Dagur - 28.10.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 28.10.1982, Blaðsíða 7
t Minning Jón Hjálmarsson Villingadal fæddur 6. okt. 1912 - dáinn 14. okt. 1982 Mér barst sú harmafregn sl. fimmtudag að Jón í Villingadal hefði orðið bráðkvaddur þá um morguninn. Þegar samferðamað- ur og kær vinur hverfur yfir móð- una miklu svo skyndilega án sýni- legra veikinda þá er maður slíkum umskiptum óviðbúinn. Manni verður blátt áfram bilt við svo ótímabærum og óvæntum tíðind- um, og það verður til þess að minningarnar hrannast upp í huga manns hver af annarri, misjafn- lega skýrar og ef til vill ekki í réttri röð. Ég hygg að það séu um 40 ár síðan fundum okkar Jóns bar fyrst saman. Hann var þá nýlega farinn að búa á Stokkahlöðum í Hrafna- gilshreppi. Mér fannst maðurinn athyglisverður fyrir margra hluta sakir og fékk strax áhuga fyrir að kynnast honum náið. Leiðir okk- ar áttu eftir að liggja saman, fyrst og fremst á vettvangi ýmissa fé- lagsmála. Eftir því sem ég kynnt- ist honum betur mat ég hann meira. Er fundum okkar bar saman notaði ég jafnan tækifærið til að bera undir hann ýmis mál. Hann var venjulega seinn til svars og var þá vís til að leggja margar spurningar fyrir mig um þau mál- efni sem við ræddum um. Spum- ingar hans urðu oft til þess að ég sá málið í öðru ljósi, en mjög sjaldan kom svar hans við spurn- ingum mínum samdægurs. Stund- um liðu margir dagar, jafnvel vik- ur áður en mér barst umsögn hans, ekki síst eftir að ég tók setu á Alþingi. Það var mér jafnan mikil ánægja og ávinningur að fá bréf frá Jóni þar sem hann skýrði mér frá hugrenningum sínum og niðurstöðu um þau mál sem við höfðum rætt um síðast er fundum okkar bar saman. Hann skoðaði hvert mál frá öllum hliðum, fletti þeim í sundur af einstakri vand- virkni, leitaði eftir kostum þess og göllum og sá oft það sem mér hafði yfirsést. Ég tel að ég hafi engum manni kynnst sem hafði skarpari skilning en Jón í Vill- ingadal, en oft var hann seinn til svars og því hygg ég að hann hafi af mörgum verið vanmetinn sem ekki þekkti hann nógu vel. Þegar minningarnar líða í gegn um huga minn hver af annarri sem tengdar eru samskiptum okkar Jóns í Villingadal, þá kemur í huga minn vísa sem varð til í Hólaskóla fyrir 40 árum og lýsir vel í hvaðá ljósi ég sé þannan horfna vin minn, en fyrir mig var lagður þessi fyrripartur: Hvernig skal vinur þinn vera, sem velmáttþú treysta íraun? Og svar mitt var: Hann meðmér skal byrðina bera, og biðja þó aldrei um laun. Slíkur maður var Jón. Jón var fæddur 6. október 1912 í Hólsgerði í Saurbæjarhreppi. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónsdóttir og Hjálmar Þorláks- son. Jón átti þrjú alsystkin, Hjálmar Þorlák fæddan 19. júní 1909. Hann hefur búið með Jóni og Hólmfríði í Villingadal. Næst- elstur þeirra var Jón, Sigrún sem var fædd 28. september 1915,hús- freyja í Kárdalstungu í Vatnsdal, Angantýr Hjörvar fæddur 11. júní 1919 kennari í Hrafnagils- skóla. Jón átti þrjú hálfsystkin samfeðra af fyrra hjónabandi, Steinunn sem býr að Reykhólum á Barðaströnd, Hjörtur fyrrver- andi skólastjóri á Flateyri við Ön- undarfjörð og Snjólaug sem lést um þrítugt. Hjálmar og Ingibjörg bjuggu tvö ár á Kagaðarstöðum í Fljótum 1910-1912 og var Hjálm- ar þar bústjóri hjá.Birni Líndal en 1912 fluttust þau að Hólsgerði og ólst Jón þar upp ásamt systkinum sínum þar til hann var á 10. ári. 1922 fluttist fjölskyldan að Vill- ingadal. Jón hóf búskap á Stokkahlöð- um vorið 1940 og bjó þar til 1946 er hann fluttist að Villingadal ásamt eiginkonu sinni Sigurlínu Hólmfríði Sigfúsdóttur