Dagur - 20.01.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 20.01.1983, Blaðsíða 1
HALSFESTAR 8og14KARÖT GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREVRI Mil 66. árgangur Akureyri, fúnmtudagur 20. janúar 1983 8. tölublað Afhending Verk- mennta- skólans Á föstudag verður 1. áfangi nýja Verkmenntaskólans form- lega afhentur. Afhendingin fer fram í skólanum sjálfum klukk- an 16. Þá mun bygginganefhd skólans afhenda hann bæjar- stjórn sem síðan afhendir Iðn- skólanum húsnæðið til rekstrar. Skólahúsnæðið verð- ur síðan ahnenningi til sýnis á laugardag frá klukkan 10-18. í þessum fyrsta áfanga Verk- menntaskólans er málmiðnaðar- deild til húsa og hefur kennsla þegar hafist í húsnæðinu. Þessi áfangi er um 11% af því sem byggja á. Þeir sem til þekkja telja að þarna sé ein allra besta aðstaða til kennslu í málmiðnaðargrein- um sem þekkist á landinu og talið er að þessi skólasmiðja sé nú einn best búni vinnustaður málmiðn- aðarmanna á Akureyrí. Fjoldi fólks hættur r mm f m ' * i Video- lundi Sjá bls. 3 Hitaveita Akureyrar: Meira út á kerfið en greitt er fyrir „Það er ráðgert á næstu vikum að framkvæma mælingar á vatnsskammti, hitastigi og þrýstingi hitaveituvatns hjá öll- um notendum Hitaveitu Akur- eyrar. Samhliða þessum mæl- ingum er fyrirhugað að yfirfara hemilbúnað og endurstílla vatnsskammta þar sem þess er þorf. j,^ ver5a stjómlokar at- hugaðir og stilltir. Við þessar mæUngar verður notaður nýr og nákvæmur rafeindamæU- búnaður og vegna umfangs þessa verkefnis hefur nokkur fjöldi vélskólanema frá Reykjavík verið fenginn tU verksins sem áætlað er að taka muni þrjár vikur," sgaði WU- lielm V. Steindórsson, hita- veitustjóri á Akureyri í samtali við Dag. Wilhelm sagði að reynslumæl- ingar hafi verið framkvæmdar í nokkrum húsum á Akureyri og af þeim mætti álykta að nokkuð sé um yfirstillingar í húsum í bænum en undirstillingar í mjög litlum mæli. Við spurðum Wilhelm hvort ekki væri samræmi í því vatns- magni sem greitt væri fyrir í bæn- um og þess magns sem fer út á kerfið, og hvort það væri rétt sem heyrst hefur að svo væri ekki og munurinn væri 20-30 sek.lítrar. „Það eru hreinar ágiskanir. Þessar reynslumælingar sem við útfærðum benda til þess að það sé eitthvað um yfirstillingar að ræða. Ein af ástæðum þess er sú að það hafa ekki verið notuð nægilega fullkomin tæki í gegn um árin, þau hafa hreinlega ekki verið til. Nú eru þau hinsvegar fyrir hendi og þau verða notuð við þessar stillingar. Þá hafa mæliaðferðir ekki verið fastmótaðar lengst af en nú verður allt mælt við sömu skilyrði og við sömu gefnu for- sendur." - Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Hitaveitu Akureyrar og eru miðaðar við síðustu sölu- skrá (nó.-des.) voru seldir 144,5 sek.lítrar af heitu vatni um hemla. í desember voru seldir (sam- kvæmt mælum) 19,6 sek.lítrar. Þetta gera 164,1 sek.lítra. Milli 180 og 200 sek.lítrar fara út á kerfið. Þó gert sé ráð fyrir neysluvatnsnotkun er nokkuð ljóst að töluvert meira fer af heitu vatni út á kerfið en greitt er fyrir, jafnvel allt að 20 sek.lítrar. 