Dagur - 07.10.1982, Qupperneq 7
Gott mót á Mel
gerðismelum
Ragnar Ingólfsson og Þorri, efsti
Þótt nokkuð sé um liðið síðan
síðasta hestamót sumarsins í
Eyjafirði var haldið, er ekki úr
vegi að gera þvf móti örlítil skil í
máli og myndum.
Mótið var haldið á Melgerð-
ismelum af hestamannafélögun-
um Funa, Létti og Þráni. Þátt-
taka var mjög góð og allur brag-
ur á mótinu léttur og ferskur eins
og sjálfsagt þykir er eyfirskir
hestamenn leiða saman hesta
sína. Þá voru veðurguðirnir í
hátíðaskapi og léku við hvern
sinn fingur í tilefni dagsins, og
áhorfendur sem voru margir
höfðu það prýðisgott. Allt hjálp-
aðist því að við að gera þetta síð-
asta mót hestamanna á árinu
skemmtilegt, enda dagskráin
þannig að ekki var ríghaidið í
gamlar hefðir og venjur.
Helstu úrslit á mótinu urðu
þessi:
hestur í A-flokki.
Jón Höskuldsson greip nikkuna og stjórnaði fjöldasöng við varðeldinn.
150 m skeið: Sek.
Þráður ................... 16,8
Eig. og knapi: Reynir Hjartarson.
Logi .................... 17,1
Eig. og knapi: Höskuldur Jónsson.
Drottning ................ 17,3
Eig. og knapi: Jón B. Arason.
300 m brokk: Sek.
Kládíus .................. 41,4
Eig. og knapi: Herbert Ólason.
Máni ..................... 42,2
Eig.: Ema Jóhannesdóttir.
Knapi: Hákon Hákonarson.
Háfeti ................... 43,8
Eig. og knapi: Sigurður Jóhannes-
son.
250 m stökk: Sek.
Cesar ..................... 18,4
Eig. og knapi: Herbert Ólason.
Nökkvi .................... 18,5
Eig.: Sigþrúður Tobíasdóttir.
Knapi: Atli Sigfússon.
Hrímnir ................... 19,5
Eig.: Ásgeir og Óli Herbertssynir.
Knapi: Höskuldur Jónsson.
A-fl. gæðinga: Eink.
1 Þorri .................. 8,58
Eig.: Sigurður Snæbjömsson,
Höskuldsstöðum.
Knapi: Ragnar Ingólfsson.
2. Logi ................... 8,27
Eig. og knapi: Höskuldur Jónsson.
3. Sámur .................. 7,97
Eig. ogknapi: Reynir Hjartarson.
B-fl. gæðinga: Eink.
1. Kristall .............. 8,50
Eig. og knapi: Gylfi Gunnarsson.
2. Barón .................. 8,17
Eig. og knapi: Baldvin Guðlaugs-
son.
Höskuldur Jónsson með afrakstur mótsins.
3. Glóð .................. 8,10
Eig.: Jakob Jónsson.
Knapi: Höskuldur Jónsson.
Unglingaflokkur: Eink.
1. Glói .................. 8,24
Eig. og knapi: Sigmar Bragason.
2. Fákur ............... 7,93
Eig. og knapi: Sonja Grant.
3. Hörður ................ 7,85
Eig. og knapi: Jóhann Ólsen.
Að kappreiðum loknum var
tendraður varðeldur, og voru
verðlaun afhent á meðan snædd-
ar voru pylsur af hinni bestu lyst.
Að því loknu dró Jón Höskulds-
son fram harmoniku sína og
skemmtu viðstaddir sér stund-
arkorn við söng og hljóðfæra-
leik. Er óhætt að segja að þetta
síðasta mót ársins hafi tekist vel,
og var allt yfirbragð þess mun
léttara en venja er til á slíkum
mótum. Má því telja víst að
verði endurtekið á næstu mótum
félaganna að hafa skemmtun og
gleði í fyrirrúmi.
I Allar
tryggingar!
umboðið hf.
Radhustorgi 1 (2. hæð),
simi 21844, Akureyri.
Dúnstakkar
verð aðeins 1160 kr.
Dúnvesti 798 kr.
Vatteruö vesti 270 kr.
Mittisjakkar frá 445 kr.
Hjalteyrargötu 4,
Cy IJUI U5 sími 25222, Akureyri
Hrossasmölun
í Hrafnagilshreppi er ákveöin laugardaginn 9.
október. Öll ókunn hross eiga aö vera komin í
Reykárrétt kl. 2 e.h.
Fjallaskilastjóri.
Starfsfólk
Okkur vantar starfsfólk
í eftirtalin störf:
1. Deildarstjóra í fatadeild, þarf að geta hafið
störf fljótlega.
2. Starfsmann á lager, frá 1. desember.
3. Starfsmann í matvörudeild.
Upplýsingar veittar milli kl. 10-12, dagana 11. og
12. október. Ekki í síma.
HAGKAUP
Norðurgötu 62, Akureyri.
Niðursuða
Óskum eftir aö ráöa konur til starfa í verksmiðjunni
í lengri eða skemmri tíma, hálfan eöa allan
daginn. Bónusvinna. Upplýsingar hjá verkstjóra í
síma 21466.
K. Jónsson & Co. hf.
Stúlkur
helst vanar mötuneytisvinnu óskast til starfa í eld-
húsi Kristneshælis. Upplýsingar gefur matráðs-
kona í síma 31100 eða 31107.
Forstöðumaður.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
lónaðardeild ■ Akureyri
Viljum ráða í afleysinga-
starf í mötuneyti verk-
smiðjanna.
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri.
Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900
7. október 1982 - DAGUR - 7