Dagur - 10.12.1982, Side 7
EG HEF ALDREI
M
OÐLAST POLITISKA TRU
u
- Eg er fæddur „Þorpari“, sagði
Olafur Birgir Arnason, lögfræðingur
og fasteignasali, er við tókum tal
saman fyrir skömmu. Það runnu á
mig tvær grímur en Ólafur brosti
Ijúfmannlega og bætti því við að
hann væri fæddur og uppalinn í Birgi
í Glerárþorpi síðla árs 1940. Foreldr-
ar hans eru þau Árni Jónsson og
Snjólaug Ólafsdóttir. Hér á eftir
verður rætt um Glerárþorp en ekki
Glerárhverfi eins og sumir vilja
nefna það, enda er orðið Glerárþorp
mun hljómmeira og fallegra.
Við Ólafur hittumst á föstudags-
eftirmiðdegi þegar umferðin er hvað
hröðust og fólk að flýta sér. Rauða
kaffikannan var nálega hálf af ilm-
andi Bragakaffi, það voru sykur-
molar innan seilingar og glas af
nýmjólk. - Biddu fyrir þér, sagði
viðmælandi minn þegar hann hafði
rennt augunum yfir lista með spum-
ingum. Þú hefur rætt við einhvern
sem þekkir mig, hvernig vissir þú að
ég bætti síldarnætur fyrír austan?
Ha? Og hvernig vissir þú að ég var á
sænsku flutningaskipi að ná í síld
norður í haf? Jæja, ég held að ég
verði að fara að rifja upp hitt og þetta
sem annars var gleymt og grafið.
Ég veit ekki hvcrnig á að lýsa Ólafi
á annan hátt en þann að maðurinn er
afskaplega þægilegur í viðmóti - sú
mynd sem fólk gerír sér oft af lög-
fræðingum á hvergi við Ólaf Birgi.
Og ég er viss um að karlarnir í Bót-
inni forðum daga hafi gefið honum
beitu við og við - vegna þess að
strákurinn kunni að biðja um hana.
Beituskúrar
- Lífið í Þorpinu var stórkostlegt á
þeim tíma sem ég var að alast upp.
Við strákarnir héldum til í fjörunni
enda voru viðfangsefnin þar alveg
óþrjótandi. Eftir þá reynslu á ég
svolítið erfitt með að skilja í dagþeg-
ar krakkarnir vita ekki hvað þeireiga
að gera. Við strákarnir höfðum
aldrei nægan tíma, þrátt fyrir það að
við ættum ekki nein sérstök leikföng,
en við höfðum bátana, sjóinn og
fjöruna. Flestir vorum við rennandi
blautir í fæturna alla daga og reynd-
um að leyna því heima. Stundum
reyndi maður að komast í olíuofn
hjá einhverjum nágrannanum til að
þurrka sokkana.
Á þessum áruni réru margir karlar
á trillum úr Bótinni. Það var tiltölu-
lega lítið um atvinnu á veturna á
þessum árum. Menn fóru út á trillun-
um og skutu svartfugl. Fólk gerði
ekki eins miklar kröfur á þessum
árum og það gerir í dag, sem betur
fer. Satt best að segja man ég ekki
eftir neinum sem getur talist sérstak-
ur í háttum, ég held að okkur hafi
fundist fólkið ósköp eðlilegt. Það má
vel vera að karlarnir hafi flestir verið
skrýtnir og þess vegna hafi þeir verið
svona skemmtilegir.
- Hafdi fólk meiri tíma til að
sinna börnum þegarþú varst að alast
upp í Þorpinu?
- Svo sannarlega og andrúmsloft-
ið í beituskúrunum á kvöldin var al-
veg einstakt. Það var svo að segja
aldrei amast við okkur, Við máttum
vera í skúrunum eins og við vildum.
