Dagur - 16.12.1982, Síða 7

Dagur - 16.12.1982, Síða 7
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELLBJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Skipulag samgöngumála Á vegum Samgöngumálaráðuneytisins og fyrir forgöngu Fjórðungssambands Norðlend- inga var skipuð nefnd til að fjalla um sam- göngumál á Norðurlandi. Nefndin hefur nú skilað skýrslu og má segja að meginniður- staða nefndarinnar sé sú að á Norðurlandi sé fyrir hendi samgöngukerfi sem ekki nýtist sem skyldi til almennra samgangna og að með betri skipulagningu og samvinnu megi bæta um betur í þessum efnum. Ljóst er að víkka má út hið almenna fólks- flutningakerfi með aukinni samnýtingu á ferð- um póstbifreiða og skólabifreiða. Talið er að tiltölulega auðvelt ætti að vera að samræma flutning á pósti almennum fólksflutningum og að einnig megi nota skólabifreiðar til póst- flutninga og almennra farþegaflutninga. Þó að Norðlendingar hafi þarna riðið á vaðið og kannað samgöngumál sín með tilliti til hag- kvæmni og betri nýtingar er ekki þar með sagt að svipað ástand geti ekki verið í öðrum lands- hlutum. Raunar er ekkert sem bendir til þess að svo sé ekki. Hér er um verulegar fjárhæðir að ræða og skulu tilgreind dæmi úr skýrslu nefndarinnar. Á árinu 1981 kostuðu skólaflutningar á Norðurlandi öllu rúmlega 6,8 milljónir króna. Það sama ár greiddi Póst- og símamálastofn- unin tæplega 3 milljónir króna fyrir póstdreif- ingu út frá póststöðum á Norðurlandi, auk greiðslu til sérleyfisbifreiða og flugvéla. Því lætur nærri að þessir flutningar á skólabörnum og pósti hafi kostað um 10 milljónir króna á síðasta ári. Þetta er það há upphæð að menn hljóta að staldra við og athuga hvort ekki megi reka samgöngukerfið fyrir lægri fjárhæðir. Jafnframt sýnist nokkuð ljóst að meira og betra skipulagi mega koma við í þessum efnum. Með þessari nefndaskipan var lögð áhersla á að samgöngukerfið stuðlaði að auknum samskiptum milli staða og aukinni samvinnu milli samgönguþátta með eðlilegri verkaskipt- ingu og með tilliti til hagkvæmni og félags- legra þarfa. Stuðlað skyldi að uppbyggingu innanhéraðssamgangna m.a. með samhæf- ingu þeirrar samgönguþjónustu sem fyrir er. í tillögum sínum bendir nefndir á að nauð- synlegt sé að koma upp flutningamiðstöðv- um, skipt í þrjá flokka eftir eðli þjónustunnar. í nefndarálitinu kemur einnig fram að vöru- flutningar á sjó frá Reykjavík til hafna á Norðurlandi hafi ekki verið nægilega reglu- bundnir og lagt er til að meiri áhersla verði lögð á beina vöruflutninga frá útlöndum til hafna á Norðurlandi og þá sérstaklega til Ak- ureyrar vegna mikillar vörudreifingar þaðan á aðra staði á Norðurlandi. Rafveita Akureyrar 60 ára Rafveita Akurevrar varð 60 ára nú í haust. í samvinnu við Knút Otterstedt, framkvæmdastjóra, hefur Dagur tekið saman örstutt ágrip af sögu fyrirtækisins. Fátt olli meiri straumhvörfum í íslensku þjóðlífi en þegar raf- magnið kom til sögunnar. Ailir gera sér grein fyrir mikilvægi þess í nútíma þjúðfélagi. Lesandinn þarf ekki annað en að hta í kring um sig á heimilinu eða vinnustað til að sjá að rafmagnið er forsenda nutima vinnubragða og einn af grundvallarþáttum þeirrar miklu byltingar sem nú hefur hafíð innreið sína í heim- inum og kennd er við örtölvur. Fyrstu sporin Upp úr aldamótunum tekur ný tækni aö leita til íslands og meðal þeirra nýjunga sem farið er að ræða um er rafmagnið. Engar