Dagur - 10.12.1982, Side 12
Akureyri, föstudagur 10. desember 1982
Verslunarfólk - verslunareigendur:
Erum farin að taka frá borð frá kl. 18-20.30 laugardaginn 18.
og fimmtudaginn 23. des.
Bjóðum ódýra heita og kalda rétti á hlaðborðið.
Pantið borð tímanlega.
Kyrrlát jól
2. janúar. Kyrrlátt var hér um jólin og á nýársnótt að
venju. Um jólin bar ekkert til tíðinda sem i frásögur er fært.
Engir eldsvoðar urðu. Á nýársnótt voru allmargir dans-
leikir í bænumn, en ölvun mun ekki hafa verið áberandi
mikil. Aðeiris einn maður gisti í fangahúsinu þá nótt. Ung-
lingar gerðu lítilsháttar tilraun til þess að setja umferða-
tálmanir á göturnar, en því var afstýrt og varð engum að
tjóni. í Reykjavík var allt kyrrlátara um áramótin en verið
hefir undanfarin ár og eru það góð tíðindi.
Listamaður opnar vinnustofu
5. janúar. Nú um jólin hefir Jónas Jakobsson opnað
vinnustofu í Strandgötu 23 hér í bæ - þar sem áður var
verslun Steingríms Seyðfjörð. Mun Jónas taka að sér
teikningar og myndmótun og ennfremur skreytingu bóka,
svo sem textateikningar og teikningar á hlífðarkápum.
Tíu menn fórust
11. janúar. Um hálf þrjú leytið á laugardaginn fórst vél-
báturinn Helgi frá Vetsmannaeyjum, 115 smálestir, á
Faxaskeri við Eyjar og með honum 10 menn, 7 manna
áhöfn og 3 farþegar. Þetta hörmulega sjóslys varð í af-
takaveðri, er vélskipið sem var að koma frá Reykjavík ætl-
aði að sigla inn í höfnina í Vestmannaeyjum. Stórsjór reið
yfir skipið er það átti eftir tíu til fimmtán mínútna siglingu
í öruggt var, færði það á kaf, og stöðvaðist þá vélin.
Þrjár íkviknanir
11. janúar. Nú eftir nýárið hafa orðið þrjár íkviknanir hér
í bænum og tókst slökkviliðinu hvarvetna að slökkva
eldinn, en verulegt tjón var þó af eldinum á einum stað.
Aðfararnótt 4. jan. var slökkviliðið hvatt að Hótel Akur-
eyri. Hafði þá eídur komið upp í snyrtiherbergi á miðhæð-
inni, en þar er jafnframt miðstöðvarketill. Kviknaði í kola-
kassa. Herbergi þetta eyðilagðist, en aðrar skemmdir
urðu ekki teljandi. Síðar í fréttinni segir að það hafi kvikn-
að í gömlum kolaskúr á hafnarbakkanum þann 6. janúar
og sama dag kviknaði í húsinu Lækjargata 22. Húsið
brann lítið en töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni af
vatni og reyk.
Uppboð
11. janúar. Eftir kröfu Ármanns Jakobssonar hdl., og að
undangengnu fjárnami, fer fram opinbert uppboð á 504
kryddsíldardósum frá Niðursuðuverksmiðjunni Síld hf.
miðvikudaginn 18. þm. kl. 13.30 í bæjarþingsstofunni,
Hafnarstræti 102. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfóget-
inn á Akureyri, 6. janúar 1950. Friðjón Skarphéðinsson.
Eldsvoði á Silfrastöðum
11. janúar. Á mánudaginn kviknaði í fjóshlöðu á Silfrast-
öðum í Skagafirði. Hlaðan var áföst fjósi. Er að var komið
voru 7 nautgripir kafnaði af reyk. Hlaðan, ásamt öllum
töðuforða, svo og fjósið, brann til kaldra kola, en heima-
mönnum og hjálparmönnum af næstu bæjum tókst að
verja íbúðarhúsið. Hvasst var af austri og slökkvistarf
erfitt. Ókunnugt er um eldsupptök. Á Silfrastöðum býr
Jóhannes Steingrímsson, hreppstjóri í Akrahreppi.