Þarna töluðu menn um stjórnmál og
sjóinn og yfirleitt það sem var efst á
baugi. En það er ekki hægt að skilj-
ast svo við Bótina að ekki sé munað
eftir Stjána í Bót. Kristján hét
maðurinn og bjó í Eyri, sem er lítið
hús í Bótinni. Eftir að ég gerðist
fasteignasali hef ég selt þetta hús
tvisvar og mér er með öllu óskiljan-
legt hvernig allt þetta fólk hefur
komist fyrir í húsinu. Anna kona
Kristján tók alltaf vel á móti okkur
krökkunum og það var alltaf til kaffi
á könnunni.
Ólafur prófessor
- Ef mér skjátlast ekki þeim mun
meir þá útskrifaðist þú sem stúdent
frá MA árið 1960 . . .
- Já, og það voru margir stórsnill-
ingar í þeim hópi. Ég man t.d. eftir
Gunnari Sólnes, Svavari Eiríkssyni,
Þresti Ólafssyni en auðvitað voru
þeir mun fleiri. Það gerðist margt í
skólanum en sumt er þess eðlis að
maður rifjar það aðeins upp í góðra
vina hópi. í því sambandi má t.d.
geta þess að árið sem við urðum stú-
dentar voru tveir bekkjarbræður
mínir skikkaðir í nauðungarvinnu af
Þórarni Björnssyni, skólameistara.
Ég held að það sé eina nauðungar-
vinnan sem menn hafa verið skikk-
aðir í á þessari öld. Tilefni látum við
liggja milli hluta en það átti að reka
þá úr skóla en þeim var gefinn kostur
á að vinna af sér „straffið“ með því
að skafa borð í vistinni. Annar neit-
aði og tók próf utan skóla en hinn
skóf.
Okkur fannst kennararnir vera
hálfgerðir karlar, gamlir karlar, en
þeir eru annað hvort í dag sömu karl-
arnir eða sömu strákarnir. Það vill
svo til að ég sit nú í jafnréttisnefnd
með einum þeirra, Gísla Jónssyni.
Mér finnst hann ekki vera neitt eldri
en ég - það er svolítið erfitt að skilja
þetta því mér fannst hann gamall
þegar hann kenndi mér.
- Hvað kom til að þú ákvaðst að
fara í lögfræði?
- Ég held að ég hafi verið ákveð-
inn í lögfræðinni síðan ég var í gagn-
fræðaskóla.
- Einhver sérstök ástæða?
- Ég hlýt að hafa verið hrifinn af
lögræðinni sem fræðigrein, en auk
þess taldi ég að lögfræðingar vissu
svo mikið, þeir væru öruggir á því
hvað væri rétt og hvað væri rangt.
Hinsvegar var ég örlítið tvístígandi
um hvert halda skyldi þegar ég lauk
stúdentsprófi - fyrsta árið í háskóla
fékk ég t.d. löngun til að fara í lækn-
isfræðinám - sem betur fer læknaðist
ég af þeirri löngun og hélt við mig
lögfræðina.
- Var Ólafur Jóhannesson, nú-
verandi utanríkisráðherra, prófessor
í deildinni þegar þú varst þar?
- Jú, það er rétt. Og ég get sagt
þér að Ólafur stjórnmálamaður er
allt annar en Ólafur prófessor. Ólaf-
ur var - og er - ákaflega traustur.
Stundum fannst okkur hann vera
heldur traustur. Sem dæmi get ég
nefnt að hann mætti í tíma klukkan
átta daginn eftir fimmtugsafmælið
sitt, þegar allir reiknuðu með fríi. í
annað skipti vissum við um að hann
ætti að koma heim til íslands af fundi
Norðurlandaráðs klukkan tvö um
nótt og hann mætti líka klukkan átta
næsta morgun. Ólafur var þá þing-
maður og ég man aldrei eftir því að
það félli niður kennsla hjá honum
vegna þingstarfa, það kann þó að
vera en það hefur þá verið afskap-
lega sjaldan. Ólafur hafði skrifað
flestar bækurnar sjálfur sem hann
notaði í kennslunni. Sumir sögðu að
hann skrifaði þær milli sex og átta á
morgnana.
