Dagur - 10.12.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG
ÞORKELLBJÖRNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Nýting rekaviðar
og úrgangstimburs
Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, ásamt
Páli Péturssyni og Sigurgeiri Bóassyni hafa
lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar
um nýtingu og úrvinnslu rekaviðar og úr-
gangstimburs. Gert er ráð fyrir að framkvæmd
verði athugun á nýtingu þessa viðar til iðnað-
ar og orkusparnaðar.
í ítarlegri greinargerð með tillögunni segir:
„Á fjörum landsins liggur mikið magn trjá-
viðar, rekatimburs, og bíður tortímingar. Eng-
inn opinber aðili hefur til þessa stuðlað að nýt-
ingu rekaviðar. Þó er vitað að sumt af þessu
rekatimbri er úrvals efniviður sem hentar vel
til smíða og hvers konar iðnaðar.
Við allar byggingaframkvæmdir, stórar og
smáar, þar sem viðhafður er sá hefðbundni
byggingarmáti að slá upp steypumótum úr
mótatimbri, fellur til meira og minna af úr-
gangstimbri sem að lokum hafnar á sorpeyð-
ingarstöðum og er þar ýmist urðað eða brennt,
oftast með ærnum tilkostnaði og engum til
gagns eða hagsbóta. Sömu sögu má sjálfsagt
einnig segja hvað varðar úrgang frá hinum
ýmsu trésmíðaverkstæðum. Þó er vitað að
hluti þessa úrgangs er þegar nýttur og
ánægjulegar eru þær fréttir að einstaka tré-
smiðjur hafa ekki þurft að kaupa orku til upp-
hitunar um áraraðir. “
Flutningsmenn segja síðan að fyllilega
tímabært sé að láta fram fara ítarlega athugun
á því með hvaða hætti megi nýta rekavið og
úrgangstimbur með tilliti til orkusparnaðar,
aukinnar fjölbreytni í atvinnulífi, einkum til
sveita, tekjuöflunar og gjaldeyrissparnaðar.
Flutningsmenn telja eðlilegt að athugun þessi
sé unnin á vegum landbúnaðarráðuneytisins,
þar sem reki er í flestum tilvikum talinn til
hlunninda á bújörðum og frekari nýting hans
ætti að geta létt undir með landbúnaðinum, en
á hinn bóginn geti einnig verið um verulegan
orkusparnað að ræða og nýtingu á hráefni til
iðnaðar.
Rekaviður var áður fyrr mikill hluti af hita-
gjöfum heimilanna. Síðar komu innfluttir orku-
gjafar til sögunnar og ruddu þeim heima-
fengnu sem meira þurfti að hafa fyrir úr vegi.
Með hækkandi olíuverði hafa viðhorfin síðan
breyst á ný og aftur er leitað nýrra leiða. Mest
munar þar að sjálfsögðu um jarðhitann, sem
víða er mjög ódýr orkugjafi, og raforkuna sem
á hinn bóginn er því miður víða um land mjög
dýr og stefnir í að verða álíka dýr og olía.
„Því er okkur nauðsynlegt að leita allra leiða
og nýta alla þá möguleika sem tiltækir eru.
Trjálurkakatlar sem brenna úrgangsreka,
morviði og öðru föstu eldsneyti, eru nú að
koma í umferð hér á landi. Þetta eru danskir
katlar og eru um 18—20 slíkir þegar í notkun
hér og allmargir væntanlegir. Hefur notkun
þeirra gefið mjög góða raun,“ segir í greinar-
gerð með þingsályktunartillögunni, sem af
ýmsum ástæðum er fullrar athygli verð.
BÆKUR Kristján frá Djúpalæk
• ^ X
Ljóð
um frelsi
Jón Óskar er mikilvirkur rithöf-
undur og þýðandi, einn af þeim
fáu sem lifa á ritstörfum með
hjálp starfsstyrkja og listamanna-
launa. Hann hefur gefið út
fjölda frumsaminna verka, ljóð,
smásögur, auk þýðinganna og
hann var einn af Birtingsmönn-
um. Ekki síst má nefna stór-
merka sögu bernsku háns og
þroskaára sem kom út í sex
bindum á árunum 1969-79.
Jón er fæddur 18. júlí 1921.
