Dagur - 20.01.1983, Síða 3
Fjöldi fólks segir
sig úr Vídeólundi
Mikil óánægja virðist nú hafa
gripið um sig meðal íbúa í
Lundarhverfi sem eiga aðild að
myndbandafyrirtækinu Vídeó-
lundi. Mun óánægja fólksins
aðallega stafa af vali mynda
sem sýndar erú og þeim mikla
launakostnaði sem er samfara
rekstri fyrirtækisins.
„Ég veit að íbúar í Tjarnarlundi
2-6 sem er fjölbýlishús hafa sagt
sig úr fyrirtækinu og einnig hafa
íbúar í Furulundi 8 sem er 20
íbúða hús ákveðið að hætta“,
sagði viðmælandi blaðsins. Hann
bætti því við að myndaval væri
ákaflega slakt og myndirnar yfir-
leitt endursýndar tvisvar til þrisv-
ar sinnum. „Þá eru margir mjög
óánægðir með það hvernig fjár-
málin standa, og ég get nefnt sem
dæmi að þeir tveir menn sem aðal-
lega hafa staðið að því að sýna
myndirnar hafa reiknað sér mjög
há laun og að þau yrðu jafnvel
undanþegin skatti".
„Ég tek fram að ég vil
ekki að verið sé að skrifa um
þessi launamál. Fólkið fékk skýr-
ingu á þessu öllu á aðalfundinum
og reikningar félagsins voru sam-
þykktir“, sagði Pétur Pétursson
sem lét af formennsku í Vídeó-
lundi á dögunum. Hann tók það
þó fram að þessi laun yrðu ekki
undanþegin skatti.
„Við höfum ekki endursýnt
myndir meira en fólkið hefur beð-
ið um á fundum", sagði Pétur.
„Við höfum í mörgum tilfellum
endursýnt myndir þrisvar sinnum
en það er vegna óska fólksins“.
- Hvað eru það margir íbúðar-
eigendur sem hafa sagt sig úr
fyrirtækinu?
„Það eru samtals fimm stiga-
gangar sem hafa sagt sig úr þessu.
Nýja stjórnin er þessa dagana að
boða fund með þessu fólki enda er
mikill misskilningur á ferðinni
víða. Það fólk sem hefur sagt sig
úr Vídeólundi er fyrst og fremst
fólk sem aldrei hefur sótt fundi og
veit þess vegna ekki um ástæður
fyrir þessu og hinu sem hefur ver-
ið að gerast. Það hefur hvorki leit-
að til okkar eftir upplýsingum eða
boðið okkur á húsfélagsfundi til
að kynna mál félagsins eins og við
höfum verið tilbúnir að gera“,
sagði Pétur.
Bridgefélag Akureyrar:
Sveit Júlíusar sigraði
A-riöiII:
Júlíus Thorarensen 71
Páll Pálsson 63
Hörður Steinbergsson 55
Stefán Pálsson 49
Jón Stefánsson 46
Ferðaskrifstofa Ak. 16
B-riðill:
Stefán Vilhjálmsson 64
Halldór Gestsson 57
Anton Haraldsson 56
— næsta keppni á þriðjudag
Sveitakeppni Bridgefélags Akur- eyrarmeistari 1983 varð sveit Júl-
eyrar, Akureyrarmót í bridge, íusar Thorarensen en auk hans
lauk sl. þriðjudagskvöld. Akur- eru í sveitinni Alfreð Pálsson, Jó-
hann Helgason, Ármann Helga-
son, Stefán Jóhannesson og
Jakob Kristinsson. Keppnin var
allan tímann mjög spennandi og
tvísýn og úrslit ekki ráðin fyrr en í
síðustu umferðinni, en í henni
sigraði Júlíus - Jón 20-0, Páll -
Ferðaskrifstofa Ak. 17-3,Hörður
-Stefán 19-1.
Spilað var í þremur riðlum í
mótinu, alls 18 sveitir og urðu
efstu sveitir þessar:
Aknreyranaeistarar, sveit Júliusar Thorarensen. Standandi frá vinstri: Jó-
hann Helgason, Alfreð Pálsson og Ármann Helgason. Sitjandi frá vinstri:
Stefán Jóhannesson, Júlíus Thorarensen og Jakob Kristinsson.
Ljósm: Norðurmynd, Akureyri.
C-riöiU:
Kári Gíslason 87
Eiríkur Jónsson 72
Una Sveinsdóttir 37
Keppnisstjóri var sem fyrr Al-
bert Sigurðsson og stóð hann sig
með mikilli prýði að venju. -
Næsta keppni félagsins verður
tvímenningur, Akureyrarmót,
sem hefst nk. þriðjudagskvöld.
Þátttöku þarf að tilkynna til
stjómar félagsins fyrir kl. 19 nk.
sunnudagskvöld.
Toyota sýning
Sýnum hinn nýja Toyota Tercel (4wd) fjórhjóladrifinn
laugardaginn 22. janúar
frá kl. 10.00-17.00.
Bláfell sf,
Draupnisgötu 7a, Akureyri, sími 21090.
ÆfJingaskór
r stærðir 28-44, verð frá kr. 370.
Iþróttasokkar
hvítir með röndum. Stærðir 22-26, verð kr. 46.
L
Eyfjörð
Hjalteyrargötu 4, sími 25222
Skákþing
Akureyrar 1983
hefst sunnudaginn 23. janúar kl. 14.00.
Raðaö verður í flokka eftir ELO-stigum. Umferðir
verða á sunnudögum og miðvikudögum. Skráning
í mótið er í síma 23926 (Gylfi Þórhallsson) og
24393 (Jón Garðar Viðarsson).
Lokaskráning í keppnina verður laugardaginn
22. janúar.
Keppni í unglingaflokki 15 ára og yngri hefst laug-
ardaginn 29. janúar kl. 13.30.
Skákfélag Akureyrar.
Betri kaup
Vissir þú
að við eigum til
egg ............. á aðeins kr. 39.95 kg
unghænur ........ á aðeins kr. 42.95 kg
rauðepli ........ á aðeins kr. 28.20 kg
að það er tilboðsverð á:
Beech nut barnadjús aðeins kr. 3.60/ 4.60
Coke 1.5 Itr. aðeins kr. 29.95
Saltað hrossa kjöt m/beini aðeins kr. kg. 43.70
^ i ...—...&
HAGKAUP
Norðurgötu 62 Sími 23999
20. janúar 1983 - DAGUR - 3