frá Helga- felli í Svarfaðardal en móðir hennar var Guðrún Kristjánsdótt- ir frá Draflastöðum í Svarfaðar- dal. Hólmfríður og Jón voru gefin saman í hjónaband 24. maí 1943 á afmælisdegi Hólmfríðar en hún er fædd 1920. Börn þeirra eru Ingi- björg fædd 25. september 1943, Gunnar fæddur 18. ágúst 1950 og Guðrún fædd 1. júlí 1960. Jón í Villingadal er genginn til feðra sinna. Ég mun minnast hans hér eftir sem hingað til þegar mér er vandi á höndum. Við sátum saman sem fulltrúar Eyfirðinga á aðalfundum Stéttarsambands bænda í 10 ár og urðum samferða að og frá fundarstað þegar við gát- um komið því við. Oft voru eig- inkonur okkar með okkur í þess- um ferðum. .Þannig kynntist ég Hólmfríði og hennar mörgu góðu eiginleikum. Umhyggja þeirra hvort fyrir öðru, jafnt í smáu sem stóru mun vera sjaldgæf nú á dögum. Þar komu vel fram eðlis- kostir þeirra beggja. Við hjónin eigum margar góðar minningar frá þessum ferðum sem ekki verða skráðar hér. Við Fjóla eigum þess ekki kost að vera við kveðjuathöfn Jóns þar sem við erum á förum vestur um haf, en hugur okkar verður þó í Hóla- kirkju þann dag. Elsku Fríða mín. Við Fjóla sendum þér, börnum þínum og öðrum ástvinum innilegar samúð- arkveðjur og biðjum þann sem öllu ræður að veita þér og þínum styrk. Ykkur Jóni þökkum við samfylgdina og áratuga vináttu. Stefán Valgeirsson. Fljótt skipast veður í lofti. Að morgni fimmtudagsins 21. okt. liggur fyrsti snjórinn á túnunum í Villingadal. Þann sama morgun lést að heimili sínu, föðurbróðir minn, Jón Hjálmarsson bóndi þar. Hann var fæddur 6. okt. 1912, sonur Hjálmars Þorláks- sonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Fráfall Jóns frænda míns kom mér mjög á óvart. Örfáum dögum áður hafði ég hitt hann svo hress- an og glaðan í bragði. En dauðinn gerir ekki ætíð boð á undan sér. Á hugann sækja minningar liðinna ára. Á minningu hins lágvaxna, trausta og góða frænda míns slær engum skugga. Jón kvæntist 24. maí 1943, Hólmfríði Sigfúsdóttur frá Draflastöðum, ágætiskonu. Eign- uðust þau 3 börn en þau eru: Ingi- björg f. 1943, Gunnar f. 1950, kvæntur Rósu Eggertsdóttur og eiga þau 2 syni og Guðrún f. 1960. Jón lifði vissulega tvenna tíma, því á uppvaxtarárum hans var fá- tækt og oft þröngt í búi í Villinga- dal. Þau Hólmfríður tóku við búi þar 1946 og bjuggu þar síðan ásamt Þorláki bróður Jóns. Er Villingadalur nú með myndar- legri býlum í Eyjafirði, enda vinnusemi, snyrtimennska og ein- stök natni við skepnur einkenn- andi fyrir heimilisfólkið. Jón var vel greindur maður, skáldmæltur og hafði yndi af bókum. Hann hafði einnig mikil afskipti af félagsmálum og var m.a. lengi í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Alltaf var jafn gott að koma í Villingadal, höfðinglegar viðtök- ur hvernig sem á stóð. 6. okt. síð- astliðinn hélt Jón upp á sjötugsaf- mæli sitt og tók sæll og glaður á móti ættingjum og vinum. Án efa var þrek hans og kraftar að veru- legu leyti farnir að láta sig eftir langan vinnudag. En ánægður var hann, hafði helgað dalnum krafta sína ásamt ástríkri eiginkonu og tryggum bróður. Hann átti góð og umhyggjusöm börn, tengdadótt- ur og tvo litla afadrengi. Nú hafa þau mikið misst. En minningarn- ar verða ekki burtu teknar. Ég trúi því að Jón frændi minn lifi áfram á öðrum leiðum þangað sem leið okkar allra liggur að lokum. Fríða mín, ég sendi þér og öllum ástvinum innilegar samúð- arkveðjur. Elínborg Angantýsdóttir. Föstudaginn 29. október er til moldar borinn frá Hólakirkju í Saurbæjarhreppi Jón Hjálmars- son, bóndi í Villingadal, en hann andaðist að heimili sínu þann 