heimildir eru um að Akureyring- um hafi til hugar komið að hefjast handa um raflýsingu fyrr en í árs- byrjun 1905, en á bæjarstjórnar- fundi það ár eru lögð fram skjöl og uppdrættir um raflýsingu kaupstaðarins. Bæjarstjórn var málinu hlynnt og taidi þá nauð- synlegt að rannsaka máiið, útvega nánari tilboð og undirbúa málið allt til endanlegrar afgreiðslu. Nefnd var skipuð í málið. Sem dæmi um það hvað þarna var um að ræða skal hér getið til- boðs sem kom frá Bergsteini Björnssyni. Virkja skyldi Glerá og ef áskrifendur fengjust fyrir 1 þúsund lömpum með 16 kerta styrk og öðrum 1 þúsund með 10 kerta styrk var talið unnt að selja rafmagnið við ákveðnu verði. At- hyglisvert er hversu litlir lamparn- ir eru sem rætt er um og sýnir það betur en margt annað hversu lítil- þægir menn hafa verið um lýsingu húsa sinna á þessum árum. Þetta var upphafið, en síðan líður langur tími áður en Akur- eyringar fá sína almenningsraf- veitu. Á árunum 1917 og 1918 voru þó settar upp Jitlar mótor- stöðvar og voru tvær þeirra í einkaeign. Nefndir voru skipað- ar, rætt var um vatnsréttindi í Gierá. Það var svo ekki fyrr en í ágúst 1919 að skriður fór að kom- ast á málið, en þá hafði verið stofnuð svokölluð rafmagnsnefnd og á fyrsta fundi þeirrar nefndar var fastráðið að virkja Gierá. Eftir töluverðar umræður um hvar skyldi virkja var loks ákveð- ið að virkja hjá neðsta fossinum og voru fullkomnar áætlanir um þá stöð komnar frá fyrirtækinu Bille og Wijkmark í Stokkhólmi ( febrúar 1921. í júní sendu 70 bæjarbúar bæjarstjóra mótmæli en hann hafði þau að engu. Þrátt fyrir andbyr lét bæjarstjórn engan> bilbug á sér finna og 5. júlí var samþykktur samningur um bygg- ingu rafstöðvar. Olaf Sandell, verkfræðingur, kom frá sænska fyrirtækinu til að standa fyrir verkinu og jafnframt var Júníus Jónsson ráðinn verkstjóri. Vinna hófst við Gler- árstöðina 7. júlí 1921. Unnu til jafnaðar 30 menn og 3 hestar og var tímakaup fyrir mann og hest 2 krónur. Lokið var við gerð stíflu- garðsins í septemberlok, enda gekk verkið mjög greiðlega. Mikið var unnið j ákvæðisvinnu og reyndust menn hafa kr. 1.40 á klukkustund. Reyndist þessi hluti verksins 32 þúsund krónum undir áætlun. Nokkrar umræður urðu um það að b(ða hefði átt með verkið þar sem verkamannalaun myndu lækka á næsta ári, sem reyndist svo rétt. Glerárstöðin Vorið 1922 hófst vinna að nýju og þá um sumarið var lokið byggingu rafstöðvarinnar í Glerárgili svo og lagðar Knur um bæinn. Fyrsta sinn var kveikt á rafljósum frá Glerárstöð 30. september 1922, en ekki varþá enn lokið innlagn- ingu í hús. I fyrstu vikunni fengu flest hús á Oddeyri rafmagn og síðan bærinn smátt og smátt og Innbærinn síðastur. Fjölmargir einstaklingar komu við sögu í miðaði mjög vel áfram og orku- verið tók til starfa 14. október 1939, en þá var búið að byggja spennistöðvar og leggja jarð- strengi víða um Akureyri. Erfið- leikar urðu í rekstrinum vegna rennslisminnkunar á vetrum og varð þá oft að draga úr rafmagns- notkuninni. Veturinn 1941 braut snjóflöð háspennuiínuna á kíló- metra svæði við Ljósavatn og varð bærinn svo til rafmagnslaus í heila viku, nema hvað Glerárstöðin var starfrækt fyrir hluta hans. Orku- verið var fulllestað 1941 og jókst álagið mjög með tiikomu setuliðs- ins, Ný vélasamstæða var pöntuð. 