Seinagangur á viðgerð
14. janúar. Hneykslanlegur seinagangur á viðgerð
Torfunefsbryggjunnar, segir í fyrirsögn Dags þann 14.
janúar. Síðan segir: Nú er senn miður janúar og bryggjan í
ónothæfu ástandi enn, enda þótt auðvelt hefði verið að
ljúka viðgerð hennar fyrir alllöngu og koma henni í
notkun. En fyrir sleyfarlagið verða skip, sem hingað eigá
erindi, að bíða út á höfn vegna bryggjuskorts og þannig er
þeim sem berjast gegn auknum og bættum siglingum
hingað fengið vopn í hendur að óþörfu. Viðgerð Torfun-
efsbryggjunnar hefur orðið ein löng hrakfallasaga í hönd-
um bæjarstjóra, bæjarverkfræðings og vitamálastjórnar.
Allir ættu að
iæra skyndihjálp
Nýlega er lokið námskeiðum í
skyndihjálp í 8. bekkjum
grunnskóla á Akureyri, en
þetta var fimmta árið í röð
sem Rauða kross deildin á
Akureyri annast slík nám-
skeið. Umsjónarmaður nám-
skeiðanna var Sigurður Ólafs-
son, verkcfnisstjóri hjá deild-
inni.
„Á Stór-Reykjavíkursvæðinu
eru þessi námskeið inni á áætlun
hjá skólunum. Gert er ráð fyrir
þessu í stundaskrám eða sem
námskeið á kvöldin. Skólarnir
fyrir sunnan greiða síðan allan
kennslukostnað svo og kostnað
við bækur og annað sem til
kennslunnar þarf. Sú breyting
hefur reyndar verið á að Rauði
krossinn gefur nú bækur um
skyndihjálp öllum nemendum 8.
bekkjar sem sækja þessi nám-
skeið.
Hér á Akureyri hefur þetta
hins vegar algjörlega verið kost-
að af Akureyrardeild Rauða
krossins, nema í Oddeyrar-
skóla, en sá skóli hefur greitt
kostnað af þessu og þar hafa
þessi námskeið verið inni á
kennsluáætlun. Við höfum reynt
að fá þessu breytt til sama eða
svipaðs horfs og er á Reykjavík-
ursvæðinu og skólanefnd Akur-
eyrar er nú með þetta til athug-
unar. Það þarf i sjálfu sér ekki
að rökstyðja nauðsyn þess að
börnin læri skyndihjálpina, sem
reyndar hver einasti þjóðfélags-
þegn ætti að kunna skil á og geta
notað þegar lífið getur legið við.
Árið 1981 var kennslukostn-
aður vegna þessa um 11 þúsund
krónur og kennslutækjakostn-
aður var um 13 þúsund krónur.
: Styrkur frá Akureyrarbæ til allr-
ar starfsemi deildarinnar nam á
j síðasta ári 10 þúsund krónum,
' þannig að hver maður getur séð
að það dugar skammt. Raunar
f má segja að deildin skili þessum
styrk strax í formi skyndihjálp-
arkennslunnar og er þó langt frá
því að hann dugi til að standa
straum af þeim kostnaði. Við
förum fram á að bærinn greiði
beinan kennslukostnað, en ekki
t.d. viðhald á kennslutækjum og
annað þvíumlíkt," sagði Sigurð-
ur Ólafsson.
Hann sagði að eftir áramótin
yrði farið af stað með námskeið
fyrir bæjarbúa almannt þar sem
kennd verður skyndihjálp. Þátt-
tökugjald í slíku námskeiði gæti
orðið 200-250 krónur á mann,
miðað við að þátttakendur yrðu
15-18 talsins.
Meðal annarrar starfsemi
Rauða kross deildarinnar á Ak-
ureyri má nefna sjúkravinastarf-
ið, sem felst í heimsóknum og
aðstoð við sjúka og aldraða, en
auk þess er deildin með sérstaka
öldrunarþjónustu og leigir með-
al annars út sjúkrarúm til notk-
unar í heimahúsum. Rauði
krossinn er aðili að almanna-
vörnum í landinu og hefur innan
sinna vébanda sérstaka neyðar-
varnanefnd og loks má geta
rekstur sjúklrabifreiða.
Sigurður Ólafsson.
Verið velkomin.
Jólamarkaðurinn
er á 2. hæð.
Leikföng í miklu úrvali.
Jólatré, jólatrésseríur.
Snjóþotur og sleðar.
★
Sjón er sögu ríkari.