Sankti Pétur og Kölski
- Oft hefur það verið haft á orði að
lögfræðin sé góður skóli fyrir verð-
andi stjórnmálamenn. Fóru margir
þinna deildarfélaga í stjórnmála-
vafstur?
- Ellert Schram, Friðrik Sófusson
og Ragnar Arnalds fóru beint í póli-
tík. Þegar Ólafur Jóhannesson
kenndi Ragnari var sá hinn síðar-
nefndi í framboði í kjördæmi Ólafs.
Þeir rifust á framboðsfundum í kosn-
ingabaráttunni á vorin en Ragnar
nam af Ólafi á veturna. Menn voru
tiltölulega ánægðir með þetta og
sjálfsagt hafa margir óskað sér að
vera í framboði á móti sem flestum
prófessorum til að geta náð sér svo-
lítið niður á þeim.
- Datt þér aldrei í hug að gerast
stjórnmálamaður?
- Nei,égeróhæfurípólitík,éger
óhæfur til að vera í stjórnmálaflokki
enda ég hef aldrei öðlast pólitíska
trú. Ef eitthvað mál stríðir gegn
minni sannfæringu þá tek ég afstöðu
í samræmi við það og því verður ekki
breytt. Það má vel vera að ég sé alltof
heiðarlegur til þess að standa í
stjórnmáluml!
- Einhverntíma heyrði égþá sögu
að það væri ekki nokkur lögfræðing-
Haraldur Blöndal, lögmaður, sagði
líka að „sjokkin“ væru ekki metin í
taxta lögmannafélagsins.
- Er það ekki tilfellið að frum-
skógur laganna verður sífelt flóknari
og flóknari?
- Jú og ekki er lögfræðingum gert
léttara fyrir með stopulli útkomu
lagasafns. Núna notum við lagasafn
frá árinu 1973, sem verður til þess að
við erum með í gagni níu bindi af
stjórnartíðindum, eða frá og með
þeim tíma að lagasafninu lýkur. Ef
lagasafnið væri t.d. í lausblaðabók
væri þetta allt annað líf. Þá væri t.d.
hægt að taka í burt þau lög sem eru
fallin úr gildi og bæta inn nýjum
lögum, en þá væri lagasafnið alltaf
rétt.
- Svo við vöðum úreinu íannað-
þá langaði mig til að ræða um sumar-
störfþín á meðan þú varst í skóla, en
uppi húmomum þegar þreytan gerði
vart við sig. Þar voru fremstir í flokki
Óttar og Angantýr Einarssynir. Þeir
gátu haldið uppi heilli síldarverk-
smiðju andlega.
- Dæmi um vinnutíma?
- Einu sinni hóf ég vinnu eftir há-
degi á föstudegi og hætti á sunnu-
dagskvöldi. Það var gert hlé frá
klukkan 10 á laugardagskvöldið til
sex á sunnudagsmorgun. Þennan
tíma notaði ég vel. Ég brá mér á ball
á meðan og fór beint í vinnuna eftir
það. Margir geta sagt miklu stór-
brotnari sögur en þetta.
Stjórnborði og bakborði
- Þú komst líka nálægt síldarævin-
týrínu þegar það fluttist til Jan
Mayen.
/
r/
o
Spjallað við Ólaf Birgi Ámason, lögfræðing og
fasteignasala, um daginn og veginn
ur í himnaríki. Sama heimild gat
þess að þar væru ekki heldur knatt-
spyrnudómarar . . .
- Ég hef heyrt þetta. Hvað lög-
fræðingana varðar þá gekk sú saga
að eitt sinn hefðu menn heyrt hávært
rifrildi á landamærum himnaríkis og
helvítis. Þegar betur var að gáð voru
þetta Sankti Pétur og Kölski sem
deildu um landamerki. Þegar deil-
urnar mögnuðust hótaði Sankti Pét-
ur að fara í mál við Kölska. Allt í lagi
sagði Kölski, en hvar ætlar þú að fá
lögfræðing? Ég veit ekki hvoru meg-
in lögfræðingar eru, en ég veit það að
þar sem þeir eru er miklu skemmti-
legra.
