Dagur - 10.12.1982, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST?
Leikrit um
íslensku tófuna
Sunnudaginn 5. desember
frumsýndi Leikfélag Akur-
eyrar nýtt leikrit fyrir böm
og ungiinga eftir Signýju
Pálsdóttur ieikhússtjóra,
sem jafnframt er leikstjóri.
Það heitir „Siggi var úti“ og
rauði þráðurinn í verkinu er
íslenski refurinn fyrr og nú.
Ásgeir Jónsson söngvari
BARAflokksins samdi tón-
listina og flytur hana ásamt
Jóni Amari Freyssyni,
hljómborðsleikara og Sig-
fúsi Emi Óttarssyni
trommuleikara.
í ónefndu íslensku hrauni
hefur líffræðingurinn Siggi
búið um sig í helli, sem hann
notar fyrir rannsóknarstöð
fyrir rannsóknir sínar á at-
ferli íslenska refsins - alop-
ex lagopus. Þetta er gaman-
samur náungi, sem gengur
gjarnan um gaggandi í tófu-
búningi til að komast nær
tófunum.
í rauninu tjaldar fjöl-
skylda í útilegu, mamman,
pabbinn, börnin Villi og
Tóta og afinn Leiknir, sem
varfræg grenjaskytta. Aðal-
áhugamál barnanna,
stjörnuskoðun og frum-
menn eiga sinn þátt í því,
hvernig þau skynja í byrjun
þær óvæntu uppákomur,
sem þau lenda í í útilegunni.
Fleiri eiga leið um hraun-
ið. í fyrsta lagi lítil tófa, sem
líffræðingurinn hefur hænt
að sér og er elskulegasta
dýr, en svolítið þjófótt. Og í
öðru lagi maður að nafni
Úlfur, sem leikur tveimur
skjöldum - hann læst vinna
fyrir líffræðinginn en er í
rauninni að vinna fyrir
tískudrottningunna Stellu,
sem ætlar sér að hagnast á
loðfeldasölu og misnota sér
grenjaskrár Sigga til að láta
útrýma íslenska refnum
með nýjum aðferðum og
smygla skinnunum úr landi.
Leikurinn er æsispennandi
með mannraunum og
mannránum og er einkum
við hæfi barna, sem komin
eru á skólaldur, unglinga og
jafnvel fullorðna. Þrír með-
limir Baraflokksins flytja
mjög fjölbreytta tónlist og
margir söngvar eru í leikrit-
inu.
Næstu sý ningar á Siggi
var úti verða laugardaginn
11. desember kl. 17 og
sunnudaginn 12. desember
kl. 15. Miðasala leikhússins
er opin alla daga frá kl. 13.
Ekki verða fleiri sýningar
fyrren eftir jól.
Ortölvusýning
í G
Gagnfræðaskólinn á Akur-
eyri hefur ákveðið að hafa
sýningu á örtölvum og
tölvubúnaði um helgina.
Sýningin verður milli kl.
13.30 og 16.00 á laugardag
og sunnudag. Þar gefst
bæjarbúum tækifæri til að
A.
skoða þau tæki sem eru að
verða algeng heimilis- og
leiktæki. Einnig er vert að
minna á fyrirhugað nám-
skeið í tölvufræðum, en
auglýsing um það birtist í
fimmtudagsblaði Dags.
Akureyrarkirkja.
Aðventukvöld
í kirkjunni
Basar
í Krist-
nesi
Á sunnudaginn klukkan tvö
verður basar í Kristnesi. Á
basarnum verða munir sem
eru unnir af vistfólki. Einnig
verður selt laufabrauð. Bas-
armunirnir hafa verið unnir
undir leiðsögn kennara og
andvirði seldra muna verð-
ur látið renna til kaupa á
ýmsum hjálpartækjum svo
að hreyfihamlað fólk eigi
auðveldara með handa-
vinnu. Fólk er hvatt til að
renna fram í Kristnes á
sunnudaginn.
Aðventu-
kvöld í
Ljós-
vetninga-
búð
Næstkomandi sunnudags-
kvöld verður aðventukvöld
í Ljósvetningabúð á vegum
Þóroddsstaðasafnaðar. Það
hefst kl. 21.
Séra Haukur Ágústsson,
skólastjóri á Laugum, held-
ur ræðu. John Robert
Redford, tónlistarkennari,
leikur á píanó. Kirkjukór
Þóroddsstaðaskólar syngur
undir stjórn Sigurðar Jóns-
sonar og John R. Redford.
Einsöng syngja bræðurnir
Baldur og Baldvin Kristinn
Baldvinssynir. Margrét Sig-
tryggsdóttir les ljóð. Á eftir
verður selt kaffi til ágóða
fyrir býggingasjóð Þórodds-
staðakirkju.
JAB
Aðventukvöld verður í Ak-
ureyrarkirkju nk. sunnu-
dag, 12. des., kl. 20.30. Ný-
ráðinn æskulýðsfulltrúi,
Sigrún Sigfúsdóttir, flytur
ávarp en séra Kristján Ró-
bertsson, sóknarprei stur á
Hálsi í Fnjóskadal, mun
flytja hugleiðingu. Kirkju-
kór Akureyrarkirkju syngur
nokkur lög undir stjórn Jak-
obs Tryggvasonar, organ-
ista, og leiðir almennan
söng og blokkflautusveit úr
Tónlistarskólanum mun
leika jólalög undir stjórn
Lilju Hallgrímsdóttur. Enn-
fremur mun fyrrverandi
æskulýðsfulltrúi, Stína
Gísladóttir, stjórna helgi-
stund og félagar úr æsku-
lýðsfélagi kirkjunnar sýna
helgileik og hafa „ljósa-
messu". Allir eru boðnir
velkomnir á þetta aðventu-
kvöld, sem hefur þann til-
gang að gera helga stund í
kirkjunni að föstum lið í
undirbúningi jólanna.
