Dagur - 23.11.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 23.11.1982, Blaðsíða 9
KA er í efsta sætinu Fyrsta umferð af þremur í ís- landsmóti 2. flokks í handbolta var leikin hér á Akureyri um helgina. Sjö lið mættu til leiks, en keppt er í þremur riðlum. Alls var leikinn hér í íþróttaskemm- unni 21 leikur, en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir leikir far- ið þar fram á einni helgi. Akureyrarliðin Þór og KA voru í þessum riðli og náðu bæði frábærum árangri. Fyrir mótið voru félögin af Reykjavíkur- svæðinu talin sigurstranglegri, þar eð þau geta leikið þar í mörgum mótum. Fyrir þessa leiki munu Þór og KA aðeins hafa leikið einn leik. KA lék sinn fyrsta leik á föstu- dagskvöldið og þá gegn Þór. KA-strákarnir voru sterkari og sigruðu með 16 mörkum gegn 10. KA átti síðan fyrsta leik á laugardagsmorguninn gegn Aftureldingu. Þar sigraði KA auðveldlega með 19 mörkum gegn 10. Þá léku þeir við Hauka um hádegið á laugardag og sigruðu einnig með 14 mörkum gegn 10. Þriðji leikurinn á laugardaginn var gegn Víkingi. Þar var greini- lega komin þreyta í strákana og þeir töpuðu með 19 mörkum gegn 15. Á sunnudaginn átti KA svo tvo leiki, en það var gegn þeim félögum sem talin voru sterkust. Fyrst léku þeir gegn Stjörn- unni úr Garðabæ. Þar léku strákarnir ágætlega og veittu Garðbæingum góða keppni og voru síðan sterkari á endasprett- inum og sigruðu með 15 mörk- um gegn 10. Síðari leikurinn var svo gegn Fylki. Þessi leikur var mjög spennandi en Fylkir komst yfir og náði þriggja marka for- ustu í fyrri hálfleik. KA náði að minnka muninn rétt fyrir lok hálfleiksins og í leikhléi var stað- an 10 gegn 9 Fylki í hag. Strax í byrjun síðari hálfleiks jafnaði Stefán Ólafsson fyrir KA, og Sæmundur kom þeim síðan yfir. Þá jafnaði Fylkir og komst síðan í 12 gegn 11. Þá jafnaði Kobbi úr víti og Óskar minnsti en snaggaraleg- asti KA-maðurinn kom KA yfir með góðu marki úr hægra horn- inu. Þá jafnaði Fylkir en síðan komu tvö mörk frá Jóni Krist- jánssyni. Fylkir minnkaði síðan muninn í eitt mark, en Kobbi lagaði aftur stöðuna með marki út víti. Fylkir komst í 15 gegn 16 en síðan koma tvö KA-mörk, annað frá Boga Einarssyni og hitt frá Kobba og þriggja marka forusta. Fylkir gerði síðan síð- asta markið og lokastaðan varð 18 gegn 16 KA í vil. Þarna tryggði KA sér sigur í fimmta leiknum og sigur í þessari umferð. Leikir Þórs voru oft á tíðum mjög spennandi. Þeir léku fvrst gegn KA, en töpuðu eins og áður sagði. Næsti leikur var á laugardagsmorguninn og þá gegn Haukum. Þórsarar unnu stórsigur með 26 mörkum gegn 17. í þessum leik gerði Sigurður Pálsson 13 mörk fyrir Þór eða helming marka þeirra. Næsti leikur varð gegn Stjörn- unni en þeir urðu Þórsurum of- viða og þeir töpuðu með 22 mörkum gegn 16. Þór átti síðan fyrsta leikinn á sunnudagsmorguninn gegn Aftureldingu. Þar unnu þeir nokkuð auðveldlega með 15 mörkum gegn 13. Þá léku þeir um miðjan daginn gegn Víkingi og þar tóku Þórsarar þá í kennslustund og sigruðu með 19 mörkum gegn 13. I þessum leik varði markvörður Þórs Júlíus Tryggvason mjög vel og skoraði m.a. eitt mark hjá kollega sínum í Víkingsmarkinu. Síðasti leikur þeirra og jafnframt þriðji á sunnudaginn var gegri Fylki. Þar var engin þreyta í Þórsurum því þeir unnu stórsigur 18 gegn 13. Það byrjaði ekki vel fyrir Þór í þessum leik því Fylkir hafði fimm marka forustu í hálfleik. Með