Tólf í bragga
- Þegar þú laukst embættisprófi
fórstu að starfa í Borgardómi.
Hverniglíkaðiþérað vera kominn út
í atvinnulífið?
- Mjög vel, en ég uppgötvaði
fljótlega, og vissi það raunar áður,
að starf Iögfræðings er mjög krefj-
andi. Eftir að hafa staðið í réttar-
haldi í fjóra eða fimm tíma á dag eru
menn útkeyrðir en þá getur tekið við
mikil vinna við að lesa málsskjöl og
afla gagna. Og menn verða fyrir
„sjokki" í þessari grein-e.t.v. oftar
en í mörgum öðrum. Það getur kom-
ið fyrir í miðju réttarhaldi að mál
sem búið var að byggja upp hrynur.
mér var sagt að þú hefðirkynnst síld-
arævintýrinu mjög vel svo ekki sé
meira sagt.
- Ég byrjaði í síldinni 1956 þá 15
ára gamall og afskiptum mínum af
síld lauk ekki fyrr en 1966-eða árið
áður en ég lauk embættisprófi. Öll
sumur þarna á milli var ég viðloða
síld, á sjó, í verksmiðjum, á plönum,
við nótaviðgerðir, vörubílaakstur
og á síldarflutningaskipi. Ég man að
ég laug til um aldur er ég kom fyrst til
Raufarhafnar vegna þess að það
máttu ekki yngri en 16 ára vinna í
verksmiðjunni. Það var ekki mikið
logið, ég byrjaði í júní en átti afmæli
í september.
Menn voru reknir áfram af gangi
vélanna og þetta var erfið vinna fyrir
unga krakka, sjálfsagt alltof erfið.
Ég mæli ekki með því t.d. að mín
börn geri þetta. En þessi mikla vinna
sem ég lagði að baki gerði það að
verkum að ég gat verið í skóla.
Námslán þekktust ekki á þessum
árum nema hvað ég fékk gamlar
hundrað þúsund krónur samtals öll
árin sem ég var í lagadeildinni. Þeir
sem áttu ekki efnaða foreldra gátu
ekki verið í námi nema að vinna
mikið.
Auðvitað var þetta oft skemmti-
legt. Ég man eftir því eitt árið að við
vorum 12 stúdentar í einum braggan-
um á Raufarhöfn. Það voru ómiss-
andi menn í hópnum, sem héldu
- Já, það var árið 1966 sem fs-
lendingar leigðu flutningaskip og
sóttu síldina til Jan Mayen. Mér
hlotnaðist sú virðingarstaða að vera
um borð í einu þeirra og semja við
bátana um að við dældum síldinni
um borð til okkar og flyttum hana til
lands. Ég var umboðsmaður síldar-
kaupenda á sænsku skipi, Polana og
fylgdist með flotanum í talstöðinni
og var í stöðugu sambandi við skipin.
Það voru fleiri flutningaskip í þessu
og það var keppni á milli þeirra að
vera fyrstir að flotanum og ná sem
flestum skipum í löndun.
Skipið sem ég var á var sænskt,
eins og ég sagði áðan, og það eina af
því þjóðemi. Ég var afskaplega
heppinn með mannskap. Svíarnir
voru kappsfullir og vildu láta hlutina
ganga vel. Þetta var ákaflega gaman
- sérstaklega eftirá.
- Þegar þú lítur til baka telur þú
þá ekki að það hafi verið þér mikils
virði að fá að taka jafn mikinn þátt í
þessu merka tímabili - sem síldar-
ævintýrið óneitanlega er?