Hann nam í Reykholti og Flens-
borg og stundaði nám í píanó-
leik við Tónlistaskólann í
Reykjavík og vann um tíma sem
hljóðfæraleikari. Tónvísi er
góður þáttur skáldi og gætir þess
beint og óbeint í verkum Jóns,
m.a. þessari ljóðabók.
En ég get ekki látið hjá líða,
fyrst ég segi frá nýrri bók eftir
Jón Óskar, að fjalla aðeins um
„ævisögu“ hans. Um það ritverk
hefur verið ótrúlega hljótt og
mun það þó verða ómissandi
hjálpargagn öllum þeim er síðar
fjalla um þessa umrótatíma sem
verkið spannar, þ.e. ár síðari
heimsstyrjaldarinnar og þau
hin næstu: Árin sem kollvörp-
uðu svo mörgu í menningu okk-
ar og leiddu okkur óvitandi inn í
nýja öld, atómöldina sem her-
numda þjóð. Jón var fullþroska
um þessar mundir og fylgdist vel
með öllu. Hann varð eitt af „at-
ómskáldunum" og náinn vinur
og samherji hinna frumkvöðl-
anna. En orðið „atómskáld“
mun vera ættað frá Laxness ( úr
Atómstöðinni). Nafnið á rétt-
lætingu sína í tímanum: skáld at-
ómaldar.
Það er einkum tvennt sem ég
bendi á í þessu ritsafni sem er
ómetanlegt að jafnsnjall, heið-
arlegur og nákunnugur maður
gerði afgjörandi skil. Það er
fyrst formbylting ljóðsins sem
raunar var einnig inntaksbylt-
ing, og svo pólítík þessara
furðutíma. Jón leggur mikla
áherslu á það í verki sínu að
hann og jafnaldra félagar hans
séu fyrstir formbyltingarmanna.
Skal það ekki véfengt en baksvið
heima og erlendis þyrfti þó að
skyggna betur. „Menningarbylt-
ingin" var algjör. Hún náði til
allra tegunda lista. Málverkið og
músikin fóru ekki varhluta af
henni, fremur en orðið.
Á tíma byltingar er engu
þyrmt. Kostir þess gamla sjást
eícki með gleraugum framúr-
stefnu-nýhyggjunnar. Þessar
öldur nýrra stefna og strauma
mæddu þungt á róðrarmönnum
hefðbundinna forma, stuðla,
ríms og röklegrar byggingar
kvæða, efnislega. Ýmsir hafa
talið formbyltingarmenn í list-
um hina verstu varga í véum og
m.a. fært til að þeir sem her-
námsandstæðingar og landvarn-
armenn skyldu ráðast á ýmsa
hornsteina menningar okkar og
sérkenni og varpa fyrir borð,
einmitt þegar hófleg íhaldssemi
við þjóðlega list og menningu
hefði verið eðlileg og jafnvel
nauðsyn. En hvað sem um þetta
er rætt má segja að upp af þessu
plógfari hafi nýr og fjölskrúðug-
ur gróður vaxið á akri íslenskra
lista. Og kannski á menning
okkar það djúpar og seigar rætur
að þær haldi enn um sinn þrátt
fyrir gnauð áratuga útsynnings
atómaldar.
Hitt atriðið sem mér þykir
mikils um vert að Jón gerir skil
og teiknar af leiðsögukort fyrir
sagnaritara framtíðar er hin
pólitíska saga þessara ára. Þá
nægði flokkunum ekki að gefa út
dagblöð. Þeir urðu einnig að
ráða yffir bókaútgáfu og tímarit-
um. Enginn skyldi ó(heila)-
þveginn mæta framtíðinni. Jón
gerðist róttækur eins og flestir
listamenn þá, enda þótti lítt
skáldlegt að vera íhald í þann
tíma. Hann fjallar því mest um
sósíalista og „trúboð“ þeirra.
