Dagur - 28.10.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 28.10.1982, Blaðsíða 5
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Samgöngur undirstaða landsbyggðarstefnu „Góðar samgöngur eru ein meginundirstaða öflugrar landsbyggðarstefnu og forsenda fyrir traustri búsetu og efnahagslegum framförum í kjördæminu,“ segir í ályktun um samgöngu- mál, sem samþykkt var á kjördæmisþingi framsóknarmanna á Húsavík fyrir skemmstu. Þar segir ennfremur: „ Því fagnar þingið þeim mikilvægu áföngum sem náðst hafa í vegamálum kjördæmisins. Þingið lýsir stuðningi við þá stefnu sem fram er sett í þingsályktun um langtímaáætlun í vegagerð. Þingið leggur áherslu á að jafnframt því sem stofnbrautir verða byggðar upp og lagðar bundnu slitlagi sé haldið áfram upp- byggingu þjóðbrauta í kjördæminu. Kaupstaðir og kauptún í kjördæminu byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi. Því er það mjög brýnt hagsmunamál íbúa þessara staða að hafnarskilyrði verði bætt og leggur þingið áherslu á áframhaldandi fram- kvæmdir á því sviði en mikilla úrbóta er þörf. Áfram verði haldið framkvæmdum við flug- velli í kjördæminu. Þingið leggur megin- áherslu á bættan og aukinn öryggisbúnað og lagfæringu flugbrauta en jafnframt verði lag- fært hið bágborna húsnæði sem farþegum er boðið upp á víðast hvar. “ Urbóta er þörf í húsnæðismálum Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra ályktaði einnig um húsnæðismál og þar segir: „ Vegna mikillar verðbólgu og hins háa fjár- magnskostnaðar sem af henni leiðir eiga þeir sem nú eru að byggja eða kaupa húsnæði við gífurlega erfiðleika að etja. Þingið telur að hér verði stjórnvöld að grípa inn í og beita aðgerðum til úrbóta með skjót- um hætti. Jafnframt bendir þingið á að verð- trygging lána Húsnæðismálastofnunar ríkis- ins verði eingöngu miðuð við kaupgjaldsvísi- tölu. Hins vegar telur þingið mjög brýnt að jafna þann mikla mun sem nú er á aðstöðu þeirra sem njóta fyrirgreiðslu frá Byggingarsjóði verkamanna og hinna sem byggja eftir al- menna húsnæðismálakerfinu. Sérstaklega þarf að hækka lán til þeirra sem byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn og lengja lánstímann til að draga úr greiðslubyrðinni. Þá telur þingið að breyta þurfi húsnæðislög- gjöfinni í því skyni að auðvelda og örva bygg- ingar leiguhúsnæðis og auka með því framboð á slíku húsnæði. “ „Margur ágreiningurinn væri úr sögunni ef fræðsla væri meiri“ Það þýðir að sjálfsögðu að hinir almennu launataxtar verða að hækka. Þetta hlutfall þyrfti að fara niður í 25-30% af heildarl- aununum. Hins vegar eru alls ekki ein- tómar neikvæðar hliðar á þessu, síður en svo. Margir gætu ekki hugsað sér að vinna við þau störf sem þeir eru í nema vegna þess að bónusinn veldur því að þeim finnst þeir hafa eitthvað að keppa að. Þetta á fyrst og fremst við um einstaklingsbónusinn því þar er fólk ekki háð vinnufélög- unum hvað varðar greiðslur fyrir afkastaaukningu. Svo spila gæðamálin mikið inn í þetta og þá á ég helst við fisk- iðnaðinn, en bónusinn spilar raunar alls staðar inn í þar sem bónus er viðhafður. Gæðamál- unum hefur hrakað víða með til- komu bónussins. Þetta er ekki bara fólkinu sem vinnur verkin að kenna heldur er eftirliti oft ábótavant. Það er raunar stór- furðulegt að atvinnurekendur skuli hafa neitað því að taka upp greiðslu- eða bónuskerfi fyrir gæði. Þetta er stórfurðulegt vegna þess að við vitum að verð- felling framleiðslu vegna galla er með því versta sem við ,getum orðið