- Jú, þetta var mikill og oft erfið-
ur skóli. Þegar öllu er á botninn
hvolft hlýtur það að vera miklu verra
að vera atvinnulaus unglingur í dag
en að standa tímunum saman í
hreistri á Raufarhöfn eða einhvers-
staðar fyrir austan. Það kemur sér
mjög vel í lögfræðinni að hafa kynnst
6 - DAGUR -10. desember 1982
mörgum atvinnugreinum en þá á
maður mun auðveldara með að setja
sig inn í það sem er að gerast. Hugs-
aðu þér bara mann í sjóprófi sem
varla þekkir mun á stjórnborða og
bakborða.
- Þú komst norður og fórst að
vinna hjá bæjarfógeta árið 1969 og
hefur því samanburð á því að starfa
sem lögfræðingur á þessum tveimur
stöðum. Ererfiðara að vera lögfræð-
ingur á Akureyri en íReykjavík?
- Já, það er staðreynd. Fyrir
sunnan eru menn að fjalla um ein-
hver nöfn en hér kannast þú gjarnan
við þá sem eiga hlut að máli. Þar að
auki er oft hringt heim til lögfræð-
inga á minni stöðum á öllum tímum
og þeir beðnir að leysa málin í hvelli.
hvelli.
- Síðar kom að því að þú stofn-
settir sjálfur stofu á Akureyrí. Þú
hefur ekki verið hræddur um að
lenda í sömu stöðu og Tómas
forðum ?
- Ekki get ég sagt það en menn
eru oft ragir við að fara úr fastri
vinnu og byrja sjálfstætt, enda liggur
það ekki alltaf ljóst fyrir hvað menn
munu hafa mikið að gera. Auk þess
kann ég ekki að yrkja.
Tekjulausir í tvö ár!
- Koma tekjurnar ekkisamdægurs?
- Síður en svo. Það er talað um að
lögmenn sem fara út í praxís í dag
megi búast við að vera tekjulausir í
tvö ár, þurfi að vera á framfæri
bankastjóra. En ég var heppinn þeg-
ar ég byrjaði. Fékk nóg að gera í
upphafi.
- Lögfræðingar hjá hinu opinbera
hafa stundum haldið því fram að þið
sem eruð með eigin stofur hafið
feikna tekjur.
- Já, ég hef heyrt þetta en það er
misjafnt, þetta er spurningin um
vinnu, eins og annað, og þegar
grannt er skoðað kostar allt vinnu ef
menn vilja hafa eitthvað upp.
- Nú er það algengt að lögfræð-
ingar setji á stofn fasteignasölu. Eru
slík fyrirtæki þær gullnámur sem
sumir vilja vera láta ?
- Ég vildi fyrst taka það fram að
fasteignasalan sem slík er töluvert
annars eðlis en önnur lögfræðistörf
og greiðslur fyrir þá vinnu sem innt
er af hendi koma fyrr, en menn hafa
ekki dugað lengi í þessari atvinnu-
grein. Þetta má m.a. sjá af því að það
eru örfáar fasteignasölur í Reykja-
vík sem hafa starfað í 10 ár. Margir
hafa farið út í fasteignasölu og ætlað
að verða ríkir á svipstundu en áttað
sig eftir nokkur ár á því að þeir eru
mun blankari en þegar þeir byrjuðu.
- Sumir virðast halda að fast-
eignasala sé lítið annað en að auglýsa
fasteign í blaði, taka á móti kaup-
anda og seljanda, fá þá til að skrífa
undir nokkur plögg og hirða greiðslu
- erþetta svona einfalt?
- Þaðernnúsíðurensvo.Þettaer
annað en að afgreiða franskbrauð í
KEA. Það má segja að hver sala sem
fasteignasali kemur á getur loðað við
hann næstu tvö árin eða lengur. f
sumum tilfellum telur kaupandi sig
eitthvað hafa við eignina að athuga
og vill bætur frá seljanda og þá verð-
ur fasteignasalinn að vera í hlutverki
sáttasemjara, sem er eðlilegt, því
hann er umboðsmaður beggja aðila.