4000 hestöfl bættust við inn á kerf- ið 1944 er vélarnar voru teknar í notkun en tveimur árum síðar var ljóst að orkuverið var að verða of lítið. Gerðar voru áætlanir um Ar Ti ú.ií í • - Orkuframl. ilÞ! 116.1147 Orkurir.1 kun/Tbu.t Orkukdup kutít. kws t. kwst . lazo 2.575 Jslí iMti 1923 (2.860) 517.200 ® |k 180 192S giiill; ■ 655.COO 216 1030 4,198 7)1.100 •<& |||li: 169 1935 4, 5Ö3 831 7200 "llM. 196 1940 5.564 5.048.000 3.544.762 907 1945 b . 144 16.109.000 1950 7.188 25.550.000 20.994.156 3.555 1955 8.108 28.573.U00 26.621.. 200 1960 8.835 36.380.000 32.284.206 4.118 1965 9,64:2 46.884.000 41 . si'í lllft 1970 10.765 G0.006.000 50.418Í80;3:: 7 5.679 1975 11.970 92.117.000 82.7027804 1980 13.420 84.332.000 83 . ti6*i .000 0.233 1981 B4.580.000 81 . 40 8 .000 - 194 0 !L imiiij lýsing Iðna6ur : Upphitun 196 0 351 ' 13% \' 52% # 271 04 % 1970 221 20% 77i 5 8% 1980 25% í 3 6% 40% Þessi mynd var tekin við Laxárvirkjun. Á henni sést m.a. Knútur Otterstedt, framkvæmdastjóri, en faðir hans var fyrsti rafveitustjóri Rafveitunnar og einnig framkvæmdastjóri Laxárvirkjunar. þessu máli, sem ekki hefur verið getið hér. Þess má hins vegar geta að ein ástæðan fyrir því hversu seint gekk að koma rafveitunni á frá því hún kom fyrst til umræðu var eflaust heimsstyrjöldin fyrri 1914-1918. Ekki var viðlit að byggja svona fyrirtæki á þessum tíma þegar allt þurfti að sækja til útlanda og samgöngur voru stop- ular og hættulegar. Vegna lítils rennslis og þess að ís og krapi fylltu lónið að miklu leyti varð lítið vatn til miðlunar. Þetta leiddi til þess að stöðva varð vélarnar á nóttunni til þess að safna vatni fyrir næsta dag. Svona gekk þetta vikum saman og ástandiö var með þessum hætti í mörg ár. Vélar í Glerárstöðinni voru tvær túrbínur, 165 hestöfl hvor, en áætlað var pláss fyrir þriðju vélina. Árið 1931 var sett upp diesel-samstæða, 165 hestöfl, til að bæta úr rafmagnsskortinum og jafnframt var farið að huga að því að virkja meira. Aðallega var rætt um að virkja við Fnjóská, Goðafoss eða Laxá og varð sú síð- astnefnda fyrir valinu. Árið 1937 var gerð áætlun um að virkja efra faliið í Laxá og þar yrði 2 þúsund hestafla stöð. Laxárvirkjun Þann 14. ágúst 1938 var byrjað á sjálfu verkinu með því að ríkisarfi Danmerkur, Friðrik, sem þá var í heimsókn á Akureyri, hleypti af fyrsta sprengjuskotinu. Verkinu viðbótarvirkjun við Laxá og í byrjun árs 1948 var lagt fram upp- kast að nýjum lögum fyrir Laxár- virkjun þar sem gert var ráð fyrir að ríkissjóður gæti orðið meðeig- andi í Laxárvirkjun. Fram- kvæmdir hófust við viðbótarvirkj- un 1949um voriðviðBrúar-fossa. Deilt var um eignaraðild virkjun- arinnar milli Akureyrarbæjar og ríkisins. Endaði það með undir- ritun samnings 1950 og lauk þar með íhlutun Rafveitu Akureyrar um stjórn og framkvæmdir við Laxá. Hinsvegar hafa Rafveita Akureyrar og Laxárvirkjun, allt frá stofnun hennar, haft sameig- inlegan framkvæmdastjóra og er svo enn. Með sameiningu Lands- virkjunar og Laxárvirkjunar hinn l. júlí 1983 verður hinsvegar sú breyting að framkvæmdastjóra- starf Laxárvirkjunar verður lagt niður. Framkvæmdir og búnaður Kerfi rafveitunnar var allt fram til ársins 1929 eingöngu loftlínu- kerfi. En háspennulína lá frá Glerárstöðinni, sem ca. 500 m frá henni skiptist í 2 greinar. önnur lá niður á Oddeyrina um 1.5 km löng. Fimm 40 kw spennistöðvar voru á línunni. Þegar Laxá I var byggð, árin 1938-1939 varð stórfelid breyting gerð á bæjarkerfinu. Háspennu- línurnar voru teknar niður og hluti