4* y"V líndur á Búðará á Húsavík Mynd: Þ.B. Olögleg innheimta námsvistargjalda: Menntamálaráðuneytið hyggst grípa í taumana „Það hefur verið afstaða Akur- eyrarbæjar og bæjarstjórnar hingað tU að við höfum ekki ætlað okkur að taka námsvist- argjöld af nemendum annarra sveitarfélaga sem sækja nám hingað á Akureyri í skólum sem bærinn á rekstraraðUd að", sagði Helgi Bergs bæjar- stjóri í samtaU við Dag. Námsvistargjöld nemenda sem stunda nám í öðru sveitarfélagi en þeir eiga lögheimili í, hafa verið mjög í sviðsljósinu að undan- förnu, vegna kröfu íhaldsmeiri- hlutans í Reykjavík um að inn- heimta þetta gjald af nemendum þar. Hinsvegar hefur Mennta- málaráðuneytið upplýst að heim- ild til lántöku námsvistargjalda sé aðeins að finna í lögum um iðn- fræðslu og að ráðuneytið ákveði gjaldið. „Við höfum greitt til annarra sveitarfélaga vegna nemenda héðan sem þar hafa sót nám. Það má segja að meginreglan hafi verið að greitt hafi verið ef ekki hefur verið hægt að stunda við- komandi nám hér á Akureyri. Ég held að það séu fyrst og fremst Reykjavík og Hafnarfjörður sem við höfum greitt til". - En nú er óheimilt að inn- heimta þessi gjöld nema ef um iðnfræðslu er að ræða. „Við höfum viljað að nemend- ur héðan ættu aðgang að því námi sem þeir vildu stunda og ef þeir hafa ekki getað stundað það nám á Akureyri höfum við viljað greiða þetta jafnvel þótt það styðjist ekki við lög, til þess að nemendurnir gætu stundað sitt nám í ró og friði. Ýmsar kröfur Reykjavíkurborgar upp á síðkast- ið hafa hinsvegar verið endur- sendar vegna þess að það hefur ekki komið nægilega fram á reikn- ingunum fyrir hvaða nám er verið aðrukka." Látið hefur verið að því liggja að nemendur sem ekki eru búsett- ir í Reykjavík en hyggist stunda þar nám fái ekki að hefja það í haust nema viðkomandi sveitar- félag ábyrgist greiðslu námsvist- argjalda. f tilefni af því hefur Menntamálaráðuneytið lýst því yfir að það verði ekki liðið að nemendurnir verði krafðir um þetta gjald eða synjað um skóla- vist vegna þess. Húseiningar hf.: Breyttu húsi ánþess aðhafa leyfi Bygginga- og skipulagsnefnd Siglufjarðarkaupstaðar vitti á fundi sínum í fyrra mánuði Húseiningar hf. fyrir þau vinnubrögð að hefja fram- kvæmdir við breytingar á húsi án þess að leyfi bygginga- og skipulagsnefndar hafi komið tu. Þegar Húseiningar hf. fóru fram á leyfi til að breyta þakhalla á kvisti á austurhlið hússins að Lækjargötu 11-13 á Siglufirði, kom fram í umsókninni að verk- inu væri lokið. Bygginganefnd fjallaði aldrei um málið, en breyt- ingarnar voru gerðar vegna leka á þakinu og hættu á skemmdum. Bygginganefnd hafnaði erindi Húseininga um breytingar vegna ófullnægjandi gagna, skriflegt leyfi vantaði frá meðeigendum og haldbær rök vantaði fyrir því að ekki hafi verið hægt að þétta lek- ann á annan hátt. Þegar síðast fréttist hafði ekk- ert frekar gerst í málinu. Frekari gögn höfðu ekki borist frá Hús- einingum. Eftir breytingarnar er þakhalli of lítill miðað við reglu- gerð um halla bárujárnsklæddra þaka. Skrifstofur Húseininga eru í umræddri byggingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.