbyggingunni
hefur gefið eftir eins og sjá má ó
myndinni. Mynd: áþ.
húsið hefur skriðið fram að
undanförnu og er nú farin að ógna
leikhúsinu og viðbyggingu vestan
við það verulega.
„Það er vatnsuppspretta uppi í
miðri brekkunni og hvammur, og
sá hvammur hefur allur stækkað
og sigið og brekkan bólgnað út
neðst. Eftir hinn slæma sl. vetur
hefur þetta aukist mikið.
Það er því sýnt að þetta er orðið
stórt vandamál, og á síðasta fundi
leikhússnefndar var gerð bókun
þess efnis að tæknideild bæjarins
fyndi lausn á þessu máli og leiðir
til úrbóta.“
Menn munu ekki á eitt sáttir
um hvaða leiðir séu vænlegastar
til úrbóta í þessu máli. „Það var
ætlunin að nota 40 þúsund krónur
til að gera við stoðvegginn en þar
sem brekkan hefur færst svo
mikið frarn í vor og sumar og
þetta er orðið meira verk, upp-
lýsti Norðurverk sem hugðist
vinna verkið að það þyrfti að
grafa meira frá húsinu en ætlað
var og kostnaður gæti því allt að
þrefaldast," sagði Ágúst.
Samkvæmt heimildum Dags er
hér alvarlegt mál á ferðinni, og
enn alvarlegra verður það ef
þau ummæli eins viðmælanda
blaðsins að svipað ástand sé víðar
á Brekkunni eru rétt. Það þarf
því að finna lausn á því hvaða tök-
um á að taka þetta mál, en það
hefur til þessa gengið illa að fá
tekið af skarið hvað það snertir,
að sögn Ágústs Berg.