lágspennulínanna en jarð- 6 - DAGUR -16. desember 1982 stengir lagðir í staðinn. Þá voru byggð hús yfir tólf 300 kVA spennistöðvar. Næstu 12-13 árin voru árlega nokkrar viðbætur á kerfinu en árið 1951 er gerður samningur við 3 dönsk fyrirtæki um kaup á bún- aði ( 17 spennistöðvar og alls 28 km af jarðstreng fyrir 3.3 millj. kr. fob. sem var mikil upphæð þá. Næstu 2 árin voru síðan um 50 manns í vinnu við lagningu strengja, uppsetningu búnaðar í spennistöðvum, auk þeirra er byggðu stöðvarnar. Allmiklar framkvæmdir voru einnig næstu árin við bæjarkerfið og unnið að auknu öryggi há- spennukerfisins. Árið 1970 var rafskautsketill verksmiðja SÍS tekinn í notkun, en hann er 6 MW og var einn sá fyrsti á landinu og langstærstur. Síðar, eða árið 1979, var bætt við öðrum katli að stærð 8 MW. Keypt er afgangsorka frá Landsvirkjun á þessa katla. Árið 1978 var tekin í notkun 60 kV aðveitustöð II, við Kollu- gerði, en þar var settur upp 16 MVA spennir 60/11 kV ásamt til- heyrandi búnaði og þaðan voru lagðir strengir niður í Glerár- hverfi og að verksmiðjum SÍS. Þetta var kostnaður upp á um 100 millj. kr. Tekið var 350.000 doll- ara lán til þessara framkvæmda,' en það er nú að fullu greitt og raf- veitan skuldar nú engin erlend lán. Árið 1981 var tengdur 60 kV strengur frá aðveitustöðinni á Rangárvöllum að aðveitustöð I við Þingvallastræti, og nú er unnið að lagningu ca. 2.1 km 60 kV strengs milli aðveitustöðvanna I við Þingvallastræti og II við Kollugerði, ásamt stækkun úti- virkisins við aðveitustöð II. Áætl- að er að þessi framkvæmd kosti hátt í 5 millj. kr. en þegar henni er lokið (1983) er komin 60 kV hringtenging Rangárvellir - að- veitustöð I - aðveitustöð II, þann- ig að þá er hægt að taka niður nú- verandi Laxárvirkjunarlínu frá Kjarnaskógi að aðv.st. I við Þing- vallastræti. Auk þessara stóru fram- kvæmda hefir verulegu fé verið varið til þess að auka rekstrarör- yggi kerfisins, þannig að þó bilun verði á háspennustreng þá er í flestum tilvikum unnt að gera þær tengingar í spennistöðvum að um tiltölulega stutta truflun verði að ræða. Af öðrum fjárfestingum má nefna byggingu verkstæðishúss á Gleráreyrum 1964 og viðbygg- ingu við það og endurbætur, sem nú er senn lokið (á árunum 1981- 1982). Árið 1966 flutti rafveitan í eigið húsnæði í ráðhúsi bæjarins og á þar nú hálfa 3ju hæðina. 1969 var keyptur stjómbún- aður frá Sviss til stýringar á rafhit- uninni, en áður var rafhitanum stjórnað með klukkum. 1967 var keypt mælaborð til prófunar á raf- magnsmælum og er viðbótarbún- aður við það nú í pöntun og í sam- bandi við breytingar á verkstæð- inu hefir mælaprófuninni verið búin góð aðstaða til prófunar á mælum, en ætiunin er að hún verði stóraukin á næstunni. í kerf- inu eru nú 93 spennar, 100 kVA og stærri, allt upp í 800 kVA og 19 minni en 100 kVA. Alls eru spennistöðvar 75 og heiidarafl í spennum um 38 MVA. Þegar tekin var ákvörðun um sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar, þá var fallist á að aðalspennistöðin við Þingvalla- stræti skyldi undanskilin ( eigna- matinu og ákveðið að hún skyldi verða eign Rafveitu Akureyrar. Á nýliðnu 60 ára afmæli rafveit- unnar var þessi ákvörðun tilkynnt og stöðin síðan formlega afhent 26. nóvembersl. Stöðin varbyggð í 2 áföngum, hinn fyrri 1939 og hinn síðari 1952-1953. í stöðinní eru nú tveir 6 MVA spennar utanhúss ásamt spennuvirki og 11 kV bún- aðar