fyrir. Ég hef orðið vör við það t.d. í frystihúsunum að verið sé að vinna gjörónýtan fisk sem ekki ætti að nota í neitt nema skreið. Það er stundum eins og það sé ætlast til þess að konurnar geri fyrsta flokks vöru úr gjörónýtu hráefni og þetta er náttúrlega ótækt. Þetta snertir kannski ekki bónusinn beint, svo ég snúi mér nú aftur að honum og fræðslu- málunum. Margur ágreiningur- inn út af bónusmálum og öðrum málum væri úr sögunni ef fræðsl- an væri meiri. Mér hefur orðið tíðrætt um bónusmál og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að þar finnst mér vanta stórkostlega á að fræðslan sé í lagi. „Það þarf að stórauka fræðslustarfsemina hjá verka- lýðshreyfingunni því fólk er ekki nándar nærri nógu með- vitað um rétt sinn og skyldur. Það eru ákvæði í kjarasamn- ingum um fræðslu fyrir trú- naðarmenn, viku á hverju ári, og um fræðslufundi fyrir starfsfólk tvisvar á ári, klukkutíma í senn“, sagði Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðusambands Norður- lands í viðtali við Dag. „Núna í haust var haldinn fyrsti hluti trúnaðarmannanám- skeiðs á Illugastöðum. Þátttak- endur voru 18-19 frá Eyjafjarð- arsvæðinu, Hofsósi og Hvamms- tanga. Vegna þess hve erfitt hef- ur verið að fá fólk til að yfirgefa sína vinnu og heimili hefur kom- ið til tals að halda svona trúnað- armannanámskeið í heimahög- um eða sem næst þeim. Meðal þess sem tekið er fyrir á trúnað- armannanámskeiðunum eru réttindi og skyldur verkafólks, tryggingamál, lífeyrismál, vinnuvernd og svo að sjálfsögðu starf og staða trúnaðarmannsins í fyrirtækinu, svo eitthvað sé nefnt. Framhaldsnámskeið verða svo á Illugastöðum eftir áramótin. Það er rétt að geta þess að trúnaðarmenn halda sín- um launum meðan þeir eru á þessum námskeiðum. Menning- ar- og fræðslusamband alþýðu annast skipulagningu þessara námskeiða. Þeirsem sækjaþessi námskeið eru yfirleitt mjög ánægðir með árangurinn af þeim. Af öðrum námskeiðum má nefna námskeið fyrir öryggis- trúnaðarmenn á vinnustöðum sem skipulögð eru af Vinnueftir- liti ríkisins. Eitt slíkt námskeið verður nú í lok mánaðarins á Siglufirði og síðar verða slík námskeið á fleiri stöðum. Þetta eru þriggja og hálfs dags nám- skeið og menn halda launum þó þeir sitji þau. Síðan eru ákvæði í kjara- samningum Alþýðusambands Norðurlands um að námskeið skuli halda fyrir starfsfólk á sjúkrahúsum, dvalarheimilum, leikskólum og dagheimilum. Þessi námskeið eru fyrir ófag- lært fólk og veita þau rétt til launahækkunar, 8% eftir al- mennt kjarnanámskeið og 4% fyrir valgreinanámskeið, sem eru sérstaklega sniðin fyrir þessa starfshópa, annars vegar starfs- fólk sjúkrahúsa og dvalarheim- ila og hins vegar starfsfólk leik- skóla og dagheimila. Fyrra námskeiðið stendur í 50-60 tíma og það síðara mismunandi langt eftir starfsgreinum. Þetta er byrjað á Dalvík og Ólafsfirði og verður á vegum námsflokkanna hér á Akureyri. Þeir sem sækja þessi námskeið gera það í eigin tíma að tveimur þriðju hlutum. Þá má nefna vinnuverndar- kynningu á vinnustöðum, en reynt verður að fara á alla stærstu vinnustaði á Norður- landi og safna fólki af smærri vinnustöðunum saman og halda klukkustundar langan fund til kynningar á vinnuvemd og holl- ustuháttum á vinnustöðum. Loks er það svo bónusfræðsl- an. Það er bundið í kjarasamn- ingum um bónus að trúnaðar- menn megi sækja viku námskeið árlega og þeir missa ekki kaup við það. Slíkt námskeið var haldið í fyrra á Sauðárkróki. Það er stórmál að upplýsa trún- aðarmenn og hinn almenna launþega sem vinnur við bónus eða önnur kaupaukakerfi um það hvernig kerfið verkar. Framundan eru fleiri námskeið fyrir bónustrúnaðarmenn." „Hversu algengur er bónus, hvað vinna margir félagar í Al- þýðusambandi Norðurlands hlutfallslega eftir kaupaukakerf- um?