22. október sl. Jón fæddist þann 6. október 1912 að Hólsgerði í Saurbæjar- hreppi sonur hjónanna Hjálmars Þorlákssonar og Ingibjargar Jóns- dóttur, sem þar bjuggu. Börn þeirra hjóna, auk Jóns, eru Þor- lákur bóndi í Villingadal, Ang- antýr kennari við Hrafnagilsskóla og Sigrún húsfreyja í Kárdals- tungu. Þrjú börn átti Hjálmar af fyrra hjónabandi og eru þau Steinunn húsfreyja að Reykhól- um á Barðaströnd, Hjörtur skóla- stjóri á Flateyri og Snjólaug, sem dó ung. Jón Hjálmarsson átti því þrjú alsystkin og þrjú hálfsystkin, en öll eru þau börn hjónanna Hjálmars og Ingibjargar þekkt fyrir dugnað og traustleika. Þau hjónin Hjálmar og Ingi- björg fluttust með börn sín í Vill- ingadal árið 1922, þegar Jón var tæpra 10 ára og átti hann því upp- vaxtarár sín að Hólsgerði og í Villingadal. Jón hóf síðar bú- fræðinám að Hólum í Hjaltadal og lauk því 1935. Hann hóf bú- skap að Stokkahlöðum í Hrafna- gilshreppi árið 1940 og bjó þar til 1946, er hann tók við búi í Vill- ingadal af Angantý bróður sínum og konu hans Torfhildi Jóseps- dóttur, sem þá fluttu í Torfufell til foreldra Torfhildar. Jón bjó síðan allt til dauðadags í Villingadal, eða í 36 ár. Auk búskaparins hafði Jón Hjálmarsson með hönd- um fjölþætt félagsmálastörf, en til þeirra var hann fljótlega kallaður vegna mikilla mannkosta sinna. Hann hlaut félagsmálaþjálfun í ungmennafélaginu í sinni sveit eins og margir ungir menn aðrir á þeirri tíð. Hann starfaði mikið innan samtaka bænda, var lengi formaður Búnaðarfélags Saur- bæjarhrepps, frumkvöðull að stofnun Ræktunarfélags Saurbæj- ar- og Hrafnagilshreppa og for- maður þess árum saman, hann sat í stjórn Búnaðarsambands Eyja- fjarðar og var mörg-ár fulltrúi á þingi Stéttarsambands bænda. Hann átti sæti í sveitarstjórn Saurbæjarhrepps árum saman og var jafnan forystumaður í sinni heimabyggð. Hann var mikill ræktunarmaður og var annt um skógrækt, sat enda í stjórn Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga árum saman. Hann var mikill sam- vinnumaður og var kjörinn í vara- stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1966 og í aðalstjórn þess 1973. Þar lagði hann gjörva hönd á plóginn allt til aðalfundar 1982, er hann sagði af sér vegna aldurs. Á þeim vettvangi kynntist ég, sem þessar línur rita, Jóni mjög vel og voru þau kynni öll einstaklega ánægju- leg. Jón lagði gott eitt til allra mála og mótaðist afstaða hans jafnan af góðri dómgreind og ró- legri yfirvegun. Áhugi hans fyrir íslenskum landbúnaði, íslensku atvinnulífi og ást og virðing fyrir eyfirskum byggðum mótaði mjög viðhorf hans til mála. Hann átti til að bera mikla góðfýsi og velvild til allra manna, sem einnig kom fram í öllu viðhorfi hans. Það var sann- arlega ánægjulegt að starfa með Jóni Hjálmarssyni. Ég veit að það var mikið gæfu- spor í lífi Jóns Hjálmarssonar er hann kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni Sigurlínu Hólmfríði Sigfúsdóttur, en þau giftust þann í næstu viku verða bæjarfull- trúar á Dalvík með viðtalstíma. Þetta er nýjung á Dalvík, en til- laga um viðtalstímann kom frá Kristjáni Ólafssyni, bæjarfull- trúa. í upphafi verða tveir bæjarfulltrúar til viðtals hálfs- mánaðarlega. „Tildrög þess að ég flutti þessa tillögu eru þau að ég vildi gefa bæjarbúum kost á að ná til bæjar- fulltrúanna,“ sagði Kristján í samtali við Dag. „Það másegjaað það hafi ekki verið nógu góð tengsl þarna á milli, en með við- talstímunum tel ég að sé komið til móts við almenning. Þarna geta Að undanförnu hafa alloft komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum þess efnis að