Þeir höfðu stofnað Mál og
menningu á kreppuárunum og
var það hvalreki þeim er bækur
þráðu en þar komu öndvegisrit
fyrir augu lesenda sem annars
hefðu ekki sést. Hið sama má
raunar segja um önnur „flokks-
útgáfufélög". En pólitískt trú-
boð var alltaf nokkuð ríkur þátt-
ur í starfinu, t.d. var Tímarit
Máls og menningar mjög helg-
að því. Ung skáld voru þá eftir-
sótt fylgdu þau línunni og var
lögð áhersla á að ala upp „hinn
eina hreina höfund“. En þeir
höfðu hvorki vit né getu til að
kaupa þá með fé. En það er
aldrei á vísan að róa með lista-
menn, þeir vilja hlaupa út undan
sér, eru þungir í taumi. Jón var
ýmist utan eða innan dyra hjá
þeim og síðast „sveik“ hann,
þ.e. hann sá í gegnum blekk-
ingavef pólitíkusanna, hinna
andlegu mannætna. Og það er
afrek sem liggur fjarri sumum
öðrum, einkum úr röðum hinna
íhaldssamari.
Menn ættu að kynna sér þess-
ar bækur Jóns Óskars um tíma
þá sem hann varpar svo skýru
ljósi á í sex bindum bóka. Það er
bæði fróðlegt og skemmtilegt.
En skilningur á gildi þessara
verka hingað til sést m.a. á því
að þrír útgefendur eru að þess-
um sex bindum. Þeir sáu ekki að
hér var verið að reisa vörður á
vandrataðri heiði. En þær munu
öruggur vegvísir þeim er ganga
vilja í spor Jóns í framtíð, kanna
og skilgreina mestu byltingar-
tíma íslensks þjóðfélags, ytra og
innra líf þjóðar í upphafi nýald-
ar.
En ég ætlaði að segja frá nýju
bókinni, Næturferð, ljóða um
frelsi. Þessi bók er hreint af-
sprengi fyrri verka Jóns, heil og
sönn liðveisla og leiðsögn frá
helsi til frelsis, andlegs jafnt og
líkamlegs. Bókin er í fjórum
köflum og fjallar fyrsti og lengsti
kaflinn um Náttfara, hinn fræga
landnámsmann er sagan úthýsti
þó. Það er jafnvel á reiki hvort
hann var frjáls maður eða þræll.
En ambáttin sem fylgdi með til
landnáms var sönn. Jón er ekki í
vafa: Þetta var uppreisnartil-
raun hins hlekkjaða. Þátturinn
er fróðlegur og snjall. Þá er kafl-
inn „Frelsi og haf“, óður um
Akranes, æskuþorp Jóns, þá
„Horft í skuggsjá" og gerist í
höfuðborginni en að lokum
„Eins og tíminn í dag“, ljóð um
ferð norður í land.
Ég þarf ekki að veita mönnum
neina aðstoð til skoðanamynd-
unar á þessu verki. Jón Óskar er
maður sem veit hvert hann er að
fara og hefur ennþá ratað rétta
leið. Ég held að þjóðin eigi hon-
um stóra skuld að gjalda.
Þetta er 120 bls. bók í vand-
aðri útgáfu Menningarsjóðs. Já,
ríkisfyrirtækið Menningarsjóð-
ur. Eru þeir kannski að rumska?
Eftirmáli
Þegar maður sér og heyrir bóka-
auglýsingar í sjónvarpi fer
maður að telja hæpinn heiður að
tengja nafn sitt bókum. Það er
fjallað með réttu um siðleysi
myndbandaleigjenda á sama
stað en samkvæmt auglýsingum
um bækur, frá vissum útgáfu-
fyrirtækjum, er þeim talið til
gildis allt það sem á böndunum
er fordæmt: Klám, pyntingar,
geðveiki, morð, hryllingur. Og
allt þetta er kannski „höfuðkost-
ur“ sumra bókanna, undirstrik-
að með teiknuðum eða leiknum
myndum. Síðan klikkt út með
að þetta séu „sannkallaðar jól-
abækur".
Sjónvarpið átelur réttilega
siðleysi keppinauta sinna. En
vinnur það fyrir fé að hjálpa til
að útbreiða svipað efni. Já, og
það kostar stórfé til að láta fram-
leiða svipað fyrir sjálft sig.
Getur virkilega einhver vænst
manneskjulegrar hegðunar og
vitrænna viðbragða barna og
líttþroskaðra manna meðan svo
er á borðin borið af fjölmiðlum?
Ath.: Biðja ber afsökunar á
nokkrum prentvillum í síðasta
þætti um bækur. T.d. heitir bók
Eiðs á Þúfnavöllum ekki
„Mannafellirinn mikli“ heldur
„Mannfellirinn mikli“.
4 •- DAGUR -10. desember t982