“ „Ég veit það nú ekki nákvæm- lega en ég gæti trúað að það væru tveir fimmtu félaganna að minnsta kosti. Flestir þeir sem vinna að framleiðslustörfum hér á Akureyri vinna t.d. eftir slík- um afkastahvetjandi kerfum, hvort sem það er bónus eða eitt- hvað annað. Það er tilhneyging til þess að koma þessu á sem víðast. Þetta er notað til þess að fá meiri framleiðslu með minni tilkostnaði, þ.e. meiri fram- leiðni. Þetta eykur laun og ætti þannig að geta verið beggja hagur, fyrirtækjanna og starfs- manna. Það er hins vegar ljóst að bónushlutfall launanna hefur verið allt of hátt og þannig bein- línis haldið niðri almennum launatöxtum. Að þessu leyti má segja að bónusinn sé kominn út í öfgar eins og t.d. í fiskiðnaði. Almennt gæti ég trúað að hlut- fall bónusgreiðslna í heildar- launum væri á bilinu 30-40% „Hafa menn engar efasemdir um ágæti þessa kerfis?“ „Jú, og það sem helst mælir á móti því er of mikið vinnuálag. Það er staðreynd að fólk sem vinnur samkvæmt þessum hvetj- andi kerfum slitnar miklu fyrr en ella og einkum á þetta við um einstaklingsbónuskerfin. Um- ræðan um það hvernig eigi að bregðast við þessu hefur sífellt verið að aukast, en ennþá hefur enginn fundið hvað eigi að koma í staðinn. Ég held að við séum komin allt of langt í þessu og að við höfum í rauninni eyðilagt vinnumóralinn með bónus. Mér finnst orðið of algengt að fólk mæti í vinnuna fyrir tímakaupið og geri eitthvað fyrir bónusinn. Það er eiginlega grátlegt að sjá þetta þar sem hópbónus er við- hafður, þar sem allir vinna fyrir einn og einn fyrir alla. Þeir sem eru duglegri slá af einfaldlega vegna þess að þeir vilja ekki vera að vinna fyrir hina. Hitt er svo Þóra Hjaltadóttir. raunar miklu verra og það er það, að þeir sem minna mega sín og geta ekki afkastað eins miklu og hinir liggja gjarnan undir því ámæli að þeir séu latir. Þetta er afleitt viðhorf því þó að einhver afkasti helmingi minna en annar er ekki þar með sagt að hann leggi ekki eins að sér og sé eitt- hvað minna þreyttur. Þetta fólk verður fyrir gífurlegum þrýstingi í bónushópunum og er annað hvort jagað þannig áfram að það vinnur meira en það þolir, elleg- ar það er útilokað frá hópnum. Vegna þess hve tímalaunin eru lág eykst spennan og kapphlaup- ið í bónusnum og er víða mun meira en góðu hófi gegnir. Ég held að það sé nauðsynlegt að bregðast við þessu m.a. á þann veg að láta bónushluta launanna vega minna í heildarlaununum. Furðulegt hlé í handboltanum Nú um þessar inundir er hlé á leikjum KA í annarri deild í handbolta. Ef skoðuð er upp- röðun leikja í deildinni er það nánast óskiljanlegt að slíkt hlé þurfi að koma. Hér á Akur- eyri eru aðeins tvö félög sem leika handknattleik, og svo hagar til nú að þau leika sitt í hvorri deildinni, þannig að leikir þeirra innbyrðis ná ekki tilætluðum árangri. KA hefur nú leikið nokkra leiki á þessu keppnistímabili og staðið sig ágætlega. Nú fá þeir hins vegar frí í einn mánuð án þess að leika í deildinni eða í bikarkeppni. Þeir æfa oft í viku, eða allt að átta sinnum en engir leikir fara fram þannig að ekki er vitað hvort allar þessar æfingar ná tilætluðum árangri. Félögin á höfuðborgarsvæð- inu geta hins vegar leikið inn- byrðis oft í viku þannig