í þetta getur farið gríðarleg vinna
sem er ólaunuð. Það má líka geta
þess að fasteignasalar á Akureyri
gera mun meira fyrir sína viðskipta-
vini en fasteignasalar í Reykjavík.
Ástæðan er m.a. kunningsskapur.
- Er hagstæðara í dag að kaupa
tilbúið húsnæði en að hefja byggingu
nýs húsnæðis?
- Sé um að ræða notað húsnæði er
það á ákveðnu verði en nýbyggingin
er meira og minna verðtryggð og hún
stækkar stöðugt. Það má segja að
byrja að byggja sé það vitlausasta
sem menn geta gert í dag.
Hver er með svuntuna
- Þar sem þú situr í jafnréttisnefnd
Akureyrar er rétt að koma að þeim
málaflokki. . .
- Já, það er víða pottur brotinn á
því sviði og þá sérstaklega vinnu-
markaðurinn. En jafnrétti kynjanna
stefnir í rétta átt. Með aukinni
menntun kvenna mun það misrétti
sem ríkir víða ofarlega í launastigan-
um líða undir lok. Hinsvegar er það
óleyst vandamál hvernig fara á með
málefni þeirra sem eru neðar. Hvað
varðar jafnrétti á heimilum þá tel ég
að fólk verði sjálft að fá að ráða því
hver er með svuntuna hverju sinni.
Ég er ekki sannfærður um að allar
konurséu eins kúgaðarogt.d. sumar
kynsystur þeirra vilja láta. Það má
líka vel vera að sumar konur vilji í
raun visst misrétti - sem er e. t. v. for-
réttindi þegar öllu er á botninn
hvolft.
- Ef við vendum okkar kvæði í
kross og fjöllum um Akureyri þá
langaði mig til að heyra álit þitt sem
bæjarbúa á atvinnumálunum sem
óneitanlega hafa verið mikið í sviðs-
Ijósinu undanfarna mánuði.
- Ég held að það sé „dulbúið“
atvinnuleysi á Akureyri. Við vitum
að ísland er láglaunasvæði í V-Evr-
ópu, Norðurlandskjördæmieystraer
láglaunasvæði á íslandi og að Akur-
eyri er láglaunasvæði í kjördæminu.
Yfirborganir tíðkast ekki mikið á
Akureyri og þegar yfirvinna minnk-
ar kemur upp þetta dulbúna atvinnu-
leysi, en þá er sömu störfunum skipt
á milli fleiri manna. Ef ekkert verður
að gert -1. d. á sviði stóriðj u eða sam-
bærilegs iðnaðar þá sé ég ekki hvern-
ig Akureyri á að stækka eðlilega.
Það vantar atvinnutækifæri, það geta
ekki allir farið út á Heklu og
prjónað.
Það hefur mikið verið rætt um þá
hættu sem getur stafað af stóriðju, en.
ég treysti vísindamönnum til þess að
halda mengun innan þeirra marka
sem eru hættulaus.
- Það hefur einnig verið rætt um
félagslega þáttinn . . .
- Já, vissulega en ég hefði haldið
að mesta hættan væri fólgin í
atvinnuleysi. Við skulum líka gæta
að því að atvinnuleysi er ekki ein-
ungis fólgið í því að fólk hafi enga
vinnu heldur líka of litla vinnu. Það
lifir enginn á dagvinnunni einni
saman.
Það er kominn tími til fyrir bæjar-
stjórn og atvinnumálanefnd að
rumska. Þetta ástand lagast ekki af
sjálfu sér. Akureyri hefur allt til þess
að taka á móti stóriðju og auðvitað
eigum við að gera það.
Smáiðnaður
og tímaskekkja
- Hafa yfirvöld e. t. v. lagt of mikla
áherslu á tímabundna atvinnu-þ.e.
uppbyggingu sem krafist hefur
mikils mannafla í skamman tíma ?