innanhúss. „Gjörbreytt aðstaða“ „Tilkoma þessa húss gjörbreyí- nýju íþróttahallarinnar. Börn og voru í skemmunni í höllina. Jón ir aðstöðu KA til allra íþrótta- unglingar hafa fram til þessa mátt sagði þetta vera ákveðin jöfnuður iðkunar,“ sagði Jón Arnþórs- fara langan veg, annað hvort út í við Þór sem hefði sitt íþróttahús í son, formaður KA í stuttu Glerárhverfi eða niður í íþrótta- hjarta síns félagssvæðis. Að vísu spjalli. skemmu til æfinga. Æfingar í er (þróttahús við velli okkar í Jón segir að samkvæmt laus- íþróttahúsinu í Glerárhverfi Lundarskóla draumurinn, en legri könnun þá sé 80% af félög- verða nú engar hjá KA og einnig þetta er mjög góður áfangi, sagði . um KA á Brekkunni eða á svæði fara svo til allar æfingar sem áður Jón að lokum. Tilkoma nýju íþróttahallarinnar er merkur áfangi. Skíðamenn við æfingar og keppni ytra í spjalli við Björn Víkingsson, Skíðasambandið er fjárvana og landsliðsmann í alpagreinum, geturlítiðsemekkertstyrktslík- kom fram að hann, ásamt Ólafi ar keppnisferðir. Harðarssyni og Elíasi Bjarna- Blak hjá KA Blakdeild KA flytur nú flestar æfingar sínar í íþróttahöllina og þar eð nú er aukið húsrými hyggst blakdeildin bæta við æf- ingum fyrir karlaflokk, með það fyrir augum að hefja keppni í þeirri grein. Æfingar verða á mánudögum í höllinni kl. 17.15 fyrir m.fl. kvenna, fyrsta flokk kvenna og karlaflokk. Á miðvikudögum einnig í höllinni kl. 19.15 sömu flokkar, fimmtudag kl. 20.00 í íþróttaskemmunni, fyrsti flokk- ur kvenna, og í höllinni á föstu- dögum kl. 17.15 m.fl. kvenna. syni, fara til Noregs þann 28. þ.m. til æfinga og kepni. Þá munu þeir einnig keppa í Sví- þjóð eftir áramótin. Þá sagði Björn að ef fjárhagurinn leyfði myndu þeir fara eitthvað niður í Evrópu og æfa þar og taka þátt í mótum en hann sagði að þeir færu þessa ferð eins og aðrar á eigin kostnað. Það eru ekki margir íþróttamenn sem fara slíkar ferðir á eigin vegum, en Björn sagði að ef þeir ætluðu að fara væri ekki aðrar leiðir í boði. Æfingar Þórs í körfubolta Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Þórs frá 13. desember 1982: Mfl. karla: Mánudaga kl. 20.30, Skemman 4. fl. karla: Þriðjudaga kl. 21.45, Höllin Þriðjudaga kl. 19.00, Glerárskóli Fimmtudaga kl. 19.15, Höllin Föstudaga kl. 16.00, Glerárskóli Gunnar verður með KA Það hafa gengið um það sögu- sagnir undanfarið að landsliðs- maðurinn í knattspyrnu og handknattleik, Gunnar Gísla- son, leiki ekki með KA í annarri deild á næsta sumri. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttasíð- unnar er þetta ekki rétt því Gunnar hyggst leika með sínum gömlu félögum hjá KA næsta sumar. Þá mun hann einnig, eins og í fyrra, þjálfa yngri flokka fé- lagsins og standa yfir leikja og íþróttanámskeiðum. 3. fl. karla: Byrjendur: Þriðjudaga kl. 20.00, Glerárskóli Mánudaga kl. 16.00, Glerárskóli Fimmtudaga kl. 21.00, Glerárskóli Föstudaga kl. 15.10, Glerárskóli Æfingar knatt- spyrnudeildar KA Æfingatafla knattspyrnudeildar KA innanhúss frá og með 13. des- ember 1982: 6. flokkur: 5. flokkur: 4. flokkur: 3. flokkur: 2. flokkur: Mfl.: Kvennafl. yngri (13 ára og yngri): Mfl. kvenna: Sunnud. kl. Laugard. kl. Sunnud. kl. Laugard. kl. Sunnud. kl. Sunnud. Sunnud. kl. Sunnud. kl. 10.00-11.00. 12.00-13.00. 11.00-12.00. 12.00-13.00. 15.00-16.00. 16.00-17.00. 10.00-11.00. 11.00-12.00. 16. desember 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.