Dagur - 28.10.1982, Blaðsíða 8
Staða atvinnulífsins og atvinnuhorfur á Dalvík:
Næg verkefni í bygglngar-
iðnaði fram eftir vetri
Biynjar
í Gilhaga
átti
þyngsta
1 dilkinn 1
Kópaskeri 26. október
Sauðfjárslátrun lauk á Kópa-
skeri 12. október og hafði þá
staöið í fjórar vikur. Slátrað var
liðlega 24.900 dilkum, sem er
um það bil 1000 dilkum færra
en í fyrra. Meðalþyngd dilk-
anna var um 300 grömmum lak-
ari en á síðasta ári, var nú 14,6
kg. Hæsta meðalvigin var hjá
Brynjari Halldórssyni, Gilhaga
í Öxarfirði, 16,8 kg.
Á tveimur bæjum var allt sauð-
fé skorið niður. Það gerðist í
Kelduhverfi, á bæjunum Lyngási
og Keldunesi. Bændurnir á um-
ræddum bæjum hafa í hyggju að
snúa sér alfarið að öðrum bú-
greinum. Það má segja að slátur-
tíð hafi gengið að óskum á Kópa-
skeri og má það m.a. þakka hinu
góða tíðarfari sem hefur verið í
haust.
Undanfarin þrjú ár hefur slát-
urhús KNÞ á Kópaskeri verið
endurbyggt og er því verki að
mestu lokið. Frystirými hefur ver-
ið aukið, vinnslurými bætt svo og
öll aðstaða í húsinu.
Hafin er bygging nýs verslunar-
húss hjá KNÞ á Kópaskeri. Ný-
byggingin er u.þ.b. 310 fermetrar
og er sambyggð við núverandi
Dalvík 26. október.
Að tilhlutan atvinnumála-
nefndar Dalvíkur var haldinn
fundur sl. sunnudag með for-
ráðamönnum atvinnufyrir-
tækja, bæjarstjórn og atvinnu-
málanefnd. Umræðuefnið var
staða atvinnulífsins og atvinnu-
horfur í náinni framtíð.
Formaður atvinnumálanefnd-
ar, Þorsteinn Már Aðalsteinsson,
settti fundinn og gerði grein fyrir
tilgangi hans. Bað hann síðan
fundarmenn að gera grein fyrir
þeim atvinnugreinum er þeir væru
fulltrúar fyrir, núverandi mann-
afla og horfum. í máli manna kom
m.a. fram að í sjávarútvegi gerir
erfið birgðastaða reksturinn erf-
iðan í landi og útgerð á við ýmsa
erfiðleika að etja. Fundarmenn
voru nokkuð uggandi um lausnir.
Eins og stendur er næg atvinna í
sjávarútvegi, nokkuð er um að-
komumenn á togurunum og
verkafólk vantar til dæmis í frysti-
húsið.
Þegar menn fjölluðu um fram-
tíðina kom það helst fram að
möguleiki er á aukinni hlutdeild
frystingar og eru því samfara þó-
nokkuð mörg atvinnutækifæri.
Einnig að atvinnutækifæri gætu
leynst í frekari fullvinnslu og
verðmætasköpun sjávarafla. Tal-
ið var að nóg verkefni væru í
byggingariðnaði fram eftir vetri,
en eftir það væri óvíst um atvinnu.
Síðustu ár hafa byggingar heilsu-
gæslustöðvar, dvalarheimilis og
ráðhúss skapað mikla atvinnu.
Fundarmenn inntu forráðamenn
bæjarfélagsins eftir hvað væri
framundan í opinberum fram-
kvæmdum og svaraði forseti
bæjarstjórnar, Kristján Óiafsson,
því til að áframhaldandi uppbygg-
ing skólamannvirkja og sundlaug-
arbygging væri m.a. á dagskrá.
Kristján sagði að bæjaryfirvöld
myndu gera allt sem í þeirra valdi
stæði til að fyrirbyggja samdrátt í
byggingariðnaði.
Þá kom fram að þjónustustarf-
semi fylgir öðrum atvinnurekstri á
hverjum tíma, sé hann blómlegur
þarf engu að kvíða hvað varðar
hana. Á fundinum voru ræddir
ýmsir möguleikar s.s. stóriðja og
hvernig ætti að standa að henni.
Spurt var um ferðamannaiðnað,
skinnaiðnað, hvaða áhrif virkjun
við Blöndu hefði á atvinnulíf á
Dalvík og hvaða möguleikar væru
í smáiðnaði.
Atvinnumálanefnd hefur í
hyggju að leita eftir samstarfi við
Dalvíkurskóla um könnun á sam-
setningu atvinnulífs og fleira í því
sambandi. Fundarmenn voru um
30 að tölu. AG.
Frá Dalvfk.
verslunarhús. Þessi stækkun kem-
ur til með að bæta mjög mikið
verslunaraðstöðuna. Stefnt er að
því að taka húsið í notkun næsta
vor. P.Þ.
Létu ekki
veðrið aftra sér
Fimm konur úr Fljótum, sem
istunda nám við öldungadeild
Fjöibrautarskólans á Sauðárkróki
létu veðurhaminn ekki aftra sinni
för og héldu til Sauðárkróks um
miðjan dag í gær og komu heim
aftur skömmu eftir miðnætti eftir
erfiða ferð. Leiðin til Sauðár-
króks er um 80 km. og sýnir þetta
glöggt hvað margur strjálbýlis-
maðurinn má leggja á sig til að
öðlast menntun á við aðra
landsmenn.