- Já, og ég vil í því sambandi
nefna hitaveituframkvæmdir, Lax-
árvirkjun, uppbyggingu Slippstöðv-
arinnar, byggingaframkvæmdir og
Kröfuvirkjun. Á þessum tíma þand-
ist bærinn út, en gallinn er bara sá að
ekkert af þessu er grunnatvinnuveg-
ur. Nú er þessum framkvæmdum
lokið og það kemur allt í einu í ljós
að það er sáralítil atvinna í bænum.
Við getum ekki boðið fólki upp á
smáiðnað eða heimilisiðnað eins og
sumir bæjarfulltrúar eru að gæla við,
slfkt er tímaskekkja. Það skiptir ekki
máli hvort þeir bera fyrir sig félags-
legar ástæður eða eitthvað annað.
Bæjarfélagið þarf stóra vítamín-
sprautu ef vel á að fara.
Akureyringar ættu að læra af
Norðfirðingum. Þegar síldin hvarf
voru þeir búnir að búa svo um hnút-
ana að bæjarfélagið þoldi áfallið.
Þeir áttu sín eigin skip, þeir ráku
frystihúsið áfram þrátt fyrir að síldin
hvarf og vissu sem var að þessi sælu-
tími hlyti að taka enda fyrr eða síðar.
Hjá þeim kom ekki þetta tómarúm
eins og hér á Akureyri, þeir byggðu
upp á meðan þeir græddu.
- í öllum lengri viðtölum segir
spyrillinn: eitthvað að lokum? Ég
ætla ekki að fara þessa leið, miklu
fremur langar mig að lokum til að
vita hvaða eiginleikum góður lög-
fræðingur þarf að vera búinn.
- Þegar stórt er spurt verður oft
fátt um svör. Ég held að það þurfi að
vera hægt að treysta honum, hann
verður að vera sæmilega góður
maður og kunna að umgangast fólk.
Þetta er ekki flóknara og það er sama
f hvaða stétt maðurinn er, það eru
þessir eiginleikar sem hver og einn
þarf að hafa til að farnast vel.
VIÐ GEFUM ÚT GÓÐAR
(SLENSKAR BARNABÆKUR
Athugið!
Ðáðir höfundarnir
eru frá Akureyri.
ÁFRAM FJÖRULALLI
eftir Jón Viöar Guðlaugsson
Ný sprenqhlægileg bók um
Fjörulalla. I þessari bók heldur
hann áfram hvers kyns ærsl-
um og uppátækjum meö
dyggri aðstoö bróöur síns og
félaga þeirra.
lyf ÁFRAM FJÖRULALLI er saga
" v um saklaust grín og gaman
sem öll fjölskyldan skemmtir
sér yfir.
Teikn: Búi Kristjánsson
Kr. 197,60
TRÖLLIN í TILVERUNNI
eftir Hreiöar Stefánsson
Jennu og Hreiöar Stefánsson
þarf ekki aö kynna. TRÖLLIN
í TILVERUNNI er ný bók eftir
Hreiðar. Hér segir hann börn-
unum sögur sem honum ein-
um er lagið. Frásögnin er svo
lifandi og skemmtileg aö börn-
in veröa sjálf þátttakendur í
atburðunum. Bók fyrir unga
sem aldna.
Teikn: Ragnar Lár
Kr. 197,60
bALZ
Freyjugötu 27, Reykjavík,
sími 18188.
GEFIÐ BÖRNUNUM GOÐAR ISLENSKAR BÆKUR
veitir ylinn
OFNASMIÐJA
NORÐURLANDS
KALDBAKSGÖTU S,
SÍMI (961-21860
AKUREYRI
O.N.A. Ofn,
rennslismynd
• RUNTAL-ofnar eru fram-
leiddir úr þykkasta stéli og
með lokum, sem tryggja
jafna hitagjöf og langa
endingu.
• Vinna og efniskaup við
lagningu RUNTAL-ofna er
hagkvæmari.
• RUNTAL-ofna er hægt að
staðsetja hvar sem er.
• Viðurkennd gæðafram-
leiðsla
• Fljót og góð afgreiðsla.
10. desember 1982 - DAGUR - 7