stórgóðum síðari hálfleik náðu þeir að minnka muninn og vinna þann hálfleik rrieð 14 mörkum gegn 4. Það var mikil stemmning í Skemmunni og Þórsarar hvattir vel bæði af sínum félögum og öðrum sem kunnu vel að meta stórleik þeirra. Allir leikmenn þessara liða eru framtíðarmenn sinna félaga og ekkert er til sparað að þjálfa þá. T.d. þjálfar Bodan Val, Rússi Hauka, Jón Karlsson fv. landsliðsmaður Fylki, Ólafur Lárusson Stjörnuna og Jan Lar- sen KA. Allt eru þetta þekktir þjálfarar. Markahæsti leikmaður móts- ins var Sigurður Pálsson úr Þór með 54 mörk og næstur kom Jakob Jónsson KA með 45 mörk. Jakob sýndi mikið öryggi í vítaköstunum, en hann tók 16 víti og skoraði úr 15. Þrátt fyrir allan þennan fjölda marka voru þessir menn teknir úr umferð nánast alla leiki. Mjög góð dómgæsla var í þessum leikjum en þeir sem flautuðu voru Árni Sverrisson, Ólafur Haraldsson, Stefán Arn- aldsson, Guðmundur Lárusson, Oddur Halldórsson, Kristján Óskarsson og Birgir Björnsson. Handknattleiksráð Akureyr- ar sá um þessa keppni sem fór mjög vel fram og t.d. stóðust all- ar tímaáætlanir alla dagana. 1. KA 2. Stjarnan 3. Þór 4. Fylkir 5. Víkingur 6. Haukar 7. UMFA 6 5 0 0 6 4 11 6 4 0 2 6 3 12 6 3 0 3 6 10 5 6 0 0 6 97- 75 108-86 104-94 98- 88 101-100 99- 121 75-105 lOstig 9 stig 8 stig 7 stig 6 stig 2 stig Ostig Bjarmi tap- aði tvívegis Umf. Bjarmi úr Fnjóskadal lék tvo leiki í fyrstu deild um helgina og var leikið fyrir sunnan. Þeir töpuðu bæði fyrir Þrótti og ÍS með þremur hrinum gegn Sigurður Pálsson Þór sem sést hér í vöm var markahæsti leikmaður t keppni um helgina. Leikreynsluleysi áberandi hjá Þórsurunum — en þeim tókst þó að sigra Tindastól og Val í 3. flokki í körfuknattleik engri. Kvennalið KA lék einnig tvo leiki um helgina og tapaði bæði fyrir Breiðabliki og Þrótti með þremur hrinum gegn engri. 3. flokkur körfuknattleiks- deildar Þórs hélt suður til Hafnarfjarðar um helgina og lék þar flmm leiki í sínum riðli í íslandsmótinu. Voru leikirn- ir háðir á laugardag og sunnu- dag og dagskráin því mjög erfið. Þór lék fyrstu leiki sína gegn ÍR og Haukum, tveimur sterk- ustu liðum landsins í þessum flokki og tapaði Þór báðum, fyrir ÍR 72-44 og Haukum 61- 32. Voru strákarnir greinilega mjög taugaóstyrkir enda allir nema tveir að leika sína fyrstu leiki í vetur. Síðan kom leikur gegn Val og þá sýndu strákarnir hvers þeir eru megnugir. Stórvel leiknum leik af hálfu Þórsara lauk með sigri þeirra 73—43. Allir þessir leikir Þórs voru háðir á laugar- dag. Á sunnudaginn átti Þór leiki kl. 10 um morguninn og aftur kl. 12.30 og voru mótherjarnir nú Tindastóll og ÍBK. Þór vann 10 stiga sigur gegn Tindastól 69-59 og lék síðan hörkuspennandi leik gegn ÍBK. Leiddi Þór lengst af en undir lokin var greinilegt að sumir þoldu ekki álagið og ÍBK breytti stöðunni úr 43-43 í 49-43 og sigraði með 50 stigum gegn 45. Það var áberandi í þessum leikjum Þórsara að þá vantar leikreynslu, enda hafa þeir ekki leikið nema 3-5 leiki undanfarin ár. Tveir þeirra, Konráð Ósk- arsson og Guðmundur Björns- son eru þó í nokkrum sérflokki hvað þetta snertir, þeir eru báðir leikmenn m.fl. og þeir báru Þórsliðið uppi. Konráð var stigahæstur leikmanna liðsins með 105 stig í leikjunum fimm og Guðmundur skoraði 81. ■ r"lT“ ' Konráð Óskarsson. Guðmundur Bjömsson. 23. nóvember 1982-DAGUR-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.