að leik- menn fá ómælda leikreynslu. Við getum hins vegar ekki borið Akureyrarfélögin saman við öll félögin á höfuðborgarsvæðinu, og verðum að viðurkenna að- stöðumun vegna búsetu. Það hefði hins vegar verið hægt að raða leikjum deildanna þannig að leikið sé nokkuð samfellt meðan á keppni deildarinnr stendur. Þór, sem leikur í í þriðju deild, verður líka illa fyrir barð- inu á uppröðun leikja í þriðju deild. Þórsarar hafa náð ágætis árangri í fyrstu leikjum sínum, en þeir sjá fram á tveggja mán- aða hlé yfir áramótin. Sömu sögu er að segja um Dalvíkinga, en aðstaða þeirra er þó sínu verst þar er þeir hafa ekki nothæft íþróttahús til að æfa í. Akureyrarfélögin reyna að halda uppi keppnisreynslunni með því að leika saman innbyrð- is. Það kemur KA ekki að fullum notum þar er flest liðin sem þeir leika við í annarri deild eru sterkari en Þór, en þessir leikir koma hins vegar Þór betur til góða. Sá hængur er hins vegar á að leikmenn fara fljótt að þekkja hvor inn á annan þegar þeir leika saman tvisvar í viku. Vonandi tekst stjórn HSÍ betur upp í framtíðinni að raða upp leikjum i deildunum. Dalvíkingar eru að ná sér á strik - Töpuðu með eins marks mun fyrir Fylki Þriðju deildar lið Dalvíkur í handknattleik keppti tvo leiki í Reykjavík um síðustu helgi. Að sögn þjálfara þeirra, Matt- híasar Asgeirssonar, voru þetta ágætis leikir og senni- lega þeirra bestu í vetur. Hann sagði að þeir hefðu farið frekar seint í gang, og hefðu þurft að leika fyrstu leikina Hvemig fjármagna Dalvíkingar handboltann? Það er alkunna að íþrótta- viku og fjarlægja ruslapokana frá hreifingin sé fjárvana og allir húsunum, og setja (vonandi) þekkja betlið í forsvarsmönn- tóma poka í staðinn. æfingarlitlir. Fyrri leikurinn þeirra um helgina var gegn Fylki en þeir voru efstir í deildinni og höfðu unnið alla sína leiki með nokkr- um mun. Að sögn Matthíasar náðu Dalvíkingar sér þarna mjög vel á strik á fjölum Laugar- dalshallarinnar og stóðu í Fylk- ismönnum allan tímann. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 19 gegn 18 Fylki- í hag, en þeir höfðu haft eins marks forustu í hálfleik, þannig að síðari hálfleikur var jafntefli. Síðari leikurinn var gegn liði Ögra, en leikmenn þess liðs eru heyrnarskertir. Þar vann Dalvík stórsigur 31 gegn 15. Matthías hvaðst vona að þetta væri allt að smella saman hjá þeim og þeir mundu veita öðrum liðum í deildinni verðuga keppni. um þessara félaga. Þó eru í gangi ýmsar fjáröfl- unnarleiðir hjá hinum ýmsu fé- lögum, mismunandi frumlegar. Þegar forsvarsmenn handbolt- ans á Dalvík voru að því spurðir hvernig þeir fjármögnuðu dýrar keppnisferðir, og rekstur hand- boltadeildar, stóð ekki á svari. Leikmenn þriðjudeildarliðs Dalvíkinga sjá um sorphreinsun hjá bænum. Þeir fara einu sinni í Lokahóf hjáKA * Stjórn knattspyrnudeildar KA hélt yngri flokkum sínum lokahóf fyrir skemmstu. Þar var sagt hver flest mörk í sumar en það var engin önnur en Sigrún Sævarsdóttir sem skoraði 19 mörk. Næst kom leikmaður í sjötta flokki, Friðrik Sigurðsson, en hann gerði 15. Þá kusu þjálfarar allra flokka mann flokksins, en þar höfðu þeir að leiðarljósi hæfni, ástundun og framfarir, í sjöunda flokki sigraði ívar Sig- urðsson Bjarklind, Friðrik Sig- urðsson í 6. flokki, Gísli Símon- arson í 5., Jónas Þór Guð- mundsson í 4. og Ingólfur Egg- ertsson í 3. Öll fengu þau far- andgripi til varðveislu í eitt ár. 4 - DAGUR - 28. október 1982 28. október 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.