mán- aðarlegar skýrslur frá slátur- leyfishöfum til Framleiðsluráðs landbúnaðarins um birgðir kindakjöts séu í sumum tilvik- um vísvitandi rangar en skýrsl- unar eru meðal annars notaðar sem grundvöllur fyrir niður- greiðslur úr ríkissjóði og greiðslur á vaxta- og geymslu- gjaldi. Af þessu tilefni leitaði Fram- leiðsluráðið til Sveins Jónssonar, löggilts endurskoðanda og óskaði eftir því að hann framkvæmdi dreifikönnun á bókhaldi, birgð- um og skýrslugerð hjá sláturleyf- ishöfum. Náði könnunin til 7 aðila 24. maí 1943. Þau bjuggu fyrst að Stokkahlöðum og síðan í Vill- ingadal, sem áður er fram kom- ið. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og eru þau Ingibjörg, fædd 25. september 1943, kennari og nú bóndi í Villingadal, Gunnar, fæddur 18. ágúst 1950, íþróttakennari og skólastjóri að Sólgarði og Guðrún, fædd 1. júlí 1960, en hún hefur numið við Samvinnuskólann, lýðskóla í Noregi, Bændaskólann að Hvanneyri og er nú starfandi hér í heimabyggðum. Þorlákur bróðir Jóns hefur búið með þeim hjón- um í Villingadal og er traustur hlekkur innan traustrar fjöl- skyldu, sem þar hefur búið af miklum myndarskap. Við hjónin höfum átt því láni að fagna að kynnast fjölskyldunni í Villinga- dal. Dóttý- okkar dvaldi hjá þeim í sveit og leiðir okkar hafa oft leg- ið í Villingadal auk þess sem við oftlega höfum fengið heimsóknir þeirra hjónanna Jóns og Hólm- fríðar. Öll hafa þessi kynni verið einstaklega ánægjuleg og við þökkum þau af alhug. Jafnframt viljum við tjá Hólmfríði og fjöl- skyldunni allri, svo og systkinum Jóns og fjölskyldum þeirra og öðrum ættingjum, innilegustu samúð okkar. Við biðjum öllu þessu góða fólki blessunar og guðs huggunar í sárum söknuði. Jón Hjálmarsson er horfinn yfir móðuna miklu og margir munu þakka honum störf hans á hinum ýmsu sviðum. Ég vil sérstaklega færa fram þakkir fyrir heilladrjúg störf hans að samvinnumálum í Eyjafirði og innan landssamtaka samvinnumanna, en Jón var árum saman fulltrúi Kaupfélags Eyfirð- inga á aðalfundum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Ég flyt honum sérstakar kveðjur og þakkir stjórnar Kaupfélags Ey- firðinga og samvinnumanna allra i Eyjafirði. Guð blessi minningu hans og veiti honum styrk á veg- ferðinni handan móðunnar miklu. menn komið sínum skoðunum á framfæri og er það vel.“ Fyrir hvern bæjarstjórnarfund er gefin út dagskrá. Kristján sagði að sl. vor hefði verið ákveðið að gefa Dalvíkingum kost á að gerast áskrifendur að dagskránni svo þeir geti kynnt sér þau mál sem koma til umfjöllunar hjá bæjar- stjórn hverju sinni. Þess má geta að bæjarfulltrúunum verður ekki greitt sérstaklega fyrir viðtalstím- ana, sem verða í bæjarstjórnar- skrifstofunum. „Ég vildi hvetja fólk til að koma og ræða við full- trúana," sagði Kristján. en sláturleyfishafar eru alls 48 talsins. Niðurstöður liggja nú fyrir og sýna að fullnægjandi skipulag er á birgðabókhaldi allra þeirra aðila sem könnunin náði til og að skýrslugerð til Framleiðsluráðs á síðastliðnu framleiðsluári var í samræmi við birgðabókhaldið. Birgðatalning endurskoðanda kom í öllum tilvikum heim við birgðabókhald þegar tekið er tillit til eðlilegrar rýrnunar. Framleiðsluráð telur jafnframt ástæðu til að benda á að umrædd- ar skýrslur eru ávallt staðfestar með undirritun af hálfu hlutaðeig- andi sláturleyfishafa og einnig áritaðar af kjörnum eða ráðnum endurskoðendum. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri. Bæjarfulltrúar með viðtalstíma Fullnægjandi skipu- lag á birgðabókhaldi 28. október 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.