Borað í
1 fp 'MT fir- T1 'P (^r 111 Tfrp
lu lM 111 1 SL I s * m
og Glerárdal
Um þessar mundir er borað á
tveimur stöðum á vegum Hita-
veitu Akureyrar. Borinn Ýmir er
að bora á Glerárdal, en Glaumur í
Fnjóskadal. Ætlunin er að bora
þrjár rannsóknarholur á Glerár-
dal og nú er lokið að bora eina.
Þegar búið er að bora holurnar
iverður tekin ákvörðun um hvort
ráðist verður í frekari boranir á
Glerárdal. í Fnjóskadal verður
boruð ein hola og eru starfsmenn
Orkustofnunar hálfnaðir með
hana. Áætlað er að holan í
Fnjóskadal verði um 500 m djúp
en holurnar á Glerárdal verða
mun grynnri.
Glerárþorp:
Verslunarmiðstöðin
opnuð í næstu viku
— Tel að brotið sé blað í íslenskri verslunarsögu
segir Brjánn Guðjónsson
Nýja versliinarmiðstöðin við
Sunnuhlíð verður opnuð þann
4. nóvember n.k. Þann dag
munu 14 -15 verslanir opna, en
fleiri fylgja í kjölfarið. Nýja
verslunarmiðstöðin hefur hlot-
ið nafnið Sunnuhlíð.
„Ég fullyrði að með þessari
verslunarmiðstöð sé brotið blað í
íslenskri verslunarsögu", sagði
Brjánn Guðjónsson, deildarstjóri
matvörudeildar KEA, en KEA
verður með dagvöruverslun í
Sunnuhlíð. „Þarna verða verslan-
ir á tveimur hæðum og fallegt
blómatorg. Ég trúi því að það
verði gaman að versla í þessu
húsnæði."
Brjánn sagði að í dagvöruversl-
un KEA væri bryddað uppá ný-
ung í verslun á Akureyri. I versl-
uninni verður grænmetistorg og
munu viðskiptavinirnir velja þær
vörur er þeir girnast og vigta þær
sjálfir á vog sem prentar á miða
þyngd grænmetisins ogverð. „Við
munum reyna að hafa sem fjöl-
breytilegast úrval grænmetis
hverju sinni,“ sagði Brjánn „en að
öðru leyti mun þessari verslun
svipa til þeirra sem kaupfélagið
rekur á Akureyri."
Grænmetistorg með sjálfsaf-
greiðslu eins og að framan greinir
er í verslun á Selfossi svo segja má
að Selfyssingar og Akureyringar
hafi skotið höfuðborgarbúum
ref fyrir rass hvað þetta snertir.
# Málum
togarann
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að Sólbakur liggur
bundinn við Torfunes-
bryggjuna. Hann er sfður en
svo nokkuð augnayndi - skip-
ið er ryðgað og Ijótt. Ef það er
ætlun forráðamanna Ú.A. að
geyma skipið á umræddum
stað næstu árin, eða þar til
viðunandi verð fæst fyrir það,
væri ekki úr vegi að mála sklp-
ið svo bæjarbúar og ferða-
menn þurfi ekki að líta í aðra
átt þegar þeir eiga leið um
miðbæinn. Eflaust kostar
slíkt verk þó nokkra upphæð
en það er vel þess virði.
• Kaffihús
um borð?
S&S á sér marga góða og
bjartsýna kunningja. Einn
þeirra stakk upp á því að ef
skipið ætti eftir að liggja við
bryggjuna næsta sumar ætti
einhver athafnamaðurinn að
taka það á leigu og opna kaffi-
hús á dekkinu. Það má vel
vera að Gfsli og Vilhelm brosi
breitt þegar þeir sjá þessa
hugmynd bjartsýnismanns-
ins á prenti, en ef einhver
kemur til þeirra og vill reyna
þá gætu þeir a.m.k. boðið
manninum í kaffi.
# Stefánvill
fram á nýjan
leik
Alþýðubandalagsmaður
stakk því að S&S að Stefán
Jónsson, alþingismaður Al-
þýðubandalagsins ætlaði
sfður en svo að draga sig í hlé
- hann stefndi ótrauður á
fyrsta sætið á lista Alþýð-
ubandalagsins f næstu kosn-
ingum.
# Jólafötin
á börnin
Fataverslun í Reykjavfk er
farin að auglýsa í sjónvarpinu
að hún seiji jólafötin á börnin.
Það er ekki ráð nema í tíma sé
tekið. Með sama áframhaldi
verður jólakauptfðin allt árið -
og kaupmenn taka varla niður
jólaskrautið. Þess eru reynd-
ar dæmi að kaupmenn hafi
ekki séð ástæðu til þess arna.
Starfsmaður Dags minntist
þess t.d. að hafa séð jóla-
Ijósaperur hjá verslun nokk-
urri f september - og það
logaði á perunum!
# Sebrahestur
Sú saga gengur Ijósum logum
um bæinn að Hafnfirðingur
nokkur (eða var það Ólafsfirð-
ingur?) hafi keypt sér sebra-
hest. Að sjálfsögðu skírði
hann skepnuna Depil.
L