Dagur - 23.11.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 23.11.1982, Blaðsíða 3
Frakkar mikið úrval og margar gerðir Herradeild sími23599 Selja laufa- brauð á Ráðhús- torgi Eftir klukkan fjögur á fimmtu- daginn munu hjúkrunarfræðingar selja laufabrauð á Ráðhústorgi til styrktar Systraseli. Laufabrauðið verður tilbúið á diskinn, hand- bragðið á skurðinum er sagt frá- bært og bragðið enn betra. „A-B búðin“ í Kaupangi Fundu 7 kindur „Við fundum 7 kindur um helg- ina“ sagði Ragnar Jónsson bóndi í Fjósatungu í Fnjóska- dal er við ræddum við hann í gær, en bændur í Fnjóskadal fóru í eftirleitir um helgina. Ragnar fór á laugardag ásamt Hermanni Herbertssyni á Sigríð- arstöðum og fóru þeir í Timbur- valladal. Daginn eftir fór svo Hermann ásamt Gunnari Halli Ingólfssyni á Steinkirkju í Hjalta- dal. „Petta var meira en við áttum von á“, sagði Ragnar. „Það var gott veður í göngum í haust þó snjór væri í fjöllum og því erfitt skyggni. Féð virðist leynast víða en það er gott að fara um á snjó- , sleðum eins og við gerum, og við erum með sérstakan sleða sem kindurnar eru settar á“. 23. nóvember 1982 - DAGUR - 3 Verslunin „Handverk“ sem verið hefur til húsa að Strand- götu 23 á Akureyri hefur verið flutt í Kaupang við Mýrarveg. Þá hefur nafni verslunarinnar verið breytt og heitir hún nú „A-B búðin Kaupangi“. f „A-B búðinni" fást föndur og tómstundavörur, s.s. litir, leir, tágar, hnýtigarn, postulín til að mála á, litabækur og litir, ritföng, smá trévörur og fleira og fleira. Eigendur „A-B búðarinn- ar“ eru Anna Karlsdóttir og Björn Axelsson. Anna Karlsdóttir og Björn Axelsson í nýju versluninni. Enskur „pub“ verður opinn í Sjallanum á Akureyri frá fimmtudagskvöldi til sunnu- dagskvölds um næstu helgi. Sérstakur enskur matseðill verður á boðstólum og einnig ýmsir smáréttir eins og tíðkast á krám í Englandi. Enskur píanóleikari, Sam Avant, mun skemmta gestum öll kvöldin, en hann er þrautreyndur spilari á „pöbburn" í heimalandi sínu. Einnig hefur hann skemmt víða um heim við mjög góðar undirtektir. Þeir sem gist hafa England þekkja sennilega margir hverjir hina sérstöku stemmningu sem ríkir á „pöbbunum“ þar og það er sú stemmning sem reyna á að vekja upp í Sjallanum. Húsið verður að einhverju leyti sérstak- lega skreytt vegna þessa og Sam Avant leggur sig allan fram um að skapa þessa sérstöku „pöb- stemmningu". Sam Avant. Svona var umhorfs við höfnina á Húsavík í óveðrinn mikla á dögnnum. Ljósm. Þ.B. Húsavík. Ferðafélag Akureyrar: Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum Á fundi stjórnar kjördæmis- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Norðurlandskjördæmi eystra á Iaugardag var samþykkt að leggja til við kjördæmisráð að prófkjör verði viðhaft við val á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins fyrir næstu alþingis- kosningar. Fundur verður í kjördæmisráð- inu um næstu helgi, þar sem vænt- anlega verður gengið frá þessu máli endanlega. Víst þykir að þingmennirnir Halldór Blöndal og Lárus Jónsson muni gefa kost á sér í prófkjörið, en einnig hefur Björn Dagbjartsson, forstöðu- maður Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins gefið ákveðna yfir- lýsingu um það að hann muni taka þátt í prófkjöri um efstu sætin ef af því verður. Fjölskyldu- kvöldvaka Ferðafélag Akureyrar gengst annað kvöld (laugardag) fyrir fjölskyldu-kvöldvöku og hefst hún kl. 20,30 í Laugarborg. Að venju verður fjölbreytt dagskrá á boðstólum, söngur, leikir, grín og gaman. Miðasala verður við innganginn og sæta- ferðir frá Skipagötu 12. Sturlu og Kjartani báðum vikið frá Kuldastakkar margar gerðir ★ Karlmannaföt með vesti mikið og fjölbreytt úrval Menntamálaráðuneytið hefur Ieyst Sturlu Kristjánsson frá skólastjórastörfum í Þelamerk- urskóla í Hörgárdal vegna deilna í skólanum. Einnig hefur Kjartan Heiðberg kennari ver- ið leystur frá störfum í skólan- um. Samkvæmt upplýsingum Dags hefur Kjartani verið boð- in staða við Grunnskóla Akur- eyrar en Sturla er í leyfi frá fræðslustjórastöðu á Norður- landi eystra og hefur honum ekki verið boðin önnur staða. Kennsla hófst á nýjan leik sl. fimmtudag í Þelamerkurskóla en þá hafði hún legið niðri í nokkra daga þar sem kennararnir voru í verkfalli. Þeir voru að knýja á um að ákvörðun yrði tekin í málefn- um skólans. Pétur Þórarinsson, prestur á Möðruvöllum, gegnir störfum skólastjóra en nú er leit- að með logandi ljósi að manni til að taka að sér starfið til frambúð- ar. Nokkur nöfn hafa verið nefnd en skólanefnd Þelamerkurskóla hefur ekki verið tilkynnt endanleg ákvörðun í því efni. Að sögn for- manns skólanefndar hefur ekki heldur verið tekin ákvörðun um arftaka Kjartans. Enskur „pub“í Sjallanum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.