Þ.H.
Karlakór Akureyrar ásamt aðstoðarliði á æfingu.
Karlakór Akureyrar
með Lúsíuhátíð
Karlakór Akureyrar færir
upp sína 11. Lúciuhátíð í
Akureyrarkirkju þann 10.
desember kl. 20.00 og 11.
desember kl. 18.00.
Að þessu sinni er venju
fremur vandað til hátíðar-
innarm.a. aðstoða konurúr
kirkjukór Lögmannshlíðar
og „Hörpu“, kvenfélagi
Karlakórsins ásamt ungum
stúlkum úr Menntaskóla
Akureyrar.
Einsöngvarar að þessu
sinni eru þau Helga Alfreðs-
dóttir sópransöngkona og
Óskar Pétursson tenór-
söngvari. í sönghléi syngur
þekkt sópransöngkona úr
Hafnarfirði, Inga María
Eyjólfsdóttir, verk eftir
Schober, Hándel, Stradella
og Adolphe Adam. Einnig
syngur hún hlutverk „Gló-
dísar“ í raddsetningu Willi-
am Rees með texta Konráðs
Vilhjálmssonar.
Söngstjóri er Guðmund-
ur Jóhannsson og undirleik
annast Ingimar Eydal.
Þessi siður kom hingað til
lands frá Svíþjóð, ogerfyrst
tekinn upp af Karlakór Ak-
ureyrar 15. des. 1946 með
samsöng í Nýja bíó að
áeggjan Jónasar Jónssonar
frá Brekknakoti og sænsks
söngkennara, sem hér starf-
aði, Myrgárd að nafni.
Hefur kórinn fært upp
þessa samsöngva alls 10
sinnum og nú hin síðari ár
hefur þetta verið árlegur
viðburður.
Ef færi og veður leyfa
verður einnig sungið á
sunnudag 12 des. í Skjól-
brekku kl. 13.00 og í Húsa-
víkurkirkju kl. 18.00.
Væntir kórinn þess að
sem flestir sjái sér fært að
sækja þessa samsöngva og
býður hlustendur vel-
komna.
Trimm í Kjarna
á sunnudaginn
Á sunnudaginn kemur, 12.
desember, verður haldin
Trimmganga fyrir almenn-
ing í Kjarnaskógi.
Gangan hefst kl. 15.00 og
eins og nafn göngunnar ber
með sér er hér aðeins um
heilsubótargöngu að ræða
og er ætlast til að sem flestir
verði með.
Genginn verður 5 km
hringur í skóginum og fá all-
ir sem komast í mark sér-
stakan viðurkenningar-
borða.
Kl. 14.00 sama dag verð-
ur tímataka fyrir þá sem
vilja á sama stað en þar
verður þátttakendum skipt í
fjóra hópa. Karlar 17 ára og
eldri ganga 10 km, konur
ganga 5 km, 13-16 ára
drengir ganga einnig 5 km
og 12 ára og yngri ganga 2.5
km.
Borgarbíó:
Kafbáturinn
Borgarbíó sýnir í kvöld og
næstu kvöld kl. 9 myndina
(U-Boat 96), Kafbáturinn,
er skeður í síðari heims-
styrjöldinni og fjallar um
lifnaðarhætti þýskra kaf-
bátsmanna. Þetta er fyrsta
myndin sem sýnd er í Dolby
steríó í Borgarbíói.
Haustið 1941 er mikið
fjör í Bar Royale í La Roc-
helle í Frakklandi, einni
helstu kafbátastöð Þjóð-
verja í síðari heimsstyrjöld-
inni. Menn skemmta sér
eins og nóttin verði þeirra
síðasta, enda getur svo farið
að kalla, því að af 40.000
manns, sem Þjóðverjar
tefldu fram á kafbátum
sínum, áttu aðeins 10.000
afturkvæmt.
Ragnar Lár.
sýnir í Örkinni
f dag mun Ragnar Lár
hengja um 15 „collage"
(klippimyndir) í Örkinni
hans Nóa. Eins og flestum
er kunnugt sýndi Ragnar
fyrir skömmu í Gallerý
Lækjartorgi í Reykjavík og
hlaut þar góðar undirtektir.
Myndirnar sem Ragnar
sýnir að þessu sinni voru
unnar um svipað leyti, en
voru ekki sýnar í Reykjavík
vegna plássleysis í sýningar-
húsnæðinu. Nú gefst Akur-
eyringum kostur á að sjá
þessar klippimyndir Ragn-
ars á venjulegum verslun-
artfma.
Æft í
Hlíðar-
fjalli
Þrátt fyrir það að stór hópur
skíðamanna sé nú erlendis
við æfingar, halda hinir sem
heima eru ótrauðir áfram
æfingum sínum.
Framvegis verða æfingar
á þriðjudögum og fimmtu-
dögum kl. 17.30 til 20.00 í
Hlíðarfjalli, og í tengslum
við þessar æfingar fer rútan
úr bænum kl. 17.00.
Um næstu helgi, 11. og
12. des. verða einnig sér-
stakar æfingar. Á laugardag
og sunnudag hefst æfing hjá
13 ára og eldri kl. 10.30 og
kl. 12.00 hjá 12áraogyngri.
Allir sem æfa á vegum
ráðsins eru hvattir til að
mæta á þessar æfingar.
10. desember 1982 - DAGUR -11
B-V ! iadtTIÖ2.0>> -• • f •• Ú (M