Dagur - 10.12.1982, Side 9

Dagur - 10.12.1982, Side 9
STÆLT OG STOLIÐ Fyrsta barnið 11 ára! / mörg herrans ár hafði íri nokkur fengið barnabæt- ur frá írska ríkinu. Sam- kvæmt skattframtali átti kauði fjögur börn og eig- inkonu. En svo gleymdi hann fæðingardegi barn- anna og skrifaði líklegar tölur á framtalið. Starfs- maður skattstofunnar sá að þær pössuðu ekki við gömlu framtölin ogfórað athuga málið nánar. íljós kom að framteljandinn átti ekkert barn og því síður eiginkonu. Það var raunar ekkert skrýtið að starfsmaðurinn á skatt- stofunni skyldi fara að at- huga betur fjölskyldu mannsins, því samkvæmt skýrslunni hafði hann eignast fyrsta barnið þeg- ar hann var ellefu ára! Það fór líka illa fyrir konu í London sem hafði fengið greiddar barna- bætur með barni sem aldrei hafði verið til. Rannsóknarmenn frá skattinum komust að því að ekkert barn var í íbúð konunnar og um tíma var hún grunuð um morð - takk fyrir. ★ Þessi hestur heitir Victor og hann er 11 ára. Þegar hann var yngri vann hann fyrir sér og sínum í sirkus, en nú liggur hann bara heima og ies blöðin með eiganda sínum. Sönnunargagnið var afskorinn fingur Sönnunargagnið var í glugganum. Það var nýafskorinn Gngur af karlmanni . . . Þetta gerðist í Ziirich. Þjófur braust inn í skart- gripaverslun með því að brjóta glugga. I hita leiksins skar hann af sér fíngur á glerinu og sársaukinn kom í veg fyrir skynsamlega hugsun - þjófurinn lét fingurinn liggja í glugganum og lögreglan tók að sjálfsögðu fíngraför af puttanum. Þjófurinn náðist ör- skömmu seinna og það var farið með hann á sjúkrahús og fíngur- inn saumaður á en dómarinn dæmdi hann í 2ja ára fangelsi. - Ansi er mjólkin góð, gæti þessi ungi maður 1 verið að segja. Hann býr annars í Bretlandi og i heitir Michael Dixon. Þar í landi eru mjólk- urpóstar og þeir setja flöskurnar á útidyra- tröppumar. Það var einmitt þar sem snáðinn sá flöskuna og vildi kanna innihaldið nánar með þeim afleiðingum sem myndin sýnir. Vel gefnir krakkar Það er ekkert skrýtið að Lobodzinski krakkarnir í Berlín séu með þeim hæstu í sínum bekkjar- deildum. Alexander, 17 ára, Jessica, 14 ára og Yorrick, 11 ára, hafa greindarvísitölurnar 156, 145 og 160, en meðal- greind er um 100. Þegar þau systkinin voru tveggja ára voru þau farin að lesa og hann Yorrick var farinn að spekúlera í eldfjöllum aðeins þriggja ára. Sagan segir að kenn- arar krakkanna eigi fullt í fangi með að kenna þeim. Nú eru jólafötin komin; bæði á börn ogfnllorðná Nýtt frábært frá buxur og vesti úr rúskinnslíki. 4 litir. 1 Stærðir 2-12. Buxur - Stakkar - Peysur - Skyrtrn Blússur - Hvítir sportsokkar o.tt. Hvítu Maó- skyrturnar komnar aftur. 'CKí Frá don cano, 3nýjargerðir af stökkum. Skipagötu 13, sími 22171. Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sona okkar og bræðra, FRÍMANNS KONRÁÐSSONAR og NÝVARÐS Ó. KONRÁÐSSONAR, Burstabrekku, Ólafsfirði. Guð blessi ykkur öll. Svava Friðþjófsdóttir, Konráð Gottliebsson, Jón Konráðsson, Gottlieb Konráðsson, Sigrún Konráðsdóttir. 10. désénftbér 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.